Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 14
14 tyveran + ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1996 Pottormar a öllum aldri í laugunum Margir sundhópar hafa myndast S Laugardalslauginni og öðrum laug- um á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar hittast á morgnana, í hádeg- inu og eftir vinnu. Sumir halda jafn- vel þorrablót og hafa haldið þeim sið að synda saman og setjast að því loknu í heita pottinn og eiga nota- lega spjallstund. Blaðamaður Til- veru fór á stúfana í hádeginu á föstudag og hitti þar fyrir fræga og ófræga menn í Félagi íslenskra pott- orma. „Strákarnir" hafa spjallað saman í heita pottinum í nálægt þrjátíu ár og hefur kjarni hópsins lítið breyst á þeim tíma. Á fóstudag voru þeir að ræða forsetaframboð i léttum tón og bentu á að tæpar tvær vikur væru til stefnu og þeir gætu þess vegna allir farið í framboð. Steingrímur Hermannsson er sem kunnugt er fullgildur meðlimur í Félagi íslenskra pottorma. Hann segist sjaldan hafa verið í betra formi en nú enda hafi hann meiri tíma til þess að stunda sundið og aðra líkamsrækt. „Ég klæði mig yfirleitt úr úti því ég trúi því að geri maður það, taki lýsi og fari í laugarnar fái maður aldrei kvef. Það stenst í mínu til- felli. Einu sinni lenti ég í roki og rigningu og þurfti að fara í fötunum blautum heim. Ég held mér í formi ¦ Útiveran heillar C ! Steingrímur Hermannsson fer með hinum pottormunum í sund fjórum sinn- um í viku. DV-myndir ÞÖK með því að synda 400-500 metra i hvert sinn og reyni að komast fjór- um sinnum í viku. Það tekst oftast ef ég þarf ekki að fara á neina há- degisfundi. Mér finnst þetta ómissandi og einn af þeim lúxus sem við íslendingar eigum. Það er ómetanlegt að geta farið í stórar laugar á hverjum degi. I London þarf til dæmis að ganga í klúbb til þess að geta komist í sund," segir Steingrimur. -em „Eg er hér aðallega fyrir útiver- una. Það frískar mann mjög mikið að synda. Ég fer mjög oft í sund og syndi oftast nær í kringum 300 metra," segir Jónína Sigmarsdóttir sem blaðamaður Tilveru hitti á föstudag í Laugardalslauginni. Jónína sagðist ekki eiga sér ein- hvern sérstakan tíma sem hún eyddi í sund. Hún er sönn líkams- ræktarkona og stundar leikfimi þrisvar til fjórum sinnum í viku auk sundsins. „Ég fer ekkert endilega í sund í hádeginu heldur þess vegna á öðr- um timum dagsins. Ég fer stundum ein en stundum fer maðurinn minn með mér í sund. Ég reyni oftast nær að synda tvisvar til fjórum sinnum í viku. Þetta er ekki eina líkams- ræktin sem ég stunda," segir Jón- ína. -em l >LAUGARDALUR J *rM^__. • • Margir stunda sundið vegna útiverunnar en aðrir hugsa meira um hollustu hreyfingarinnar. Margir stunda aðra líkamsrækt samhliða sundinu en það er þó ekki algilt. Það spillir ekki fyrir að þeir sem stunda sundið geta verið sól- brúnir nánast allt árið. "em Ómögulegur án þess að synda » „Ég hef komið hingað í laugarnar síðan 1972. Það er nú misjafnt hvað ég syndi mikið í hvert sinn en ég reyni alltaf að synda eitthvað. Oft- ast nær fer ég í laugarnar Fimm daga vikunnar því ég er alveg ómögulegur ef ég fer ekki," segir Einar Geir Þorsteinsson, fullgildur meðlimur Félags íslenskra pott- orma. Einar segir að hreyfingin sem sundið gefi sé holl og góð fyrir lík- ama og sál svo ekki sé minnst á fé- lagsskapinn. -em t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.