Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Side 2
2
LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996
Fréttir
13 ára fórnarlamb kynferðisofbeldis í 7 ár segir dómara Hæstaréttar óréttláta gagnvart börnum:
Af því að pabbi misnotaði
mig vom bæturnar lækkaðar
- dómurinn lækkaði bætur vegna þess að faðirinn mun „eftir sem áður bera framfærsluskyldu"
„Þaö er búið að ganga mikið á hjá
mér. Ég var misnotuð kynferðislega
frá 4ra til 11 ára aldurs. Mér finnst
dómur Hæstaréttar óréttlátur gagn-
vart öllum börnum. Af því að pabbi
minn misnotaði mig voru skaðabæt-
umar lækkaðar. Ef einhver maður
úti í bæ hefði misnotað mig hefðu
bæturnar verið hærri. Þetta er
skrýtið vegna þess að það er erfið-
ara að vera misnotuð af föður sín-
um og missa þannig hann og helm-
inginn af fjölskyldunni heldur en að
eiga við ókunnugan mann sem mað-
ur slítur sig hvort sem er frá.
Hæstaréttardómarar skilja þetta
greinilega ekki,“ sagði 13 ára fórn-
arlamb kynferðislegs ofbeldis foður
síns sem Hæstiréttur dæmdi á
fimmtudag í 4ra ára fangelsi.
Hæstiréttur dæmdi manninn
jafnframt til að greiða stúlkunni 1
milljón króna í skaðabætur og
lækkaði þannig 2ja milljóna króna
skaðabótagreiðslu um helming sem
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
dæmt manninn til að greiða
stúlkunni.
í niðurstöðu Hæstaréttar segir
m.a. eftirfarandi: „Við ákvörðun
skaðabóta úr hendi ákærða ber að
taka tillit til skyldleika aðilanna
ásamt því að hann mun eftir sem
áður bera framfærsluskyldur gagn-
vart dóttur sinni.“
Oft græt ég á næturnar
„Auðvitað líður mér illa því ekki
er gott að missa fóður sinn og hálfa
fjölskyldu," segir stúlkan. „En þess-
ir dómarar skilja það ekki. Hefði
maðurinn sem þeir dæmdu í fang-
elsi verið einhver maður úti í bæ
hefði hann fengið strangari dóm.
Oft græt ég á næturnar og ég tel
mig vera óheppnustu stelpu sem til
er en svo er þó ekki. Það er erfitt að
vera kvenmaður, þá er maður í
miklum áhættuhópi," segir stúlkan.
Stigamót hafa í kjölfar þessa dóms
ritað bréf þar sem farið verður fram
á álit umboðsmanns barna um nið-
urstöðu Hæstaréttar - það er að
skaðabótagreiðsla skuli miðuð við
skyldleika bams og brotamanns,
framfærsluskyldu og að ekki verði
séð fyrir hve alvarlega brot hans
muni hafa á líf stúlkunnar.
Dómararnir spurðu ekki um okk-
ur, segir móðirin
Móðir stúlkunnar sagði í samtali
við DV að sér hefði þótt sárt að
fylgjast með dómurum Hæstaréttar
leggja spurningar fyrir málflytjend-
ur um félagslega stöðu föðurins.
„Það spurði enginn dómaranna
fimm hvernig félagsleg staða mín og
dótturinnar væri. Ég hef til dæmis
ekkert getað unnið úti eftir að mál-
ið kom fram,“ sagði móðirin.
Stúlkan hefur verið í stöðugri
meðferð hjá sálfræðingi í rúmt eitt
ár og móðirin hefur einnig þurft að
leita til fagfólks vegna áfallsins sem
málið hefur haft í fór með sér.
„Ég vildi fyrst ekki tala um þetta
en núna er ég opin,“ sagði stúlkan.
Hæstiréttur
lítilsvirðir dóttur mína
„Dóttir min hefur verið ofsalega
dugleg en hún hefur engu að síður
verið svipt æsku sinni og sakleysi
sem við eigum öll að fá að njóta. Ég
tel að Hæstiréttur lítilsvirði dótt-
ur mína með því að lækka
skaðabæturnar á þeim for-
sendum að það hafi verið
faðir hennar sem framdi
verknaðinn. Það má
skilja dóminn á þann
veg að af því að það var
pabbinn sem braut
af sér gegn henni þá
sé þetta ekki eins al
varlegt. Það er
hrikalegt ef þetta
hefur fordæmis-
gildi.
Því miður er
þetta ekki
búið,“ segir
móðirin.
„Dóttir mín
mun fyrir
lífstíð
þurfa að
takast á
við þessa
misnotk-
un.
