Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Page 6
6
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996
Fréttir
Sandkorn i>v
Fyrstu íslensku skipin á landleið með fullfermi síldar:
Geysilega mikil síld
- því lengur sem við bíðum því betra, segir Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK
DV, Seyðisfirði:
„Það er geysilega mikil síld á
þessum slóðum og óskaplega stórar
torfur sem standa djúpt og eru að
skjótast upp ein og ein. Við erum að
draga lappirnar í veiðunum eins og
við þorum. Því lengur sem við bíð-
um með að hefja veiðarnar því
betra,“ segir Viðar Karlsson, skip-
Síldarævintýri
Jan Mayen
lögsagan
Síldarsmugan
mm
Síldin er komin .
30 sjómílur inn í '>
Islensku lögsöguna
ísland
íV/Q
í. í. "t
Jte
Færeyska lögsagan
/
PVI
Fyrstu íslensku skipin komu til löndunar um helgina og Örn KE fyrstur -
kom með fullfermi síldar til SR-mjöls í fyrrinótt. Snemma í gærmorgun kom
svo Svanur RE með síld sem fékkst á mörkum lögsögunnar austur af land-
inu. Hér eru skipverjar á Svani kátir með aflann. DV-mynd JJ
stjóri á nótaskipinu Víkingi AK,
sem í gær var á heimleið úr SUd-
arsmugunni með bilaða kraftblökk.
Bréf Jóns forseta milli þilja á bæ í Fljótshlíð:
Gæti verið vísbending um
að ég fari í framboð
- segir Jón Magnússon trésmiður sem fann bréfið
„Þetta var uppi á efra loftinu,
í grasi og mó á milli þilja sem
notað var sem einangrun. Ég var
að moka út með kvísl og rótaði
aðeins í þessu. Þegar ég var
kominn innarlega sá ég mikið af
umslögum og kaupfélagsnótum.
Ég tqk eitt bréf, sem ég hélt að
var kaupfélagsnóta, og opnaði
það. Þá sá ég að þetta var eitt-
hvað öðruvísi og brá þegar ég sá
undirskriftina," sagði Jón Magn-
ússon, trésmiður á Hvolsvelli, í
samtali við DV en sl. fostudag
var hann að vinna við endur-
bætur á bænum Árkvörn í
Fljótshlíð þegar hann fann bréf
frá Jóni Sigurðssyni forseta.
Bréfið var stílað á Pál Pálsson,
bónda í Árkvöm, skrifað í Kaup-
mannahöfn 10. febrúar 1874.
í bréfinu til Páls segir m.a.: „Á
almennum félagsfundi hins ís-
lenska bókmenntafélags í gær
voruð þér í einu hljóð kosinn til
félagsmanns. Um leið og vér til-
kynnum yður þetta af félagsins
hálfu, sendum vér yðiu- hérmeð
skrá félagsins og lög þess, svo
sem vandi er tiL“ Undir
þetta ritar Jón forseti. Af
Páli er það að segja að
hann fórst af slysforum
tveimur árum síðar, j
árið 1876, þá bráðungur.
Bréfið verður að öllum
líkindum varðveitt á
Byggðasafhinu að Skóg-
um hjá Þórði Tómassyni.
Jón Magnú'sson sagði að
bréfið væri frekar heillegt,
þó músétið í miðjunni. Kaup-
félagsnóturnar hefðu greini-
lega höfðað meira
til músanna. .
,Ég hef í mínu
starfi ekki fundið
jafn merkilegan
hlut. Það gæti
vel verið að
þetta sé vísbend-
ing um að ég eigi
að fara í forseta-
framboð því kon-
an min heitir
Ingibjörg eins og
kona nafna míns,“
sagði Jón.
-bjb/JB
V
w
m
Jón Magnússon trésmiður með bréf Jóns forseta sem hann fann á milli þilja
á bænum Árkvörn í Fljótshlíð. Jóni brá þegar hann sá undirskrift nafna síns.
DV-mynd Jón Ben.
Viðar segir að þeir hafi aðeins
kastað einu sinni og sáralítið fengið
þegar bilunin kom í ljós. Hann er þó
ekkert óánægður með það þar sem
skipið hefur þó formlega byrjað
veiðar sem er skilyrt í reglugerð
sjávarútvegsráðuneytisins til að
halda leyfi til veiða úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum. Hann segir
að nú sé síldin aðeins 7 prósenta feit
en eftir hálfan mánuð til 3 vikur
verði fituinnihald hennar væntan-
lega komið yfir 20 prósent.
„Síldin var í fyrra feitust og þar
með verðmætust frá 1. júní tO 1.
júlí. Þá er hún líka í besta ástand-
inu til að veiða hana. Ég er mjög
bjartsýnn á veiðar úr þessum stofni
og tel að hann sé stórlega vanmet-
inn miðað við það sem við höfum
séð bæði í ár og á síðasta ári,“ segir
Viðar.
Að sögn Viðars er síldin nú um 30
sjómílur inni í íslensku lögsögunni.
