Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 12
erlend bóksjá
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 JD"V
Metsölukiljur
• •#••'••••••••##
Bretland
Skáldsögur:
1. Joanna Trollope:
The Best of Frlends.
2. Robert Harris:
Enlgma.
3. Nlck Hornby:
Hlgh Fldellty.
4. Davld Lodge:
Therapy.
5. Minette Waiters:
The Dark Room.
6. Rosamunde Pllcher:
Coming Home.
7. Josteln Gaarder:
Sophie’s World.
8. Sldney Sheldon:
Mornlng Noon and Nlght.
9. Stephen Klng:
Mouse on the Mile.
10. Kate Atkinson:
Behlnd the Scenes at the Museum.
Rit almenns eölis:
1. Seamus Heaney:
The Splrit Level.
2. John Gray:
Men Are from Mars, Women Are from
Venus.
3. Alvin M. Josephy:
500 Nations.
4. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
5. Wlll Hutton:
The State We’re In.
6. Isabel Allende:
Paula.
7. Graham Hancock:
Flngerprlnts of the Gods.
8. John Cole:
As It Seemed to Me.
9. Alan Bennett:
Writlng Home.
10. S. Jeffers:
End the Struggle and Dance wlth Llfe.
; (Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Jane Austen:
Fornuft og felelse.
2. Jung Chang:
Vllde svaner.
3. Llse Nergaard:
Kun en plge.
4. Nat Howthorne:
Den flammcnde bogstav.
5. Terry McMlllan:
Andened.
6. Use Nergaard:
De sendte en dame.
7. Peter Heeg:
De máske egnede.
(Byggt á Polltiken Sendag)
Orange-verðlaunin
til Helen Dunmore
Breskar konur hafa oft kvartað
undan því að þær séu sniðgengnar
þegar kemur að úthlutun bók-
menntaverðlauna. Þótt það eigi að
visu ekki við á þessum vetri, þar
sem konur hafa hlotið tvenn
helstu verðlaunin sem Bretar
veita árlega fyrir bókmenntir,
hafa slíkar viðurkenningar oftar
en ekki farið til höfunda af karl-
kyni.
Kvenhöfundar reiddust sérstak-
lega 1991 þegar allar þær sex bæk-
ur sem tilnefndar voru til Booker-
verðlaunanna voru verk karl-
manna/ Þeim þótti einstaklega
ósvífið að gengið skyldi fram hjá
síðustu skáldsögu Angelu Carter,
Wise Children. Ein þeirra sem lét
í sér heyra var skáldkonan Mari-
anne Wiggins. Það var einmitt
ábending þáverandi eiginmanns
hennar, Salmans Rushdies, sem
varð til þess að konur fóru að und-
irbúa sérstök árleg verðlaun fyrir
kvenhöfunda sem skrifa á ensku.
Upphaflega stóð til að japanski
bílaframleiðandinn Mitsubishi
legði fram verðlaunaféð. En eftir
að hugmyndin um sérstök bók-
menntaverðlaun fyrir konur fékk
slæma útreið í enskum fjölmiðlum
dró fyrirtækið tilboð sitt til baka.
það var árið 1994 og leit um hríð út
fyrir að hugmyndin væri úr sög-
unni. En þá hét ónafngreindur að-
ili að leggja fram verðlaunafé, sem
er ríflega þrjár milljónir króna.
Orange-símafélagið kom síðan til
skjalanna og lofaði fjárstuðningi
fyrstu þrjú árin. Og nú hafa verð-
launin verið afhent fyrsta sinni
við hátíðlega athöfn.
Kate Mosse, formaöur Orange-
dómnefndarinnar.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
Sex tilnefningar
Dómnefndin, sem var eingöngu
skipuð konum og undir formennsku
rithöfundarins Kate Mosse, fékk
alls 146 skáldsögur til að pæla í
gegnum. Þær þóttu nokkuð misjafn-
ar að gæðum. Einn dómnefndar-
manna, Val Hennessy, gagnrýnandi
hjá Daily Mail, sagði í blaðaviðtali
að hún hefði sjaldan fengið í hendur
jafn lélegar bækur.
Engu að síður tókst nefndinni að
velja sex skáldsögur sem komu til
greina undir lokin, sumar eftir við-
urkennda höfunda. Þessar sögur
eru:
Eveless Eden eftir Marianne
Wiggins, sem áður er nefnd. Þar
segir frá ástarsambandi blaða-
manna um það leyti sem kommún-
isminn er að hrynja í Evrópu.
The Hands of Secret Senses eftir
Amy Tan, sem er kunnur banda-
rískur höfundur af kínverskum ætt-
um.
Spinsters eftir Pagan Kennedy
um tvær systur á ferð um Ameríku.
Ladders of Years eftir Anne Tyler
um miðaldra konu sem skyndilega
yfirgefur fjölskyldu sína.
