Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 18
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 jLlV Ég var vakinn meö símhring- ingu frá Austurríki kl. 7.10 að morgni og einhver vildi fá_að ræða við elsta son minn sem ætlar að fara í háskólanám þar ytra. Þar með var ég vaknaður og dreif mig í sturtu og fékk mér lýsið mitt, AB- mjólkina og banana sem er ómissandi á morgnana. Ég starfa sem íþróttakennari við Flensborgarskóla og hef nýlokið við að ganga frá því og langur og strangur dagur var í vændum því aö ég var að koma íþrótta- og leikjanámskeiðum Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarijarðar, ÆTH, af stað á sex stöðum í bæn- um. Þarna eru um 700 krakkar á öllum aldri við leik og störf og því mikil undirbúningsvinna fram undan. Ég þurfti að fá lánaða aft- aníkerru tU þess að flytja íþróttaá- höld ýmiss konar á staðina sex. Ég, eins og fleiri, er með GSM og símboða á mér og þeir samkjöft- uðu ekki allan daginn, fólk að for- vitnast um námskeiðin og fleira. Maginn kallaði á sitt Áður en ég vissi var klukkan orðin 12.30 og maginn kaUaði á sitt sem var indælis gufusoðin ýsa og með öUu tiUieyrandi frá konunni minni. Ég reyndi að fá krakkana mína yngstu til að borða fiskinn Víðistaðakirkju og þar svitnaði maður vel og dreif sig svo að ná í yngstu dótturina á íþróttanám- skeið rétt áður en ég fór á old boys körfuboltaæfingu í Lækjarskóla- húsi þar sem við félagamir spUuð- um tU kl. 19 og gerum tvisvar sinn- um í viku. Og það er alveg ótrúlegt hvað við berjumst og keppum tU sigurs á svona æfingum, því það vottar enn fyrir keppnisskapinu í manni og enginn þolir að tapa því þá er mönnum mikið strítt. Fundur hjá FH Eftir að hafa farið í sturtu varð ég að þjóta heim, áöur en ég fór á stjórnarfund hjá FH handknatt- leiksdeUd kl. 20-22 í Kaplakrika og var þetta síðasti fundur tímabUs- ins og aðaltUefnið var að mark- vörður s-kóreska landsliðsins var að koma til landsins tU að leika með FH næsta tímabil. Nú, margt var gert á fundinum, svo sem aö ráða þjálfara fyrir næsta tímabil o.fl. Klukkan var langt gengin í 23 þegar ég komst loksins heim tU að fá mér að borða og horfa á sjón- varpið og ræða við fjölskyldumeð- limi, en þá gaU síminn við og hringt frá golfveUi KeUis þar sem sá næstelstfvar í golfi og vildi láta sækja sig. Upp úr miðnætti fór ég í draumalandið, þreyttur og sáttur við tUveruna. Geir Hallsteinsson iþróttakennari stjórnar íþrótta- og leikjanámskeiöum í Hafnarfirði og er þaö í 30. sinn. Hann segist muna eftir mörgum þekktum mönnum í þjóölífinu sem rollingum i den. DV-mynd Dagur í lífi Geirs Hallsteinssonar íþróttakennara: Skipuleggur námskeið og fundar hjá FH en gekk svona hálfilla. Ótrúlegt hvað krakkar eru latir við að borða fisk, eins og hann er hoUur og góöur. Kl. 13 skutlaði ég þeim elsta í vinnuna og heimsótti nokkra staði á námskeiðinu og var mikið glað- ur hve aðsóknin ætlaöi að verða góð þetta sumarið, kannski er það góða veðrið og aUir í góðu skapi þessa dagana, hver veit? Þetta er 30. árið sem ég stjórna þessum námskeiðum og man meira að segja eftir mönnum eins og Guð- mundi Árna Stefánssyni, alþingis- manni í dag, sem litlum rolling á námskeiðinu i den. Ótrúlegt hvað árin líða hratt og sérstaklega þeg- ar maður eldist. Þetta er eins og jámbrautarlest á fullu. Svitnaði í tennis Klukkan var langt gengin í 17 þegar ég dreif mig í tennis með yngsta syni mínum á vöUinn við Finnur þú fimm breytingar? 362 Eyjólfur er mjög stundvís. Hann hringir alltaf klukkan 17.32 og seg- ist veröa of seinn í kvöldmat. Nafn: Heimiii: ©PIB ... COPIftNKIN Vmningshafar fyrir þrjú hundruð og sextugustu getraun reyndust vera: 1. Fjóla Sigurðardóttir Bröttugötu 18 900 Vestmannaeyjar 2. Valgeir Árni Ómarsson Norðurvangi 20 220 Hafnarfjörður Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni tU hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þess'i fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni tU hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimUisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó meö útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík... Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 362 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.