Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996
fréttir43
------------ ***
Pátur Hafstein forsetaframbjóðandi í DV-yfirheyrslu:
Mál fólksins en ekki flokkanna að velja forseta
„Þaö hefur veriö sagt um mig aö ég sé vammlaus og heiöarlegur embættismaöur. Ef mönnum þykir þaö ekki hæfa
forseta íslands verö ég aö una þeim dómi,“ segir Pétur Hafstein m.a. í yfirheyrslu DV.
DV-mynd GVA
- Af hverju fórstu í framboð?
„Það skiptir mig máli, og vonandi
alla aðra íslendinga, með hvaða
hætti forsetaembættið er starfrækt.
Ég hef mjög ákveðnar hugmyndir
um hvernig það eigi að vera. Þegar
að mér var lagt að fara í þetta fram-
boð þá sá ég tækifæri til að gera
þessar hugmyndir að veruleika. Ég
held að þeir sem þekktu mig hafi
einmitt lagt að mér vegna þessara
hugmynda.“______________________
- Hvaða kostum telur þú að for-
setinn þurfi að búa yfír?_______
„Það er ekki mitt að tíunda mína
kosti. Ég get hins vegar sagt að
drengskapur og heiðarleiki séu þeir
kostir sem helst ættu að prýða
hvern mann og þá að sjálfsögðu for-
setann. Forsetinn er fremstur meðal
jafningja og þjóðin verður hverju
sinni að meta hvaða kosti hún sér í
frambjóðendum."_________________
- Hverjar verða þínar áherslur
á Bessastöðum, náir þú kjöri?
„Eg legg megináherslu á skyldur
forsetans inn á við, annars vegar
gagnvart stjómskipun landsins og
meðferð ríkisvaldsins og hins vegar
gagnvart íslensku þjóðinni. Forset-
inn ber ekki pólitíska ábyrgð og hef-
ur ekki pólitísk völd nema á af-
mörkuðum sviðum en hann hefur
áhrifamátt. Sá máttur getur verið
öflugur ef rétt er á málum haldið.
Ég legg einnig áherslu á að forseta-
embættið eigi að reka með ráðdeild,
hófsemi og sparnað í huga. Ekki á
þann hátt sem tíðkast með milljóna
þjóðum. Forsetinn verður umfram
alla aðra að gæta þess að við rekst-
ur embættisins sé ekki farið fram
úr þeim fjárheimildum sem Alþingi
hefur ákveðið. Þar á hann að ganga
á undan með góðu fordæmi.“______
- Hvert er þá álit þitt á þeim
mikla kostnaði sem orðið hefur
við endurbæturnar á Bessastöð-
um?_____________________________
„Þar er um gífurlegar fjárhæðir
að ræða. Mér hefur fundist ein-
kennilegast við þetta að menn virð-
ast ekki hafa gert sér grein fyrir því
í upphafi, og kannski ekki heldur
þegar á verkið leið, hvað það er í
raun umfangsmikið. Mér skilst að
það hafi ekki verið til raunhæfar
áætlanir um kostnað. Ef það er rétt
þá er þáð mjög ámælisvert. Ég tek
skýrt fram að mér hefur ekki gefist
tóm til að meta einstaka liði þessara
framkvæmda, t.d. hönnunarkostnað
sem hefur verið mjög gagnrýndur.
Það er hins vegar ljóst að búa þarf
vel að forseta íslands og að sjálf-
sögðu að halda menningarverðmæt-
um vel við.“____________________
- Telur þú að forsetinn eigi að
beita ákvæði um neitunarvald
sitt á lagasetningar frá Alþingi?
„Forsetinn á að beita þessum mál-
skotsrétti með mikilli varfærni.
Þetta er í raun neyðarúrræði sem
forseti á aðeins að beita við alveg
sérstakar og ófyrirséðar aðstæður.
