Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 21
ÞRIDJUDAGUR 7. MAI 1996 25 r>v íþróttir unglinga Sænsk kynning á hjólastólatennis í Tennishöllinni: Johan Haglund sýndi ótrúlega kunnáttu - hraði Svíans og kraftur kom verulega á óvart Kynning á hjólastólatennis fór fram i Tennishöllinni í Kópavogi sl. sunnudag. Til landsins voru komnir góðir gestir frá Svíþjóð á vegum íþróttasambands fatlaðra, þeir Jo- han Haglund, sem er sænskur meistari í hjólastólatennis, og Stig Ericson, en hann skipuleggur íþrótt- ina í Svíþjóð. Hjólastólatennis er mjög vinsæl íþrótt víða erlendis en hefur ekki verið stunduð hér á landi. Byrjað var að leika þessa íþrótt í Banda- ríkjunum 1977 og í dag eru um 40 Umsjón Halldór Halldórsson lónd sem tilheyra Alþjóða hjóla- stólasambandinu (IWTF), In- ternational Wheeal Tennis Peder- ation, sem er deild innan Alþjóða tennissambandsins. Koma Johans Haglunds mikil hvatning „Hjólastólatennis er mjög skemmtileg íþrótt og er spiluð að öllu leyti eftir alþjóðlegum reglum í tennis nema einni, sem er að bolt- inn má hoppa tvisvar á velli mót- takanda. Það sem einnig er athyglis- vert er að sá sem er í stól getur æft og keppt gegn standandi spilara. Það má með sanni segja að Johan Haglund hafi komið, séð og sigrað, því menn áttu bágt með að trúa sín- Frá vinstri: Hjálmar Kr. Aðalsteinsson, Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, Stig Ericsson, Ólafur Magnússon þjálfari og fyr- ir framan er Johan Haglund. um eigin augum er þeir sáu hann leika listir sínar. Tæknin hjá hon- um og yfirsýn var hreint út sagt ótrúleg - og er ég viss um að koma hans hingað á eftir að verða mikil hvatning til okkar að byrja að æfa og spila þessa stórskemmtilegu íþrótt," sagði Hjálmar Kr. Aðal- steinsson, stjórnarmaður í Tennis- sambandi íslands.Ljóst er að þessi tennissýning á eftir að hafa mikil áhrif á þróun íþrótta fyrir fatlaða hér á landi. Dv-myndir S Ice-Cup mót FH í handbolta: Stjarnan frábær á lce-Cup móti FH - vann í 3. flokki og var leikgleðin í fyrirrúmi Stjörnustrákarnir í 3. flokki sigruðu í Ice-Cup, alþjóðlegu handboltamóti FH sem fór fram um páskana. Liðið setti skemmti- legan svip á mótið með mikilli leikgleði og skemmtilegum fagn- aðarlátum í leikjum hvernig sem gekk. Einnig voru upphitanir strákanna til mikillar fyrirmynd- ar enda gekk þeim mjög vel. Liðið byrjaði i 3. deildinni á þessu leik- ári en endaði með góðum árangri, náði í úrslitakeppnina og í undan- úrslit i bikarkeppninni. í Ice-Cup mótinu vann það með- al annars þýska liðið Wainstadt frá Þýskalandi, 18-1. „Þennan góða árangur liðsins í vetur má að mestu leyti þakka Dimitri Filippov og Guðbrandi Benediktssyni, aðalþjálfara liðs- ins. Þess má og geta að aðeins tveir leikmenn ganga upp í 2. flokk og ætti liðið því að mæta sterkt til leiks á næsta keppnis- tímabili," sögðu drengirnir. Svona til gamans má og geta þess að Björn Másson var valinn besti sóknarmaður 3. fiokks liða á Ice-Cup mótinu. Stjörnuliðið snjalla í 3. flokki karla. Liðið er þanníg skipað: Kristinn Más- son (1), Boði Gauksson (2), Magnús Pétursson (3), Páll Kristjánsson (4), Ottó Sigurösson (5), Ingvar Arnarson (9), Páll Erlendsson (10), Jóhannes Jóhannesson (11), Björn Másson (13), Magnús Heimis (14) og Helgi Jóns- son (17) fyrirliði. Þjálfarar: Guöbrandur Benediktsson