Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 46
54 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 JU’V smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Volvo 408, árg. ‘87, meö stöðvarleyfi og kæli. Skipti athugandi. Uppl. í síma 5877 772 og 8533 200. Benz 613, árgerö ‘85, sendibíll til sölu. Upplýsingar í síma 893 6707. Hópferðabílar Er ekki einhver sem vantar litla rútu á hálendið (ekki húsbíl)? Þá er Bangsi tilv. Hann er 15 farþega, m/drif á öllum hjólum, 6 cyl. Nissan dísilmótor á túrbínu. Ef þú hefur áhuga þá hringdu í s. 435 1416 um helgina eða á kvöldin. Hino FD 174, árg. ‘87, til sölu, ekinn 350 þús. Er með lyftu. Verð 1.750 þús. m/vsk. Upplýsingar í síma 8531462 eða 482 1562 eftir helgina. P' Vörubílar Til sölu Scania 112E, árg. ‘82, 2 drifa, með Sörling palli, verð 1.950 þús. + vsk. Uppl. á Bílasölunni Hraun, s. 565 2727, og e.kl. 20 í síma 567 2774. Til sölu tengivagn, lengd 7 m, gámafest- ingar, góð dekk, skoðaður ‘97, (hjólmælir), vagn í toppstandi. Tilbúinn í vinnu. Verð 650 þús. + vsk. Upplýsingar í síma 892 4580 eða 587 9180. IÝmislegt Snyrtistudio Palma & RVB Listhúsinu Laugardal - Sími 568 0166 Reyndu eitthvað nýtt og gott. Bílaáhugamenn! í tengslum við Greifa- torfæruna á laugardag verður írábær torfæru-grillveisla með skemmtiatrið- um í Sjallanum kl. 20 á laugardags- kvöld. Allir velkomnir. Veitingahúsið Greifinn og Bílaklúbbur Akureyrar. jyl Skemmtanir Sjóstangaveiöi meö Eldingu II. Bjóðum upp á 3ja ,tíma veiðiferðir fyrir allt að 6 manns. I Reykjavík leggjum við upp frá Ægisgarði. Pantið tímanlega. Sími 4314175 eða 883 4030. f Veisluþjónusta Til leigu Nýr glæsilegur veislusalur. Hentar fyrir brúðkaup, afmæli, vöru- kynningar, fúndarhöld og annan mannfagnað. Ath. sérgrein okkar eru brúðkaup. Nokkrir laugardagar lausir í sumar. Listacafdé, sími 568 4255. 0 Þjónusta Bílastæöamerkingar og malbiksvið- gerðir. Allir þekkja vandann þegar einn bíll tekur tvö stæði. Merkjum bílastæði fyrir fyrirtæki og húsfélög, notum einungis sömu málningu og Vegagerð ríkisins. Látið gera við mal- bilað áður en skemmdin breiðir úr sér. B.S. verktakar, s. 897 3025. Vinningar í HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heiti potturinn 24. maíl ‘96 kom ú miða nr. 28656 FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í REYKJAVÍK AÐALFUNDUR Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13, fimmtudaginn 30. maí kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt lögum safnaðarins. Stjórnin Vinnulyftur ehf. Fyrir iðnaðarmenn o.fl. Höfum til leigu og sölu sjálfkeyrandi vinnulyft- ur. Vinnuhæð allt að 14 m. S. 554 4107. Veggjakrotiö burt. Ný og varanleg lausn, þrif og glær filma gegn veggja- krotinu. Ný efni og vel þjálfaðir menn gegn úðabrúsum, tússi og öðru veggja- kroti. Málningarþjónusta B.S. verk- taka, s. 897 3025, opið 9-22. staðgreiðslu- og greiðslukorta- afsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 550 5§§Q Hægt að rukka síma- eiganda Helgi Gústafsson, bílstjóri hjá Hreyfli, segir leigubílastöðina ekki hafa rukkað þá sem gerst hafa sekir um að panta leigubíl til annarra í þeim tilgangi að gera