The Book of Colour eftir Julíu
Blackburn um líf feðga á eyjunni
Máritíus.
Og loks sú skáldsaga sem hlaut
Orange-verðlaunin fyrsta sinni; A
Spell of Winter eftir Helen Dun-
more.
Blóðskömm
Dunmore er 43 ára að aldri og býr
í Bristol á Englandi. Hún gat sér
fyrst orð sem ljóðskáld en fór síðan
að skrifa bækur fyrir börn með /
ágætum árangri. Síðan sneri hún
sér að skáldsagnagerð og er A Spell
of Winter þriðja saga hennar fyrir
almennan markað.
í verðlaunasögunni, sem gerist á
tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar,
segir frá fjölskyldu í upplausn.
Tveir unglingar, bróðir og systir,
verða skyndilega að bjarga sér sjálf
sem best þau geta. Samband þeirra
verður smám saman afar náið og
kynferðislegt. Blóðskömminni mun
vera lýst á afar opinskáan hátt í sög-
unni.
Metsölukiljur
I «••••••• ••••««•»•»•.•
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Stephen Klng:
The Green Mlle: The Mouse on
the Mlle.
2. Stephen Klng:
The Green Mlle: The Two Dead Glrls.
3. Mary Higglns Clark:
Let Me Call You Sweetheart.
4. Davld Guterson:
Snow Falling on Cedars.
5. Robert Ludlum:
The Apocalypse Watch.
6. Barbara Taylor Bradford:
Dangerous to Know.
7. John Grlsham:
The Ralnmaker.
8. Belva Plaln:
The Carousel.
9. T. Clancy & S. Pleczenik:
Games of State.
10. Anne Tyler:
Ladder of Years.
11. Nora Roberts:
True Betrayals.
12. Jane Smlley:
Moo.
13. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
14. John Sandford:
Mlnd Prey.
15. Phillip Margolln:
After Dark.
Rit almenns eðlis:
1. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
2. James Carville:
We’re Right, They’re Wrong.
3. Ann Rule:
Dead by Sunset.
4. Helen Prejean:
Dead Man Walking.
5. Mary Karr:
The Llar’s Club.
6. Thomas Cahill:
IHow the Irish Saved Civilizatlon.
7. Isabei Allende:
Paula.
8. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
9. Jack Mlles:
God: A Blography.
10. Balley White:
Sleeping at the Starlite Motel.
11. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
12. Richard Preston:
The Hot Zone.
13. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Light.
14. Thomas Moore:
Care of the Soul.
15. Oliver Sacks:
An Anthropologlst on Mars.
(Byggt á New York Times
Book Revlew)
E-vítamín heldur sennilega
henni Elli kerlingu í skefjum
Halastjarna úr
gömlu efni
Halastjarnan Hyakutake, sem
þaut yfir næturhimininn í vor,
var að öllum líkindum úr efni
sem varö til áður en sólkerfið
okkar fæddist. Að sögn vísinda-
manna, sem virtu halastjörnuna
fyrir sér í öflugum sjónauka, var
í kjama hennar mikið magn et-
ans og metans í hlutfalli sem
þykir benda til að efnin séu ekki
úr þéttu gasskýinu sem varð
kveikjan að sólkerfmu.
Uppgötvunin gæti varpað nýju
ljósi á aðstæður fyrir 4,5 milljörð-
um ára þegar sólkerfið varð til og
hugsanlega einnig á uppruna lífs
á jörðinni.
Fúkalyf gegn
kvefpest
Svissneskir vísindamenn
héidu því nýlega fram, þvert á
viðteknar skoðanir, að sumu
fólki kynni að gagnast fúkalyf í
baráttunni við kvefpestina ill-
ræmdu. Þeir mæltu þó ekki meö
því að flestir þeir sem fá kvef
dæli í sig lyfjum, heldur ítrekuðu
þeir ráðin sem allir hafa heyrt
milijón sinnum um að kvefið
læknist af sjálfu sér.
í rannsókn Svisslendinganna
voru 300 þátttakendur en þar af
fékk helmingurinn óvirkt efni. í
ljós kom að 20 prósent voru með
bakteríusmit og því fólki batnaði
fyrr með aðstoð lyfja.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Þegar Elli kerling fer að gerast of
nærgöngul er líkiega best að kalla á
E-vítamínið til hjálpar. Nýlegar
rannsóknir benda að minnsta kosti
til þess að vítamín
þetta geti verndað vef-
ina í okkur gegn ox-
unarskemmdum sem
hafa í för með sér
stítlaðar æðar,
krabbamein, hrukkur
og lifrarbletti
óbrigðul merki þess
að aldurinn er farinn
að færast yfir okkur.
