Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 35
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 120. löggjafarþinginu frestað þremur vikum á eftir starfsáætlun: Þingstyrkur stjórnarfiokkanna setti mark á þinghaldið - sjaldan verið fleiri nýliðar á þingi en í vetur Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sá mikli þingstyrkur sem stjórn- arflokkarnir hafa á Alþingi, 40 þing- menn á móti 23 þingmönnum stjórn- arandstöðunnar, hafi sett mark sitt á þinghaidið i vetur. Hann segir að fyrir stjórnarflokkana hafi verið auðveldara að starfa. Þetta er án efa alveg rétt. En þessi mikli þingstyrk- ur gerði það líka að verkum að stjómarflokkarnir gátu hagað sér að vild og farið sínu fram, sem mun erfiðara væri að gera með lítinn þingstyrk. Dagskrárbreytingar Nefna má sem dæmi um þetta að mjög oft var prentaðri dagskrá þing- ins breytt nær fyrirvaralaust vegna þess að stjómarflokkamir eða ríkis- stjómin vildu að þetta eða hitt málið yrði tekið á dagskrá. Það kom oft fyr- ir að fréttamaður fór niður í Alþing- ishús vegna þess að ákveðið mál hafði verið sett á dagskrá. Þegar svo til kom var búið að taka það af dag- skrá og fresta umræðu um það. Þegar líða tók á þinghaldið bar mun meira á þessu en á fyrri hlut- anum. Þeir þingmenn, sem DV hef- ur rætt þetta við, eru ekki sammála. Sumir segja þetta rétt, dagskrár- breytingar hafi verið tíðari í vetur en oftast áður. Stjómarþingmenn taka ekki undir þetta og segja ástandið hvað þetta varðar ekkert verra nú en áður. Afskipti framkvæmda- valdsms Svavar Gestsson alþingismaður segir um þetta þinghald að afskipti ríkisstjórnarinnar af því hafi verið meiri en hann hafi vitað um áður. Hann segir það niðurlægjandi fyrir Alþ^ngi að láta framkvæmdavaldið seg]a sér þannig fyrir verkum. Geir H. Haarde segir að það hafl ekki verið meira um þetta í vetur en áður. Ragnar Arnalds, 1. varaforseti þingsins, tekur undir með Geir og segir svona breytingar á dagskrá alltaf hafa verið en mismikið um þær. Sumir fullyrða að vegna þess hve þingstykur stjórnarflokkanna er mikill geti þeir farið með málin fram og aftur um dagskrána að vild. Allt slíkt sé þeim svo auðvelt vegna þess hve þingstyrkurinn er mikill. Aflir eru sammála um að þing- fundastjóm Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, hafi verið röggsöm og góð. Hins vegar er ljóst að hann hefur orðið að láta undan þrýstingi frá ráðherrum um margt er varðar dagskrána. Sumir segja það eðlilegt en aðrir ekki. Menn benda á að for- seti Alþingis sé undantekningar- laust úr röðum stjómarþingmanna og því hljóti hann að taka mikið til- lit til óska ráðherra. Þannig sé það alltaf. Margir þingmenn segja að svona eigi það hins vegar ekki að vera. Mikið um mistök Það hefur heyrst gagnrýni frá reyndum þingmönnum um að oft hafi verið lögð fram illa unnin eða gölluð mál í vetur. Frumvörp hafl verið dregin til baka eða þau send til baka tiliagfæringar í meira mæli en áður hefur verið. í þessu sambandi benda menn á að það sé langt síðan jafn margir ný- liðar hafi setið á Alþingi og í vetur. Þeir sem sátu sitt fyrsta þing voru 15 af 63 þingmönnum, sem er mjög hátt hlutfall. Þessir nýliðar hafa verið mjög misáberandi. ísólfur Gylfi Pálmason sagði við mig á miðjum