Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 34
jrimm DV myndir GS LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 Margrét Jónsdóttir komin í frí eftir 10 ára starf: 50q j Húsasmiðjuhlaupi taf haft mestan áhuga nninum í sófanum" - fólk á að trimma ánægjunnar vegna og einhæfni er varasöm og eykur líkur á álagsmeiðslum Margrét Jónsdóttir, íþróttakennari viö kennslu, hress aö vanda. Fyrsta Grindarvíkurhlaupið Sigurvegararnir í flokki karla ,50 ára og eldri, í fyrsta Grindavíkurhlaupinu féllust á aö vera kallaðir „öldungar”, væri oröiö haft innan gæsalappa. F.v. Sigurjón frá Námsfl. Rvk, sem var í fyrsta sæti, Hafsteinn skipstjóri og heimamaöur, Sæmundsson I ööru sæti og Grétar G. Guðmundsson, úr ■ Trimmklúbbi Seltjarnarness, sem varð I þriöja sæti. DVmyndÓG ••• framundan... Hlaupið á Akranesi Akraneshlaup 1996 verður laugardaginn 15. júni nk. klukkan 12. Vegalengdir verða 3,5 km, 10 km og hálfmaraþon. Skráning er hjá ferðamálafull- trúa á Akranesi í síma 431 3327 og í Reykjavík á skrifstofu UMFÍ, Fellsmúla 26. Kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds veitir helmingsafslátt á far- gjaldi Akraborgar. Hópferð á Mývatns maraþon Nokkrir félagar í hlaupahópi Námsflokka Reykjavíkur hafa ákveðið að efna tii hópferðar að Mývatni í byrjun júlí nk. vegna maraþonhlaupsins þar. Ætlun- in er að leggja af stað frá Reykjavík eftir hádegi 4. júlí en hlaupið verður þann sjötta. Kostnaður við akstur og gist- ingu er áætlaður um 8000 krón- ur á mann. Frekari upplýsingar fást hjá Pétri Frantzsyni, hs. 5514096 og vs. 5512992. Ég trúi því aö með réttri og hæfi- legri hreyfmgu og útiveru megi fyr- irbyggja ýmiss konar sjúkdóma og kvilla sem hrjá manneskjuna, sagði MargrétJónsdóttir, íþróttakennari og forustumaður- um almennings- íþróttir, í viðtali við DV. Tilefnið var að eftir tæplega ellefu ára þátt- töku, og lengst af forustu í almenn- ingsíþróttum á Seltjarnarnesi, tekur Margrét sér nú hlé frá störfum. Hve langt það hlé verður á eft ir að koma í ljós. Þetta hófst allt árið 1985, þegar hald- inn var trimmdagur hér á Nesinu, undir forustu Unnar Ágústsdóttur kennara, seg- ir Margrét. Þar fengum við fyrirlesara og leiðbeinendur og kynntum göngu, skokk, leikfimi og sund. Síð- an varð úr að einn fyrirlesaranna, Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir, hóf að leiðbeina okkur í skokkinu einu sinni í viku. Þetta hlóð síðan utan á sig og síðustu sex árin hef ég verið í hálfu starfi hjá Seltjarn- arnesbæ við umsjón og skipulag al- menningsíþrótta. Trimmklúbbur Seltjarnarness er elstur slíkra félaga á höfuðborgar- svæðinu. Starfsemin hefur ávallt verið blómleg og á árum áður, þeg- ar hóparnir voru færri, komu oft sextíu til áttatíu manns til upphit- unar hjá Margréti fyrir skokk. Auk þess hefur ávallt verið boðið upp á leiðbeiningar fyrir þá sem vilja ganga og einnig hefur hún verið með vatnsleikfimi í Sundlaug Sel- tjarnarness. Árið 1991 var síðan haldin hreystivika á Seltjarnarnesi, með stuðningi Trimmnefndar ÍSÍ, bæjarfélagsins og fleiri aðila. Hreystivikur voru síðan endurtekn- ar nokkrum sinnum síðar. Seltjarn- arnes var þarna í forustu bæjarfé- laga á landinu. Ég hef ávallt haft mestan áhuga á þeim sem eru að stíga fyrstu skref- in í trimminu. Stundum kalla ég þessa byrjendur „mann- inn úr- sófanum", sem er þá samheiti fyrir alla þá sem eru að byrja aftur lík- amsrækt eftir áralangt hlé eða jafn- vel í fyrsta skipti. í byrjun er nauð- synlegt að fara sér hægt, ætla sér ekki um of. Mitt meginmarkmið hefur ávallt verið það að fólk eigi að koma ánægjunnar vegna en ekki af skyldu. Við verðum að læra að njóta hreyfingarinnar, tíminn og hraðinn skiptir ekki máli, slíkt kemur seinna hjá þeim sem það vilja. Líkamsrækt fremur en kokkteilbofl „Það verður stööugt algengara að við bjóðum erlendum gestum okkar í miðnæturgolf eða skokk, fremur en að efna til kokkteiiboða eða veislu- halda,“ sagði Árni Þór Árnason, for- stjóri Austurbakka hf., sem meðal annars flytur inn lyf og lækninga- tæki. Um sfðustu helgi átti fyrirtæki hans þátt í að bjóða norrænum gigtar- læknum til 5 km skokks á