Þegar hann metur málið svo að
hann geti ekki, gagnvart samvisku
sinni, komist að annarri niðurstöðu
en þeirri að tiitekið mál megi ekki
ganga fram án þess að þjóðin fái að
segja álit sitt á lagasetningunni.“
- Náir þú ekki kjöri, munt þú
setjast aftur í Hæstarétt sem
dómari eins og ekkert hafi í
skorist?________________________
„Eg er í launalausu leyfi frá starfi
mínu í Hæstarétti fram yfir kosn-
ingar og mun taka þar sæti að nýju
ef ég næ ekki kjöri.“___________
- Verður þú ekki vanhæfur
dómari í ljósi allra þeirra ein-
staklinga sem opinberlega hafa
lýst yfir stuðningi við þig?____
„Menn eru að lýsa yfir stuðningi
við mig í embætti þjóðhöfðingja,
sem hefur sérstaka stöðu í okkar
þjóðlífí. Hæstaréttardómarar eru
ekki kjörgengir til Alþingis sam-
kvæmt stjórnarskránni vegna þess
m.a. að það er ekki talið rétt að þeir
taki þátt í almennri þjóðmálaum-
ræðu, öðru máli gegnir um framboð
til þjóðhöfðingjaembættisins. Það
hefur algjöra sérstöðu að þessu leyti
og því fmnst mér fráleitt að útiloka
hæstaréttardómara frá því að gefa
kost á sér til þessa embættis. Vissu-
lega geta skapast ákveðnir erfiðleik-
ar sem ég verð þá að eiga við mína
samvisku. Ef minnsti vafi leikur á
um óhlutdrægni dómara þá víkur
hann sæti.“
Ekki sjáifaefið að ég
verði vannæfur dómari
- Þannig að þú munt víkja sæti
ef mál einhvers af opinberum
stuðningsmönnum þínum kemur
fyrir Hæstarétt?______________
„Það er ómögulegt að segja um
það fyrirfram. Þetta verður að vera
matsatriði hverju sinni. Ég undir-
strika að þótt einhver hafi þá skoð-
un, og ég vona að þeir séu sem flest-
ir, að ég sé hæfari en aðrir til að
gegna þessu embætti þá þarf það
ekki að þýða sjálfkrafa að ég sé van-
hæfur til að að dæma í hans máli.“
- Hver er áætlaður kostnaður
við þitt framboð?_____________
„Eg get ekki sagt um það í ein-
stökum atriðum. Hópur valin-
kunnra manna hefur tekið að sér
fjármál framboðsins. Ég hef ákveðið
að eiga engan hlut aö því og fá enga
vitneskju um ákveðin framlög, m.a.
vegna stöðu minnar sem hæstarétt-
ardómari ef til þess kæmi að ég
þyrfti að setjast í dómarasæti á ný.“
- Þannig að þér er ekki kunn-
ugt um hverjir fjármagna fram-
boðið?__________________________
„Nei, mér er ekki kunnugt um
það.“___________________________
- Verða reikningar framboðs-
ins birtir að loknum kosningum?
„Já, ég sagði strax þegar ég gaf
kost á mér að grein yrði gerð fyrir
Yfirheyrsla
Bjöm Jóhann Bjömsson
fjármálum framboðsins með reikn-
ingum, unnum af löggiltum endur-
skoðendum.“____________________
- Er eitthvað í þinni fortíð sem
gæti skaðað þig sem forseta?
„Nei, það tel ég alveg örugglega
ekki. Ég hefði þá ekki gefið kost á
mér til þessa embættis."_______
- Fylgi við þig hefur ásamt öðr-
um frambjóðendum mælst langt
undir fylgi Ólafs Ragnars í und-
anförnum skoðanakönnunum.
Hefurðu í ljósi þessa séð eftir því
að hafa farið í framboð eða jafn-
vel hugsað um að hætta við?
„Nei, því fer víðs fjarri. Mitt fylgi
mældist 11-12 prósent nokkrum
klukkutímum eftir að ég tilkynnti
framboð og það hefur verið svipað í
könnunum síðan. Nokkuð er um lið-
ið síðan skoðanakannanir hafa ver-
ið birtar og ég hef skynjað það mjög
greinilega að það er töluvert umrót
á fólki. Margir eru enn óákveðnir
og vilja láta tímann líða nær kosn-
ingum áður en þeir taka ákvörðun.
