Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 10
10
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996
DV ræðir við íslenska húsmóður í Sviss sem hefur óvenjulegt áhugamál:
kslast á
ww wsr' r ■ r
inum a sakama
DV. Sviss:
„Hefur þér nokkurn tíma dottiö í
hug að fara til læknis út af þessu,“
hefur gjarnan verið sagt við hina 25
ára gömlu Ragnheiði Magnúsdóttur
þegar hún hefur greint frá einkenni-
legu áhugamáli sínu, nefnilega öllu
því sem tengist morðum og öðrum
sakamálum. Ragnheiður segist hafa
haft ódrepandi áhuga á slíkum mál-
um frá því hún man fyrst eftir sér
og til marks um það má benda á að
hún hefur um árabil verið eini
kvenkyns áskrifandinn að tímarit-
inu Sérstæðum sakamálum.
Hún er ekki beint þessi dæmi-
gerða manneskja sem maður ímynd-
ar sér að vilji bara sjá blóð og hörm-
ungar. Hún kemur þó hressilega
fyrir sjónir, með ljósa lokka og blá
augu sem koma frá fjölskyldu henn-
ar á Akureyri.
„Við Akureyrihgar erum alveg
sérstaklega skemmtilegt og hresst
fólk,“ segir þessi gifta, tveggja
barna húsmóðir sem búið hefur í
bænum Sion í Sviss undanfarin 6 ár
og vakið athygli ytra fyrir hið sér-
stæða áhugamál sitt.
„Það hafa auðvitað margir
hneykslast á áhuga mínum á saka-
málum en ég læt það sem vind um
eyru þjóta. Þetta er mitt áhugamál
og kemur engum við. Manninum
mínum, sem er Svisslendingur,
fannst þetta skrýtið í fyrstu en nú
skilur hann alveg hvers vegna ég
eyði orkunni í annað eins,“ tjáir
Ragnheiður blaðamanni. En hvers
vegna sakamál?
„Ég held að áhugi minn á morð-
og sakamálum eigi fyrst og fremst
rætur að rekja til þess hversu for-
vitin ég er. Mig hefur alla tið þyrst
í að vita af hverju glæpir hafa verið
framdir, hvað raunverulega liggur
að baki og hvernig persónur fremja
slíkt. Fyrir mig hefur aldrei verið
nóg að lesa einhverjar fréttir og fyr-
irsagnir í blöðum heldur hef ég
alltaf haft þörf fyrir að kafa
dýpra og komast að því t.d.
hvernig fólkið hefur verið
drepið. Ég hef gjaman fylgst
með sakamálum frá byrjun '•
til enda og hef safnað að mér
alls konar upplýsingum
þar að lútandi. Enda þekki ég orðið
mörg fræg sakamál og veit t.d. allt
um morðingjana, hvað þeir heita og
jafnvel hvernig uppeldi þeir fengu.
Mér finnst fróðlegt að lesa sögu
þeirra og skoða hvaða bakgrunn
þeir hafa. Það skiptir miklu máli
þegar verknaðurinn, sem þeir hafa
framið, er athugaður í samhengi við
ýmislegt í umhverfinu. Ég horfi líka
á alla þætti og myndir í sjónvarpinu
sem tengjast morðmálum á ein-
hvern hátt. Þá er ég virkilega í ess-
inu mínu.“
Það er ekki laust við að blaðam-
aður fái hálfgerða gæsahúð þegar
Ragnheiður talar svo innilega um
áhugamál sitt sem hún segir fyrst
hafa náð alvarlegum tökum á sér
þegar hún var 5 eða 6 ára.
Hvar er hausinn!
