Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 17
w , ¦%: ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI1996 0lveran 17 f • Margrét Stefánsdóttir var nokkuð ánægð með dressið sem dóttir hennar, Þórdís Geirsdóttir, var að máta f Evu á laug- ardaginn. Þórdfs sagðist iíka ánægð en kvaðst þó vera svolftið rugluð í ríminu. DV-myndir JAK Þórdís Geirsdóttjr og Margrét Stefánsdóttir á Laugaveginum: Mæðgurnar mátuðu útskriftardress hún vill hafa mig með, segir móðirin • • i k ,jjg er rétt að byrja að skoða og er aðTeita að útskriftardressi. Þótt ég sé ánægð með það sem ég er í núna þá er ég svolítið rugluð í ríminu og veit ekki alveg hvað ég á að gera," segir Þórdís Geirsdóttir, sem út- skrifast frá Fjólbrautaskóla Suður- lands á Selfossi nú síðar í mánuðin- um. Hún var með móður sinni, Mar- gréti Stefánsdóttir, á Laugaveginum á laugardaginn, og Tilveran rakst á þær þar sem þær reyndu að gera upp hug sinn varðandi græna jakk- ann og dökka pilsið sem útskrift- ardress. Tilveran ákvað að nota góða veðrið og Langan laugardag til þess að kynnast andrúmloftinu sem skapast á þessum ágæta stað í sum- arveðri. Mótaðar skoðanir Þórdís segir það raða fatavalinu hvort henni líði vel í fötunum og hvort henni finnist hún líta vel út. „Ég var með nokkuð mótaðar skoðanir áður en ég fór að heiman og var nokkuð viss um hvað ég vildi ekki, bæði i sambandi við lit og snið, en síðan er svo margt sem vel kemur til greina. Það er líka erfið- ara að velja útskriftarfatnað en margt annað því manni þarf að finnast hann einhvern veginn svo viðeigandi," segir Þórdís. „Hún vill að minnsta kosti hafa mig með og jú, jú, ég fæ að ráða ein- hverju," segir móðirin aðspurð hvort hún hafi eitthvað um valið að segja. „Maður er ekki alveg búinn að sleppa af þeim hendinni en nú upp úr þessu fer sjálfsagt að koma að því. Ég er ánægð með það sem hún er komin í og við erum komnar á ' sporið. Mér finnst þetta ofsalega gaman og allt sem stendur til með börnunum er gaman, hvort sem það er ferming, útskrift eða eitthvað annað," segir Margrét. -sv Fjallhress í Kolaportinu allar helgar: Er á framfæri eiginkonu „Þetta byggist allt á minni list, myndum eftir mig, kistlum sem ég hef smíðað og málað og svo þessum miklu ritverkum eftir mig. Ég get t.d. sýnt þér bók sem ekki hefur komið út áður og heitir Ævisaga ræstitæknis (hol trébók sem geymsla fyrir áfengispela og nokkur glös - innsk. blm.)," segir Hjálmar Jóhannsson og segist vera klósett- virki eða pípulagningamaður eins og það heiti nú. Hjálmar segist hafa selt í Kola- portinu svo gott sem allar helgar frá því að portið byrjaði. ¦ Hann segist taka sér jóla- og páskafrí og svoleið- is en annars sé hann þarna í básn- um um helgar. „Þetta gefur manni ekkert nema ánægjuna og ég er héma til þess að halda sæmilegri geðheilsu. Ég er á framfæri eiginkonu og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því þótt ég selji ekki alltaf upp í kostnað." Hjálmar segir Kolaportið án efa vera vinsælasta göngusvæði bæjar- ins, fólk komi þarna til þess að spóka sig en ekki til þess að versla. -sv Hjálmar Jóhannsson er ánægður með lífið í Kolaportinu. Flytja á ný í bæinn frá Súðavík: Laugavegurinn laðar „Við erum þessa dagana að fiytja i bæ- inn eftir tólf ára veru í Súðavík og erum bara að njóta veð- urblíðunnar og rifja upp gamlar minn- ingar," segja Hilmar Guö- mundsson og Sigríður Kristjánsdóttir. Þau segja alltaf gaman að rölta Laugaveginn og segjast ekki hafa komið til þess að versla þótt þau hafi laumast til þess að kaupa örlítið á barnabarnið. „Þegar veðrið er gott hefur það mikið að segja að geta verið úti í staö þess að hýrast inni í einhverri verslunarmiðstöð. Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju ekki sé búið að byggja yfir Laugaveginn en þvl er fljótsvarað á svona góðum degi. Það þyrfti bara að loka fyrir umferðina og serja út meira af stól- um og borðum svo fólk geti sest nið- ur og spjallað og fengið sér kaffi í rólegheitum," segir Hilmar. -sv Beðið eftir kosningakaffi Þeir voru hálf partinn reknir út í góða veðrið, feðgarnir Auðunn Atlason og III- ugi, fjögurra ára. Móðir þess síðarnefnda var heima að lesa undir próf og því var nærveru þeirra ekki óskað um sinn. ísnum og kaffinu var Ijúflega rennt niður og eftir erlendu blöðin og barnabókarekkánn í Eymundsson var pabbi látinn bera knapann knáa. Þau sögðust ekki hafa neinar svalir heima hjá sér og því yrðu þau að njóta sólarinnar á kaffihúsi. Veðrið skipti annars ekki máli þeg- ar kaffihúsið væri annars vegar. Þegar það er gott er ljúft að sitja úti og láta sólina baka sig en þegar kalt er úti er jafnljúft að sitja inni i hlýj- unni, sötra kaffi, spjalla við vini og kunningja og skoða mannlífið. Von- andi bara að kaffið verði boðið frítt fyrst verið er að opna kosninga- skrifstofur á svæðinu. Viðar Hákon Gíslason, Ragnheiður Gísladóttir, ekki systir Viðars, og Emilía Krist- ín Eiríksdóttir í góðum gír á Aust- urvelli um helgina. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.