Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 t J~\7'
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsíngar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Enn eru berin súr
Jón Baldvin Hannibalsson er sammála Davíð Odds-
syni um, að berin séu súr. Hann telur forsetaembættið
fremur tilgangslítið og valdalaust eftirlaunastarf, sem
henti ekki stjórnmálamanni í blóma lífsins. Hann segist
ekki hafa áhuga á að setjast í helgan stein sem forseti
landsins.
Hann telur samt eins og Davíð, að frambjóðendurnir
séu ekki starfsins verðir. Davíð hafði kvartað um, að í
þeini hópi væru væntanlegir farandsendiherrar og fyrir-
verandi ráðhúsandstæðingar. Jón Baldvin kvartar um,
að forsetaefnin geri ekki grein fyrir málstað sínum.
Þetta er beinlínis rangt hjá honum. Öll forsetaefnin
hafa rækilega gert grein fyrir viðhorfum sínum til for-
setaembættisins. Sum hver hafa gert það við ótal tæk-
ifæri. Öll hafa þau til dæmis svarað spumingum DV um
þau efni og Pétur Hafstein gerir það í blaðinu í dag.
Þegar nær dregur kosningum, munu þessi viðhorf
vafalaust verða margsinnis endurtekin og einnig dregin
saman í einfaldar línur. Kjósendur hafa þegar fengið
tækifæri til að átta sig á stefnumun frambjóðenda og
munu fá enn betri tækifæri til þess á næstu vikum.
Athyglisvert er, að tveir af helztu stjórnmálamönnum
landsins skuli hafa verið að velta fyrir sér framboði til
embættis, sem báðir segja svo lítilfjörlegt, að þeir vitna
í Sigurð Líndal lagaprófessor því til staðfestingar. Það
taki því tæpast að láta þjóðina kjósa forseta beint.
Jón Baldvin spyr, hvort þjóðin sé að kjósa um, hvaða
hjón muni koma bezt fyrir á Bessastöðum. Margir telja
það ekki vera ómerkilegt mál. Margir telja sig vera að
kjósa sér þjóðarföður eða þjóðarmóður, sem sé eins kon-
ar sameiningartákn þjóðarinnar rétt eins og fáninn.
Jón Baldvin er hins vegar kominn með þurrt land
undir fætur, þegar hann gagnrýnir hugmyndir um, að
Bessastaðir verði virkjaðir í þágu afmarkaðra málefna á
alþjóðlegum vettvangi eða að þeir verði eins konar upp-
hafin markaðsdeild í utanríkisráðuneytinu.
Sérstaklega er ástæða til að vara við, að embættið
verði að símstöð fyrir sambönd meira eða minna skugga-
legra valdhafa og viðskiptajöfra í þriðja heiminum. Sér-
staklega er óraunhæft að ætla, að íslendingar geti haft fé
út úr braski með tækifærissinnum af því tagi.
Hins vegar benda skoðanakannanir og ýmis önnur
teikn til þess, að mikill hluti þjóðarinnar sé fjarskalega
sáttur við alþjóðapólitíska virkjun Bessastaða. Fólk hef-
ur sýnt meiri stuðning við frambjóðanda með útsækna
stefnu en hina, sem vilja fremur fara með löndum.
Hugsanlegt er, að Jón Baldvin sé fyrst og fremst að
hugsa um að draga Ólaf Ragnar Grimsson út úr skápn-
um og fá hann til að fjalla svo mikið um skoðanir sínar
á utanrikismálum og viðskiptamöguleikum við valdhaf-
ana í Víetnam, að tvær grímur fari að renna á fólk.
Hins vegar er það vafasöm iðja hans eins og Davíðs að
gera því skóna, að forsetakosningar séu orðnar eins kon-
ar ógöngur, sem jafnvel beri að afnema, annaðhvort með
samruna embættisins við önnur embætti eða með því að
fela Alþingi valdið til að kjósa forseta.
Enginn vafi er á, að þjóðin vill áfram kjósa sér forseta
samkvæmt óbreyttri stjórnarskrá og vill sjálf ákveða,
hvort það nægi sér, að forsetahjónin komi vel fyrir á
Bessastöðum, eða hvort forsetinn eigi þar á ofan að vera
á þönum úti í heimi til að bjarga friði eða viðskiptum.
