Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 UV Það var ágústmánuður og hitinn í suðurhluta Kaliforníu mikill. Engu að síður önduðu íbúarnir í dalnum stóra suðaustur af Los Angeles nú léttar. Undanfarinn hálfan mánuð höfðu þeir ekki þurft að glíma við þann ótta sem ríkt hafði meðal þeirra um alllangt skeið. Raðmorðinginn, sem fékk nafnið „næturlæðupokinn", hélt sig ekki lengur á þessum slóðum. Eftir að hafa framið fimmtán morð og marg- ar nauðganir frá 15. nóvember 1985 var hann nú kominn til San Franc- isco þar sem hann hélt iðju sinni áfram. Þann 16. ágúst hafði hann myrt þar sextíu og fimm ára kaup- sýslumann, William Doi. Geðlæknar og sérfræðingar lög- reglunnar vissu ekki hver „næturl- æðupokinn" var. Flest sem honum tengdist var hulið miklum leyndar- dómi. Margvísleg frávik Það sem greindi „næturlæðupok- ann“ frá flestum öðrum raðmorð- ingjum var að hann beitti sjaldnast sömu aðferðinni tvisvar. Afhrota- mynstrið var nánast síbreytilegt, þó með því fráviki að hann lét ætíð til skarar skríða að næturlagi. Fórnar- lömb hans voru karlar og konur, ungt fólk og gamalt, hvítt, svart eða af asískum uppruna. Stundum beitti hann skammbyssu en i öðrum til- vikum hnífi. Og nokkrum sinnum beitti hann bara berum hnefunum. Stundum kvaldi hann fólk áður en hann réð því bana en einnig hafði komið fyrir að hann lét það halda lifi eftir að hafa leikið það grátt. Þá nauðgaði hann sumum af þeim konum sem hann réðst á en ekki öllum. Það var því aldrei hægt að segja fyrir um gerðir „næturlæðupokans" og hann var ekki hræddur við lög- regluna. í nokkrum tilvikum skildi hann eftir sig tákn sem bentu til þess að hann væri djöflatrúar og oft skildi hann eftir smámiða sem ætl- aðir voru þeim rannsóknarlögreglu- mönnum sem kæmu á vettvang. Langur listi Upphafið var innbrot hjá sjötíu og níu ára gamalli konu, Jeannie Wincow, sem bjó ein. 6. febrúar var farið inn til hennar og hún stungin til bana með hnífi. Síðan var pen- ingum og skartgripum stolið. Næsta hálfa árið fylgdi svo röð morða. Dale Okazasi, þrjátíu og fjögurra ára, var skotin til bana. Tasi-Lian Yu, þrítug, dó á sama hátt. Vincent Zazzara, sextíu og fjögurra ára, var barinn tU dauða og kona hans, Max- ine, stungin til bana. Mabel BeU, áttatíu og fjögurra ára, var kyrkt. Mary Louise Cannon, sjötíu og sjö ára, var skorin á háls. Joyce Lucille Nelson, sextíu og tveggja ára, var barin til bana. Maxon Kneiding, sextíu og átta ára, og kona hans, Lela, tveimur árum yngri, létust af skotsárum. Og Elyas Abowath, sjö- tíu og tveggja ára, og Chainarong Khovananth, þrjátíu og tveggja ára, voru einnig skotin tU bana. Nokkur þeirra sem „næturlæðu- pokinn“ réðst á fengu að halda lífi en venjulega eftir miklar pyntingar. Þannig reif hann bæði augun úr konu og annarri nauðgaði hann fyr- ir augunum á sjö ára syni hennar. Á afmörkuðu svæði Þau fórnarlambanna sem héldu lífi gátu gefið lýsingu á árásarmann- inum. Hann var suðrænn í útliti, um tuttugu og fimm ára, hár, grann- ur og laglegur. En því miður gat þessi lýsing átt við þúsundir ungra manna í Kaliforníu. Það sem helst greindi hann frá öðrum með svipað útlit voru tennurnar, en þær voru sagðar mikið skemmdar. Öll voru áður nefnd morð og árás- ir framin í einbýlishúsahverfi í San Gabriel-dalnum og San Ferndando- dalnum, og þegar þeim tók að fjölga greip ótti um sig meðal flestra íbú- anna þar. Vopnasalar greindu frá stóraukinni sölu skotvopna og fyrir- tæki sem seldu þjófabjöllur og ann- an öryggisbúnað höfðu nóg að gera. En skyndilega barst svo fréttin um að morðinginn voðalegi hefði skipt um vettvang og væri nú farinn að leita sér fórnarlamba í San Francisco. Sigri fagnað of snemma Þann 29. ágúst var lífið aftur far- ið að ganga sinn vanagang í Mission Viejo, einu hverfanna þar sem mörg morðanna höfðu verið framin, en það er um áttatíu kílómetra fyrir suðaustan Los Angeles. Það kvöld stóð Charles Prather í garði sínum og talaði við nágranna, Bill Carns, tuttugu og níu ára gamlan verk- fræðing. „Það er indælt að maður skuli loks geta látið