Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 6 *r| ítlönd stuttar fréttir Deilt um kýr Heiftarlegar deUur brutust út á indverska þinginu rétt eftir | setningu i gær þegar stjórn hindúa tilkynnti að banna ætti slátrun kúa. Miðar í A1 Gore, varaforseti IBandaríkj- anna sem er i heimsókn í Portúgal, sagði í gær að hann byggist við að á næstu vikum mundu friðarviðræðurn- ar í Angóla þokast í rétta átt. Hrefnuveiðar byrjaðar Hrefnuvertíð Norðmanna er hafln og er fyrsta dýrið þegar komið á land. 25 árum skemur Helmingslíkur eru á því að reykingamenn sem byrjuöu ung- ir lifi 25 árum skemur en ella. || 13 ára dreng sleppt Yfirvöld í Nígeríu hafa sleppt 13 ára breskum dreng sem var handtekinn fyrir mánuði þegar hann ætlaði að heimsækja föður sinn sem er frændi fyrrum for- | seta. Kanar skammaðir Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþingið gagnrýndu banda- rísk stjórnvöld harðlega í gær fyrir að herða viðskiptaþvingan- imar gegn Kúbu. Á áætlun Viðgerðimar á Wíndsorkast- ala Bretadrottningar vegna brunans mikla eru á áætlun og innan íjárhagsramma. Minna ofbeldi Ofbeldisverk nýnasista og annarra hægrisinnaðra öfga- manna í Þýskalandi drógust saman um 44 prósent árið 1995 vegna hertra aðgerða stjórn- valda gegn öfgahópum. Vilja aðgang Lögmenn Í mafíufbringj- ans Giovann- is Bruscas, sem lögregla handtók i vikunni, vilja fá aðgang að skjólstæðingi sínum til að ganga úr skugga um hveraig hann er til heilsunnar en þá grunar að löggan hafi gengið í skrokk á honum. Líkum náð á land Kafarar frá Kenía hafa náð á annað hundrað líkum úr flaki farþegaferjunnar sem sökk á Viktoríuvatni í vikunni. Reuter friðarátt Bensínlækkun vegna íraka- samnings Samkomulag Sameinuðu þjóð- anna og Iraka um að þeir síðar- nefndu fái að selja olíu á ný, eftir 6 ára viðskiptabann, hefur strax haft áhrif til verðlækkunar á heims- markaði. Ekki hefur bætt úr skák að eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum hefur minnkað síð- ustu daga, sér í lagi eftir bensíni. 95 oktana og 98 oktana bensín hef- ur frá maíbyrjun lækkað um allt að 10% á markaði í Rotterdam. Reikn- að er með áframhaldandi lækkun- um á næstunni þannig að íslenskir bifreiðaeigendur mega eiga von á lækkun, spumingin er bara hvenær. Dow Jones hlutabréfavísitalan í Wall Street sló enn eitt sögulega metið í vikunni, það 21. á þessu ári. Met var einnig slegið í Frankfurt. Reuter Borís Jeltsín lofar kjósendum betri tíö: Með fullar hendur fjár í Arkangelsk Borís Jeltsín Rússlandsforseti lék við hvern sinn fingur í gær og lofaði kjósendum í nyrsta hluta Rússlands gulli og grænum skógum ef þeir léðu honum atkvæði sitt í forsetakosning- unum í næsta mánuði. „Ég er kominn hingað með fulla vasa. í dag munu dálitlir peningar koma til Arkangelsk-svæðisins," sagði Jeltsín þegar hann gerði að gamni sínu við kjósendur í íshafs- borginni Arkangelsk. Jeltsín tilkynnti að hann hefði und- irritað fjölda tilskipana um fjárhags- aðstoð við nyrstu héruð Rússlands. Markaðsumbætur forsetans hafa komiö mjög hart niður á verkamönn- um í iðnfyrirtækjum þar, sem voru byggð upp með niðurgreiðslum sovét- kerfisins. Helsti andstæöingur Jeltsíns í kosn- ingunum 16. júni, kommúnistinn Gennadí Zjúganov, veittist að efna- hagsumbótum Kremlverja og sagði að þær hefðu leitt til hrikalegra erfið- leika. Zjúganov nýtur minna fylgis en Jeltsín samkvæmt skoðanakönnunum. í yfirlýsingu frá Zjúganov sagði að hann væri ekki að undirbúa efna- hagslega umbyltingu og að hann hefði ekki í hyggju að skipta auðinum upp að nýju. Jeltsín virtist við hestaheilsu þar sem hann lék sér í trérólu með lítilli stúlku í Arkangelsk en um tíma í fyrra leit út fyrir að hjartveiki hans mundi útiloka hann frá framboöi. „Framtíð ykkar og framtíð barna ykkar er tryggð ef kommúnistar kom- ast ekki til valda 16. júní. Ég vona að þið munið ekki leyfa það,“ hafði Tass- fréttastofan eftir Jeltsín. Reuter Skálmöld ríkir nú í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, þar sem hluti hersins hefur gert uppreisn gegn forseta landsins, Ange-Felix Patasse. Hér sjást franskir hermenn hjálpa ungri stúlku upp í herbíl sem flutti hana út á