Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996
45
Ingvar E. Sigurðsson og Eyjólf-
ur Kári Friðþjófsson í hlutverk-
um sínum.
Tröllakirkja
í kvöld verður sýning á
Tröllakirkju á stóra sviði Þjóð-
leikhússins. Sögusvið Trölla-
kirkju er Reykjavík um miðjan
sjötta áratuginn. Borgin þandist
út og byggingar risu eins og
gorkúlur. Þetta var tími fram-
kvæmda og stórhugamanna.
Tröllakirkja greinir frá einum
slíkum athafamanni, húsameist-
ara sem dreymir um að reisa
glæsilegt vöruhús. En þegar of-
Sýningar
beldisverk er framið í fjölskyld-
unni hrynja draumar hans til
grunna og líf hans umbreytist.
Skáldsagan Tröllakirkja eftir
Ólaf Gunnarsson vakti mikla at-
hygli þegar hún kom út og þótti
tímamótaverk. Ver bókin til-
nefnd til íslensku bókmennta-
verðlaunanna 1992. Þórunn Sig-
urðardóttir samdi leikverkið
upp úr bókinni en leikstjóri er
Þórhallur Sigurðsson. Með
helstu hlutverk fara Amar
Jónsson, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir og Eyjólfur Kári
Friðþjófsson.
Kol leikur á landsbyggðinni um
helgina.
Kol á Húsavík
Hljómsveitin Kol leikur á
Hlöðufelli á Húsávík í kvöld en
fer svo til Grundarfjarðar á
morgun þar sem hún leikur í
ÁsakafFi.
Víxlverkun veilna í hálf-
leiðurum
Kristján Leósson heldur fyrir-
lestur um rannsóknarverkefni
sitt tU meistaraprófs í eðlisfræði
í dag kl. 15.30 í stofu 158 i VR II,
Hjarðarhaga 2-6. Öllum er
heimUI aðgangur.
Félagsvist
Félagsvist verður spiluð í
Risinu kl. 14 í dag. Göngu-
Hrólfar fara að venju í göngu kl.
10 í fyrramálið.
Samkomur
Bubbi Morthens á Isa-
firði
Bubbi Morthens heldur tón-
leikaferðalagi sínu áfram um
helgina. í dag verður hann á ísa-
firði og heldur tvenna tónleika í
GaUerí Pizzu kl. 17 og kl. 23 og á
morgun verður hann á sama
stað.
Félag ekkjufólks og frá-
skilinna
heldur félagsfund í Templara-
höUinni, Eiríksgötu 5, í kvöld
kl. 20.30. Pelsasýning. Nýir fé-
lagar velkomnir
Doría á Gauki á Stöng:
Frá nútímapoppi upp í hrátt rokk
Ný hljómsveit, Doría, mun
skemmta á Gauki á Stöng I kvöld
og annað kvöld. Sveitin er skipuð
sex meðlimum og þar af eru tvær
söngkonur sem einnig eru I
Söngsystrum sem skemmta á Hót-
el íslandi í sýningunni Bítlaárin.
Segja má að Doría spUi tónlist á
mjög breiðum grunni og er það
allt frá nútímapoppi upp í hrátt
rokk.
Doría hóf feril sinn um síðustu
helgi í RósenbergkjaUaranum og
þegar fram líða stundir verður
herjað á landsbyggðina og jafnvel
út fyrir landsteinana. Þessa stund-
ina er verið að vinna í frumsömdu
efni og liggur leiðin í hljóðver
fljótlega. í framhaldi verður eitt-
hvað gefið út af lögum. Auk þeirra
söngsystra kemur hluti hljóm-
sveitarmeðlima úr rokksveitinni
Langbrók en Doría er skipuð
Bryndisi Sunnu, Regínu Ósk, AUa
langbrók, Andra Hrannar, Ofur
Baldri langbrók og Peppa Jensen.
Doría skemmtir á Gauknum í kvöld og annað kvöld.
Eins og áður segir skemmtir andi tónlist ættu bara að drífa sig
Doría á Gauknum um helgina og á staðinn.
þeir sem vilja heyra fjöruga og lif-
Víða þungatak-
markanir
Vegir á landinu eru yfirleitt vel
færir, en hálka er á Steingrímsfjarð-
arheiði og á heiðum á austanverðu
landinu. Víða er búið að setja há-
marksöxulþunga á vegi sem eru við-
kvæmir á þessum árstíma. Má þar
Færð á vegum
nefna að á Fljótsdalsheiði er 5 tonna
takmörkun á öxulþunga, 7 tonn á
Mývatnsöræfum, Jökuldal og
Möðrudalsöræfum og 4 tonn á
Vopnafjarðarheiði. í Borgarfirði er
hámarksöxulþungi 7 tonn í Hvítár-
síðu, Reykholti-Húsafelli og Geld-
ingadraga. Á Vestfjörðum er há-
marksöxulþungi 2 tonn á leiðunum
Kollafjörður-Flókalundur, Dynjand-
isheiði og Hrafnseyrarheiði.
