Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 12
» erlend bóksjá LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 DV I Metsölukiljur !! •••••••••«••••« Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: The Best of Friends. 2. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 3. Robert Harrls: Enlgma. 4. David Lodge: Therapy. 5. Rosamunde Pllcher: Comlng Home. 6. Josteln Gaarder: Sophle's World. 7. Stephen Klng: Mouse on the Mlle. 8. Kate Atkinson: Behlnd the Scenes at the Museum. 9. Kazuo Ishlguro: The Unconsoled. 10. Stephen Klng: The Two Dead Girls. Rit almenns eölis: 1. Seamus Heaney: The Splrlt Level. 2. Isabel Allende: Paula. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Wlll Hutton: The State We're in. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Graham Hancock: Flngerprints of the Gods. 7. John Cole: As It Seemed to Me. 8. J. Redfleld & C. Adrlenne: The Celestlne Prophecy Experlmentlal Gulde. 9. Janlne Pourroy: Behind the Scenes at ER. : 10. Alan Bennett: : Wrltlng Home. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Use Nergaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMillan: Andened. 6. Use Nergaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Polltlken Sendag) Ný spennusaga um Maxwell og Murdoch JefFrey Archer er einn helsti met- söluhöfundur Breta um þessar mundir. Spennusögur hans, sem gerast gjarnan í heimi viðskipta og stjórnmála, seljast í risaupplögum og hafa gert höfundinn, sem eitt sinn var á barmi gjaldþrots, að margmilljónara. Samningur sem hann gerði við HarperCollins út- gáfufyrirtækið árið 1990 hefur nú þegar gefið honum í aðra hönd sem samsvarar 5-6 milljörðum íslenskra króna. Nú síðast gerði Archer samning við fyrirtækið um að skrifa þrjár skáldsögur fyrir hátt í tvo milljarða. Sú fyrsta þessara bóka, The Fourth Estate, kom út fyrir nokkrum dög- um og flaug beint inn á metsölu- listana. Að vísu kann það að hafa haft áhrif á söluna að stórverslanir hafa keppst um að bjóða hana á sí- fellt lægra verði, enda frjálst verð á bókum í Bretlandi. Samt er engum blöðum um það að fletta að Archer á afar fjölmennan lesendahóp víða um heim. Fjölmiðlakóngar Margir gagnrýnendur hafa lengi haft gaman af að hakka bækur Archers í sig og finna þeim flest til foráttu. Nú hefur bæst við sú full- yrðing að nýja skáldsagan sé í raun og veru engin skáldsaga heldur samsuða úr ævisögum tveggja frægra eða alræmdra fjölmiðla- kónga. Archer sjálfur hefur ekki neitað því að sagan sé byggð á raun- verulegum atburðum; þvert á móti hefur hann lýst því yfir að um 80 prósent sögunnar séu frásögn stað- reynda og um 20 prósent skáldskap- ur. Söguhetjurnar eru sem sagt Ro- Jeffrey Archer. Umsjón Elías Snæland Jónsson bert Maxwell, sem lét lífið með grunsamlegum hætti fyrir nokkrum árum, og Rupert Murdoch sem er einn öflugasti fjölmiðlakóngur heimsins um þessar mundir. Archer gefur þeim ný nöfn - Ric- hard Armstrong og Keith Townsend - en atburðarásin er mjög í sam- ræmi við það sem þekkt er úr nýleg- um ævisögum þessara gömlu fjand- manna. Armstrong/Maxwell fæddist í fá- tækt í Austur-Evrópu, flúði vestur á bóginn tU Bretlands, gekk í herinn þar, þjónaði í breska hernámsliðinu í Þýskalandi eftir stríð, náði þar með svikum tökum á þýsku fyrir- tæki sem sérhæfði sig í útgáfu vís- indarita, mjólkaði það fjárhagslega með óprúttnum aðferðum, fór svo inn á dagblaðamarkaðinn í Bret- landi og síðar í Ameríku, sveik og stal eftir þörfum en endaði að lok- um á því að fremja sjálfsmorð Vélabrögð Townsend/Murdoch kom hins vegar úr allt annarri átt; af auð- ugum ættum i Ástralíu þar sem fjöl- skyldan átti útgáfufyrirtæki, hlaut menntun í Oxford, tók síðan við dagblöðum fjölskyldunnar og hóf út- þenslu fyrirtækisins; fyrst í Ástral- íu, síðan í Bretlandi, Ameriku og víðar. Það var einmitt þegar báðir þess- ir menn voru að þreifa fyrir sér í Bretlandi að þeim lenti fyrst saman; það var