og Sigurður Bjarna- son. Johan Haglund á fullri ferð og undruðust menn hinn mikla skotkraft hans. Frá úrslitaleik í körfubolta milli Keflavíkur og KR í 9. flokki karla 16. aprfl í Laugardalshöll. Keflavík sigraði nokkuð örugglega, 69-47. KR-strákarnir unnu Keflavík aftur á móti í úrslitaleiknum í bikarkeppninni. Nánar síðar. DV-mynd Hson Sund: Island í 5. sæti - Örn með 3 guil ísland varð í 5. sæti í stiga- keppni þjóðanna á mjög sterku unglingamóti í Lúxemborg með keppendur frá 16 þjóðum. Alls um 400 þátttakendur mættu til leiks en mótið fór fram 12.-14. apríl. Piltar f. '81: Örn Arnarson SH 400 m skriðsund.....1. sæti: 4:17,10 100 m baksund......1. sæti: 1:02,04 200 m baksund......1. sæti: 2:11,95 Tómas Sturlaugsson Ægi 400 m skriðsund.....4. sæti: 4:20,29 200 m skriðsund.....5. sæti: 2:04,04 200 m baksund......6. sæti: 2:24,49 Piltar f.'80: Ómar Friðriksson SH 400 m skriðsund.....7. sæti: 4:20,90 200 m skriðsund.....9. sæti: 2:04,51 Stúlkur f. '81: Lára Bjargard Ægi 400 m skriðsund.....4. sæti: 4:40,78 200 m skriðsund.....5. sæti: 2:12,26 200 m fjórsund......4. sæti: 2:31,74 100 m flugsund......7. sæti: 1:10,16 Halldóra Þorgeirsdóttir Ægi 100 m bringusund ... 3. sæti: 1:18,64 200 m fjórsund......7. sæti: 2:38,67 200 m bringusund ... 3. sæti: 2:50,16- Stnlkur f. '83: Kolbr. Krist- jánsdóttir ÍA 100 m baksund......1. sæti: 1:10,66 200 m baksund......2. sæti: 2:30,42 100 m skriðsund.....4. sæti: 1:03,83 Hanna B. Konráðsdóttir Keflavik 100 m baksund......7. sæti: 1:14,66 100 m flugsund___.. 7. sæti: 1:14,46 100 m skriðsund.....7. saeti: 1:05,94 Stúlkur f.'82: Gígja Árnad. UMFA 100 m bringus......11. sæti: 1:22,64 200 m bringusund ... 6. sæti: 2:55,86 100 m flugsund......7. sæti: 1:12,57 Handbolti, 6. fl: Haukar og KA- menn tóku gullið Úrslitakeppnin jí 6. flokki karla fór fram 12., 13. og 14. apr- 0. Haukar sigruðu i keppni A- liða. KA- menn sigruðu síðan bæði i B- og C- liði. Röð þátt- tökuliða var annars eftirfarandi. 6. flokkur - A-lið: 1. sæti.................Haukar 2. sæti..................Fjölnir 3. sæti..................Selfoss 4. sæti................Víkingur 5. sæti......i..............FH 6. sæti...................Fram 7. sæti.....................KR 8. sæti..................Grótta Islandsmeistari: Haukar. 6. flokkur - B-lið: 1. sæti....................KA 2. sæti.....................FH 3. sæti.................Haukar 4. sæti..................Fjölnir 5. sæti................Víkingur 6. sæti...................Fram 7. sæti.....................ÍR 8. sæti.................... HK íslandsmeistari: KA. 6. flokkur - C-lið: 1. sæti....................KA 2. sæti................Víkingur 3. sæti.....................FH 4. sæti....................KA 5. sæti.................Haukar 6. sæti.....................tR 7. sæti..................Grótta 8. sæti..................Fjölnir íslandsmeistari: KA Handbolti: íslandsmeistarar yngri flokka 1996 Úrslitaleikir í yngri flokkum í handbolta fóru fram í gær í íþróttahúsum FB í.Breiðholti og á Seltjarnarnesi. Meistarar urðu eftirtalin félög. Karlaflokkar: 4. flokkur (B): FH. 4. flokkur (A); ÍR. 3. flokkur: KA. 2. flokkur: FH. Kvennaflokkar: 4. flokkur (B): KR. 4. flokkur (A): ÍR. 3. flokkur: ÍR. 2. flokkur: Val- ur. - nánar síðar 1DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.