at. „Við höfum ekki gert það, hvað sem verður. Þetta er auðvitað pirr- andi fyrir okkur og samkvæmt lög- um væri hægt að rukka. Mér skilst að símaeigandi sé ábyrgur fyrir sím- anum sem hringt er úr. En því hef- ur ekki verið framfylgt hér. Ég veit að þetta er gert í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá einstaka stöðvum. Þá er húsið, sem hringt var úr, sett í straff þar til búið er að gera þétta upp. Það væri hægt að láta þetta ganga með einhverjum látum en hér eru menn líka hræddir um markað- inn,“ segir Helgi. Hann segir ekki mikið um að pantaðir séu bílar til annarra í því skyni að gera at. Það sé hins vegar þó nokkuð um að drukkið fólk panti bíla og komi svo ekki út í bílinn. „Ég myndi ekki reyna að rukka þó ég vissi hver hefði hringt og pantað pitsu til annars manns,“ seg- ir Þórarinn Ævarsson, verslunar- stjóri hjá Domino’s Pizza á Grensás- vegi. „Ég hef heyrt um fólk sem hef- ur ekkert gert af sér og er í hanni á hinum stöðunum. Heimilisfaðirinn getur verið grandvar maður en krakkarnir einhverjir prakkarar. Það eru margir með aðgang að síma á flestum heimilum og það er erfitt að standa í svoleiðis," segir Þórar- inn. Hann getur þess að verslunin sé nýbúin að fá tæki sem sýni úr hvaða númeri er hringt, aðallega til öryggis fyrir sendla til að þeir verði ekki plataðir og rændir. „Ég sé í flestum tilfellum hver er að hringja. Við erum með gagnabanka með öll- um símanúmerum og heimilisfóng- um og ef númerið, sem hringt er úr, stemmir ekki við heimilisfang hringjum við til að fá pöntunina staðfesta. Það er sem betur fer lítið um svona gabb en þegar það gerist virðist sem fólk sé virkilega tekið í gegn. Sendlarnir mínir segja að þeg- ar þeir lenda í þessufiafi sendlar frá öllum hinum pitsustöðunum verið búnir að koma líka og einnig leigu- bílar og sendibílar." -IBS Nokkrir piltar stóöu fyrir símaatinu: Komu niðurbrotnir og báðu um fyrirgefningu Pilturinn, sem ónáðaði nágranna- fjölskyldu heila nótt nú í vikunni með dónalegum símtölum, pitsu- og leigubílasendingum og vakningu frá Pósti og síma, var ekki einn að verki. DV sagði frá ónæðinu í gær. „Það komu til mín nokkrir niður- brotnir piltar í morgun og báðu mig fyrirgefningar," sagði heimilisfaðir- inn í gær. „Þeir sögðu það tilviljun að ég hefði orðið fórnarlamb þeirra, það hefði alveg eins getað verið ein- hver kennari eða skólastjóri. Þeir voru að halda upp á eitthvað og ætl- uðu að hrekkja einhvern sem þeir þekktu allir. Þetta eru piltar nálægt tvítugu og ég hafði verið liðsstjóri þeirra í fótbolta." Heimilisfaðirinn þekkti rödd eins piltsins af segulbandsupptöku hjá leigubílastöð. Hann ákvað að kæra og hafði samband við lögfræðing sem skrifaði lögreglustjóra bréf. „Ég lét reiðina renna af mér áður en ég hafði samband við móður piltsins. I morgun kom svo pilturinn sjálfur til mín ásamt nokkrum félögum sín- um. Það varð að samkomulagi að ég dreg kæruna til baka en þeir ætla að slá saman fyrir þeim lögfræðings- kostnaði sem ég hef þegar orðið fyr- ir,“ greindi heimilisfaðirinn frá i gær. -IBS Sýning til dýrðar heilögum Marteini frá Tours hefst í Hallgrímskirkju um helgina: Var staöráöin í