„Þá var ég í leikhúsinu á Akur-
eyri með foreldrum mínum. Ég man
ekki nákvæmlega hvaða leikrit við
sáum en ég man að í einni senunni
datt hausinn af aðalpersónunni. Það
fannst mér magnað á meöan önnur
börn grétu af hræöslu. Ég stóð upp
og kallaði til leikaranna; „Hvar er
hausinn, ég vil sjá blóðið!" Að sögn
foreldra minna vakti það mikla at-
hygli leikaranna að svo lítil stúlka
skyldi hafa jafnmikinn áhuga á
hausnum og raun bar vitni. Þeir
hlógu víst mikið og áttu erfitt með
leik eftir þessa senu mina,“ segir
Ragnheiður brosandi þegar hún rifj-
ar upp atvikið. Hún segist hafa ver-
ið í fýlu allan þann dag þar sem hún
hafi ekki fengið nánari ský
því hvað hafi raut)veruli
um hausinn í lelkritinú.
Ragnheiður viðurkénniLi
lega í dag að um 7 ára
hún og vinkona hennáf
stelast til þess um helj
hryllingsmyndir,
kapalsjónva:
il upplifun o'
að því hver:
hennar skapi
„Eftir því sem
fannst mér ekki varið í myndir
nema í þeim væru nokkur morð eða
fljúgandi hausar. Það var bara ekki
varið í neitt annað að mínu mati. í
kjölfarið fór ég að grúska í ýmsum
sakamálablöðum og mig þyrsti
alltaf í ógeðsleg morðmál og langaði
að skilja þau til hins ýtrasta. Það
fannst mér svakalega spennandi því
ég vissi að ég var að lesa um mál
sem höfðu gerst í raun og veru. Mér
hefur í gegnum tíðina þótt mjög
fróðlegt að fylgjast með málum
fjöldamorðingja í Bandaríkjunum.
Þeir hafa flestir verið miklir snill-
ingar í sínu fagi en 90 prósent
þeirra eru hvítir millistéttarkarl-
menn á aldrinum 25 til 40 ára. Það
er ótrúlegt að hugsa til þess að sum-
ir þeirra komust upp með mörg
morð áður en þeir voru svo gómað-
ir.“
Ragnheiður hefur í ljósi alls þess
sem hún hefur lesið og séð um
fjöldamoröingja þróað sína eigin
kenningu um það hvernig þeir
hegða sér.
Drepa til að hefna sín á
mæðrum sínum
„Þessir ógeðslegu menn eru nátt-
úrlega svakalega þyrstir í að drepa
og drepa en á endanum hafj^ þeir
alltaf gert einhverja vitleyg
hefur komið upp um
þessara manna hafa ;
æsku, verið annaðhvort \á
misnotaðir af foreldruml
tilfellum he
Þú ert þessi
því sem
stundum
fjölskyldu
taf saka-
mál
'irvöld
fullum
krafti( T.d. finnst mér að
loka’ ætti alveg inni til
frámbúðar einn
þekktasta kynferðis-
afbrotamann
á íslandi.
Hann hefur
margsinnis
setið inni fyr-
ir afbrot sín
en alltaf verið
sleppt eftir ákveðinn
tíma. Menn mega ekki
gleyma því að maður
sem misnotar börn
hvað eftir annað verð-
ur á endanum leiður á
þvf og gerir eitthvað
mun róttækara. Um
það eru mörg dæmi til
annars staðar. Þessi til-
tekni maður er fársjúk-
ur og hann á ekki að
ganga laus,
aldrei."
„Ég er að mér skilst e1
kyns áskrifandinn að íslens
ritinu Sérstæð saKamál og
um árabil. Nicholas, maðurinn
minn, og ég vorum svo leið 'á að
senda alltaf reglulega peninga til ís-
lands fyrir áskriftinni að við send-
um blaðinu einhvern tímann þús-
und franka eða rúmlega fimmtíu
þúsund krónur og báðum forsvars-
menn þess að senda okkur blaðið
svo lengi sem upphæðin dygði. Svo
einhvern tímann löngu seinna
hringdi ég til að athuga hvort ekki
vantaði meiri peninga þá var sagt
við mig; „Já! Þú ert þessi í Sviss
sem ætlar að kaupa fyrirtækið!!!““
Þegar Ragnheiður kom fyrst til
Sviss talaði hún ekki orð í frönsku.
