Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 JjV stuttar fréttir Villibráð bönnuð Stjórnvöld í Víetnam hafa bannað matsölustöðum landsins að hafa villibráð á matseðlinum þar sem mörg villt dýr eru í út- rýmingarhættu. Datt af hjóli Rudolf 'Scharping, | þingflokks- ; formaður þýskra jafn- I aðarmanna, i verður að dvelja á sjúkrahúsi I næstu daga ; vegna höfuðáverka sem hann : hlaut þegar hann datt af kapp- j reiðahjóli sínu á fleygiferð nið- í ur krókóttan fjallveg. Leiðtogar í Sýrlandi Leiðtogar Egyptalands og P Sádi-Arabíu komu til Damaskus 1 í Sýrlandi í gær til viðræðna : við Assad Sýrlandsforseta um I friðarhorfur í Mið-Austurlönd- 1 um eftir valdatöku hægrimanna í ísrael. Hommar á móti Samtök homma og lesbía í í Rússlandi segja að sigur fram- bjóðanda kommúnista í forseta- I kosningunum um næstu helgi | yrði mikfll harmleikur fyrir landið. Sækir um ESB-aöild Janez Drnovsem, forsætis- I ráðherra Slóveníu, sagði í gær . að land sitt mundi sækja um fulla aðild að Evrópusamband- | inu á mánudag. Dauðarefsing burt Belgíska þingið greiðir at- kvæði um afnám dauðarefsing- I ar í næstu viku og að sögn munu lögin þar um fljúga í í gegn, enda enginn verið tekinn I af lífi í Belgíu síðan 1950. Boðað til kosninga Gro Harlem Brundtland, 1 forsætisráð- | herra Noregs, | og stjórn hennar hafa boðað til al- | mennra þing- Í kosninga í I Noregi þann 15. september 1997 | en síðast var kosið þar 13. sept- í, ember 1993. Vonir dofna Portúgalir hafa ítrekað and- I stöðu sina við að slaka á banni við sölu bresks nautakjöts og I þar með hafa vonir Breta um jí skjóta lausn á málinu dofnað 1 mjög. Látinn borga Vellauðugum lífstíðarfanga í : Missouri-fylki í Bandaríkjunum I hefur verið gert að greiða rúmar sex milljónir króna fyrir uppi- hald sitt í fangelsinu. Reuter Heimsmarkaðsverð: Og enn lækkar bensínið Heimsmarkaðsverð á bensíni heldur áfram að lækka í Rotterdam og London. Á einum mánuði hefur verðið lækkað um allt að 20 pró- sent. Vegna hótana Bandaríkja- manna um viðskiptabann á Níger- íu gæti þó svo farið að verð hækki á ný. Hráolía hefur hins vegar hækkað litillega og er það éinkum vegna þess að horfur eru á auknu framboði á næstunni. Hlutabréfavísitölur helstu káuþ- hafla heims hafa tekið óverulegum breytingum í vikunni. Dow Jones í Wall Street hefur lækkað ef eitt- hvað er, mældist 5667 stig að lokn- um viðskiptum á fimmtudag. Örlít- fl hækkun varð í London og Frank- furt. Reuter Leiðtoga bókstafstrúarmanna í Tyrklandi falin stjórnarmyndun: Bjartsýnn þrátt fyrir hrakspárnar Necmettin Erbakan, leiðtogi ís- lamska Velferðarflokksins, flokks bókstafstrúarmanna í Tyrklandi, fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjómar i gær eftir að Suleym- an Demirel forseti hafði rætt við foringja allra flokka. Stjórnmálaský- rendur sögðu þó að litlar líkur væru á að Erbakan tækist að koma sam- an starfhæfl'i stjórn. „Forsetinn fól Velferðarflokkin- um, stærsta flokki Tyrklands, þetta verkefni," sagði Erbakan við frétta- menn fyrir utan forsetahöllina og hélt uppi því sem hann sagöi vera skriflega beiðni forsetans til hans um að mynda stjórn. Velferðarflokkurinn fékk flest at- kvæði í kosningunum í desember síðastliðnum en hann náði þó ekki meirihluta í þinginu. Erbakan var bjartsýnn á að honum tækist ætlun- arverk sitt, þrátt fyrir hrakspár fréttaskýrenda. „Með góðum ásetningi getum við starfað með öllum flokkunum sem eiga fulltrúa á þingi,“ sagði hann. Mesut Yflmaz, fráfarandi forsæt- isráðherra, sagði af sér á fímmtudag þegar ljóst þótti að þingið mundi samþykkja vantrauststillögu bók- stafstrúarmanna. Þá hafði Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra, lýst því yfir að flokkur hennar, sem átti sæti í ríkisstjóm Yilmaz, mundi ganga í lið með stjómarandstöðunni og greiða vantrauststfllögunni at- kvæði sín. Demirel forseti sagði eftir fundi sína með flokksleiðtogunum að eng- inn þeirra hefði kynnt honum stjórnarmynstur sem mundi njóta meirihlutastuðnings á þingi. Tansu Ciller hefur hvatt til þess að stofnuð verði samfylking fjög- urra flokka tfl að koma í veg fyrir að bókstafstrúarmenn komist til vald'a en það gæti reynst erfitt vegna djúpstæðs ágreinings mifli flokkanna, borgar-aflokka