Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIDJUDAGUR 7. MAI1996 pags nn Halldór Blöndal fær kveðjur frá Steingrími. Göng sem rúst-að gætu fjárhag þjóðarinnar „Honum Blöndal ráðherra færi betur að þegja og leggja blessun sína yfir áningarstað í umferð götunnar en stórhættu- leg jarðgöng, sem geta rústað fjárhag þjóðarinnar." Steingrimur St.Th. Sigurðsson, í Morgunblaðinu. Ummæli Fegurð og saltfiskur „Er ekki miklu betra að láta fegurðardrottningarnar selja saltfiskinn? Þær eru miklu betri landkynning en einhver eldri kona." Viðar Freyr Sveinbjörnsson, um forsetaembættið, í DV. Tilvistarkreppa fjölmiðils „Það er erfið tilvistarkreppa að vera með ríkisfjölmiðil sem einnig er á frjálsum markaði með auglýsingasölu." Hallgrímur Hólmsteinsson mark- aðsstjóri, í Tímanum. Reykjavík og útyarpsauglysingar „Ég er sjálfur strjálbýlisbarn og mín hugmynd um Reykjavík þegar ég var barn austur á fjörð- um tengdist í ríkum mæli aug- lýsingum í Ríkisútvarpinu." Heimir Steinsson útvarpsstjóri, í Morgunblaðinu. Bros í herbúðum okkar „Markmiðið er að hafa gaman af hlutunum. Það er bros í her- búðum okkar." Guðmundur Torfason, þjálfari Grindvíkinga, í DV. Landamæri Mexíkó og Banda- ríkjanna eru fjölförnustu landa- mæri í heimi. Lengstu og stystu landamærin Lengstu samfelldu landamæri í heimi eru milli Kanada og Bandarikjanna. Þau eru 6416 km að lengd og eru þá meðtalin mörkin um vötnin miklu. Ef tek- in væru með landamæri Alaska og Kanada þá bættust við 2547 kílómetrar. Stystu landamærin eru „landamæri" Vatikansins og Rómar, 4,06 km, og landamæri Spánar og Gíbraltar, sem eru að- eins 1,53 kílómetrar, en þau landamæri hafa verið lokuð frá 1969. Blessuð veröldin Fjölförnustu landamærin Fjölförnustu landamæri í heimi eru á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þau eru 3110 km að lengd og yfir þau er farið liðlega 120 milljón sinnum á ári. Flest landamæri liggja að Kína eða þrettán talsins og eru þá eyjar meðtaldar. Löndin sem liggja að Kína eru Mongólía, Rússland, Norður-Kórea, Hong Kong, Macau, Vletnam. Laos, Burma, Indland, Bútan, Nepal, Pakistan og Afganistan. Samtals eru þetta 24.000 kílómetrar. Þykknar upp í kvöld I dag verður norðaustangola og síðan hægviðri og léttir víðast til á landinu en þykknar upp vestan- lands með hægt vaxandi suðaustan- átt í kvöld, sunnan- og suðaustan- kaldi eða stinningskaldi og rigning 1 Veðrið í dag nótt. Víða verður vægt frost í fyrstu en hiti 0 til 5 stig í dag og hlýnandi veður í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola í fyrstu en síðan hægviðri. Léttskýjað fram eftir degi. Þykknar upp með sunnangolu eða kalda í kvöld, suðaustan stinning- skaldi og rigning í nótt. Vægt frost í fyrstu en annars verður hiti 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.13 Sólarupprás á morgun: 4.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.26 Árdegisflóð á morgun: 9.56 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri úrkoma í grennd -1 Akurnes skýjaö -1 Bergsstaöir úrkoma í grennd -1 Bolungarvík skýjað -2 Egilsstaðir skýjað -3 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 0 Kírkjubkl. alskýjað 1 Raufarhöfn alskýjað -3 Reykjavík léttskýjað -1 Stórhöfði úrkoma í grennd 0 Helsinki skýjaö 3 Kaupmannah. léttskýjaö 5 Ósló léttskýjaö 4 Stokkhólmur skýjað 5 Þárshöfn rigning 5 Amsterdam þokumóða 7 Barcelona skýjaó 15 Chicago skýjað 11 Frankfurt rign. á síð.kls. 8 Glasgow skýjaö 6 Hamborg léttskýjað 5 London skýjað 6 Los Angeles heiðskírt 17 Lúxemborg skúr á síð.kls. 7 París léttskýjaó 10 Róm þokumóða 14 Mallorca léttskýjaó 16 New York heiöskírt 7 Nice . skýjaó 15 Nuuk hálfskýjað 1 Orlando heiðskírt 21 Vin heiðskírt 15 Washington alskýjaö 12 Winnipeg léttskýjað 7 Þórunn Björnsdóttir, tónmenntakennari og kórstjórnandi: Tónlistin stór hluti af heimilislífinu „Þetta var stórkostlegur dagur, það var troðfullt út úr dyrum frá kl. 9 að morgni til 9 að kvöldí og við teljum að um eitt þúsund manns hafi komið að hlusta á kór- ana og er ég afskaplega þakklát Foreldrafélagi Kársnesskóla sem sá um kaffiveitingar og stóð sig frábærlega vel," segir Þórunn Björnsdóttir, tónmenntakennari og kórstjórnandi, en síðastliðinn laugardag stóðu þrír skólakórar undir hennar stjórn fyrir mara- þonsöngskemmtun. Þórunn sagði að þetta hefði alls ekki verið svo erfitt fyrir hana: „Hópurinn allur skiptist niður í þrjá kóra og það skapaði tilbreyt- Maður dagsins ingu. Nú svo erum við tónmennta- kennarar vanir að standa lengi og stjórna, til að mynda á landsmót- um fyrir barnakóra. Ég hef farið með krakkana í æfingabúðir þar sem æft er daglangt, þannig að þetta var ekkert nýtt fyrir mig að stjórna allan daginn." Þórunn