gluggana standa opna hjá sér aftur,“ sagði Carns. „Já, við skulum vona að lögregl- an í San Francisco sé duglegri en lögreglan hér,“ svaraði Prather. Næstu nótt skreið „næturlæðu- pokir.n" inn um glugga á húsi Carns. Hann skaut hann í höfuðið, nauðgaði síðan konu hans og stal þeim peningum og skartgripum sem hann gat fundið. Morðinginn hafði komið til Chris- anta Drive í Toyota-skutbíl sem hann hafði stolið í San Francisco. En þegar hann ætlaði að koma sér burt eftir ódæðið gat hann ekki ræst vélina. Hann varð því að skilja bílinn eftir. Fyrsta haldbæra vís- bendingin í bílnum fann rannsóknarlögregl- an fingraför „næturlæðupokans“ í fyrsta sinn. Þau voru sett í tölvu og í ljós kom að þau voru af ungum manni sem hafði margoft verið handtekinn fyrir innbrot og fíkni- efnasölu. Um miðjan dag þann 30. ágúst lýsti lögreglan því eftir Ric- hard Ramierez, tuttugu og fimm ára gömlum. Að kvöldi þess dags reyndi ungur maður að stela bíl frá ungri konu á bensínstöð í Los Angeles. Nærstadd- ir þekktu hann af myndum í sjón- varpinu og réðust á hann. Hefði lög- reglubíll ekki komið fljótlega á vett- vang er talið að Richard Ramierez kynni að hafa verið barinn til bana af þeim sem gripu hann. Eftirlifandi fórnarlömb gátu fljót- lega staðfest að Ramierez væri „næturlæðupokinn". Hann var því settur í varðhald og síðan var hann ákærður fyrir sextán morð og um fimmtíu líkamsárásir. Ætla hefði mátt að hann myndi nú smám saman gleymast en svo fór ekki. Sú dulúð sem hafði einkennt hann varð nú uintalaðri en áður. Breytingin Richard Ramierez ólst upp í E1 Paso í Texas. Foreldrar hans voru mexíkóskir innflytjendur og trúað- ir. í æsku gekk hann í kirkju. Hann þótti vel gefinn og gekk vel í skóla. En það varð snögg breyting á Ric- hard þegar hann var ellefu ára og sá frænda sinn bana konu sinni með því að skjóta hana í höfuðið. „Ég man það enn vel,“ sagði hann mörgum árum síðar. „Ég man eftir illa útleiknu andlitinu, blóðinu, lyktinni, þögninni og nærveru dauðans. Tilfinningin var mjög sterk. Hún hefur haft mikil áhrif á mig síðan og farið í taugarnar á mér.“ Frá þessari stundu breyttist allt. Richard varð undarlegur, bæði heima fyrir og í skólanum. Hann fór að reykja marijúana þrettán ára. Sextán ára fór hann í unglingafang- elsi fyrir bílþjófnaði og nokkru eftir að hann kom heim aftur vísaði fað- ir hans honum á dyr. Næstu ár stundaði hann þjófnaði og fíkniefna- sölu í Kaliforníu. 1980 lenti hann í fangelsi á ný og var nú í klefa með manni sem sagðist vera djöfladýrk- andi og í þeim „söfnuöi Satans“ sem kenndur er við Szandor LaVeys. Konur flykkjast að Richard Ramierez hreifst af því sem klefafélagi hans sagði og lestri bókar LaVeys, Siðir Satans. Hann þóttist nú hafa fundið sína trú. í framhaldi af því ákvað hann að lifa í samræmi við kenningar um að menn eigi hömlulaust að láta undan fýsnum sínum. Og hann hneigðist mest til ofbeldis og kynlífs. „Næturlæðupokinn" kom fyrir rétt 1988 og stóðu réttarhöldin í tæpt hálft annað ár. Allt frá upphafi var hann hrokafullur og næstum háðsk- ur og nokkrum sinnum sýndi hann viðstöddum tákn Satans í öðrum lófa sír.um. Hann hafði fengið gert við tennur sínar í fangelsinu og látið dökkt, lið- að hárið síkka svo hann líktist nú poppstjömu. Konur tóku að hrífast af útliti hans og dag hvern þegar réttarsalurinn var opnaður komu þær tugum saman í von um að geta séð hann. í blöðum og sjónvarpi var reynt að gefa á því skýringar hvað gæfi honum þetta „óhugnanlega að- dráttarafl". Dómurinn og ummælin á eftir Dauðadómur var kveðinn upp yfir Richard Ramierez 1989. Þá stóð hann á fætur, brosti sínu kunna brosi og sagði: „Þið maðkar og hræsnarar. Skiln- ingur ykkar kemst aldrei á sama stig og hjá mér því ég er hafinn langt yfir hugtökin „gott og illt“. Ég fer um með hersveitum næturinnar en þær sýna aldrei neina miskunn. Mín verður hefnt. Lúsífer býr innra með okkur öllum!“ Merkiö í lófa Ramierez. Richard Ramierez. Lögreglan bjargaöi Ramierez úr höndum fólksins sem handtók hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.