Kynningin af minni hálfu hefur ver-
ið að aukast að undanförnu. Ég hef
ástæðu til að ætla að straumhvörf
eigi eftir að verða á fylgi frambjóð-
enda.“ _________________________
- Margir segja að yflrlýsing
þín, um að hafa talað við Davíð
Oddsson og Friðrik Sophusson
áður en þú ákvaðst framboð, hafi
spiUt fyrir þér og stimplað fram-
boðið sem framlag Sjálfstæðis-
flokksins í stað Davíðs. Hvað seg-
irðu við þessu?_________________
„Þetta er fjarri sanni. Eg leitaði
ekki eftir neinum stuðningi frá
þeim Davíð og Friðriki og hvorki
var né er kunnugt um þeirra af-
stöðu til míns framboðs. Ég taldi
hins vegar rétt að ræða við þá, og
reyndar fjölmarga aðra menn, áður
en ég tók ákvörðun. Satt að segja
finnst mér það ankannalegt ef eitt
svona samtal á að gera mitt fram-
boð pólitískt. Um leið eiga stjórn-
málaforingjar, sem gefa kost á sér
til embættisins, að vera hvítskúrað-
ir af allri pólitík. Ég á mjög erfitt
með að skilja þetta.“
Embættismenn geta náð
tii fólksins
- Þú hefur verið embættismað-
ur lengst af en ert skyndilega
kominn í hringiðuna og á allra
vörum. Er ekki erfitt fyrir þig að
taka þessum hamskiptum og
þurfa kannski að vera alþýðlegri
en venjulega?__________________
„Jú, auðvitað eru þetta mikil við-
brigði frá mínu starfi. En embættis-
menn geta að sjálfsögðu náð til fólks
og verið alþýðlegir, eins og fjölmörg
dæmi eru um. Nefni ég þá sérstak-
lega afa minn, Júlíus Havsteen,
sýslumann á Húsavik. Ég hef sem
sýslumaður á árum áður átt geysi-
lega mikil samskipti við fólk. Ég hef
kynnst margvíslegum tilbrigðum
mannlífsins og dreg enga dul á að
reynsla mín frá sýslumannsárunum
á Isafirði er mér ómetanleg. Hún er
drýgsta veganestið í þessa kosning-
abaráttu. Þannig að það er ekki svo
að allir embættismenn séu í ein-
hverjum fílabeinsturni."_______
- Nú ættu flestir að vita að þú
ert sonur Jóhanns Hafstein, fyrr-
um formanns Sjálfstæðisflokks-
ins og forsætisráðherra, og fylgi
við þig í könnunum hefur aöal-
lega komið úr Sjálfstæðisflokknr -
um. Er þetta ekki of einhæfur
bakgrunnur til að komast á
Bessastaði? Þarftu ekki meiri
stuðning úr öðrum flokkum?
„Þetta er ekki rétt greining. Með-
al þeirra sem hvöttu mig til fram-
boðs voru menn úr öðrum flokkum
en Sjálfstæðisflokknum. Ég legg
auðvitað áherslu á að framboð til
forsetaembættisins eigi að vera haf-
ið yfir flokkapólitík. Framboð mitt
er ekki pólitískt. Ég hef ekki tekið
þátt í stjórnmálum í 14 ár og var nú
aldrei mikil þátttaka þar af minni
hálfu. Ég vænti þess að með mál-
flutningi mínum og framgöngu, og
með skírskotun til fyrri verka, þá
muni mér takast að afla mér enn
meira fylgis úr öllum starfsstéttuni''
og þjóðfélagshópum, án tillits til
stjórnmálaskoðana."
Berst til síðasta blóð-
dropa ef með þarf
- Fari fylgi við þig ekki að
aukast í næstu könnunum, kem-
ur þá til greina að þú dragir
framboð þitt til baka?_________
„Að sjálfsögðu vakir ekkert ann-
að fyrir mér en að berjast, og það til
síðasta blóðdropa ef með þarf.“
- Þegar þeir, sem ekki hafa
sagst ætla að kjósa Pétur Haf-
stein, hafa verið spurðir af
hverju, þá hafa þeir sagt að hanf.
persóna sé ekki nógu þekkt og of
litlaus til að gegna embætti for-
seta. Hvað segirðu við þessu?
„Það er ljóst að ég hef kannski
verið síst þekktur af frambjóðend-
unum fram undir þetta. Aðrir verða
að sjálfsögðu að dæma um mína
kosti. Það hefur verið sagt um mig
að ég sé vammlaus og heiðarlegur
embættismaður. Ef mönnum þykir
það ekki hæfa forseta íslands verð
ég að una þeim dómi.“__________
- Hvernig hefði þér litist á
framboð Jóns Baldvins ef hann
hefði gefið kost á sér?________*
„Vissulega hefði það verið sér-
kennileg staða ef þarna hefðu verið
komnir tveir stjórnmálaforingjar í
framboð úr eldlínu stjórnmálanna. f
Ég tel að það eigi að vera mál fólks- l
ins í landinu en ekki stjórnmála- j
flokkanna að velja sér forseta."
-bjh j