Til þess að gera þar bragarbót á ák-
vað hún upp á eigin spýtur að reyna
að klóra sig í gegnum svissnesk dag-
blöð, ekki sist til þess að skilja um-
fjallanir um sakamál. Það tókst
henni með forvitninni einni því hún
hætti ekki fyrr en hún skildi fréttir
og frásagnir almennilega. í dag, 6
árum síðar, talar hún reiprennandi
frönsku, þökk sé sakamálunum í
svissnesku dagblööunum. En á hún
einhver uppáhaldsmál?
„Ég á mér alltaf einhver uppá-
haldsmál. Síðustu misserin hef ég
? verið að lesa heilmikið um rússnesk
sakamál og þau eru mjög spenn-
andi. Eftir að kommúnisminn féll
givistan tjalds og maflan varð eins
berandi og raun ber vitni þá urðu
glæpirnir mun ógeöslegri en áður.
Ég hef t.d. lesið frásagnir af hrotta-
legum fjöldamorðum þar sem aö-
ferðum nasista hefur verið beitt,
eins og þeirri að setja dýnamít upp
í leggöng kvenna og sprengja."
Nú rísa hárin virkilega á blaða-
manni og ekki laust við að hann
missi lystina á samlokunni sem
hann er að
narta í. Honum
er því spurn,
skyldi
Ragn-
heiður
aldrei fá
martraðir
eftir allan þenn-
an lestur á eins
ógeðslegum sög-
um?
„Nei! Aldrei,“
segir Ragnheiður,
harðákveðin.
„Mér flnnst svo
gaman að
lesa
svona -
sog- ff‘
ur.
Sonur
minn,
Tómas,
sem er 9
ára, virð-
ist ætla að
verða al-
M
dýrkar sakamála- og hryll-
nyndir. Og eins og ég fær hann
aldrei martraðir. Mig minnir þó að
;inni fengið slæma
1 eftir að hafa horft
na!!! Edda Marie,
ekki nema 5 ára
nur ekki nálægt
En eiiyhyer pínulítil áhrif hlýtur
svona mikill lestur á hryllingssög-
um að íiafa. Ragnheiður viðurkenn-
ir að stjundum geti ímyndunaraflið
farið á kreik og þá reyni Nicholas
að ná^enni niður á jörðina. Hún
segist stundum hafa lent i því í fjöl-
skylduferðalögum að hafa tekið eft-
ir einhverju óvenjulegu, t.d. inni í
skógi, og þá hafi hún orðiö að kanna
betur aðstæður, í þeirri von að
finna kannski sundurtætt lík.
Klöngrast niður
bratta hlíð í leit
að líkamsbútum!
„Tengdaforeldrar mínir halda
náttúrlega að ég sé klikkuð. Og
maðurinn minn stundum líka. Ég
get bara ekki gert að þessu, ég hef
svo mikinn áhuga. Ég man að ég
var einu sinni á göngu í skóginum
með tengdafóður mínum þegar við
tókum eftir ferðatösku í fjarska, nið-
ur undir brattri hlíð. Hún var hálf-
opin þannig að ég var viss um að í
henni væru líkamsbútar eða höfuð.
Ég varð að klifra niður hlíðina til að
svala forvitni minni. Tengdapabbi
hristi nú bara hausinn og sagði mér
að hætta þessari vitleysu. En ég gat
ekki setið á mér, fór niður og kíkti
ofan í töskuna. Mér til mikillar óá-
nægju reyndist bara vera eitthvert
drasl í henni, ekkert spennandi.
Ég er kannski pínulítið tauga-
veikluð, ég skal viðurkenna það. En
mig langar í náinni framtíð til þess
að nýta betur þá þekkingu sem ég
hef þegar aflað mér með því að lesa
svona mikið um sakamál. Mig
dreymir auðvitað um að verða af-
brotafræðingur og starfa þá við að
skilgreina glæpina sem framdir eru.
Mig langar að vita meira.
En það verður að koma fram að
ég get líka verið venjuleg húsmóðir
með sínar mjúku hliðar. Þá tek é
skorpur og les bara Cosmopolitan
og Womans Own eins og allar hinar
húsmæðurnar. Og ég veit líka allt
um það hvað er að gerast í Glæstum
vonum.“
-Bryndís Hólm