Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Side 27
MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996 39 Fréttir Bæjarstjórnarkosningarnar fyrir vestan: Framhaldsskólanemar unnu stórsigur og fengu tvo menn Funklisti framhaldsskólanema vann stórsigur í sveitarstjórnar- kosningunum í sameinaða sveitar- félaginu á norðanverðum Vestfjörð- um á laugardag. Funklistinn fékk 452 atkvasði, eða svo til jafnmörg og íbúarnir í litlu sveitarfélögunum voru áður, og tvo menn kjörna. Tveir efstu menn á listanum, Hilm- ar Magnússon og Kristinn Her- mannsson, sem jafnframt er yngsti bæjarfulltrúinn á íslandi, verða því virkir bæjarfulltrúar næsta kjör- tímabil. Sjálfstæðisflokkur fékk 923 at- kvæði og fimm bæjarfulltrúa í sveit- arstjórnarkosningunum á laugar- dag, var með fjóra áður. A-listi Al- þýðuflokks fékk 335 atkvæði og einn mann kjörinn, var með tvo áður, B- listi Framsóknarflokks fékk 319 at- kvæði og einn mann, var með meiri- hluta í litlu sveitarfélögunum áður, og F-listi Óháðra, Kvennalista og Al- þýðubandalags fékk 454 atkvæði og tvo menn kjörna. Sjálfstæðismenn eru nú með flesta bæjarfulltrúana í 11 manna bæjarstjórn sameinaða sveitarfé- lagsins, með fimm af 11 bæjarfull- trúum nú, miðað við fjóra af níu bæjarfulltrúum á síðasta kjörtíma- bili. Nýkjörnir bæjarfulltrúar eru: Sigurður R. Ólafsson, A-lista, Kristinn Jón Jónsson, B-lista, Þor- steinn Jóhannesson, Magnea Guð- mundsdóttir, Jónas Ólafsson, Hall- dór Jónsson og Kolbrún Halldórs- dóttir af D- lista, Hilmar Magnússon og Kristinn Hermannsson af E-lista, Funk-lista, og Smári Haraldsson, F- lista. Kosningaþátttaka var þokkaleg á laugardag og tóku 2547 þátt í kosn- ingunum, eða 83 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Auðir seðlar voru 61 og 13 ógildir. Við atkvæðagreiðslu um nafn á sveitarfélagið greiddu 2.332 at- kvæði, 20 seðlar voru ógildir. ísa- fjarðarbær hlaut flest atkvæði eða 1110. Eyrarbyggð fékk 5£9 atkvæði og ísafjarðarbyggð 354. -GHS F-listi Alþýðubandalags, Óháðra og Kvennalista: Fólk er hrætt við meirihlutastjórn DV, ísafírði: „Ég er að reyna að átta mig á hvaða skilaboð þetta eru. Ég dreg þá ályktun af þessu að fólk hafi verið hrætt við meirihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins. Það var ljóst að það vildi ekki ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt svo hann næði hrein- um meirihluta,“ sagði Smári Har- aldsson, oddviti F- lista, þegar hann var að koma af fundi í húsnæði Framsóknarflokksins síðdegis á sunnudag þar sem fram fóru þreif- ingar á hugsanlegri myndun fjög- urra flokka bæjarstjórnar án þátt- töku Sjálfstæðisflokks. „Þá tel ég að fólk vilji samfylk- ingu. Fólk hefði viljað að þeir flokk- ar sem áttu viðræður í vetur færu saman í einu lagi gegn Sjálfstæðis- flokknum. Ég túlka þessi skilaboð þannig núna. En það er án efa eitt- hvað fleira þarna á ferðinni sem ég er að melta með mér,“ sagði Smári spurður að því hvernig hann túlk- aði úrslit kosninganna og góða út- komu Funk-listans. -HK/GHS Sjálfstæöisflokks -segir Smári Haraldsson, F- lista Funklisti framhaldsskólanema vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum um helgina og fékk svipað atkvæðamagn og íbúarnir í litlu sameinuðu sveit- arfélögunum eru samtals og var kosningaþátttakan mjög góð eða rúm 83 prósent. Hér er það Kristján J. Jóhannesson, fráfarandi sveitarstjóri á Flat- eyri, sem greiðir atkvæði. DV-mynd Guðm. Sig. Funklistamenn