Enda eiga flestir auðvelt með að sjá, að raunverulegt
innihald langhunda Davíðs og Jóns Baldvins um for-
setaembættið er að upplýsa okkur um, að berin séu
súr.
Jónas Kristjánsson
Erlend tíðindi
Nýjar plágur herja
og gamlar sóttir magnast
Efst á blaði í nýrri viðvörunar-
skýrslu frá Alþjóða heilbrigðis-
stofnuninni er háskinn sem heilsu
mcmna um alla jörð stafar af smit-
sjúkdómum. Þar er bæði um að
ræða nýjar drepsóttir sem óvænt
skýtur upp og gamalkunnar sjúk-
dómsplágur í nýjum og illskeytt-
ari myndum en áður hafa þekkst.
„Við blasir voði um heim allan
af völdum smitsjúkdóma," segir
Hiroshi Nakajima, framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar, í inngangs-
orðum að skýrslunni. Ástæðurnar
eru margþættar en helstar eru
taldar ofnotkun lyfja, einkum
sýklalyfja, ágangur manna í æ
þéttsetnari heimi á vistkerfi sem
lengi hafa verið óáreitt, sér í lagi í
hitabeltislöndum, fólksstreymi
milli landa með hraðfara sam-
göngutækjum og örbirgð fólks í
ört vaxandi þéttbýli víða um lönd.
Heilbrigðisstofnuninni telst svo
til að um þessar mundir látist
50.000 manns á dag, 17 milljónir á
ári hverju, af völdum smitsjúk-
dóma. Vaxandi líkur benda til að
þessi tala eigi eftir að hækka veru-
lega í náinni framtíð.
„Á síðustu þrem áratugum hafa
komið upp að minnsta kosti þrír
tugir áður óþekktra sjúkdóma
sem stofna heilsu hundraða millj-
óna manna í hættu,“ segja
skýrsluhöfundar. „Við mörgum
þessara sjúkdóma er ekki þekkt
nein meðferð sem að gagni kemur,
hvað þá heldur lækning eða
ónæmisaðgerð."
Kunnasti sjúkdómur í þessum
hópi er auðvitað eyðni, sem ekki
voru bcrin á kennsl fyrr en á önd-
verðum síðasta áratug. Á síðasta
ári dró eyðni yfir milljón manna
til dauöa, eftir því sem skýrslur
heilbrigðisstofnunarinnar herma,
og talið er að 20 miUjónir fulltíða
-fðlks séu smitaðar.
Á síðasta ári kom ebólaveiran,
sem fyrst var greind 1977, á nýjan
leik upp í Zaire og varð 245 mönn-
um að bana. I Mið-Afríku hefur
einnig fundist veira kennd við
Marburg sem er ámóta skæð.
Þessar hitabeltissýkingar hafa
fram að þessu reynst afar stað-
bundnar en því er ekki að heUsa
um nýja og breytta sýklastofna
sem valda því að gamalkunnir
smitsjúkdómar, sem taldir voru á
undanhaldi, breiðast nú út í ban-
vænni mynd en nokkru sinni fyrr.
Þar er til að mynda um að ræða
lungnabólgu en tveir helstu sýkl-
ar, sem henni valda, reynast í vax-
andi mæli ónæmir fyrir lyfjum.
Verður því sjúkdómurinn enn há-
skalegri börnum en áður.
Berklabakterían hefur einnig
myndað afbrigði sem eru ónæm
fyrir þeim lyfum sem menn gerðu
sér vonir um að gætu langt til út-
rýmt sjúkdómnum. Þessir skæðu
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
berklar hafa á síðasta ári komið
upp innan bandarískra heilbrigð-
isstofnana og valdið þar miklum
usla.
Hitabeltissjúkdómurinn malar-
ía reynist einnig í ýmsum tilvik-
um illviðráðanlegur með lyfjum
sem áður dugðu vel. „Skaðvænlegt
er að þetta gerist samtímis því að
allt of fá ný lyf eru þróuð til að
leysa af hólmi þau sem ekki koma
lengur að haldi,“ segir í skýrsl-
unni.
