Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Veruleikafirrt stofnurt Þegar viröisaukaskattur var settur á bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu 1. janúar 1993 var varað sterklega við því. Slík skattlagning hefði afdrifarík áhrif á prentþjónustu, útgáfu- og menningarmál í víðum skilningi. Á þau rök var ekki hlustað og stjórnvöld, með fjármálaráðuneytið í broddi fylkingar, þröngvuðu 14 prósent virðisaukaskatti á prentþjónustu, útgáfu og sölu bóka, blaða og tímarita. Nú hefur íj ármálaráðherra lagt skýrslu fyrir Alþingi um áhrif virðisaukaskattsins á útgáfumál í landinu. Nið- urstaðan í þeirri pöntuðu skýrslu er sú að ekki sé ástæða til að ætla að álagning virðisaukaskattsins á þessa at- vinnugrein hafi rýrt stöðu hennar. Fram kemur að við vinnslu skýrslunnar hafi meðal annars verið leitað upplýsinga frá embætti ríkisskatt- stjóra og Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun er veruleika- firrt ef upplýsingar frá henni leiða til þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að ekkert bendi til þess að staða fyrirtækja í prentun, blaða-, bókaútgáfu og bókaverslun hafi versn- að frá árinu 1993 til 1995. Raunveruleikinn blasir hins vegar við og er allur annar ef skýrsluhöfundar og stofn- anir vilja kynna sér það. Prentsmiðjur hafa gefist upp og gengið inn í aðrar stærri. Dæmi um það eru prentsmiðj- urnar Edda og G. Ben. sem Oddi yfirtók og þá keypti Steindórsprent Gutenberg. Eftir standa, fyrir utan nokkr- ar smærri prentsmiðjur, ísafoldarprentsmiðja og prent- smiðja Árvakurs auk prentsmiðjunnar Odda. Prentverk hefur því í raun færst á örfárra hendur. Því má heldur ekki gleyma að prentun hefur færst í talsverðum mæli úr landi. Þar er bæði um að ræða prent- verk bóka í vasabroti og flnna prentverk. Sú vinna er far- in úr höndum íslenskra iðnaðarmanna. Það er meðal annars vegna misviturra ákvarðana skattyfirvalda. í skýrslu fjármálaráðherra er sagt að erfitt sé að ein- angra álagningu virðisaukaskatts frá öðrum þáttum sem einnig hafa áhrif á afkomu atvinnugreinarinnar, til dæmis kaupmáttarþróun almennings, verðlagsþróun og sérstakar aðstæður í atvinnugreininni. Engu að síður er því haldið fram að bókaskatturinn illræmdi hafi ekki haft merkjanleg áhrif. Á það er bent að fyrirtækjum sem selja bækur, blöð og tímarit hafi fjölgað um 19 prósent frá árinu 1993 og það talin vísbending um bættan hag greinarinnar. Hið rétta er að útsölustöðum sem selja bækur og blöð sem aukabú- grein hefur Qölgað. Það er hægt að kaupa prentmálið með öðru í videoleigum, sjoppum og stórmörkuðum en smærri bókabúðir eiga í vök að verjast. Bókaverslun og útgáfa, líkt og prentverkið, er að mestu komið undir einn hatt Eymundssonar/Pennans og Máls og menningar. Stór forlög eins og Örn og Örlygur og Almenna bókafélagið heyra sögunni til. Minni dagblöðin fengu á sig skattinn ekki síður en önnur og hver er staða þeirra? Þjóðviljinn fór á hausinn og Alþýðublaðið er tvöfaldur fjórblöðungur auk þess sem Tíminn er kominn undir handarjaðar Frjálsrar Qölmiðl- unar. Ekki varð flóra blaðanna fjölbreyttari með skatt- lagningunni þótt mat fjármálaráðuneytisins sé það eitt að áhrifin séu ekki merkjanleg. Ráðuneytið metur það væntanlega einnig svo að skatt- ur á bækur hafi engin merkjanleg áhrif haft þótt útgefn- um bókatitlum hafi fækkað um 313 á milli áranna 1992 og 1994. Jónas Haraldsson Jafnræðisreglan Rétt er að vekja sérstaka athygli á að ríkisstjórnin leggur nú fram frumvarp til laga sem skerðir umsamin réttindi starfsmanna ríkisins og ríkisstjórnin neytir þannig valdboðs í stað samninga við stéttarfélög starfsmanna til að knýja á um bótalausa sviptingu réttinda starfsmanna. Sá fram- gangsmáti ríkisvaldsins gagnvart starfsmönnum sínum vekur upp spurningar um hvort frumvarpið stríði gegn jafnræðisákvæðum sem víða er að finna í stjórnarskrá fslands. Frumvarpið felur í sér skerð- ingu á réttindum starfsmanna rík- isins og aukningu á skyldum þeirra. Tilgangurinn mun vera sá að afnema meint misrétti milli ríkisstarfsmanna og annarra launamanna. Þetta er réttlætt með tilvísun í jafnræðisregluna í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Fráleitt er að halda því fram að 65. gr. feli í sér að skylt sé að skerða, skv. stjórn- arskránni, umsamin réttindi eins hóps ef þessi réttindi eru meiri en Gert er ráð fyrir að stórum hópi félagsmanna ríkisstarfsmanna verði meinað að taka þátt í starfi stéttarféiaga, segja greinarhöfundar m.a. Frumvarp fjármálaráð- herra og mannréttindi aðrir njóta. Eðlilegra væri að bæta réttindi annarra á sambærilegan hátt með samningum. Það er einmitt krafa aðildarfélaga Banda- lags háskólamanna. Þessu til við- bótar er óhætt að fullyrða að rök- stuðningur höfunda frumvarpsins fyrir meintu misrétti er fullur af rangfærslum. Félagafrelsi 74. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um félagafrelsi og hefst þannig: „Rétt eiga menn að stofna félög, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfl til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds ... «( Frumvarpið gengur á þennan stjórnarskrárbundna rétt með því að gera ráð fyrir því að svipta stóran hóp félagsmanna banda- lagsins og jafnvel þorra félags- manna í sumum stéttarfélögum réttinum til að vera í stéttarfélagi. Svo langt er gengið í frumvarpinu að ákvarðanir um það hverjir verði þannig sviptir grundvallar- mannréttindum getur verið geð- þóttaákvörðun forstöðumanns í stofnun eða fjármálaráðherra. íslenska ríkið hefur skuldbund- ið sig með 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins og með aðild að 87. og 98. samþykktum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar til að hafa ekki afskipti af innri málefnum stéttarfélaga og virða samnings- og verkfallsrétt þeirra án óeðlilegra og ónauðsynlegra afskipta. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að stór- um hópi félagsmanna í stéttarfé- lögum ríkisstarfsmanna verði meinað að taka þátt í starfi stéttar- félaga í framtíðinni. Þessi hópur verði sviptur félagafrelsi og um leið rétti til að taka þátt í verkfoll- um til að knýja á um bætur á kjör- Kjallarinn Kjallarinn Æ Birgir Björn Sigurjónsson, framkvstj. BHM, Gunnar Ármannsson lögfr., situr í stjórn BHM „Breytingar, sem frumvarpið felur í sér á ýmsum áunnum réttindum starfsmanna, eru verulega hæpnar og standast ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um verndun eignarréttinda.“ um sínum í félagslegum aðgerð- um. Þetta stríðir gegn Félagsmála- sáttmála Evrópu. Tjáningarfrelsi Þeir sem heyra undir embættis- mannaskilgreininguna eru einnig sviptir tjáningarfrelsi að hluta, a.m.k. þegar deilur og aðgerðir standa um kaup og kjör launa- manna. Þetta stenst ekki ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar. Sér- stakt ákvæði í 53. gr. frumvarps- ins, þar sem kveðið er á um að brot á þessum takmörkunum á tjáningarfrelsi geti varðað fésekt- um eða þyngri refsingu, kórónar vanvirðingu á tjáningarfrelsinu. Eignarréttur Breytingar, sem frumvarpið fel- ur í sér á ýmsum þegar áunnum réttindum starfsmanna, eru veru- lega hæpnar og standast ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um verndun eignarréttinda, sbr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins. Augljóst dæmi um þetta er áform- uð skerðing á biðlaunaréttindum þeirra sem eru í starfi við gildis- töku laganna, sbr. bráðabirgðaá- kvæði með frumvarpinu. Skoðanir annarra Ekki bara Evrópa „Ljóst er að utanríkisviðskipti íslendinga ná til æ fjarlægari heimshorna. Þessi viðskipti hafa orðð fjöl- breyttari eftír því sem árin líða. Fjárfestingar í sjáv- arútvegi eru orðnar staðreynd í fjarlægum heimsálf- um og fjarlægir markaðir verða stöðugt mikilvæg- ari. Ekki síst á það við um fiskveiðiþjóðir víða um heim. Líta verður því víðar heldur en til Evrópu þeg- ar utanríkisstefna er mótuð.“ Úr forystugrein Tímans 24. apríl. Seðlalaust samfélag „Það má vissulega til sanns vegar færa að aldrei sem nú stöndum við á þrepskildi nýrra tíma, með lykilinn í höndunum að áður óþekktum möguleikum í verslun, fjármálum og bankaviðskiptum. Þegar hinir gamalgrónu gjaldmiðlar, tékkar, seðlar og mynd, verða með öllu óþarflr. Þegar sýndarveruleiki veraldarvefsins og tæknin verður sjónhverfingu lík- ust...Svo mikið er víst að þá verður, ekki síður en nú, gaman að fylgjast með framvindunni." Einar S. Einarsson í Hagmálum, tímariti viðskipta- og hagfræðinema. Græðgin ræður „Ég fylgist með stjórnmálum en tjái mig ekki um þau. Ég geri það kannski síðar. Ég vil þó segja að ég hef vaxandi áhyggjur af þeim ójöfnuði sem mér finnst vera að skapast, ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Græðgin er orðin að lögmáli. Græðg- in ræður. Þetta á rætur í heimsþróuninni þar sem yfirþjóðleg fyrirtæki eru rekin eingöngu á grund- velli hagnaðar. En fyrirtækin eiga að starfa í umboði fólksins; skapa því atvinnu. Nú er fólkið að verða eins og hvert annað hráefni. Þetta er hættuleg þró- un.“ Steingrímur Hermannsson í viðtali við Alþbl. 24. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.