unnu stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í sameinaða sveitarfélaginu á norðanverðum Vestfjörð- um um helgina og fengu tvo menn kjörna. Samhliða kosningunum voru greidd atkvæði um nafn á sameinaða sveit- arfélagið og hlaut ísafjarðarbær flest atkvæði, eða 1110. DV-mynd Hörður Oddviti Sjálfstæðisflokks á ísafirði: Við höldum að okkurhöndum „Við höldum okkar með tilliti til fulltrúa, erum með fimm af ellefu. Auðvitað megum við ekki vera óá- nægðir en við hefðum viljað fá meira fylgi. Eftir sem áður erum við afskaplega þakklátir því fólki sem studdi okkur,“ segir Þorsteinn Jó- hannesson, oddviti Sjálfstæðis- flokks í sameinuðu sveitarfélagi ísa- fjarðar, Þingeyrarhrepps, Mýra- hrepps, Mosvallahrepps, Suðureyr- arhrepps og Flateyrarhrepps. Viðræður áttu sér stað milli sjálf- stæðismanna og bæjarfulltrúa Al- þýðuflokks annars vegar og Alþýðu- flokksmanna og fulltrúa hinna list- anna hins vegar i gær. Eftir fundinn með krötum kvaðst Þorsteinn telja grundvöll fyrir frekari viðræðum við krata um myndun meirihluta og var fundur boðaður í gærkvöld. Ekkert varð þó af þeim fundi eftir að Alþýðuflokksmenn ákváðu að ganga til viðræðna við hina listana og sagði Þorsteinn að sjálfstæðis- menn myndu þá sitja hjá og bíða átekta. „Hlutverk meirihlutans er fyrst og fremst að ná samstöðu innan þessa víðfeðma sveitarfélags og ég tel það einungis mögulegt með því að hafa sjálfstæðismenn í meiri- hluta. Án þeirra eiga litlu sveitarfé- lögin engan fulltrúa í meirihluta því að þetta eru það margir listar og all- ir með ísfirðinga í efstu sætum," segir Þorsteinn en bæjarfulltrúar allra hinna listanna eru ísfirðingar. „Ef þessir bæjarfulltrúar mynda meirihluta þá eiga litlu byggðirnar í kringum okkur engan málsvara í meirihlutanum. Ég tel að það sé al- gjör forsenda þess að sameiningin takist að það sé gætt þarna ákveðins jafnvægis. Ef við færum í meiri- hluta þá væru að minnsta kosti tveir bæjarfulltrúar úr litlu byggð- unum inni,“ segir hann. Talið er að einkum komi þrenns konar meirihluti til greina fyrir vestan, meirihluti D- og A-lista, D- og B-lista eða meirihluti A-, B-, E- og F-lista. Fyrst verður látið reyna á þann síðastnefnda. -GHS Funklistinn: í viöræöum við litlu flokkana „Við höfum verið á fundum með öllum flokkunum nema sjálfstæðis- mönnum í dag. Þetta er ennþá á við- ræðustigi. Við erum bara að ræða saman og sjá hvernig landið liggur. Við viljum meirihluta þessara flokka. Það er okkar vilji. Við höld- um væntanlega áfram að tala sam- an,“ segir Hilmar Magnússon, efsti Mældist á 181 km hraða Lögreglan í Grindavík stöðvaöi á föstudag á Grindavíkurvegi ökumann bifhjóls sem var heldur fljótur í fórum. Hann mældist á 181 kílómetra hraða og stansaði strax þegar lögreglan gaf honum merki. -pp maður á Funklista, um yfirlýsingar Sigurðar R. Ólafssonar, oddvita Al- þýðuflokks í sameinaða sveitarfé- laginu á norðanverðum Vestfjörð- um. Sigurður hefur lýst yfir að sigur- vegarar bæjarstjórnarkosninganna verði að leiöa viðræður um myndun nýs meirihluta. Hilmar segir að stuðningsmenn Funk-lista verði kallaðir saman á næstu dögum og þá komi í ljós hvað lagt verði áhersla á. Hann vill ekkert gefa út um það hver verði bæjarstjóri á næsta kjörtímabili. Funk-listi geri ennþá engar kröfur í þeim efnum. -GHS i. 4.7. 8. ii. oc 14. júní mÍÐöSALö 15-19 nEmo món. sími 511-1475. ísLEnsKii ÓPERen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.