Seltjarnar- nesi, undir stjórn Margrétar Jónsdótt- ur íþróttakennara. Ekki var annað að sjá en læknarnir væru hinir ánægð- ustu þar sem þeir komu másandi og blásandi í mark, rjóðir og sællegir. Árni sagðist hafa veitt því athygli að nú tíðkaðist það stöðugt meir að kaupsýslumenn á alþjóðlegum vörusýningum skelltu sér í sundlaugar eða líkamsræktarsali hótelanna í stað þess að bregða sér á barinn að loknum vinnudegi. Einkum ætti þetta við yngri aldurshópana. Hinir eldri héldu sig fremur við gömlu hættina. Margrét Jónsdóttir, og Árni í Austurbakka aö loknu skokki norrænu giktarlæknanna. Hreyfing þarf að vera fjölbreytt, ein- hæfni er varasöm og eykur líkur á álagsmeiðslum, Á næstunni mun Margrét Jónsdótt- ir þjóna ferðamönnum á gistihúsi fjölskyldunnar, Gesthúsi Dúnu, í Kópavogi. Ekki hverfur hún þó al- veg frá líkamsræktinni því að kon- ur i Ráðhúsi Reykjavíkur fengu hana til að sjá um leikfimi fyrir sig í hádeginu í sumar. Hóflegt skokk ekki slæmt fyrir hnén Nýjar 'bandarískar rannsóknir, sem stóðu í níu ár, benda til þess að skokkurum, sem hlaupa hóflega, sé ekki hættara við hnjámeiðslum en jafnöldrum þeirra sem halda kyrru fyrir. Fólk með heilbrigð liðamót getur fast að því skokkað til ævi- loka, segir í niðurstöðum. Auk þess eru minni líkur á að skokkar- arnir fái aðra líkam- lega sjúkdóma þeg- ar árin færast yfir. Skokk og önnur útivist leiði einnig til þess að fólk verði yfirleitt virkara félagslega en það bæti geðið til muna. Hvatt er til þess að hefja skokk með hóflegri blöndu af hlaupi og rösklegri göngu. Síðan má lengja vegalengdir og auka hraðann. Ávallt á að nota vandaða skó og gæta þess að æfa ekki ef eitthvað amar að í fótum. (American Health, júní ’96) 2.vika. 9/6-15/6 Húsasmiðjuhlaupið fór fram síðasta laugardag í maí. Skemmtiskokk fór fram bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. 20 km og hálfmaraþon var síðan hlaupið i Hafnarfirði. Sigurveg- ari í hálfmaraþoni varð Ingólf- ur G. Gissurarson á 1.16,51. ívar T. Jósafatsson skeiðaði síðan 10 km á 36,27 fremstur manna. Þátttakendur voru 478 samtals. Þverfellshorn - en ekki -tindur í frásögn af Esjugöngu nokk- urra garpa, sem birtist sl. laug- ardag, varð okkur á að segja þá hafa gengið á Þverfellstind á Esju. Auðvitaö var gengið á Þverfellshorn enda ekki vitað um neinn tind með því nafni á fjallinu. Ferðafélag Islands lét reisa útsýnisskífu á Þverfells- horni tfl heiðurs Jóni Víðis ferðamálafrömuði. Þar er geymd gestabók þar sem flestir þeir sem þangað ganga rita nafn sitt. Götum líklega lokað í Reykjavíkur maraþoni Ekki er annað vitað en götum í Reykjavík, þar sem hlaupið verður um í Reykjavíkurmara- þoni síðar í sumar, verði lokað eins og gert var í fyrsta skipti í fyrrasumar. Ágúst Þorsteins- son framkvæmdastjóri sagði að viðræður væru hafnar við lög- regluyfirvöld í Reykjavík vegna þessa og fleiri atriða sem mara- þonhlaupið varðar. Lokun gatna, þegar fjölmenn götuhlaup fara fram, tíðkast í flestum stórborgum aö sögn Ágústs og þykir sjálfsagt öryggisatriði. Sagðist hann von- ast til að svo yrði einnig hér til fram- búðar. Vandamál vegna lokunar gatna í Reykjavík væru varla meiri en í New York, Boston, Los Angeles eða Löndon. Flestir bíl- stjórar sýndu líka skilning og þolinmæði þótt einhverjir sýndu óþolinmæöi sína í verki. Umsjón Olafur Geírsson ■ r U , 10 km 21 km 42 km Sunnudogur 5 km ról. 14 km ról 18 km ról. Mónudogur Hvild Hvitd Hvíld Þriðjudagur 6 km (Hraðaleikur) 10 km (Hraðcleikur) 10 km (Hraðaleikur). Fyrst 1 km ról. og siðon Fyrst 2 km ról.og siðan Fyrsl 2 km ról.og siðon 1 km hrott til skiptis. 2 km hrott til skiplis 2 km hrolt til skiptis somtols somtols 4x1 km. Siðon somtols 4x 2 km. Siðon 4x 2 km. Siðon 2 km. ról. 2 km. ról. i lokin 2km ról. ilokin. i lokin. Miövikudogur 4 km ról. 7 km ról. 12kmról. Fimmtudagur Hvíld 6 km jolnt 8 km jofnt Föstudagur Hvild Hvdd Hvild Laugardogur Akraneshlaup Akraneshloup Akraneshlaup 3.5 km 10 km 21 km Somt: 18.5 km. 47 km Ó9km JBH VOLVO S40 er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIÐIR mMm 0 If

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.