Svo bendir ný rann-
sókn á músum til þess
að viðbótarskammtar
af E-vítamíni geti
hægt á hrörnun heil-
ans og ónæmiskerfis-
ins.
Músarannsóknin
var framkvæmd af
vísindamönnum í
Arizona, undir stjórn
Marguerite M.B. Kay,
og hún sýndi fram á að viðbótar-
skammtar af E-vítamíni, sem mið-
aldra og gömul dýr fengu með fæð-
unni, gátu hægt á eða komið í veg
fyrir hrörnun af völdum aldurs á
mikilvægri röð prótína í heilanum
og hvítu blóðkornunum. Prótín
þessi, sem eru kölluð band 3 prótín,
er að finna í öllum spendýrum. Það
þykir því benda til þess að menn og
önnur dýr geti haft sama gagn af E-
vítamínskömmtunum og tilrauna-
stofumýsnar.
Vísindamennirnir fengu hins veg-
ar ekki séð að beta-karótín veitti
sömu vernd, hvort sem efnið var
gefið eitt og sér eða með.E-vítamíni.
Bæði þessi efni eru þekkt sem
andoxunarefni vegna þess að þau
vernda frumur gegn efnaárás sem
bætir súrefni í samsetningu þeirra.
Til þessa hafa þrjár stórar rann-
sóknir á mannfólki ekki sýnt fram á
að beta-karótín bætiefni geri það
gagn sem búist var við.
E-vítamin finnst aðallega í græn-
metisolíu, fræjum og hnetum. Rann-
sóknirnar sýna að taka þarf 100 til
400 alþjóðlegar einingar af því á dag
til að njóta þeirrar verndar sem það
veitir. Slíkt magn fæst ekki með
venjulegu mataræði heldur verður
að taka vítamínið inn sem bætiefni.
Vísindamerinirnir frá Arizona kom-
ust að þeirri niðurstöðu
að 400 alþjóðlegar ein-
ingar af E-vítamíni á
dag gætu lengt líf
frumnanna með því að
koma í veg fyrir eða
seinka oxunarskemmd-
um á band 3 prótín-
unum.
Þessi prótínfjölskylda,
sem er alls staðar, er
nauðsynleg til að frum-
ur geti lifað. Prótín
þessi auðvelda flutning
klóríðs og annarra nei-
kvætt hlaðinna jóna
inn og út úr frumunum,
þau tengjast öndun
frumnanna og jafnvæg-
inu milli súrra og
basískra efna og þau
mynda helsta tengilið-
inn milli innra og ytra
„hörunds“ frumnanna.
Marguerite Kay segist hafa rann-
sakað frumur í heilanum og ónæm-
iskerfinu af því að þessi tvö kerfi
séu í tengslum við og hafi áhrif á
allar aðrar frumur. Þá bætir hún
við að þessi tvö kerfí verði fyrir
hvað mestum áhrifum hækkandi
aldurs og að í bæði heila og ónæm-
iskerfi séu þær frumur fyrstar til að
láta á sjá sem framkvæma flóknustu
verkin, eins og að hugsa eða ráðast
á aðskotahluti í líkamanum.
Betri tíð hjá
úsonlaginu
Dregið hefúr úr magni ósoneyð-
I andi efna í veðrahvolfinu, neðsta
| lagi gufuhvolfsins, og innan fárra
| ára ætti að koma fram breyting til
| batnaðar á ósonlaginu í heiðhvolf-
- inu.
Það voru vísindamenn á til-
I raunastofu bandarísku haf- og loft-
Ilagsstofnunaiinnar sem komust að
þessu með rannsóknum sínum.
Þeir skýra frá niðurstöðum sinum
; í tímaritinu Science.
: Þetta var í fyrsta sinn sem vart
var var við minnkun frá því fram-
leiðsla ósoneyðandi efna hófst en
þau voru m.a notuð í kæliskápa.
Notkun ósoneyðandi efna hefur
verið mjög takmörkuð með
svokölluðum Montréal- samningi
j frá 1987 og virðist það nú vera aö
skila sér.
Steingervingur
risaapa
; Brasilískir og bandariskir vís-
; indamenn hafa fundið heila stein-
j gervða beinagrind af risastórum
apa sem lifði í trjákrónum i
: Amazori- frumskóginum fyrir
meira en tíu þúsund árum. Áður
höfðu aðeins fundist brot af dýr-
j inu sem mun hafa vegið í kring-
um 25 kíló.
Api þessi var tvisvar sinnum
stærri en nokkur api sem nú lifir
j í Suður- Ameríku, með sterka
; handleggi og stórt barkakýli.
j Steingervingurinn þykir til
; marks um að lífríkið í Amazon
hafi verið enn fjölbreyttara fyrir
tíu þúsund árum en þaö er nú og
; er það þó hið fjölbreyttasta í
; heimi.