aðfæra klæöiö heim „Ég er fædd og uppalin á Grenjað- arstað og þess vegna fannst mér þetta klæði tilheyra mér. Það er sennilega eini íslenski listgripurinn í Louvres-safninu og þegar ég var þarna úti í nokkra mánuði í fyrra var ég alveg staðráðin í þvi að færa þetta klæði á einhvern hátt heim og það myndi ég geta gert með því að flytja það svona, í myndum. Ég leik mér svolítið að þessu en reyni að nota alveg sömu útfærslu á sögunni og skreytingar sem ég nota tek ég úr klæðinu," segir Þorgerður Sigurð- ardóttir grafiklistakona. Þorgerður hefur opnað sýningu á tréristum sínum, sem byggðar eru á refilsaumuðu altarisklæði úr Gren- jaðarstaðarkirkju í Suður-Þingeyj- arsýslu, í forsal Hallgrímskirkju. Myndirnar eru byggðar á altaris- klæðinu, sem segir sögu heilags Marteins frá Tours. Heilagur Mart- einn var verndardýrlingur kirkj- unnar á Grenjaðarstað, kirkjan var helguð honum í kaþólskum sið og segir Þórunn að hann hafi ekki bara verið dýrlingur heldur lika eigandi kirkjunnar. í kaþólskum sið hafi dýrlingarnir verið það. „Ég raða myndunum misjafnlega hátt upp. Sums staðar er ég með krossform og hringlaga form. Mynd- irnar eru allar mismunandi út- færsla á þessu eina klæði og ég kafa alls ekki mjög djúpt í það því að það er mjög mikið af alls kyns tákn- myndum í þessu klæði, sem ég er alls ekki fær um að lesa. Á þessum tíma, að kaþólskum sið, kunni fólk að lesa táknin. Með siðskiptunum varð mikil breyting. Þá komu upp- lýsingar meira á prenti og þá týnd- um við niður hæfileikanum að lesa myndir," segir hún. Myndirnar á altarisklæðinu segja frá því þegar rómverski riddarinn Marteinn sníður sundur skikkju sína og gefur betlara annan helm- inginn. Næstu nótt birtist Kristur Marteini í draumi og Marteinn tek- ur skírn og helgar eftir það líf sitt Kristi. Myndirnar segja síðan frá kraftaverkum sem hann gerir allt þar til hann vígist til biskups, særir burt djöfulinn, flæmir burt púka og deyr. Heilagir biskupar fytja svo sál hans til himnaríkis en djöflinum mistakast afskipti að viðstöddum munkum og nunnum. Þorgerður segir að lítið sé vitað um sögu altarisklæðisins. Líklega hafl það verið gert í klaustri, trú- lega í Reynisstaðaklaustri. Talið sé að franski leiðangm'sstjórinn Paul Gaimard hafi eignast klæðið hér á landi árið 1836. Það hafi síðan kom- ist í eigu Louvre-safnsins í Paris á 19. öld. Heilagur Marteinn var mik- ils metinn dýrlingur. Hann var bisk- up í Tours á 4. öld og er verndardýr- lingur Frakka. Á sýningu Þorgerðar eru 12 litlar myndir og níu stórar og eru það allt myndir sein hún vann síðasta haust og hafa þegar verið á sýningu í Gerðarsafni. Tréristur Þorgerðar eru þrykktar með offsetlitum á pappír og síðan er pappírinn límdur upp á spjöld. Engar tvær myndanna eru eins en sumar myndanna eru mjög líkar því að sama formið er notað, útskurðurinn er sá sami en í mismunandi litum og raðað upp með mismunandi hætti. Sýningin er opnuð nú um helgina og stendur fram á sumar. -GHS Þorgeröur Siguröardóttlr grafikllstakona hefur opnaö sýningu á myndum sfnum um sögu heilags Marteins frá Tours í Hallgrfmskirkju. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.