hennar og Yilmaz og tveggja vinstriflokka. Velferðarflokkurinn fékk 21 pró- sent atkvæða í þingkosningunum en í bæjarstjórnarkosningum í síð- ustu viku jók hann enn við fylgi sitt og fékk 33,5 prósent atkvæða. Reuter Zhírínovskí setur á fullt fyrir loka- sprettinn Rússneski | þjóðernisöfga- maðurinn | Vladimír R Zhírínovskí :/ tilkynnti í I gær að hann. ætlaði að | setja allt á ;: fulla ferð fyr- | ir lokasprett baráttunnar vegna forsetakosninganna í Rússlandi í eftir átta daga. | Zhírínovskí veittist við það tækifæri harkalega að Borís | Jeltsin forseta og Gennadí Zjúga- Ínov, frambjóðanda kommúnista. Sáttatónn undanfarinna vikna, þár sem Zhírínovskí hvatti til þjóðstjórnar til að koma í veg fyr- ir borgarastríð, var á bak og burt. „Þeir eru allir svikahrappar," [ sagði Zhírínovskí við mannfjöld- ann í iðnaðarbænum Orekhovó- Zújevó, nærri Moskvu. Paul McCartney leiðir Elísabetu Englandsdrottningu um sali nýs skóla í Liverpool sem hann kom á laggirnar þar sem áhersla er lögð á listir af ýmsu tagi. Símamynd Reuter Paul McCartney bauð Elísabetu 2. í nýja skólann sinn: Drottningu leist bara vel á og hún skemmti sér konunglega Gamall draumur Pauls McCart- neys, fyrrum Bítils, rættist í gær þegar hann leiddi Elísabetu Eng- landsdrottningu um listaskóla sem hann kom á laggimar í heimaborg sinni, Liverpool. Skólinn, sem var opnaður formlega í gær, er til húsa í sömu byggingu og gamli skólinn hans Pauls og félaga hans, Georges Harrisons, var á sínum tíma. Drottningu virtist skemmt, að minnsta kosti brosti hún, þegar hún hlýddi á rokkhljómsveit nemenda og horfði á nútímadans. í heimsókn- inni afhjúpaði hún skjöld sem er við sviðið í skólanum. Drottningu „leist mjög vel á, hún skemmti sér yfir þessu öflu,“ sagði Paul McCartney eftir að hann hafði fylgt drottningu aftur að glæsibif- reiðinni sem beið hennar við hlið skólans. Æstir aðdáendur Bítilsins gamla höfðu safnast saman fyrir utan hús- ið í þeirri von að berja átrúnaðar- goðið augum. Paul lagði sjálfur fram hálfan annan milljarð króna til að koma skólanum á laggimar, auk þess sem hann fékk fégjafir frá tvö þúsund stuðningsmönnum, þar á meðal drottningunni sjálfri. Með stofnun skólans vildi Paul McCartney þakka borginni þar sem hann hóf frægðar- feril sinn. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis DV Ört vaxandi borgarsamfé- lög skaða börn Börn verða helstu fórnarlömb meinsemda ört vaxandi borga heimsins og fátæktar á næstu ! Öld, að því er fufltrúar Barna- / hjálpar SÞ (UNICEF) sögðu á ráð- stefnu SÞ um byggðamál. „Sex af hveijum tíu börnum í sem fæðast í þróunarlöndunum / árið 2025 munu fæðast í borg og helmingur þeirra mun lifa við fá- | tækt,“ sagði Stephen Lewis, að- | stoðarframkvæmdastjóri UN- ICEF. Hann sagði að milli fimm og I sex milljónir barna dæju á ári af völdum niðurgangspesta og önd- unaifærasýkinga sem rekja mætti til mengaðs vatns, lélegrar | hreinlætisaðstöðu, slæmra híbýla I og loftmengunar. / Lewis var þó bjartsýnn á að börnum yrði veitt meiri athygli í ; framtíðinni þar sem metfjöldi ríkja heföi'þegar staðfest barna- sáttmála SÞ. Tékkneskir kratar setja Klaus skilyrði i/ Milos Zem- an, leiðtogi I flokks jafnaö- armanna í | Tékklandi | (CSSD), kynnti | i gær skilyrðin | sem flokkur- I inn setur fyrir 8 stuðningi við | minnihlutastjórn Vaclavs Klaus for- I sætisráöherra. ÍZeman sagði á fúndi meö ffétta- mönnum aö ekki mætti vænta stuðnings krata ef stjórnin héldi til |: streitu að einkavæða samgöngu- og Íorkufyrirtæki landsins. Þá skýrði hann einnig frá þvi aö málamiölan: ir i lifeyrismálum, heilsugæslu og | menntamálum væru lykillinn að * stuöningi CSSD við minnihluta- [ stjóm Klaus. Svíar rannsaka áhrif farsíma á heilsufar Visindamenn Karólínsku stofn- I unarinnar í Svíþjóð hafa komist aö | því í fyrstu rannsóknum sínum að fólk sem er viðkvæmt fyrir raf- , bylgjum gæti fundiö fyrir óþægind- um af völdum farsíma i námunda I við sig. Sjö tóku þátt í rannsókninni og fengu þrir þeirra höfuðverk og | fundu fyrir ertingu og doða f andlit- inu þegar farsimi var í gangl í lok- Suðum kassa 70 sentimetra í burtu. Frekari rannsóknir verða gerðar á | áhrifum farsímanna. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.