Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 JjV stuttar fréttir Villibráð bönnuð Stjórnvöld í Víetnam hafa bannað matsölustöðum landsins að hafa villibráð á matseðlinum þar sem mörg villt dýr eru í út- rýmingarhættu. Datt af hjóli Rudolf 'Scharping, | þingflokks- ; formaður þýskra jafn- I aðarmanna, i verður að dvelja á sjúkrahúsi I næstu daga ; vegna höfuðáverka sem hann : hlaut þegar hann datt af kapp- j reiðahjóli sínu á fleygiferð nið- í ur krókóttan fjallveg. Leiðtogar í Sýrlandi Leiðtogar Egyptalands og P Sádi-Arabíu komu til Damaskus 1 í Sýrlandi í gær til viðræðna : við Assad Sýrlandsforseta um I friðarhorfur í Mið-Austurlönd- 1 um eftir valdatöku hægrimanna í ísrael. Hommar á móti Samtök homma og lesbía í í Rússlandi segja að sigur fram- bjóðanda kommúnista í forseta- I kosningunum um næstu helgi | yrði mikfll harmleikur fyrir landið. Sækir um ESB-aöild Janez Drnovsem, forsætis- I ráðherra Slóveníu, sagði í gær . að land sitt mundi sækja um fulla aðild að Evrópusamband- | inu á mánudag. Dauðarefsing burt Belgíska þingið greiðir at- kvæði um afnám dauðarefsing- I ar í næstu viku og að sögn munu lögin þar um fljúga í í gegn, enda enginn verið tekinn I af lífi í Belgíu síðan 1950. Boðað til kosninga Gro Harlem Brundtland, 1 forsætisráð- | herra Noregs, | og stjórn hennar hafa boðað til al- | mennra þing- Í kosninga í I Noregi þann 15. september 1997 | en síðast var kosið þar 13. sept- í, ember 1993. Vonir dofna Portúgalir hafa ítrekað and- I stöðu sina við að slaka á banni við sölu bresks nautakjöts og I þar með hafa vonir Breta um jí skjóta lausn á málinu dofnað 1 mjög. Látinn borga Vellauðugum lífstíðarfanga í : Missouri-fylki í Bandaríkjunum I hefur verið gert að greiða rúmar sex milljónir króna fyrir uppi- hald sitt í fangelsinu. Reuter Heimsmarkaðsverð: Og enn lækkar bensínið Heimsmarkaðsverð á bensíni heldur áfram að lækka í Rotterdam og London. Á einum mánuði hefur verðið lækkað um allt að 20 pró- sent. Vegna hótana Bandaríkja- manna um viðskiptabann á Níger- íu gæti þó svo farið að verð hækki á ný. Hráolía hefur hins vegar hækkað litillega og er það éinkum vegna þess að horfur eru á auknu framboði á næstunni. Hlutabréfavísitölur helstu káuþ- hafla heims hafa tekið óverulegum breytingum í vikunni. Dow Jones í Wall Street hefur lækkað ef eitt- hvað er, mældist 5667 stig að lokn- um viðskiptum á fimmtudag. Örlít- fl hækkun varð í London og Frank- furt. Reuter Leiðtoga bókstafstrúarmanna í Tyrklandi falin stjórnarmyndun: Bjartsýnn þrátt fyrir hrakspárnar Necmettin Erbakan, leiðtogi ís- lamska Velferðarflokksins, flokks bókstafstrúarmanna í Tyrklandi, fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjómar i gær eftir að Suleym- an Demirel forseti hafði rætt við foringja allra flokka. Stjórnmálaský- rendur sögðu þó að litlar líkur væru á að Erbakan tækist að koma sam- an starfhæfl'i stjórn. „Forsetinn fól Velferðarflokkin- um, stærsta flokki Tyrklands, þetta verkefni," sagði Erbakan við frétta- menn fyrir utan forsetahöllina og hélt uppi því sem hann sagöi vera skriflega beiðni forsetans til hans um að mynda stjórn. Velferðarflokkurinn fékk flest at- kvæði í kosningunum í desember síðastliðnum en hann náði þó ekki meirihluta í þinginu. Erbakan var bjartsýnn á að honum tækist ætlun- arverk sitt, þrátt fyrir hrakspár fréttaskýrenda. „Með góðum ásetningi getum við starfað með öllum flokkunum sem eiga fulltrúa á þingi,“ sagði hann. Mesut Yflmaz, fráfarandi forsæt- isráðherra, sagði af sér á fímmtudag þegar ljóst þótti að þingið mundi samþykkja vantrauststillögu bók- stafstrúarmanna. Þá hafði Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra, lýst því yfir að flokkur hennar, sem átti sæti í ríkisstjóm Yilmaz, mundi ganga í lið með stjómarandstöðunni og greiða vantrauststfllögunni at- kvæði sín. Demirel forseti sagði eftir fundi sína með flokksleiðtogunum að eng- inn þeirra hefði kynnt honum stjórnarmynstur sem mundi njóta meirihlutastuðnings á þingi. Tansu Ciller hefur hvatt til þess að stofnuð verði samfylking fjög- urra flokka tfl að koma í veg fyrir að bókstafstrúarmenn komist til vald'a en það gæti reynst erfitt vegna djúpstæðs ágreinings mifli flokkanna, borgar-aflokka