Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 IjV Kom 16 ára til Reykjavíkur að læra trésmíðar: Sveitapilturinn sein orðinn er forseti ASÍ - rætt við Grátar Þorsteinsson, nýkjörinn forseta Alþýðusambands íslands „Grétar Þorsteinsson er einhver besti drengur og mesta valmenni sem ég hef þekkt,“ sagði Eiríkur Stefánsson, frá Fáskrúðsfirði, eftir að hafa tapað fyrir Grétari í forseta- kjöri á þingi Alþýðusambands ís- lands á miðvikudaginn. Undir þessi orð Eiríks munu flestir ef ekki allir taka sem þekkja þennan nýja for- ystumann íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Hvar sem hann hefur tekið þátt í félagsmálum hefur hann valist til forystu. Hann er hægur maður en fastur fyrir og traustur. Og þeir sem þekkja hann best segja að brosið hans Grétars segi oft meira en mörg orð. Eiginkona Grétars Þorsteinsson- ar heitir Elisa Þorsteinsdóttir. Hann á fjögur börn af fyrra hjónabandi og eina stjúpdóttur. En hver er hann, þessi nýi foringi Alþýðusambands- ins? Saklaus sveitapiltur „Ég er Rangæingur. Fæddur 20. október fyrir 55 árum í Fróðholti á Rangárvöllum, þar sem foreldrar mínir, sem nú eru báðir látnir, Jón- ína Árnadóttir og Þorsteinn Sig- mundsson, bjuggu. Þar ólst ég upp til 16 ára aldurs. Þá fór ég, saklaus sveitapilturinn, til Reykjavíkur að vinna fyrir peningum og síðar að huga að iðnnámi. Ég neita því ekki að það var inni í myndinni að fara í langskólanám. Það var draumurinn. Eftir bamaskóla fór ég að Skóga- skóla og lauk þaðan prófi. Og auð- vitað braust það í manni að fara til frekara náms en niðurstaðan varð nú samt sú að ég fór í iðnnám. Mér þótti sem ég yrði að styðja við bak- ið á foreldrum mínum í erfiðri lífs- baráttu á þeim árum. Ég er ekki í neinum vafa um það að hin erfiða lífsbarátta foreldra minna mótaði mig á þann veg að ég hef alltaf ver- ið tilbúinn til að vinna íslenskri verkalýðshreyfingu allt það sem ég get. Við erum þrír bræðurnir og ég er elstur. Ástæða þess að ég fór fyrst til Reykjavíkur var sú að ég vildi vinna mér inn peninga svo ég gæti aðstoðað foreldra mína. Hins vegar voru ástæður þess að ég fór í tré- smiðanám þær að bæði höfðuðu smíðar til mín og svo hitt að ég þótt- ist sjá í húsasmíðinni möguleika á einhverju framhaldsnámi síðar. Ég gat ekki gefið drauminn um frekara nám alveg frá mér.“ Grétar segist að sjálfsögðu hafa alist upp við það að vinna hin hefð- bundnu sveitastörf um leið og hann gat farið að hjálpa til. „Mér þykir notalegt að hugsa til þess að hafa átt þess kost að taka þátt í sveitastörfum eins og þau voru hér fyrr á árum. Ég náði í skottið á gömlu búskaparháttunum og fékk líka að fylgjast með upphafi þeirrar tæknibyltingar sem orðið hefur. Að visu voru traktorar komn- ir þegar ég man fyrst eftir mér en fátt annað af þeim tækjum sem áttu eftir að koma. Þetta er ljúf endur- minning." Landsliðsmaður í íþrótt- um Grétar Þorsteinsson er mikill fé- lagsmálamaður. Hvar sem hann hef- ur tekið þátt hefur hann valist til forystu. Enda þótt störf hans innan verkalýðshreyfingarinnar séu kunnust hefur hann starfað mjög mikið fyrir bindindishreyfinguna í landinu og þá sér í lagi ungliða- hreyfingu hennar. Þá hefur hann einnig tekið þátt í íþróttahreyfing- unni. - Þú segist hafa tekið þátt í íþrótt- um. Segðu mér frá því: „Ég æfði frjálsar íþróttir, sprett- hlaup frá 100 til 400 metra. Veistu það að ég náði því eitt sinn að vera valinn í landsliðið í frjálsum. Ég átti þar sæti í ein tvö eða þrjú ár. Ég var svo sem enginn stór afreksmað- ur en þokkalega liðtækur. Og það að hafa verið valinn í landslið er mik- ilvægt í mínum huga. Þessi ár í íþróttunum voru mér dýrmæt, en lífsbaráttan á þessum árum var svo hörð að maður varð að gera það upp við sig um tvítugt hvað maður ætl- aði að gera. Og það var ekki um annað að ræða en að láta vinnuna ganga fyrir einmitt á þeim tíma sem bestu árin í íþróttunum voru fram undan. Sömuleiðis var starfið í bindind- ishreyfingunni lærdómsríkt og áhugavert. Ég hætti þar formlegum afskiptum eftir að ég kom til starfa í verkalýðshreyfingunni. En mín viðhorf hafa í engu breyst og ég hef sterkar taugar til bindindishreyf- ingarinnar. Ég hafði bara ekki tíma til að starfa á báðum stöðunum. Ástæða þess að ég varð bindindis- maður er einfaldlega sú að ég hafði enga löngun til að smakka vín og hafði heldur enga þörf fyrir það. Þetta er alfarið mín ákvörðun því vín var notað í hófi á minu heim- ili.“ Strax á námsárunum í trésmíð- inni segist Grétar hafa farið að mæta á fundi hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur, en hann lauk sveins- prófi 1960. Hann sagðist strax hafa gert sér grein fyrir því að þarna yrði hans vettvangur í framtíðinni og því eðlilegt aö kynna sér málin og fylgjast með. „Ég var fyrst í trúnaðarráði en fljótlega upp úr 1970 kom ég inn í stjórnina. Ég var varaformaður í fé- laginu þegar Jón Snorri hætti sem formaður 1978 og tók þá við for- mennskunni af honum.“ , - Benedikt Davíðsson var áður formaður Trésmiðafélags Reykja- víkur, síðar Sambands byggingar- manna og nú forseti ASÍ. Þú hefur tekið við þessum störfum öllum, Eruð þið nánir vinir og samstarfs- menn? „Það má til sanns vegar færa að ég hafi fetað í fótspor Benedikts og það er rétt, við erum nánir vinir og höfum unnið mikið saman innan verkalýðshreyfingarinnar. “ „Fyrir svo stór samtök sem ASI tekur það sinn tíma að ná tökum á þeim breytingum sem átt hafa sér stað enda hefur hraðinn verið svo mikill. En að tala um ASÍ sem risa á brauðfótum er fjar- stæða," segir Grétar sem hér er ásamt nýkjörinni miðstjórn ÁSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.