Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 17
LAUGARDAGUR 25. MAI 1996 17 Svar Hákonar Björnssonar „Ég fékk upplýsingar um aö Þorsteinn væri í viðræðum við erlenda aðila um innflutning á áburði til landsins í samkeppni við Áburðarverksmiðjuna þegar hann var sölustjóri hjá okkur. Eftir að hafa rætt við hann um þetta varð niðurstaðan sú að hann léti af störfum hjá okkur,“ segir Hákon Bjömsson, forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins, um orð Þorsteins Þórðarsonar. Hann segir að í kjölfar þessa hafi lífeyrissjóðsmálið komið upp og hafa verði í huga að þar sé á ferðinni sjálfstætt mál. Það hafi farið sína leið í gegnum kerf- ið. Allar fullyröingar um að hann hafi farið með ósannindi fyrir rétti sé dylgjur einar. „Ásakanir hans um að gögn hafi horfið af skrifstofunni eru staðlausir stafir því hún stóð óhreyfð í nokkrar vikur þar til hann kom sjáifur með rannsókn- arlögreglunni til að ná í gögn þar.“ Hákon segir að þvert á það sem Þorsteinn segir hafi hags- munir Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar verið hafðir að leiðarljósi. Óvilhallir matsmenn hafi verið fengnir til að meta verðmæti eignarinnar við Skipholt 50 d og þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu áð hagsmunum sjóðsins væri best borgið með því að fara þá leið sem farin var. Þróun mála hafi sannað aö skynsamlegasta leiðin var farin. -PP Sveinn Runólfsson: Fullkomlega eðlilega að útboðinu staðið „Við höldum okkur að sjálfsögðu við reglur Ríkiskaupa um útboðs- mál og treystum fyllilega þeim fag- legu vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð. Við tókum, í samráði við Ríkiskaup, þá ákvörðun að ganga að aðaltilboði Áburðarverksmiðjunnar hf. sem var lægsta aðaltilboðið. Við sáum okkur ekki fært að ganga að frávikstilboðum ísafoldar. Það voru ýmsar ástæður fyrir því en það var fullkomlega eðlilegt að ganga að að- altilboðinu," segir Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri. Hann segir að auk verðs hafi greiðslufyrirkomulag, afhending og þjónusta ráðið því að aðaltilboðinu hafi verið tekið. í sjálfu sér hafi því engin viðhlítandi rök verið fyrir því að taka ekki lægsta aðaltilboði. Það sé viðtekin venja hjá Ríkiskaupum að taka í langflestum tilvikum aðalt- ilboðum. Efnafræðileg rök hafi líka ráðið því að frávikstilboðum var ekki tekið. Sveinn segir útboð sem þau sem staðið hefur verið að sl. tvö skipti hafi lækkað verulega áburðarverð til Landgræðslunnar og það hafa verið ákvörðun stofnunarinnar að óska eftir því að Ríkiskaup byðu út öll meiri háttar hráefniskaup stofn- unarinnar, eins og áburðarkaup. „Við leggjum áherslu á að fram- hald verði á þessu fyrirkomulagi og teljum að þarna hafi verið fyllilega faglega að verki staðið og um enga sýndarmennsku að ræða. Það er vissulega við nokkur rök að styðjast þegar Þorsteinn segir að fjárframlög til okkar séu á mánaðarlegum grundvelli. En ég er þó nokkuð viss um að fjármálaráðuneytið hefði vik- ið frá þeirri meginreglu til þess að greiða þessa vöru í einu lagi ef virkilega hefði þurft á að halda. Ég vona svo sannarlega að ísafold haldi áfram að freista þess að útvega okk- ur áburð á enn lægra verði en per- sónulega lýsi ég þó jafnframt yfir ánægju minni með að þessi inn- lenda framleiðsla skuli getað staðist innflutningnum snúning en það réð ekki því að lægsta aðaltilboði var tekið.“ Fyrsta fyrirtækiö (og í dag það eina) til að fá faggildingu og starfsleyfi til ísetningar og prófunar ökurita Bíla og Vagna þjónustan hf. Drangahrauni 7, 220 Hafnarfiröi, sími 565-3867, fax 565-3876 merki í fjallahjólum PRO line 5800 24 gíra Grip Shift, SRT 600 Shimano Deore LX gírskiptar Maxis dekk. Cro Mo stell Litur: Svartur 'IU44T4. PRO line 2800 21 gíra Grip Shift Shimano Alivio gírskiptar Cro Mo stell 4.44494: PRO line 1800 21 gíra Grip Shift Shimano Acera gírskiptar Cro Mo stell 'J//4414. topp merki PRO line 800 18 gíra Twist Shift Hi - Ten stell og gaffall Úrval aukahluta frá Acor. SUÐURLANDSBRAUT 8 • SÍMI 581 4670 MJÓDD, ÞARABAKKA 3 • SÍMI 567 0100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.