Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 I^"V Elenora haföi óvart slökkt á vekjaraklukkunni og þess vegna lá okkur dálitið á þegar við vöknuð- um aftur um klukkan 8.30. Morg- unmatur varð að bíða enda átti ég strangt til tekið að vera mættur til vinnu. Gulir skilaboðamiðar biðu í af- greiðslu ráðuneytisins og frá klukkan 9 til 11 var ég svo að segja óslitið í símanum. Flest erindin voru frá einstaklingum sem leita til félagsmálaráðherra vegna per- sónulegra vandræða, s.s. greiðslu- erfiðleika, húsnæðismála, málefni fatlaöra o.fl. Hjá mörgum er það seinasta skref á langri göngu að panta viðtal við félagsmálaráð- herra eða aðstoðarmann hans. Neyð margs er mikil og reyndar ekki óalgengt að harðfullorðið fólk brotni saman og gráti þegar það segir frá ógæfu sinni upphátt. Um klukkan 11 hófst svo kallað- ur „toppfundur“ en það eru sam- Árni Gunnarsson, aöstoöarmaður félagsmálaráöherra, þeysist erinda fyrir ráðherrann á reiöhjólinu. DV-mynd GS eða jafnvel aldrei komist inn á vinnumarkaðinn. Skilaboðin höfðu hrannast upp síðdegis. Meðal annars hringdu tveir blaðamenn. Erindi annars var óvenjulegt en það var frá Matthíasi Eggertssyni, ritstjóra Freys, sem minnti mig á að ég hefði fyrir meira en ári lofað hon- um viðtali við Helga Jónsson, bónda og einbúa á Merkigili í Skagafirði. Ég hét því að standa við loforðið. Restin af deginum fór í bréfaskriftir. Við Elenora hittumst til að borða saman kvöldmat en hún var upptekin um kvöldið við að hjálpa ungum frænda sínu að læra undir próf. Ég fór einn á fund um utan- ríkismál með Halldóri Ásgríms- syni, sem haldinn var af Siv Frið- leifs og hinum framsóknarmönn- unum á Seltjamarnesi. Vorkvöldið var fallegt og stillt og ég skellti mér á hestbak eftir Dagur í lífi Árna Gunnarssonar aðstoðarmanns félagsmálaráðherra: Erindað á reiðhjóli fyrir ráðherra ráðsfundir með ráðherra, ráðu- neytisstjóra og skrifstofustjóra þar sem farið er yfir mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Listinn var langur að þessu sinni og teygðist úr fundinum til klukkan 12.30. Meðal þess sem stendur fyrir dyr- um er endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra og lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga, loka- undirbúningur fyrir byggðaráð- stefnu S.Þ. í Istanbul o.fl. Skottaðir oo skottlausir refir í hádeginu gleypti ég í mig sam- loku hjá vini mínum vertinum á Texas við Ingólfstorg og geystist á reiðhjólinu á pósthúsið í vestur- bænum til að ná i veiðikortið mitt sem var komið í pósti frá Akur- eyri. Það er vissara að hafa „licen- se to kill“ frá Guðmundi Bjarna- syni þegar ég fer um miðjan júní norður í Skagafjörð í grenjaleit með Kára bróður. Undanfarið hef- ur mér reyndar verið hugsað til þess hversu miklu verðugri and- stæðingar þeir eru refirnir með skottið heldur en hinir skottlausu. Ég kom við á Barnaverndarstofu á bakaleiðinni til þess að fá upplýs- ingar fyrir Pál vegna fyrirspurnar í þinginu um vímuefnavandann en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem forstöðumaður var erlendis og næstráðandi úti í bæ. Ég hjólaði í þingið og skýrði Páli frá því að hann gæti því miður ekki fengið neitt skriflegt í hendurnar. Það kom ekki að sök því Páll var með þetta nokkurn veginn allt í kollin- um. Klukkan 14.00 áttum við Áslaug Friðriksdóttir vinnusálfræðingur fund með Róbert Jónssyni og Oddrúnu Kristjánsdóttur frá Reykjavíkurborg um ný úrræði fyrir atvinnulausa. Um er að ræða drög að spennandi tilraunaverk- efni sem felst í því að koma á fót „vinnuklúbbi" fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir árum saman fundinn og reið stuttan hring í heiðinni fyrir ofan Fjárborgina á ungum skjóttum hesti frá Flata- tungu sem ég hef verið að temja undanfarna tvo vetur. Svöl vorgol- an lék um kinnar og klárinn iðaði af fjöri þar sem hann fetaði töltið, hágengur, í moldargötunni. Það var komin nótt þegar við hjónaleysin loksins komum heim en lífíð er alveg makalaust skemmtilegt á þessum tíma ársins og gerir ekkert til þó að lítill tími sé til að sofa. Finnur þú fimm breytingar? 360 Ef viö göngum út frá því aö hráefnisverð haldist óbreytt þá ættum viö aö geta selt hvert ker á 1.520 krónur. Þaö þýöir aö eiginfjárhlut- fall fyrirtækisins eykst um 12 prósent miöað viö 800 seld ker. Nafn: Heimili: 444 a. d'.. 'h' Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Sigurður Dan Heimisson 2. Rósa Dögg Jónsdóttir Grenigrund 16 Gilsbakka 8 200 Kópavogur 465 Bíldudalur Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur i ljós að á myndinni tU hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni tU hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin GuUauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rik og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 360 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.