Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Qupperneq 30
t; 38 LAUGARDAGUR 18. MAI1996 m m Ék * 11 ** ' •' • ■■■■ Farskóli Þingeyinga færir kennsluna til fólksins: Grautar skálar mraunin litið inn a tíféskurðar- og körfugerðarnámskeið á vegum skólans Katrín Sveinbjörnsdóttir kennari leíðbeinir Guönýju Þorbergsdóttur. DV-myndir JSS DV, Laugum: Það hefur verið líflegt starf í gangi hjá Farskóla Þingeyinga það sem af er þessu skólaári. Boðið hef- ur verið upp á 34 námskeið, 17 á hvorri önn. Fyrir skömmu voru t.d. haldin námskeið í körfugerð og tré- skurði á Laugum í S-Þingeyjarsýslu. Og það var sannarlega hugur í þátt- takendum þegar DV leit til þeirra. Raunar gáfu þeir sér litinn tíma til þess að líta upp frá verkefnum sín- um til að spjalla við blaðamann, enda önnum kafnir við að búa til fallega hluti, sem eiga örugglega eft- ir að verða einhvers staðar til prýði. Þátttakendurnir á körfunám- skeiðinu höfðu raunar nýverið brugðið sér í nálægan skógarlund, þar sem þeir náðu sér í efni í körf- ur til viðbótar því sem Katrín Sveinbjörnsdóttir kennari hafði komið með í farteski sínu. Á borð- um stóðu fallegar körfur í ýmsum litum, sem þegar voru fullgerðar. Og vist var að þátttakendurnir fóru ekki tómhentir heim, því hver þeirra átti að gera a.m.k. þrjár körf- ur í þessarilotu. Á tréskurðarnámskeiðinu skein einnig áhugi og einbeiting úr hverju andliti. „Ég lét þá byrja á því að búa til grautarskál," sagði Jón Hólm- geirsson kennari. „Þeir eiga að gera þrjú skyldustykki, en síðan gef ég þeim lausan tauminn. Það hefur komið fyrir að fólk hefur ætlað sér stóra hluti, jafnvel að skera út heilu skáphurðirnar hjá mér, en það er of mikið í fang færst. Ég hef kennt á svona námskeiðum frá 1982 og ég veit ekki um neinn sem ekki hefur þótt gaman.“ Þegar hinir verðandi útskurðar- meistarar voru spurðir hvort það væru að verða til meistarastykki í höndunum á þeim var svarið: „O, ég veit það ekki, við erum svo hógvær- ir!“ Einn af sex I framhaldi af þessum heimsókn- um leitaði DV til stjórnenda Far- skólans, þeirra Sverris Haraldsson- ar, kennara við Framhaldsskólann á Laugum, og Gunnars Baldursson- ar kennara við Framhaldsskólann á á Húsavík. Hann er einn af sex far- skólum sem starfandi eru á landinu. Rekstrinum er þannig háttað að rík- ið greiðir fyrir hálfa stjórnunar- stöðu, sem þeir Sverrir og Gunnar gegna, en að öðru leyti verða nám- skeiðin að standa undir sér. Gjöld þeirra nemenda sem sækja þau verða þvi að duga fyrir kennslu- kostnaði. Meðalverð á námskeiðinu er á bilinu 5-8000 krónur. „Þetta gerir það að verkum að námskeiðin verða stundum að vera dálítið dýr til þess að dæmið gangi upp. En lögmálið er þetta; því fleiri þátttakendur, þeim mun lægra þátt- tökugjald. Þá eru sum námskeiðin þess eðlis að það verður að setja há- marksfjölda til þess að kennarinn komist yfir að leiðbeina öllum." Gunnar og Sverrir sögðu að nú væri verið að leita leiða til þess að hægt væri að bjóða upp á ódýrari námskeið. „Verkalýðsfélögin í S-Þingeyjar- sýslu hafa greitt námskeiðin niður fyrir félagsmenn sína og félögin í norðursýslunni hafa einnig gert slíkt í nokkrum tilvikum. Þá erum við ekki vonlausir um að irkomulag sé komið bændasamtökunum að hverju leyti. Við viljum Búnaðarsambandið taki upp sama hátt og verka- lýðsfélögin, að greiða niður námskeiðin fyrir sitt fólk. Þá er sá mögu- leiki til að einstök fyr- irtæki styrki sitt fólk til endurmenntunar á þennan hátt. Við höf- um rætt við /yrirtæki og peningastofnanir um að koma inn sem styrktaraðilar að nám- skeiðum og fengið góð- ar undirtektir." Enn fleiri leiðir hafa verið íhugaðar til þess að styrkja stöðu Farskóla Þingeyinga. Forráðamenn hans hafa nú skrifað hér- aðsnefndum sýsln- anna og farið fram á að þær greiði helming stjórnunarstöðu á móti framhaldsskólun- um, þannig að um verði að ræða heilt stöðugildi. Þar með er unnt að verja meiri tíma til stjórnunar og um leið að afla fleiri styrktaraðila til að greiða niður nám- skeiðin. Við þessari málaleitan hafa enn ekki borist svör þegar þetta er ritað. Árlega hafa verið