hörð og æsileg barátta og upphaf að langvarandi fjandskap og samkeppni þeirra á milli. Allt er þetta rakið ítarlega í bók Archers, en að sögn sumra gagnrýnenda eru frásagnir af vélabrögðum í fjármála- heiminum besti hluti sögunnar. Maxwell fær afar slæma útreið í sögunni, enda er hann dauður og því ófær um að verja sig með þeim hætti sem honum var svo tamt að grípa til í lifanda lífi; með málaferl- um. Sonur hans reyndi að fá dóm- ara til að stöðva útgáfu bókarinnar, en hafði ekki árangur sem erfiði. Farið er mildari höndum um Murdoch. Sem er kannski skiljan- legt þegar haft er í huga hversu víða fingur hans teygja sig í viðskiptalíf- inu. Forlag Arhcers, HarperCollins, sem gefur út þessa sögu af baráttu fjölmiðlarisanna, er þannig í eigu - já, hvers annars en Ruperts Mur- dochs! Metsölukiljur I •••••»••••«••••»«•»• | Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Hlggins Clark: Let Me Call You Sweetheart. 2. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 3. Robert Ludlum: The Apocalypse Watch. 4. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 5. Nora Roberts: True Betrayals. 6. Belva Plaln: The Carousel. 7. Stephen Klng: The Green Mlle: The Mouse on the Mlle. 8. John Sandford: Mlnd Prey. 9. John Grlsham: I The Ralnmaker. 10. Anne Tyler: Ladder of Years. 11. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 12. Jane Smlley: Moo. 13. Anne Rice: Taltos. 14. Wllllam Dlehl: Primal Fear. 15. Catherine Coulter: The Cove. Rit almenns eðlis: II. Mary Pipher: Revlvlng Ophella. 2. James Carvllle: We're Rlght, They’re Wrong. 3. Ann Rule: Dead by Sunset. 14. Mary Karr: The Liar’s Club. 5. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 6. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 7. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Clvillzation. 8. Isabel Allende: ;; Paula. i 9. Ollver Sacks: An Anthropologlst on Mars. | 10. Rlchard Preston: The Hot Zone. 11. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 12. Robert Fulghum: From Beglnnlng to End. 13. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 14. Balley Whlte: Sleeplng at the Starllte Motei. 15. Thomas Moore: Care of the Soul. (Byggt á New York Times Book Review) Von á bættum skiám Svissneskir vísindamenn segj- ast hafa uppgötvað nýrri og betri ; aðferð til að fá svokallaða fljót- ; andi kristalskjái (LCD) til að ’ virka. Það gæti haft í för með sér : bjartari og skýrari skjái, allt frá I tölvuskjám yfir í stór ljósaskilti. LCD-skjáirnir reiða sig á líf- rænar sameindir sem hægt er að láta raða sér upp allar í sömu átt. Nú um stundir er það gert með gamaldags tækni en nýja aðferð- in byggist á útfjólubláu ljósi og gerði hún kleift að lesa á skjáina frá mismunandi sjónarhomum en þaðavar ekki hægt áður. Of mikið salt er óhollt Nýjustu rannsóknir staðfesta | það sem oft haföi verið haldið p fram áður, nefnilega að of mikil saltneysla getur valdið of háum blóðþrýstingi. Vísindamenn 1 hvetja því fólk til að draga úr I saltneyslunni, einkum eldra fólk. Upp á síökastið höföu birst niðurstööur rannsókna þar sem leiddar voru að þvi líkur að sódí- | um í salti ylli ekki auknum blóð- þrýstingi heldur kynni hann að I vera af völdum annarra efna, svo j sem kalsíums. En við rannsóknir á tíu þús- I und manns í 52 löndum staðfestu I breskir vísindamenn hins vegar eldri kenningar um samband l salts og háþrýstings. