Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 56
LT3 Veður á sunnudag og mánudag: Áfram kalt fyrir norðan og austan Fremur hæg breytileg átt verður á sunnudag og mánudag og skúrir, einkum síðdegis. Hiti verður fjögur til þrettán stig, hlýjast í innsveitum suðyestan til en kaldast við norðaustur- ströndina. Samkynhneigðir mega ganga í vígða sambúð 27. júní: ■■■ •• ■ ■■ Fjoldi para hyggst taka borg- aralegri vígslu - erum að sleppa inn í 20. öldina, segir formaður Samtakanna 78 „Það verður mikill hátíðisdag- ur hjá okkur þann 27. júní þegar hjúskaparlöggjöf fyrir samkyn- hneigða gengur í gildi, sú fyrsta í sögunni hér á landi. Og það er einmitt 27. júní sem er alþjóðlegur frelsisdagur samkynhneigðra. Því er þetta einstakur hátíöisdagur fyrir okkur. Þetta verða okkar aldamót, við erum að sleppa inn í 20. öldina. Ég veit ekki hve marg- ar vígslur verða framkvæmdar hjá sýslumanninum í Reykjavík þennan dag. Ég gæti giskað á að þær yrðu nærri einum tug,“ sagði Margrét Pála Ólafsdóttir, formað- ur Samtakanna 78, í samtali við DV. Alþingi samþykkti fyrir skömmu lög sem heimila samkyn- hneigðum að ganga í borgaralega sambúð. Það verður eingöngu um að ræða borgaralega vígslu. Kirkj- an er undanskilin því að vígja samkynhneigða. Þannig er það líka annars staðar á Norðurlönd- unum, að sögn Margrétar Pálu. „Hinar Norðurlandaþjóöirnar hafa riðiö á vaðið með þessa teg- und réttinda og nú er ísland kom- ið í hópinn. Það hefur engin þjóö gengiö lengra en við í þessum málurn," segir Margrét Pála. Þá vaknar spm-ningin um ætt- leiðingu bama þegar búið er að vígja fólk í sambúð? „Þar er klípan. Eini bamarétt- urinn er sameiginlegt forræði ef annar aðilinn í staðfestri sambúð er með forræði bams. Þá verður sameiginlegt forræði yfir baminu og báðir aðilar geta verið fulltrú- ar þess. Ef kynforeldri fellur frá mun uppeldisforeldrið taka við. Enda þótt þetta sé stökkbreyting fr am á við fyrir okkur gerðum við okkur lengi von um að stjúpætt- leiðing myndi fylgja en það náðist ekki. Það era vonbrigði. Eins er frumættleiðing og tæknifrjóvgun enn eins langt frá okkur og kirkj- an. Það eru því kirkjan og krakk- arnir þar sem fordómamir lifa enn þá. Og þannig er það alls stað- ar þar sem sambúð samkyn- hneigðra hefur verið staðfest. Þess vegna segi ég, við erum að koma heim úr útlegð en á skil- orði,“ sagði Margrét Pála Ólafs- dóttir. -S.dór JLwmrnmm§mr Verta viðbúinfnj vúutmgi Herdís Storgaard: Líklega til land- læknis Sterkar líkur eru á að Herdís Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi hjá Slysavarnafélagi Islands, fari til starfa fyrir landlæknisembættið þegar hún lætur af störfum hjá Slysavarnafélaginu í sumar. Eins og fram kom í DV í gær hef- ur Herdís sagt upp störfum hjá Slysavarnafélaginu vegna óánægju og samstarfsörðugleika á skrifstofu félagsins. Ólafur Ólafsson landlæknir vildi ekki ræða þetta mál þegar DV leit- aði eftir því í gær. -GK V Sunnudagur ' og mánudagur Gestur Hjaltason fyrír framan versl- un sína. Kjarval á Hellu: Þögul mót- mæli íbúanna íbúar á Hellu höfðu í frammi þög- ul mótmæli fyrir framan verslunina Kjarval í gær. Búðin hét áður, Höfn- Þríhyrningur. Samnefnt fyrirtæki hefur nú opnað breytta verslun á Selfossi sem er að keppa við 10-11 sem nýlega opnaði útibú þar í bæ. íbúar á Hellu óttast að í kjölfarið flytjist fjármagn og atvinna í burtu frá byggðarlaginu. Mótmælin fóru þannig fram að fólk lagði bdum sínum fyrir utan Kjarval með spjöld í gluggum þar sem meðal annars stóð á „atvinnu í héraði“ og „við viljum að fjármagn- ið stoppi hér heima og verði til at- vinnuuppbyggingar." Að sögn Gests Hjaltasonar framkvæmdastjóra Hafnar-Þríhymings eru þessi mót- mæli á misskilningi byggð. Fyrir- tækið hafi til dæmis lagt 10 miljón- ir króna í uppbyggingu á fullkomnu sláturhúsi. Aðspurður kvaðst hann lítast vel á aukna samkeppni á markaðnum með tilkomu nýju 10-11 versluninni á Selfossi. - Jón Ben LAUGARDAGUR 8. JUNI 1996 Móðir og tvö börn slösuðust Móðir og tvö börn hennar slösuð- ust þegar bíll valt í lausamöl skammt sunnan Hólmavíkur í fyrrakvöld. Voru hin slösuðu flutt undir læknishendur á Hólmavík en reynd- ust ekki alvarlega slösuð. Þau höfðu hlotið mar og skrámur og fengu að fara heim að skoðun lokinni. -GK Slydda fyrir austan: Fjallvegir að teppast Hellisheiði eystri - milli Vopna- fjarðar og Héraðs - var orðin þung- fær vegna snjóa síðdegis í gær. Slydda hafði þá verið víða á Aust- fjörðum, grátt í föllum og sumstaðar krapi allt niður í flæðarmál. Hiti var rétt yfxr frostmarki og vetralegt um að litast. -GK Í ý i i i I i i i Hvað er betra en púla léttklæddur í sumri og sól? Þessir strákar, sem voru að malbika Njarðargötuna, nutu sin vel i blíðunni. Nú standa yfir miklar malbikunarframkvæmdir vítt og breitt enda hafa naglarnir spænt upp malbikið á snjó- léttum vetri. DV-mynd GS Þrírbílar é stórskemmdir ^ Þrír bílar stórskemmdust í hörð- um árekstri á Nýbýlavegi i Kópa- vogi eftir hádegið í gær. Farþegi úr einum bílnum fór á slysadeild en reyndist ekki alvarlega slasaður. Bilarnir voru allir fluttir á brott með kranabíl og er jafnvel talið að tjónið geti numið milljónum. -GK Smuguveiðar: Nefnd á fund Norðmanna í gær héldu utan embættismenn- irnir Guðmundur Eiríksson, Árni Kolbeinsson og Albert Jónsson til að taka þátt í viðræðum við Norð- menn og Rússa í dag um Smugu- veiðar. Áætlað er að fundurinn standi í dag en framhald gæti orðið á morgun ef efni standa til. -GK Selfoss: i i i i * ist i Ökumaður og barn slösuðust í hörðum árekstri á Selfossi síðdegis í gær. Tveir bílar skullu saman á | mótum Engjavegar og Tryggvagötu. Hin slösuðu voru flutt á heilsu- i gæslustöðina til rannsóknar. Bil- | arnir eru mikið skemmdir og varð i að kalla út slökvilið til að hreinsa olíu af götunni. -GK OPEL Opel flstna Verð kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöíba 2a Sími: 525 9000 FRÉTTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 KIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.