flug- völl þar sem henni var komið um borð í flugvél til Parísar. Símamynd Reuter Hernaðarástand í fangelsinu í Nyborg í Danmörku: Allir fangarnir í einangrun til að koma í veg fyrir stórbruna DV, Kaupmannahöfn: Sá fáheyrði atburður átti sér stað á fimmtudag að allir 160 fangar í ríkisfangelsinu í Nyborg voru settir í einangrun. Alla vikuna hefur ver- ið mikill órói í fangelsinu með bar- smíðum og skemmdarverkum en fangelsisyfirvöld töldu nóg komið þegar fangarnir ætluðu að kveikja í öllu fangelsinu. Þaö eru glæpasam- tökin Bandidos sem standa aö ódæð- unum en þau ráða öllu í fangelsinu. „Yfirleitt eru það handlangarar þeirra sem vinna ódæðin, annað- hvort ménn sem vilja komast í náð- ina eða er hótað lífláti og líkams- meiðingum. Og allir vita að þeir standa við hótanir sínar,“ segir Hans Bronsted aðstoðarfangelsis- stjóri við Berlingske Tidende í gær. Nærri helmingur fanganna, eða 60, hefur verið í einangrun að eigin ósk um nokkurt skeið vegna hræðslu við glæpagengið. Lætin byrjuðu á mánudag þegar einn fanginn var barinn til óbóta í líkamsræktarsal fangelsisins. Sá hefur ekki þorað að benda á gjörn- ingsmennina. Daginn eftir var lík- amsræktinni lokað í mánuð þar sem árásir af þessu tagi voru orön- ar mjög tíðar. Fangarnir brugðust við með því að leggja niður störf og næstu daga var fjöldi íkveikja og sprenginga í fangelsinu. Þegar fangelsisyfirvöld höfðu fundið sannanir fyrir því að kveikja ætti í öllum sex verkstæðum fangelsins samtímis á fimmtudag með sprengjum og gaskútum var ákveðið að einangra alla fangana. Nú er verið að finkemba cillt fangels- ið og verða fangamir lokaðir inni nokkra daga af þeim sökum. -PJ DV BobDolesak- aður um per- sónulegt skítkast Bob Dole, forsetaefni Repúblikana- flokksins, hef- ur verið sak- aður um per- sónulegt skít- kast í garð Bills Clintons I Bandaríkja- | forseta vegna forsetakosninganna | í nóvember. „Þessi kosningabarátta varð I mjög kvikindisleg og mjög ljót ; mjög fljótt eftir að repúblikanar i urðu frá sér af örvæntingu vegna 1 stöðu sinnar,“ sagði Mike Mc- | Curry, talsmaður forsetans, við | fféttamenn í gær. Hvössustu orðaskipti kosn- ; ingabaráttunnar til þessa urðu á fimmtudag þegar Dole réðst að 1 forsetanum fyrir að hafa beitt ; ■ neitunarvaldi sínu á frumvarp sem hefði bannað ákveðna teg- I und fóstureyðingar. Ólympíukokkar elda fimm milljón máltíðir | Bandariski matreiðslumeistar- inn Louis Ferretti gerir ráð fyrir B því að útbúa fimm milljón mál- I tíöir í risaeldhúsi sínu á ólymp- iuleikunum í'Atlanta í sumar. Ferretti, sem hefur þegar eldað j á fernum ólympíuleikum, er bú- Iinn að safna saman 550 uppskrift- um hvaðanæva úr heiminum til þess að gera fimmtán þúsund I þjálfurum og íþróttamönnum og ; tveimur milljónum gesta til hæf- 1 is. í: „Fjölbreytni fæðunnar er gríð- I arlega spennandi verkefni," sagði Íí Ferretti þegar fréttamönnum var boðið að smakka á ólympíumatn- um. Uppáhaldsréttur kokksins er pastasósa, þar sem tómatur er 1 uppistaðan, en hann upphugsaði í hana þegar hann var að sigla í fríinu sinu. Fjörugt kynlíf tengt blöðru- hálskirtils- krabba Körlum sem eru iðnir við | kynlífsiðkanir er hættara við að fá krabbamein í blöðruháls- kirtilinn en hinum sem hófsam- I ari eru. > Þetta kemur fram í sænskri j rannsókn sem kynnt var í gær. Hins vegar hafa reykingar og 1 mikil drykkja lítil áhrif á þessa tegund krabbameins. IEn þótt kynlifsfjörkálfar séu í meiri hættu að fá blöðruháls- kirtilskrabbamein mælir Swen- Olof Andersson, sérfræðingur í krabbameinslækningum við sjúkrahúsið í Örebro, ekki með því að menn hætti öllu kynlífi. Frakkar í Alsír hvattir til að snúa aftur heim Alain Juppé, forsæt- : isráðherra Frakklands, ’ hvatti landa sína i Alsír til að snúa heim þar sem ör- I yggi þeirra | væri ógnað. j Ráðherrann lét orð í þá veru falla 1 á fundi með fréttamönnum eftir I aö endanleg staðfesting kom á því að skæruliöar alsírskra múslíma hefðu myrt sjö franska j munka sem þeir höfðu á valdi . sinu. Skæruliðasamtök sem kalla sig I Vopnaða íslamska hópinn gáfu út yfirlýsingu um að þau hefðu j skorið munkana á háls. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.