vetri að hann héldi sig til hlés þetta fyrsta þing til þess að læra á gang mála innan þingsins. Slíkt þykir flestum skynsamlegt. Aðrir nýliðar hafa vaðið- fram á völlinn og að sjálfsögðu gert skyssur enda tekur það tima að átta sig full- komlega á gangi mála á Alþingi. Mig rekur ekki minni til að það hafi gerst fyrr en í vetur að forseti Alþingis aflýsi þingfundi, kalli for- menn nefnda fyrir sig og biðji þá að halda nefndarfundi og afgreiða mál frá sér. Þetta gerðist í vetur. Þá sagði Ólafur G. Einarsson að sér þætti hægt miða í nefndarstörfum. Samningar úr sögunni Það virðist vera úr sögunni að stjórnarflokkarnir semji við stjórar- andstöðuna til að liðka fyrir um þinglok. Ekkert slíkt samkomulag hefur verið gert í vetur. Davíð Odds- son forsætisráðherra hafnar því að gera slíka samninga. Þetta varð að sjálfsögðu til þess að þingstörfin stóðu þremur vikum lengur en starfsáætlun þingsins gerði ráð fyr- ir. Stjórnarsinnar sögðu það ekkert gera til, þeir gætu setið fram á mitt sumar ef þörf krefði, eins og Val- gerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við DV fyrir skömmu. Svavar Gestsson sagði stjórnar- andstæðinga það fáa að erfiðara væri að hamla gegn málum sem stjórnarandstaðan væri andvíg en ef munur stjómarsinna og stjórnar- andstæðinga væri minni. Þess vegna kæmust stjórnarflokkarnir upp með það að semja ekki við stjómarandstöðuna. Hann sagði að hins vegar væri tæplega gerlegt fyr- ir stjórnina að hunsa stjórnarand- stöðuna fyrir jólahlé. Það væru ýmis mál sem yrði að afgreiða fyrir áramót. Annað væri lögbrot. Málafjöldi Alþingi stóð frá 2. október til 22. desember og frá 30. janúar til 5. júní. Þingfundir voru 163 og þing- farardagar 113. Á þinginu voru lögð fram 543 mál og 383 þeirra voru af- greidd. Prentuð þingskjöl voru 1227. Lögð voru fram 207 lagafrumvörp, þar af 131 stjómarfrumvarp en 76 þingmannafmmvörp og urðu 127 þeirra að lögum, þar af 109 stjómar- frumvörp en 18 þingmannafrum- vörp. Þingsályktanir voru 87, fyrir- spurnir 226 og var 218 þeirra svar- að. Þessi málafjöldi og afgreiðsla þeirra þykir í hærri kantinum. -S.dór DV-mynd ÞÖK Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Þingstyrkur ríkisstjórnarinnar setti svip á þinghaldið - tel þetta hafa verið vinnusamt og afkastamikið þing Ragnar Arnalds, 1. varaforseti Alþingis: Breytingar á þingsköpum skiluðu árangri - sæmilega ánægður með þinghaldið í vetur „Þetta hefur verið mjög afkastamikið og vinnusamt þing. Það sást líka vel á þinghald- inu hvað þingmeirihluti ríkisstjómarinnar er mikill. Það verður töluvert öðruvísi, fyrst og fremst auðveldara, að vinna störfin þegar svo er. Á heildina litið er ég ánægður með þinghaldið i vetur. Ríkisstjórn og stjórnar- flokkarnir hafa komið mjög miklu í gegn af því sem þeir ætluðu sér,“ segir.Geir H. Haar- de, formaður þingflokks Sjáifstæðisflokksins. Hann segir að ástæðan fyrir því hversu þinghaldið dróst á langinn, þinghaldinu átti að ljúka 15. maí samkvæmt starfsáætlun, hafi verið mikil umræða um frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þau stóru mál sem afgreidd voru undir lokin tóku meiri tíma en menn bjuggust við, eða sáu fyrir,“ segir Geir. Hann var spurður um ástæður lþess að oft vora gerðar breytingar