Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 36
Tvofofdur I. vinningur Wnn/ngstó/ar (7) (9) (íí) S) 7.S.96 ^y^-v^N /f) (25)(27)(29) KIN FRETTA'SKOTIÐ- SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1996 Frá brunastaó í nótt. DV-mynd S Bruni við Bárugötu: Grunur um íkveikju Grunur leikur á að kveikt hafi veirð í þegar rishæð hússins við Bárugötu 19 eyðilagðist í eldi í nótt. Enginn var inni þegar slökkviliðið kom á staðinn á þriðja tímanum. Upplýsingar höfðu borist um að fólk væri inni og voru reykkafarar sendir upp. Brutu þeir sér leið inn og gengu úr skugga um að enginn væri inni. Greiðlega gekk að slökkva þótt eldur stæði út um báða gaflglugga þegar slókkvilið kom að. Þakið lafir enn uppi en innviðir eru mikið brunnir og einnig urðu skemmdir af vatni á hæðinni fyrir neðan. í húsinu er sambýli á vegum Geðhjálpar og átta heimilismenn. ' Engan þeirra sakaði. Rannsóknar- lögreglan kannar nú eldsupptök. -GK Hágangsmálið: Dómar staðf estir Hæstiréttur Noregs staðfesti í morgun i aðalatriðum dóma undir- réttiar í málum togaranna Óttars Birtings, Björgúlfs og Hágangs. Skipstjórarnir eru dæmdir til að greiða á aðra milljón hvor í sektir fyrir að veiða á verndarsvæöinu við Svaldarða eftir því sem Ríkisútvarp- Þá voru Hágangsmenn fundnir sek- ir um að hafa hindrað norsku strandgæsluna í störfum þegar sko- tið var úr haglabyssu að strand- gæslumönnum. Dómar þessir munu engu breyta- um hugmyndir Norð- manna um stjórn fiskveiða við Sval- barða. -GK Fer ekki í framboð „Eftir vandlega íhugun höfum við hjónin komist að þeirri niðurstóðu að ég mun ekki fara í framboð. Okk- ur þykir vænt um það traust sem okkur hefur verið sýnt og þökkum stuðninginn heilshugar," sagði Hjálmar W. Hannesson sendiherra í . samtali við DV frá Kina í morgun en fjöldi manns hafði skorað á hann að bjóða sig fram til embættis for- seta íslands. -bjb VEGNA FJQLDA ÁSKOR- ANA ÆTLA EG ENN A€> IHUGA MALIP! m L O K I Eiturlyíjamarkaðurinn í Reykjavík hefur breyst á fáum mánuðum: Áróour gegn E-pillum hefur borið árangur segir Björn Halldórsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar „Svo virðist sem áróðurinn. gegn E-pillunum hafi borið árang- ur. Við heyrum nú miklu minna af þessu efni en áður," segir Björn Halldórsson, yfirmaður fikniefn- deildar lögrelgunnar. Undanfarnar vikur hefur lítið heyrst af E-pillum í umferð meðal unglihga í Reykjavík og ber þeim sem vinna að vímuefnavörnum saman um að stöðugur og fjöl- breyttur áróður í allah vetur gegn E-pillum hafi borið tilætlaðan ár- angur. „Það er ekki sama eftirspurnin og áður. Margir þeirra sem voru að fikta og fannst þetta forvitnilegt urðu hræddir og hættu. Einhverj- ir hafa þó snúið sér að sterkari efnum," segir einn úr hópi bar- áttumannanna í samtali við DV. Sömu fréttir berast úr nálægum löndum. Þar eins og hér héldu unglingar að E-pillur væru hættu- lausar og ekki annað en saklaus kvöldskemmtun. Fjölmörg dæmi voru þó rakin um hið gagnstæða og hörmulegur dauði ungmenna, bæði hérlendis og erleridis, eftir neyslu á E- pillum varð til að breyta áliti unglinganna. „Skuggahliðin á þessu er auðvit- að sú að einhverjir hafa ánetjast eiturlyfjunum eftir fiktið með E- pillurnar á síðasta ári. Þeir eru komnir út í harðari efni," segir forvarnamaður við DV. E-pillurnar nutu mestra vin- sælda í kjölfar verslunarmanna- helgarinnar í fyrrasumar. Þá voru þær seldar á útihátíðum og eftir það leituðu mörg ungmenni eftir meira eitri þegar skólaskemmtan- ir hófust í haust. Ástandinu var þá lýst svo að vímuefnavarnirnar væru veikari en sókn sölumannanna. Nú er full- yrt að staðan hafi snúist við og að varnirnar séu sterkari en sóknin. -GK Kristján Jóhannsson stórtenór er mættur til landsins til að syngja titilhlutverkið í Óþelló eftir Verdi með Sinfóníu- hljómsveit íslands nk. fimmtudag og laugardag. Þetta er frumraun Kristjáns í hlutverki Óþellós en á næstu mánuð- um mun hann koma fram í því hlutverki á írlandi, í Bologna og Flórens. Kristján hefur ákveðið að láta þóknun sína af tónleikunum renna til Samtaka um byggingu tónlistarhúss og til styrktar uppbyggingu á Flateyri eftir snjóflóðið í fyrra. Einsöngvarar í verkinu tóku létta æfingu á Hótel Sögu f gær og var myndin tekin við það tækifæri. Hér knúsar Kristján sópransöngkonuna Luciu Mazzaria en Lucia syngur hlutverk Desdemónu, konu Óþellós. DV-mynd GVA Nýr forseti ASÍ: Hervar heitur Hervar Gunnarsson formaður Verkalýðsfélags Akraness virðist njóta mikils stuðnings í embætti forseta ASÍ, en aðrir sem nefndir hafa verið auk Benedikts Davíðs- sonar núverandi forseta eru Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ og Guðmundur Þ. Jónsson formað- ur Iðju. Tæpar tvær vikur eru nú þar til ASÍ þingið hefst. Hervar Gunnarsson sagði við DV í morgun að hann hefði átt viðræð- ur við ýmsa innan hreyfingarinnar undanfarna daga og væri ákvörðun- ar hans að vænta á næstunni um hvort hann gæfi kost á sér. -SÁ Júlíus settur inn Július Nordal, sem dæmdur hefur verið fyrir að vera valdur að dauða stjúpföður síns, Sigurgeirs Sigurðs- sonar, var fangelsaður í gær. Hann hafði fengið frestun á afplánun til þess að ganga frá sínum málum, gegn því að gera ekkert af sér, en eftir að hafa raskað leiði Sigurgeirs um helgina var honum umsvifa- laust stungið inn. -sv Veðrið á morgun: Strekking- ur og rigning Á morgun verður suðaustan strekkingur og rigning um land- ið sunnan- og vestanvert en skýj- að og að mestu þurrt norðaustan- lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast norð- austanlands. Veðriö í dag er á bls. 36 Attu fjarsjóð ískúrnum! Kaupum alia góðmálma ðiHRINGRASHF. ENDURVINNSLA bfother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28, sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.