Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 11 Fréttir Aukin samkeppni á fleiri sviðum en i lyfjaverslun: Annar nektardans- staður tekinn til starfa - „léttklæddir erlendir skemmtikraftar“ streyma til landsins „Ég get ekki sagt að við séum að fara í samkeppni við þann stað sem þegar býður upp á léttklæddar dans- meyjar. Við erum að opna á öðru svæði í Reykjavík auk þess sem hjá okkur eru eingöngu velkomnir snyrtUega klæddir karlmenn og kvenmenn. J>á verða til sölu léttar veitingar gegn vægu verði,“ segir Ríkharður Morrison, talsmaður Ve- gas, nýs veitingastaðar við Lauga- veg, sem opnaður var um síðustu helgi. Um er að ræða annan veitinga- staðinn sem tekur til starfa í Reykjavík á skömmum tíma og stíl- ar inn á að léttklæddar meyjar haldi athygli gesta og trekki að viðskipta- vini. „Ég held það sé markaður fyrir fleiri staði en þessa tvo enda eru þeir sem fyrir eru að róa á ólík mið með svipaða afþreyingu. Við erum að sverma fyrir öðrum aldurshópi og huggulegu fólki. Við þurfum ekki nema að líta til Kaupmannahafnar til að sjá fleiri tugi ef ekki hundruð svona staða. Ég hef líka heyrt að fleiri en við hyggist ráðast inn á þennan markað. Þetta er greinilega komið til að vera. Nú er samkeppn- in að ryðja sér til rúms á öllum svið- um, seinast lyfiaversluninni." Ríkharður segir þennan stað verða í mörgu frábrugðinn Bóhem við Grensásveg. Sem fyrr segir munu á hinum nýja veitingastað verða í boði léttar veitingar sem menn og konur geta gætt sér á frá hádegi og fram eftir kvöldi sam- hliða því sem „léttklæddir erlendir listamenn", eins og Ríkharður orð- ar það, dansa. „Hérlendis er ekki að fmna neina afþreyingu fyrr en eftir klukkan 5 á daginn. Þá geta menn farið í bíó. í Danmörku er boðið upp á morgun- verð með svona skemmtiatriðum og í Bandarikjunum er þetta í boði all- an sólarhringinn. Nú gerum við fólki kleift að skreppa í hádeginu og fá sér að borða og horfa á skemmti- atriði af einstöku tagi. Þeir sem ekki vilja horfa á skemmtiatriðin geta líka komið því staðnum er skipt upp.“ Fyrir nokkru komu til landsins 8 glæsimeyjar á vegum hins nýja staðar, Vegas. DV-mynd ÆMK ■;::S3b Mæðgur hlutu íslensku barnabókaverðlaunin 1996: Grillaðir bananar í fjölskyldusamvinnu Mæðgurnar Ingibjörg Möller og dóttir hennar, Fríða Sigurðardóttir, taka við barnabókaverðlaununum úr hendi Ármanns Kr. Einarsonar, rithöfundar og stofnanda verðlaunanna. DV-mynd GS Mæðgurnar Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir hlutu íslensku barnabókaverðlaunin 1996 fyrir sög- una Grillaðir bananar. Verðlaunin voru afhent með viðhöfn í Þjóðar- bókhlöðunni á þriðjudaginn, degi bókarinnar. Þetta er í tólfta sinn sem verðlaunin eru afhent en stofn- að var til þeirra 1985 í tilefni af sjö- tugsafmæli Ármanns Kr. Einarsson- ar rithöfundar. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka úthlutar verðlaununum en að sjóðnum standa fjölskylda Ár- manns, Vaka-Helgafeli, Barnabóka- ráðið, íslandsdeild IBBY-samtak- anna og Barnavinafélagið Sumar- gjöf. í tilefni 10 ára afmælis verð- launanna í fyrra var ákveðið að út- hluta verðlaunum fyrir bestu mynd- skreyttu barnabókina þannig að verðlaunin eru orðin tvískipt. Úrslit í samkeppni um bestu mynd- skreyttu söguna í ár verða kynnt í haust. „Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar nöfn verðlaunahafanna í fyrra og nú í ár komu upp úr lokuð- um umslögunum. Báðir starfandi kennarar við minn gamla og góða skóla, Hlíðaskóla, sem n.ú getur með réttu kallast skóli skáldanna," sagði Ármann Kr. Einarsson þegar hann afhenti mæðgunum verðlaunin, 200 þúsund krónur auk höfundalauna, en Ingibjörg kennir við Hlíðaskóla, sem og verðlaunahafinn í fyrra, Þórey Friðbjörnsdóttir. Fríða er 16 ára og nemandi í Kópavogsskóla. Ármann sagði að ekki væri of- mælt að verðlaunin hafi farið fram úr björtustu vonum stofnendanna. Árlega bærust 30-50 handrit í sam- keppnina og flestar verðlaunabæk- urnar eftir unga höfunda. Sérstak- lega væri ánægjulegt þegar fjöl- skyldur ynnu sameiginlega að list- sköpun, líkt og var hjá mæðgunum. . „Þetta er skemmtileg og jafnframt spennandi saga um ævintýraferð nokkurra ungmenna um óbyggðir íslands. Höfundarnir hafa einkar gott vald á islenskri tungu, stíllinn er léttur og leiftrar af kímni. Sam- vinna höfundanna skilar sér í fjör- legum texta á máli sem börn og unglingar þekkja,“ sagði Ólafur Ragnarsson, formaður sjóðsstjórnar og útgefandi Vöku-Helgafells, þegar hann tUkynnti verðlaunahafana. -bjb Sængurtilboð 2 Odýr sæng fyitt með polyestertrefjum Áðurl stk. 1.990,- , . Krmglótt garðborð og 4 stólar i L. Kúlugrill Skeifunm 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.