Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 31
1>'V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 íþróttir r Sundnámskeið fyrir þau allra yngstu: Astu finnst mest gaman að busla - sögðu foreldrar hennar, Nellý Pálsdóttir og Sigurður Stefánsson Það var mikið um að vera í sund- lauginni við Grensásdeild síðastlið- inn laugardag, því þar voru mætt til æfinga þau allra yngstu sem teljast til sundgarpa þessa lands, því af- reksfólkið var allt undir eins árs aldri. Hér var því um að ræða sund- fólk framtíðarinnar í þess orðs fyllstu merkingu. í för með hinu mjög svo unga íþróttafólki voru for- eldrar sem fylgdust grannt með því sem sundþjálfarinn, Ólafur Þór Gunnlaugsson, lagði til hverju sinni. En hvað höfðu foreldrar barn- anna um þessa skemmtilegu uppá- komu að segja? Mest gaman að busla Foreldrar Alexöndru Ástu Sigurð- ardóttur, þau Nellý Pálsdóttir og Sigurður Stefánsson, sögðu að henn- ar mesta uppáhald væri að busla sem allra mest: Umsjón Halldór Halldórsson „Við byrjuðum að koma með Ástu í þessar æfingar fyrir páska og er þetta búið að vera mjög skemmti- legt fyrir okkur öll. Frammistaða Ástu litlu miðast að sjálfsögðu við hversu upplögð hún er hverju sinni. Hún er byrjuð að kafa og er það mikill áfangi hjá henni. Þetta er síð- asta námskeiðið að þessu sinni og hafa þessir sundtímar verið alveg frábærir. Núna er Ásta orðin svolít- ið þreytt enda er æfingin að verða búin - en hún er samt mjög afslöpp- uð og verður mjög fljót að sofna þeg- ar við komum heim. Við erum viss Nellý Pálsdóttir og Siguröur í lauginni með Alexöndru Ástu sem er 7 mán aöa. Sveinbjörn Stefán Einarsson, 10 mánaöa, er hér meö foreldrum sínum, Lindu Sveinbjörnsdóttur og Einari Bjarnasyni. „Viö erum ákveöin í þvf aö halda áfram, þvi honum finnst svo gaman,“ sögöu þau. í að þessar æfingar gera henni mjög gott og ætlum því að sækja næsta námskeið sem verður bráðlega í Hafnarfirði," sögðu þau Nellý og Sigurður. Vantar æfingu Brynhildur Pétursdóttir var með soninn Jose Gabriel Resonia í ann- að skiptið í lauginni: „Gabriel minn er ekki kominn í nógu góða æfingu, en ég veit að hann hefur svo gott af þessu að ég er ákveðin í að halda áfram og fara á námskeið sem verður í Vesturbæj- arlauginni á næstunni - svo hef ég svo gaman af þessu sjálf.“ Leggst mjög vel í dótturina Aldís Björk Siguröardóttir var með dóttur sinni, Önnu Dóru, og hafði greinilega gaman af buslu- ganginum í henni: „Þetta er í fjórða skiptið sem ég fer með hana í sundið og er hún orð- in ansi veraldarvön. Sundæfingarn- ar leggjast mjög vel í hana - en núna er hún þreytt því þetta er tím- inn sem hún tekur sér lúr,“ sagði Aldís og horfði stolt á dótturina. Ólafur Þór Gunnlaugsson sundkennari er hér aö taka Sveinbjörn, 10 mán- aða, í sérkennslu. Sjáiö hvaö snáöinn er öruggur meö sig. DV-myndir Hson Mjög ánægður Guðfinna Pálsdóttir var með son- inn Tý Vilhjálmsson, 6 mánaða: „Mér finnst Tý líða mjög vel og vera ánægður með tilveruna í laug- inni. Það er eins og hann sé kominn heim - aftur í móðurkvið - því hann er svo afslappaður. Núna er hann þó orðinn þreyttur en ánægður, sagði Guðfinna. Börnin eiga að vera synd fyrir grunnskólagöngu - segir Úlafur Þór Gunnlaugsson sundþjálfari grunnskólanámið og kannski yrði það til mikils sparnaðar þegar á heildina er litið. Sundskóli með þessu sniði tók til starfa innan Sunddeildar KR fyrir tveimur árum og hafa eitthvað á annað hundrað börn farið þar í gegn á þeim tíma. Mikilvægt er að börnin byrji nokkurra mánaða göm- ul, og þá í fylgd foreldra til þess að þau venjist við vatnið sem fyrst. Foreldrar taka virkan þátt í nám- skeiðunum framan af en hverfa síð- an smám saman úr lauginni eftir því sem færni barnanna eykst og þau verða sjálfstæðari. Agi er stór þáttur af námskeiðunum og læra börnin að taka við fyrirmælum og fylgja þeim eftir í lauginni. Allt er þetta hluti af þeirri þróun sem orðið hefur á starfi sundfélaga í landinu, i samvinnu við SSÍ, sem hafa tekið höndum saman um að auka sundkunnáttu í landinu," sagði Ólafur Þór. Þaö var mikiö fjör í lauginni og gleöi foreldranna og barnanna leyndi sér ekki. Ólafur Þór Gunnlaugsson sund- þjálfari hefur þá skoðun að börnin eigi að vera fullsynd þegar þau byrji í grunnskólanámi. Þessi kenning er í sjálfu sér byltingarkennd en um leið frábær. Þetta myndi létta á Laugardalsvelli 1. júní kl-19 Forsala aðgöngumiða er á ESSO-stöðvunum. 20% afsláttur til Safnkortshafa. íssol Fáðu þér Safnkort á nœstu ESSO-stöð. Olíufélagið hf —50 ára~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.