gefin út tvö fréttabréf farskólans, þar sem greint er frá því sem hann hefur upp á að bjóða á hverri önn. Fréttabréfin fara inn á hvert heimili á svæðinu. byggðarkjömum í báðum sýslun- um. Oftast eru námskeiðin haldin í skólum i héraðinu, enda húsnæði þeirra hentugt til slíkra nota. En hvernig er efni námskeiðanna val- ið? „Við farskólann starfar skóla- nefnd. Hún ákveður námsframboð fyrir hverja önn. í henni eiga sæti fulltrúar framhaldsskólanna, At- vinnuþróunarfélags Þing eyinga, hreppanna, verkalýðsskrifstof- unnar á Húsavík Búnaðarsambands S-Þingey- skurðar- og körfugerðarfólkið, sem var á námskeiði hjá okkur núna, hefur beðið um annað námskeið. Þá eru sum námskeiðin byggð þannig upp að þau eru í tveimur hlutum, s.s. tungumála- námskeið. Það er eftirtektarvert með farskólann hér að hann er að sumu leyti meiri tómstundaskóli heldur en farskólinn t.d. á Austur- landi, sem er miklu meira tengdur inn í atvinnulífið. í vetur buðum við upp á 34 námskeið á tveimur önnum, þar á meðal tölvun- ámskeið, tungumálanám- skeið, nuddnámskeið, námskeið í kjöt- skurði og endur- vinnslu á papp- ír. Einnig má nefna námskeið í ritun, skraut- skrift, útskurði á tré, körfugerð og myndlist. Nú erum við að undirbúa nám- skeiðahald undir heit- hemabyggð?" munum framtíð og þá um leið hæfni kennar- anna. En hver er tilgangurinn með námskeiðahaldi af þessu tagi? „Hann er að efla fullorðins- fræðslu i landinu og koma þekking- unni sem næst fólkinu," sagði Gunnar. „Ég myndi segja að í hnotskurn væri þetta byggðamál,“ bætti Sverr- ir við. „Oft er verið að mennta fólk til þess að geta verið á staðnum, styrkja það í þeirri vinnu sem það er í og veita því möguleika á að vinna við áhugamál sin heima.“ Það er greinilega mikill hugur í þeim félögum, bæði hvað varðar rekstur skólans og fjölbreytni í námskeiðahaldi. Þeir hafa svo sann- arlega lagt sitt af mörkum til að efla veg hans. Meðal annars hafa þeir tekið fólk í gistingu og fæði á heim- ilum sínum til að auðvelda því þátt- töku á námskeiðum. En það má ljóst vera af ofangreindu að hálf staða til stjórnunar slíkra umsvifa dugir skammt, enda eru þeir tveir að hluta í sjálfboðavinnu eins og málin standa nú. Frímann Sveinsson kom frá Húsavík til að sækja tréskuröarnámskeiöið. Hann sagöist miklu frekar vilja eyöa tímanum í einhverja skemmtilega iöju, eins og þessa, heldur en aö horfa á sjónvarpiö. Að færa kennsluna til fólksins Hlutverk farskólans er að færa kennsluna til fólksins, ef svo má að orði komast. Þess vegna er reynt að halda námskeið í sem flestum inga, auk þess sem búnaðarsam- bandi norðursýslunnar hefur verið boðið að eiga aðild að henni. Þessir fulltrúar þekkja best þörfina hver á sínu svæði og stinga upp á náms- efni. Svo hringir fólk stundum í okkur og biður um tiltekin nám- skeið.“ Fyrsta starfsár farskólans var þátttakan mikil, enda skólinn nýr af nálinni og þörfin mikil. Síðan hefur hún verið misjöfn milli ára, t.d. mjög góð núna eftir áramótin. „Við höfum þurft að gæta þess að bjóða alltaf upp á fjölbreytni í nám- skeiðahaldi. Þá kalla sum þessara námskeiða á framhald. Bæði tré- við mennta upp fólk sem getur leið- sagt um sína heimabyggð hvað varðar jarðfræði, atvinnulíf, sögu og byggð almennt. Við ætlum að byrja með fyrsta námskeiðið á Rauf- arhöfn í vor. Þetta verður unnið með Þórði Höskuldssyni, ferðamála- fulltrúa á Húsavik." Á síðasta ári var stofnað Félag farskóla. Hlutverk þess er að auka samstarf farskólanna og styðja þró- unarstarf þeirra. Það miðlar upplýs- ingum um ýmis námskeið, kennara og fleira, sem einstakir skólar geta þá nýtt sér. Búast má við að lands- samtökin leggi enn frekari áherslu á gæðamat námskeiðanna í nánustu En ein samviskuspurning í lokin: Hafa stjórnedurnir sótt einhver námskeið í farskólanum? „Nei, ég hef ekki farið á neitt námskeið, það er svo mikið að gera við að stjórna," sagði Gunnar, en Sverrir sagðist harðákveðinn í að fara á tréskurð- arnámskeið í haust. „Ég sé hvað þeir eru að gera og hlakka verulega til að próíá þetta." JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.