Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 20
40 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 10**1’ 4<) VlIíijLKfiA ÍSLENSKI LISTINN ER BIRTUR I DV A HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVÖLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jón Axeí ÓLAFSSON Sviðsljós Nicholson á tjaldið á ný Lítið hefur sést til Jacks Nicholsons á hvíta tjaldinu á undanförnum árum en hann skrifað nýverið undir samning um leik í kvikmynd sem leik- stýrt verður af James Brooks. Nicholson stóð lengi í samninga- viöræðum vegna hlutverksins og samþykkti lækkun launa gegn ákvæði um hluta af hugs- anlegum gróða af sýningu myndarinnar. Myndin heitir „Old Friends" og mótleikari Nicholsons er Holly Hunter. Nicholson hefur nýlokið við leik í mynd Tim Burtons, „Mars Attacks", þar sem hann er í hlutverki Bandaríkjaforseta. og varð að stórstjörnu Leikarinn Charlton Heston, sem er 71 árs, heldur því fram í nýút- komnum æviminningum sínum að hver sá leikari sem afneitar heppn- inni í ferli sínum sé hræsnari. „Myndavélinni verður að vera vel við mann, góð heilsa er þýðingar- mikil, gott líkamsástand er hjálp- legt, hæfileikar spilla ekki fyrir, góð greind kemur að góðum notum og sjálfsaga þurfa allir leikarar að hafa. En allt þetta er til einskis ef heppnin er ekki fyrir hendi. Hvað mig varðar, þá byggist min heppni á litlu atviki sem gerðist árið 1950. Þá stóð leikstjórinn frægi, Cecil B. DeMille, fyrir utan skrif- stofu sína við Paramount-kvik- myndaverið í Los Angeles þegar ég (Heston) keyrði fram hjá, þá óþekktur leikari. Ég veifaði til DeMille og það vakti athygli leik- stjórans. „Hvaða ungi maður er þetta sem veifar mér?“ spurði DeM- ille aöstoðarmann sinn. „Mér líkar vel hvernig hann bar sig að við kveðjuna". DeMille var þá að undir- búa tökur á kvikmyndinni „The Charlton Heston er nýbúinn að gefa út æviminningar sínar í bók sem ber heitið „In the Arena“. Greatest Show on Earth" sem varð ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. DeMille setti sig í samband við mig eftir kveðjuna eftirminni- legu og fékk mér í hendur mikO- vægt hlutverk í myndinni." Sagan vitnar um framhaldið hjá þessum fræga leikara. „Þetta var min heppni sem kom mér áfram i kvikmyndunum," segir Heston í endurminningum sínum, „In the Arena“. Charlton Heston hefur ver- ið ótrúlega afkastamikill um ævina og leikið í yfir 60 kvikmyndum. Meðal þeirra frægustu eru Ben Húr, The Ten Commandments, Planet of the Apes og Earthquake. Heston segist sjálfur hafa mesta ánægju af sögulegum hlutverkum sínum í kvikmyndum. Hann hefur leikið E1 Cid, Július Sesar, Móse, Michelangelo og Hinrik VIII. „Ég sé mest eftir því að hafa aldrei fengið að túlka hlutverk jarlsins af Ellington, mannsins sem hafði sig- ur gegn her Napóleóns," segir Heston. Reuter Hinn dvergvaxni Danny DeVito er nú kominn í samstarf með sér stórvaxnari mönnum. Danny DeVito er framleiðandi nýrrar kvikmyndar þar sem kona hans, Rhea Perlman, leikur eitt aðalhlutverkanna. Peariman leikur þjálfara körfuboltaliðs í myndinni „Sunset Park“. Á myndinni bregða James Harris og Anthony Hall úr starfsliði myndarinnar á leik með Danny DeVito við frum- sýningu myndarinnar. Tom Selleck í sjónvarps- mynd um hermann Tom Selleck hefur skrifað undir samning um leik í sjónvarpsmynd- inni „Last Stand at Sabre River". Handritið er byggt á skáldsögu Elmore Leonards og fjallar um upp- gjafahermann sem snýr aftur á æskustöðvar sínar í Arizona og bar- áttu hans gegn öflugum samtökum sem ásælast landspildu í eigu hans. Tom Selleck. CDTT ÚTVAIM (SLENSKJ USTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á ÍSLANDI. USTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKONNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMDAF MARKAÐSDEILD DVIHVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BIUNU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ÁRAAF ÓLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MK) AF SPILUN Á ISLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDOGUM KL15-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAI TEXTAVARPIMTV SJONVARPSSTÖÐVARINNAR. ISLENSKIUSTINN TEKUR ÞÁTTIVAU „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS I LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ER ITÓNUSTARBLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARÍSKA TÓNUSTARBLAÐINU BILLBOARD. Charlton Heston gefur út æviminningar sínar: Veifaði Cedl B. DeMille

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.