Astand vega
0 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
□ Þungfært (£) Fært fjallabílum
Sonur Hólmfríðar
og Helga
Myndarlegi drengurinn á mynd-
inni, sem sefur vært, fæddist 3. apr-
ÍL Þegar hann var vigtaður reynd-
ist hann vera 3030 grömm að þyngd
Barn dagsins
og mældist 50 sentímetra langur.
Foreldrar hans eru Hólmfríður
Björg Ólafsdóttir og Helgi Svein-
bjömsson. Hann á tvö hálfsystkin,
ívar Öm, sem er 18 ára, og Gunni
Ösp, sem er 15 ára.
John Travolta leikur smá-
krimmann Chili Palmer og Rene
Russo leikur b-myndaleikkonuna
Karen Flores
Náið þeim
stutta
Laugarásbíó hefur sýnt við
góða aðsókn að undanfornu Náið
þeim stutta (Get Shorty). í mynd-
inni leikur John Travolta smá-
krimmann Chili Palmer sem
sendur er frá Miami til Los Ang-
eles til að innheimta skuld sem
kvikmyndaframleiðandinn
Harry Zimm (Gene Hackman)
skuldar í Las Vegas. Gæfan hef-
ur snúið baki við Harry og hann
á enga peninga, en í stað þess að
brjóta hendur hans og fætur,
eins og menn í stöðu Chili hefðu
vafalaust gert, kemur Chili með
hugmynd að nýrri kvikmynd
Kvikmyndir
sem Harry á að framleiða og
gæti snúið hamingjuhjólinu hon-
um í vil. Það vill nefnilega svo til
að Chili er mikill kvikmyndaað-
dáandi og kann vel við sig í
Hollywood.
Auk þeirra Johns Travolta og
Gene Hackmans leika í mynd-
inni Danny DeVito og Rene
Russo. De Vito er einnig einn
framleiðenda myndarinnar.
Leikstjóri er Barry Sonnenfeld.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Vampira í Brooklyn
Háskólabíó: Neðanjarðar
Laugarásbíó: Náið þeim stutta
Saga-bíó: Herra Glataður
Bíóhöllin: Toy Story
Bíóborgin: Powder
Regnboginn: Magnaða Afródíta
Stjörnubió: Vonir og væntingar
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 84
24. april 1996 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 67,140 67,480 66,630
Pund 1001,180 101,690 101,200
Kan. dollar 49,250 49,560 48,890
Dönsk kr. 11,3750 11,4350 11,6250
Norsk kr. 10,2120 10,2680 10,3260
Sænsk kr. 9,8430 9,8970 9,9790
Fi. mark 13,8460 13,9280 14,3190
Fra.franki 12,9940 13,0680 13,1530
Belg. franki 2,1333 2,1461 2,1854
Sviss. franki 54,2800 54,5800 55,5700
Holl. gyllinl 39,1700 39,4100 40,1300
Þýskt mark 43,8700 44,0900 44,8700
ít. líra 0,04290 0,04316 0,04226
Aust. sch. 6,2300 6,2690 6,3850
Port. escudo 0,4287 0,4313 0,4346
Spá. peseti 0,5290 0,5322 0,5340
Jap. yen 0,62980 0,6336 0,62540
írskt pund 104,430 105,080 104,310
SDR/t 96,88000 97,46000 97,15000
ECU/t 82,3100 82,8100 83,3800
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Krossgátan
Lárétt: 1 káf, 5 líf, 7 ruglingur, 9
dældina, 10 til, 11 hljóðir, 13 úr-
koma, 16 fátæk, 17 forfaðir, 18
stefna, 19 brak.
Lóðrétt: 1 fantar, 2 djörf, 3 stilk, 4,
seðlinum, 5 hegðun, 6 venja, 8 lógir,
12 krulla, 14 op, 15 lík, 16 strá.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 vafstur, 7 oki, 8 tel, 10
rumar, 12 ól, 13 grafinn, 14 renn, 16
strái, 18 ós, 19 hitar, 21 sálir.
Lóðrétt: 1 vor, 2 akur, 3 fiman, 4
stafni, 5 te, 6 rælni, 9 lón, 11 risti, 13
gróa, 15 ess, 17 áar, 19 há, 20 ró.