SOdin er á geysistóru svæði, allt frá
66 til 67 gráðum norðurbreiddar og
frá 6 gráðum vesturlengdar að 0-
gráðunni.
í gær og fyrrinótt komu nokkur
skip til löndunar og önnur skip
voru á leið til hafnar. Örn KE varð
fyrstur íslenskra skipa til löndunar
og kom til SR-mjöls í fyrrinótt með
fullfermi síldar. Áður hafði Þrándur
í Götu komið. Snemma í gærmorg-
un kom svo Svanur RE með sUd
sem fékkst á mörkum lögsögunnar
austur af landinu. Að sögn Tilkynn-
ingaskyldunnar í gærkvöld var
Húnaröstin meðal skipa á leið tU
löndunar.
Fjöldi veiðiskipa er á miðunum
og afli þokkalegur en sUdin, sem er
heldur stærri en áður, er full af átu.
Veiðihorfur þykja góðar. JJ/rt
Skrifstofuhúsgögn, stólar, borð, skápar,
hillur, skermveggir og margt fleira.
Enn meiri afsláttur.
Kraftaverk
Deilur smá-
bátasjómanna
og útgerðar-
manna hafa
ekki farið
framhjá lands-
mönnum í
gegnum árin,
ekki síst eftir
samkomulag
sjávarútvegs-
ráðherra við
þá fyrmefhdu
um veiðar smábáta á næstu ver-
tíð. Útgerðarmenn eru spældir og
æfareiðir en ef marka má nýlega
auglýsingu smábátasjómanna þá
skUja þeir ekki reiði sægreifanna.
Þeir minna á mUljaröa verðmæti
þess afla sem önnur skip en smá-
bátar hafa veitt utan kvóta, s.s. í
Smugunni og SUdarsmugunni. Á
auglýsingunni em þorskar hér og
þar en þegar formaður smábáta-
sjómanna, Arthúr Bogason, sá
hana þá rak hann upp stór augu.
Tár runnu úr auga eins þorsksins.
Enginn skUdi hvemig tárin vom
tUkomin, allra síst auglýsingastof-
an, og hallast menn helst að því
að hér hafi gerst kraftaverk!
Hannibals synir
Fátt virðist
ætla að koma í
veg fyrir for-
setaframboð
Jóns Baldvins.
Ákvörðunar er
að vænta
næstu sólar-
hringa og á
meöan skjálfa
hinir frambjóð-
endumir. DeUt
er um hvort
Jón muni spUla fyrir Ólafi Ragn-
ari eða mágkonu sinni, Guðrúnu
Pétursdóttur, en a.m.k. tveir hag-
yrðingar telja slaginn standa við
mágkonuna. Sá fyrri er ónefhdur
snUUngur úr Mývatnssveit en sá
siðari er Stefán Valgeirsson, fyrr-
um þingmaður:
Þekktur er Jón fyrir snarræði og snilli
og snerpu er seint viröist dvína.
Nú karlinn sér ætlar um kjósenda hylli
að keppa við mágkonu sína.
Hannibals synir höldar tveir,
heimsku er um að kenna.
Um Bessastaði ef berjast þeir,
að baki eiginkvenna.
Klámfélag við
friðargæslu
DeUumar á
skemmtistaðn-
um Vegas hafa
þótt skrautleg-
ar og ekki fyr-
ir heUvita
mann aö setja
sig inn í þær.
Uppákomur
hafa komist á
síður blaðanna
og hafa nektar-
dansmeyjar komið þar við sögu.
Hörð samkeppni hefur verið á
mUli Vegas og Bóhem en báöir
hafa þessir staðir boðiö upp á
nektardansmeyjar. Gárungar telja
réttast að setja öryggið á oddinn
með því að fá meðlimi Hins ís-
lenska klámfélags tU að taka upp
friðargæslu og fylgjast með að aUt
fari fram með ró og spekt á þess-
um stöðum. Klámfélagsmenn
munu ekki láta á sér standa held-
ur setja sig inn í málið og taka út
stöðuna. Eftir það veröur öUum
kröfum fuUnægt um sátt og sam-
lyndi.
Útskiptaregla
Framhalds-
skólanemar í
Funklistanum
voru sigurveg-
arar kosning-
anna á ísafirði
um helgina.
Fengu tvo
menn kjöma í
bæjarstjórn tU
næstu fjögurra
ára. Ef gengið
er út frá því
sem vísu að nemamir fari í há-
skóla að stúdentsprófi loknu þá
þarf Funklistinn að taka upp út-
skiptareglu, svona eins og hjá
Kvennalistanum. BæjarfuUtrúar
Funklistans verða líklega stúdent-
ar næsta vor og næstu varamenn
jafhvel líka. jÞetta þýöir að síðustu
menn á listanum ættu að búa sig
undir setu í bæjarstjóm á næstu
ámm, kannski eitthvað sem þeir
hafa ekki reiknað með í upphafi.
Umsjón: Björn Jóhann Björnsson