segir að ástæðurnar fyr- ir tónleikum þessum hafi verið tvær: vVið' erum með samtals 250 Þórunn Björnsdóttir. böm í kórunum og við höfum ekk- ert hús nógu stórt í Kópavoginum til að allir geti sungið og hægt sé að taka á móti öllum sem vilja koma og fylgjast með og því höfum við hingað til haft tvenna eða þrenna tónleika. Nú var sem sagt hugmyndin að allir tækju þátt í sömu tónleikunum og áhorfendum yrði dreift á allan daginn. Svo var þetta einnig hugsað sem styrktar- tóifleikar fyrir elstu börnin sem eru í Þinghólsskóla en þau eru að fara til Ungverjalands á kóramót, og það er mjög dýr ferð. Þá eru um áttatíu börn í yngri hópnum að fara um helgina til Borgarfjarðar til að syngja." Þórunn er búin að starfa sem tónmenntakennari í Kársnesskóla og Þinghólsskóla og vera með kór- starfið í tuttugu ár. „Það hefur verið heilmikil vinna að kenna í fullu starfi og vera með þessa kóra en nú verður breyting á þegar Kópavogur yfirtekur grunnskól- ann. Þá verður kórstjórastarfið að- alstarf mitt og verð ég þar með fyrsti grunnskólakennarinn sem fær það aðalstarf að sinna list- rænu kórstarfi og get ég ekki ver- ið annað en afskaplega ánægð með það hvernig Kópavogsbær hefur staðið að þessu máli." Eiginmaður Þórunnar er Mart- einn H. Friðriksson, organisti við Dómkirkjuna, og eiga þau fjögur börn frá fimm ára aldri og upp í 22 ára: „Marteinn spilaði undir hjá mér allan laugardaginn þannig að við vorum orðin ansi lúin hjónin þegar heim var komið." Þórunn sagði aðspurð um áhugamál að þáð færi svo mikill tími í tónlistina að það væri lítið pláss fyrir annað: „Ég syng í Dóm- kórnum undir stjórn eiginmanns míns og það má segja að tónlistin sé stór hluti af heimilislífinu. En þegar ég hef tíma hef mjög gaman af að elda góðan mat." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1506 Unglingalands- leikur frlands og íslands Defldarbikarkeppnin í knatt- spyrnu heldur áfram í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. í Vest- mannaeyjum leika heimamenn við Fram og í Kópavogi leikur Breiðablik gegn Fylki. Liðin eru áþekk að getu og má því búast íþróttir við tvísýnum leikjum. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.30. í dag fer fram unglingalands- leikur í knattspyrnu, átján ára og yngri, og eru það frændur okkar írar sem eru mótherjar okkar. Við eigum á að skipa góð- um unglingum í knattspyrnu og er skemmst að minnast frammi- stöðu okkar drengja á erlendri grund. Víst er að reynt verður að halda sigurgöngunni áfram. Leikurinn hefst kl. 18.30. Léttsveit Kvennakórsins í kvöld kl. 20.30 verða síðari tónleikar Léttsveitar Kvenna- kórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7. Á efnisskránni eru meðal annars söngleikjalög, íslensk lög af ýmsu tagi og lög frá Norðurlönd- unum. Fram koma einsöngvari Tónleikar og flautuleikari úr hópi kór- kvenna. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Léttsveitin er nú að Ijúka sínu fyrsta starfsári. í kórnum eru 90 konur sem flestar tóku þátt í vel- heppnuðum gospeltónleikum í Loftkastalanum í mars. Bridge Það eru töluvert margir spilarar í heiminum sem spila rúbertu- bridge upp á peninga. Sögur af þess konar spilamennsku fara oftast nær ekki hátt en þessi hérna flýgur nú um heimsbyggðina. Talað er um dýrasta slys sögunnar í peninga- bridge í því sambandi. Ekki er upp- lýst hversu háar upphæðir voru í húfi en það kom fyrir i bridgeklúbbi vestanhafs þar sem vanalega er spil- að upp á mjög háar upphæðir. Eins og sést geta NS fengið 16 slagi í 7 gröndum en alslemma var reyndar ekki spiluð við borðið. Sagnir gengu þannig, AV á hættu og norður gjaf- ari: a KD72 v ÁG1062 ? K72 *Á ? --» 98743 ? K10854 ? 862 N V ' A s * U1U9B53 W --* DG96 * 954 Norður Austu 1» " pass 2* pass 6* Dobl * A84 «• KD5 * Á * KDG1 r Sui 2* 4* Ret 073 )ur lobl Vestur pass pass p/h /íðí. Fylgir máli eftir Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði Þegar spflaður er rúbertubridge upp á peninga verða sagnir oft ein- faldar tfl þess að reyna að forðast kostnaðarsaman misskilning. Það skýrir að einhverju leyti sagnir NS. Eftir stökk norðurs í 6 lauf fór suð- ur að velta fyrir sér alslemmu þeg- ar austur doblaði óvænt (Lightner dobl til að fá trompun). Suður ímyndaði sér að austur mætti fá eina trompun en fleiri yrðu slagir hans ekki. Því var þessi samningur redoblaður. En suður hafði ekki tek- ið með í reikninginn að vestur gæti einnig átt eyðu i lit. Vestur spflaði út hjartaníu (beiðni um spaða til baka) og AV tóku sex(!) fyrstu slág- ina á víxltrompun í hálitunum. AV fengu 2100 fyrir spilið þegar NS gátu fengið 1520 fyrir að spila og standa 7 grónd. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.