-Ótt
Mæðgurnar hafa báðar þurft að leita sálfræðiaðstoðar vegna þeirra atburða sem dóttirin hefur þurft að
ganga í gegnum frá því hún var lítið barn. Þær telja það lítilsvirðingu að æðsti dómstóll landsins lækki
skaðabætur sem héraðsdómur dæmdi með því að láta föðurinn njóta skyldleikans og þess að hann
hafi hvort sem er framfærsluskyldu.
DV-mynd BG
Ástþór Magnússon tilkynnti framboð sitt til embættis forseta íslands á
blaðamannafundi á Þingvöllum í gær. í yfirlýsingu á fundinum sagði Ástþór
m.a. að ef hann yrði kjörinn þá mundi hann leitast við að uppræta alla spill-
ingu í þjóðfélaginu.
-bjb/DV-mynd GS
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
já 23
Nel 2]
,t ö d d
FOLKSINS
904-1600
Halda Skagamenn Islands-
meistaratitlinum í fótbolta?
Ekkert fannst til að
styðja skoðun biskups
- Sigrún Pálína segist vera að skoða framhald
málsins af sinni hálfu
„Rannsóknargögn máls þessa
þykja eigi veita efni til frekari að-
gerða af hálfu ákæruvalds," segir í
niðurstöðu Hallvarðs Einvarðsson-
ar ríkissaksóknara um kæru herra
Ólafs Skúlasonar á hendur fjórum
konum vegna „rangs sakburðar og
ærumeiðandi aðdróttana" kvenn-
anna í garð biskups.
Rannsóknarlögreglunni var falið
að rannsaka málið og fannst ekkert
sem gæti stutt skoðun biskups. Er
málið því fallið niður eins og bréf
ríkissaksóknara ber með sér og
einnig vegna þess að biskup hefur
dregið kæru sína til baka. Því vant-
ar bæði kæru og sakarefni til að
halda málinu áfram.
Svokölluð biskupsmál eru því
enn á sama stigi og þegar biskup
var í vetur borinn sökum um til-
raun til nauðgunar og kynferðislega
áreitni. Upphaflega voru það þrjár
konur sem sögu frá samskiptum
sínum við biskup en síðar dró ein
þeirra klögumál sín til baka. Hinar
halda fast við framburð sinn og
biskup heldur fast við sakleysi sitt.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem
segir að biskup hafi reynt að
nauðga sér i Bústaðakirkju vorið
1979, segir við DV að í þessari stöðu
sé hún að íhuga hvað næst taki við.
Hún ætli sér að endurmeta stöðuna
í samráði við lögmann sinn. Að því
loknu verði ákveðið með næsta
skref.
Stefanía Þorgrímsdóttir, sem sak-
ar biskup um að hafa leitað á sig í
sundlauginni á Laugum í Reykjadal
árið 1963, hvikar heldur ekki frá
fyrri framburði sínum. Hún segir
þó ekki ljóst hvert geti orðið fram-
hald málsins af sinni hálfu. Einn
hluti þess snýr að systkinum henn-
ar en ekki biskupi.
„Það var mjög dýrkeypt að segja
sannleikann í þetta sinn. Ég var
kærð eins og glæpamaður þótt sak-
leysi mitt væri leitt í ljós,“ segir
Stefanía og á jafnt við kæru biskups
og yfirlýsingar systkina hennar um
andlega heilsu hennar.
„Ég hef ákveðið að segja mig úr
þjóðkirkjunni meðan þessi maður
er biskup. Siðferðilegur stuðningur
og tilfinningalegur frá börnum, vin-
um, vinnufélögum og bláókunnugu
fólki hefur hins vegar verið ómetan-
legur,“ segir Stefanía.
Stuttar fréttir
Rifkind aö koma
Utanrikisráðherra Bretlands,
Michael Rifkind, kemur í heim-
sókn til íslands um næstu helgi.
Hann mun hitta Davið Oddsson
og Halldór Ásgrímsson auk þess
að vígja nýja sameiginlega bygg-
ingu breska og þýska sendiráðs-
ins í Reykjavík.
Sendifulltrúar RKÍ
Sendifulltrúar Rauða kross ís-
lands eru nú 15 í flestum heims-
álfum, fleiri en nokkru sinni
áður í sögu RKÍ. Þess má geta að
RKÍ hefur samið við félagsmála-
ráðuneytiö um móttöku flótta-
manna hér á landi.
Ríkisbréf innkölluð
Fjármálaráðuneytið hefur
ákveðið að innkalla gömul rikis-
bréf að fjárhæð allt að 17 millj-
arðar króna sem bera háa fasta
vexti miðað við vaxtastigið í dag.
Bréfin voru gefln út árið 1986.
LÍN breytir reglum
Stjórn Lánasjóðs íslenskra
lánsmanna hefur. samþykkt
breytingar á úthlutunarreglum
sjóösins fyrir næsta skólaár.
Flestar breytingarnar eru láns-
mönnum í hag, samkvæmt frétt-
um Bylgjunnar.
-bjb