hennar og Yilmaz og tveggja vinstriflokka. Velferðarflokkurinn fékk 21 pró- sent atkvæða í þingkosningunum en í bæjarstjórnarkosningum í síð- ustu viku jók hann enn við fylgi sitt og fékk 33,5 prósent atkvæða. Reuter Zhírínovskí setur á fullt fyrir loka- sprettinn Rússneski | þjóðernisöfga- maðurinn | Vladimír R Zhírínovskí :/ tilkynnti í I gær að hann. ætlaði að | setja allt á ;: fulla ferð fyr- | ir lokasprett baráttunnar vegna forsetakosninganna í Rússlandi í eftir átta daga. | Zhírínovskí veittist við það tækifæri harkalega að Borís | Jeltsin forseta og Gennadí Zjúga- Ínov, frambjóðanda kommúnista. Sáttatónn undanfarinna vikna, þár sem Zhírínovskí hvatti til þjóðstjórnar til að koma í veg fyr- ir borgarastríð, var á bak og burt. „Þeir eru allir svikahrappar," [ sagði Zhírínovskí við mannfjöld- ann í iðnaðarbænum Orekhovó- Zújevó, nærri Moskvu. Paul McCartney leiðir Elísabetu Englandsdrottningu um sali nýs skóla í Liverpool sem hann kom á laggirnar þar sem áhersla er lögð á listir af ýmsu tagi. Símamynd Reuter Paul McCartney bauð Elísabetu 2. í nýja skólann sinn: Drottningu leist bara vel á og hún skemmti sér konunglega Gamall draumur Pauls McCart- neys, fyrrum Bítils, rættist í gær þegar hann leiddi Elísabetu Eng- landsdrottningu um listaskóla sem hann kom á laggimar í heimaborg sinni, Liverpool. Skólinn, sem var opnaður formlega í gær, er til húsa í sömu byggingu og gamli skólinn hans Pauls og félaga hans, Georges Harrisons, var á sínum tíma. Drottningu virtist skemmt, að minnsta kosti brosti hún, þegar hún hlýddi á rokkhljómsveit nemenda og horfði á nútímadans. í heimsókn- inni afhjúpaði hún skjöld sem er við sviðið í skólanum. Drottningu „leist mjög vel á, hún skemmti sér yfir þessu öflu,“ sagði Paul McCartney eftir að hann hafði fylgt drottningu aftur að glæsibif- reiðinni sem beið hennar við hlið skólans. Æstir aðdáendur Bítilsins gamla höfðu safnast saman fyrir utan hús- ið í þeirri von að berja átrúnaðar- goðið augum. Paul lagði sjálfur fram hálfan annan milljarð króna til að koma skólanum á laggimar, auk þess sem hann fékk fégjafir frá tvö þúsund stuðningsmönnum, þar á meðal drottningunni sjálfri. Með stofnun skólans vildi Paul McCartney þakka borginni þar sem hann hóf frægðar- feril sinn. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis DV Ört vaxandi borgarsamfé- lög skaða börn Börn verða helstu fórnarlömb meinsemda ört vaxandi borga heimsins og fátæktar á næstu ! Öld, að því er fufltrúar Barna- / hjálpar SÞ (UNICEF) sögðu á ráð- stefnu SÞ um byggðamál. „Sex af hveijum tíu börnum í sem fæðast í þróunarlöndunum / árið 2025 munu fæðast í borg og helmingur þeirra mun lifa við fá- | tækt,“ sagði Stephen Lewis, að- | stoðarframkvæmdastjóri UN- ICEF. Hann sagði að milli fimm og I sex milljónir barna dæju á ári af völdum niðurgangspesta og önd- unaifærasýkinga sem rekja mætti til mengaðs vatns, lélegrar | hreinlætisaðstöðu, slæmra híbýla I og loftmengunar. / Lewis var þó bjartsýnn á að börnum yrði veitt meiri athygli í ; framtíðinni þar sem metfjöldi ríkja heföi'þegar staðfest barna- sáttmála SÞ. Tékkneskir kratar setja Klaus skilyrði i/ Milos Zem- an, leiðtogi I flokks jafnaö- armanna í | Tékklandi | (CSSD), kynnti | i gær skilyrðin | sem flokkur- I inn setur fyrir 8 stuðningi við | minnihlutastjórn Vaclavs Klaus for- I sætisráöherra. ÍZeman sagði á fúndi meö ffétta- mönnum aö ekki mætti vænta stuðnings krata ef stjórnin héldi til |: streitu að einkavæða samgöngu- og Íorkufyrirtæki landsins. Þá skýrði hann einnig frá þvi aö málamiölan: ir i lifeyrismálum, heilsugæslu og | menntamálum væru lykillinn að * stuöningi CSSD við minnihluta- [ stjóm Klaus. Svíar rannsaka áhrif farsíma á heilsufar Visindamenn Karólínsku stofn- I unarinnar í Svíþjóð hafa komist aö | því í fyrstu rannsóknum sínum að fólk sem er viðkvæmt fyrir raf- , bylgjum gæti fundiö fyrir óþægind- um af völdum farsíma i námunda I við sig. Sjö tóku þátt í rannsókninni og fengu þrir þeirra höfuðverk og | fundu fyrir ertingu og doða f andlit- inu þegar farsimi var í gangl í lok- Suðum kassa 70 sentimetra í burtu. Frekari rannsóknir verða gerðar á | áhrifum farsímanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.