á áður prentaðri dag- skrá þingsins. Slikar breytingar voru tíðari nú en áður, að margra dómi. „Ég er ekki sammála því að þetta hafi ver- ið áberandi. Það gerist að vísu stundum að breytingar eru gerðar þegar menn semja um að hefja umræðu um þetta mál eitthvað fyrr en áður hafði verið ætlað. Taka ef til vifl klukkustundar umræðu um eitt mál en fara svo í annað, eitthvað í þeim dúr, og það ger- ist á hverju þingi,“ sagði Geir. Það hefur tíðkast í mörg ár að ríkisstjórn setji fram málalista, svokallaðan óskalista, rétt fyrir þinghlé um jól og svo undir þing- lok. Síðan var samið við stjórnarandstöðuna um málalok. Nú er þetta ekki gert lengur. „Það er rétt, þetta var ekki gert nú. Ástæð- an er einfaldlega sú að þess þurfti ekki. Það lá alveg fyrir að við ætluðum að afgreiða öfl þessi stóru mál þótt það lengdi þingtímann eitthvað. SennUega tengist það óbeint þeim mikla þingmeirihluta sem stjórnin hefur nú að ekki var samið við stjórnarandstöðuna,“ sagði Geir H. Haarde. -S.dór „Það var mjög áberandi framan af þinghald- inu í haust hvað það var dauft. Það einkennd- ist af því að stjórnarflokkarnir höfðu lítið frum- kvæði og komu með fá mál sem endaði með því að það varð málaskortur á þingi. Það breyttist síðan á síðari hluta þinghaldsins," sagði Ragn- ar Arnalds, 1. varaforseti Alþingis og sá alþing- ismaður sem hefur setið lengst á þingi. Hann segir að framan af þinghaldinu hafi stjórnarandstaðan eins og beðið átekta og hafi því ekki haft sig mikið í frammi. „Það á sér skýringar. Alþýðuflokkurinn var nýkominn úr ríkisstjórn og var ekki alveg bú- inn að finna sinn takt. Formaður flokksins hélt sér til hlés framan af þinghaldinu. Sömuleiðis var Alþýðubandalagið ekki fyrirferðarmikið í haust. Formannsskiptin áttu eflaust sinn þátt í því. Þaö varð því margt tU þess að gera fyrri hluta þinghaldsins dauflegan," segir Ragnar. Hann segir að þær breytingar sem gerðar voru á þingsköpum árið fyrir síðustu kosning- ar hafi komið afar vel út. Það var fyrst og fremst um aö ræða takmörkun á ræðutíma við 1. umræðu. Nú mega menn ekki tala nema í 20 mínútur við 1. umræðu nema sérstaklega sé um annað beðið fyrirfram af einhverjum þing- flokknum. Þessi breyting hafi orðið til þess að stytta þingfundi mjög mikið og sé að allra dómi vel heppnuð. Sömuleiðis séu þingmenn farnir að nota 30 mínútna tímann við utandagskrár- umræðu í stað ótakmarkaðs tíma. Þeir telja að stutta umræðan skili sér betur í fjölmiðlum. „Ég tel að höfuðástæðan fyrir því hvað þing- haldið stóð lengi sé hvað mál komu seint frá ríkisstjóminni. Ráðherrar voru að koma með stórmál til afgreiðslu undir þinglokin vitandi að mikil umræða hlyti að verða um þau. En á heildina litið er ég ánægður með þinghaldið og hygg að það hafi gengið betur en oft áöur,“ sagði Ragnar Arnalds. -S.dór | ísland hndfriðar BBBMu.. | Meðhvíaðgmforseta Uands að boðberafrioar i heiminum, mun rísa á íslandi'mkomin atvinnugrein sem linaðgeturþjáningarfólks um allan heim. Stönaum saman um málefni sem varðar heimsbyggðina alla. & Jjylíjfr ^SA S'S ^ K0SNINGASKRIFST0FA ÁSTÞÓRS MAGMJ^ONAR' SjGVAGÖTU 26,2.11©, 101 REYKjAVIK. 552-2009- SÍMBREF 552-2024. NETFANG: htt|)/Avmv.peace.isy/forseti.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.