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Bóluefni 21. aldar ræktað í banönum og öðrum ávöxtum Er það ekki draumur sérhvers manns að losna við allar þessar hræðilegu sprautur þegar hann þarf að láta bólusetja sig en geta þess í stað kannski bara fengið sér banana eða aðra ávexti? Það er hreint ekki útilokað að þannig verði það nú þegar börn 21. aldarinnar þurfa að láta bólusetja sig gegn ýmsum algengum barna- sjúkdómum. Vísindamenn binda miklar vonir við að hægt verði að gera erfðafræðilegar breytingar á ýmsum plöntum til að þær fram- leiði bóluefni á ódýran hátt. „Ég sé fyrir mér að í krukku af barnamat verði erfðabreyttur ban- ani sem muni veita vörn gegn ýms- um smitsjúkdómum," segir Charles Amtzen við Boyce Thompson stofn- unina í plönturannsóknum við Cornell-háskóla í nýlegri grein. Með því að framleiða ódýrt bólu- efni í plöntum, sem vaxa á staðnum, eygja menn þann möguleika að geta veitt vörn gegn hefðbundnum drápssjúkdómum þróunarlandanna, eins og niðurgangi og kóleru. Til- raunir með kartöflur sýna að þetta er hægt. Hjá fyrirtækinu Axis Genetics í Cambridge á Englandi eru visinda- menn að vinna að bóluefni úr plönt- um og miðar, að eigin sögn, nokkuð áfram. „Erfðabreytingar á plöntuveirum eru líklegar til að geta af sér margs konar heilsuvörur fyrir bæði menn og dýr á næsta áratug," segir Iain Cubitt, framkvæmdastjóri Axis. Fyrirtækið framleiðir nú plöntur til að kanna kenninguna og undirbúa framleiðsluna. Cubitt segir að veiran sé fram- leidd í tilraunastofunni og sett á eitt lauf á plöntunni. Hún margfaldast og dreifist um plöntuna um leið og hún vex. Veiran er hönnuð með það í huga að hafa öll ráð plöntunnar í hendi sér, ef svo má að orði komast, án þess þó að drepa hana. Vísindamönnum Axis hefur orðiö nokkuð ágengt við framleiðslu á bóluefni gegn ýmsum algengum kvillum í köttum og hundum og gegn gin- og klaufaveiki í nautgrip- um. Reglur um lyf fyrir dýr eru ekki eins strangar og þær sem gilda um lyf fyrir mannfólkið. Þess vegna eru lyf fyrir dýr fljótari á markað. Fyrirtækið er einnig að vinna að bóluefni gegn alnæmi, malaríu, mislingum, lifrarbólgu B og inflú- ensu, svo og að leiðum til að berjast gegn sveppasýkingum og að með- ferð við ristilkrabba. Þar til fyrir um fimmtíu árum voru flest lyf unnin úr plöntum en nú á dögum eru flest ný lyf fram- leidd í tilraunastofum lyfjafyrir- tækjanna. Erfðaverkfræðin hefur hins vegar opnað fyrir þann mögu- leika að leita aftur á vit plantnanna. Sérfræðingar telja að það geti leitt til ódýrari bóluéfna en þeirra sem nú eru framleidd. En þrátt fyrir allt bjartsýnistalið, eru engu að síður ýmis vandamál sem þarf að yfir- stíga. „Það verður að hreinsa prótínið sem maður vill ná úr plöntunni. Mig grunar að aðeins hafi verið breitt yfir það en það er ekki neitt aukaatriði," segir Julian Burke, lektor í lífefnafræði við Sussex-há- skóla á Englandi. Hann segir að erfðaverkfræðingar eigi eftir að sanna að þeir geti haldið ávallt sama styrk í bóluefninu sem þeir framleiða. Hann er þó bjartsýnn á að hægt verði að yfirstíga öll vanda- mál. Bestir pabbar syngja best Hæfileikamestu söngvararnir j eru bestu feðurnir, að minnsta ; kosti þegar nokkrar fuglategund- ir eiga í hlut, segja fuglafræðing- ar við Cornell háskólann í New 1 York og háskólann í Lundi. Fuglar eru ákaflega fjöllyndir og reyna að svíkja maka sína í tryggðum eins oft og þeir mögu- | lega geta. Stundum vilja kven- fuglarnir karla með skærlitar fjaðrir en fyrir kemur að „skvís- urnar" falli fremur fyrir bestu söngvurunum. Það hefur líka komið í ljós að hjá ákveðinni söngfuglategund amerískri eru lifslíkur unganna meiri ef feður þeirra eru góðir söngvarar. Aspirín gegn krabbameini Aspirín getur orðið að liði í baráttunni við ristilkrabba þar sem það fær krabbameinsfrum- urnar til að tortíma sjálfum sér. I Að sögn breskra vísindamanna, sem uppgötvuðu þetta, gæti það | leitt til meðferðar við þessari teg- I und krabbameins sem er ein hin algengasta á Vesturlöndum og sú | sem einna erfiðast er að eiga við. Læknar vita að regluleg neysla aspiríns getur dregið úr hætt- j unni á krabbameini um 50 pró- * sent. Vísindamennirnir ræktuðu ristilkrabbameinsfrumur og létu aðalefnið í aspiríni á þær. Frum- urnar frömdu þá eins konar sjálfsmorð en það er mikilvægur liður í starfsemi frumna. Talið er i að krabbameinsfrumur vaxi Ístjórnlaust þar sem þær geti ekki eyðilagt sjálfar sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.