Aðrir skæðir sjúkdómar, eins
og kólera og gulusótt, breiðast til
staða sem áður töldust óhultir
vegna fólksflutninga og ferðalaga.
Lekandi telst ekki til banvænna
sjúkdóma en getur reynst illvið-
ráðanlegur vegna þess að fram er
kominn sýkilstofn sem venjuleg
lyf vinna lítt á.
„Hömlulaus og óviðeigandi
notkun sýklalyfja" er ein meginá-
stæða þess að fram koma sýkla-
stofnar sem lyf hrina ekki á, segir
heilbrigðisstofnunin. „Of oft eru
þau notuð við röngum sýkingum í
röngum skömmtum og innan
rangra tímamarka.“
Þá hefur sýnt sig að með vel-
megandi þjóðum hefur ofnotkun
lyfja veikt ónæmiskerfið hjá fólki.
Með fátækum þjóðum er aftur á
móti raunin sú að sjúkdómar
breiðast út og koma harðar niður
vegna þess að efnahagur leyfir
ekki kostnað við fulla lyfjameð-
ferð.
Nútímaaðferðir við búfjáreldi
og alifuglarækt í stórum stíl gera
svo illt verra. Sýklalyf eru gefin
sláturdýrum til að flýta vexti.
Magnið nægir þó yfirleitt ekki til
að vinna á sýklum svo þeir hafa
fengið þol gagnvart lyfjum, berist
þeir með fæðu til neytenda.
Þar að auki eru leifar af sýkla-
lyfjagjöf búfjár skaðlegar þegar
þær berast með afurðum til fólks
með fæðunni. Við það brenglast
eðlileg viðbrögð þeirra sem fyrir
slíku verða við lyfjum svo þau
koma ekki að tilætluðu gagni ef
þörf er á að gefa þau við sýking-
um.
Aiþjóða heilbrigðisstofnunin telur vanda heilbrigðisstétta fara vaxandi.
Þessir menn eru tákn fyrir hryllileg ódæðisverk. Ef
ákvörðun um örlög þeirra verður ekki flutt frá póli-
tísku umhverfi sem þeir stjórna til áreiðanlegra
handhafa réttlætis mun tilraunin til að endurreisa
friðsamlega Bosníu mistakast."
Úr forustugrein Washington Post 22. maí
Tekið á móti Dalai Lama
Þrátt fyrir mótmæli frá sendiherra Kínverja í
Noregi munu Björn Tore Godal utanríkisráðherra
og fulltrúar menntamálaráðuneytisins hitta Dalai
Lama þegar hann kemur til Óslóar í næstu viku. Að
heimsókn hans orsaki pirring veldur okkur minni
áhyggjum en hefði ríkisstjómin látið undan þeim
þrýstingi sem Kínverjar hafa beitt. Þaö er gleðilegt
að sjá að gagnsemishyggjan hefur ekki sigrast á
hugsjónunum, þó stundum séu efasemdir þar um.“
Úr forustugrein Dagens Næringsliv 20. maí
skoðanir annarra
Gullinu stolið
„Enginn forseti hefur nýtt sér íþróttaviðburð eins
mikið til pólitísks framdráttar og Clinton gerir nú.
Starfsmaður bandarísku ólympíunefndarinnar seg-
ir forsetann bókstaflega vefja sig ólympíuhringjun-
[ um. Andlit Clintons mun birtast í tengslum við
| hverja meiri háttar olympiuathöfn og ræður hans
og blaðamannafundir verða gegnsýrðir sögum af
bandarískum íþróttahetjum. Það verður milljóna
auglýsingadollara virði hvernig forsetinn mun nýta
sér mikla umfjöllun fjölmiðla um leikana. Þetta
jafngildir pólitísku samsæri um að stela gullverð-
1 laununum."
William Safire í New York Times 21. mai
Forgangsverk í Bosníu
„Efst á lista nauSsynlegra verkefna í Bosníu er að
I gera Radovan Karadzic og Ratko Mladic óvirka.
■