Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 12
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 12 erlend bóksjá Metsölukiljur Skáldsagan um ástir Barböru kvikmynduð Bretland Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. (12988) 2. Patrlcia 0. Cornwell: From Potter's Fleld. (12756) 3. Mlchael Crlchton: The Lost World. (11748) 4. Pat Barker: The Ghost Road. (10899) 5. Stephen Klng: Nlght Journey. (9806) 6. Danlelle Steel: Ughtning. (9149) 7. Clare Francls: Betrayal. (8464) 8. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. (7764) 9. Nlck Hornby: High Rdeilty. (7012) 10. D. & L. Eddlngs: Belgarath the Sorcerer. (6227) Rlt almenns eölis: 1. Bili Bryson: Notes from a Small Island. (13.028) 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (3482) 3. Margaret Forster: Hidden Llves: A Famlly Memoir. (1817) 4. Jung Chang: Wild Swans. (2633) 5. Paul Theroux: The Plllars of Hercules. (2512) 6. Erlc Lomax: The Railway Man. (2447) 7. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. (1875) 8. Chris Ryan: The One That Got Away. (1551) 9. Wlll Hutton: The State We're In. (1479) 10. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. (1453) Innbundnar skáldsögur: 1. Ben Elton: Popcorn. (2749) 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. (1783) 3. Chrls Ryan: Stand By, Stand By. (1686) 4. Kevln J. Anderson: X-Flles 4: Rulns. 1539) 5. John Grlsham: The Runaway Jury. (1395) Innbundin rit almenns eölis: 1. Jack Ramsay: SAS: The Soldler's Story. (788) 2. Wendy Beckett: The Story of Palnting. (715) 3. Jane Goldman: The X-Flles Book of the Unexplalned. (624) 4. Davld Hopps: Free as a Blrd. (484) 5. Brian Scoveli: Dlckle. (471) (Byggt á The Sunday Tlmes) Ein eftirminnilegasta skáldsaga færeysks rithöfundar á þessari öld er tvímælalaust „Barbara“ eftir Jorgen-Frantz Jacobsen. Þótt höfundurinn byggði frásögn sína á raunverulegum atburðum sem gerðust í Færeyjum á sautj- ándu öld var það þó reynsla hans sjálfs sem gæddi söguna lífi - en hún kom út árið 1939, ári eftir að Jacobsen lést úr berklum. Kunnasti rithöfundur Færeyinga á þessari öld, William Heinesen, var náinn vinur Jacobsens og sá um að koma skáldsögunni á markað. Hún hefur síðan verið prentuð þrjátíu sinnum eða svo hjá Gyldendalfor- laginu, sem hefur selt nokkur hundruð þúsund eintök af bókinni, og að auki verið þýdd á fjölda tungumála. Og nú er verið að gera kvikmynd um þessa mögnuðu per- sónu. Einn kunnasti gagnrýnandi Dana, Tom Kristensen, komst svo að orði um skáldsöguna þegar hún kom fyrst út að Jacobsen hefði þar tekist að fanga heimskupör ástar- innar, brjásemi afbrýðiseminnar, sætleika tálsins og sakleysi ótryggð- arinnar. Setti allt á annan endann Söguefnið sótti Jacobsen í raun- verulega atburði í færeyskri sögu. Fyrirmynd hans hét Bente Kristine. Hún fæddist utan hjónabands i Kaupmannahöfn og kom barn að aldri til Þórshafnar í Færeyjum árið 1668. Þar átti hún eftir að setja eyj- arnar á annan endann með líferni Estrid Banning Good: fyrirmynd Jorgen-Frantz Jacobsens aö Bar- böru. Umsjón Elías Snæland Jónsson sínu, ekki síst frjálslyndi I ástamál- um. Þegar hún lést, 84 ára að aldri, árið 1752, hafði hún gifst þremur prestum - og lifði sá þriðji hana. Hina tvo hafði hún að mati eyjar- skeggja hrakið í dauðann langt fyr- ir aldur fram með óheftu framferði sínu. Þrátt fyrir þetta lýsir Jacobsen Barböru, sem hann kallar svo í sög- unni, ekki aðeins af næmri tilfinn- ingu heldur einnig af mikilli samúð. Hann er gagntekinn af þessari konu og honum tekst frábærlega að vekja hana til lífsins á síðum þessarar einu, en sígildu skáldsögu sinnar. r Astarjátning Ástæðan er sú að þótt hann væri að skrifa sögulega skáldsögu hafði hann fyrir sér lifandi fyrirmynd að Barböru úr eigin lífi, konu sem hafði mikil áhrif á hann og reyndar ílesta aðra karlmenn sem hún komst í kynni við - og þeir voru margir. Hún heitir Estrid Bannister Good og er enn á lífi, 92 ára að aldri. Hún kom sem táningur, árið 1921, til Færeyja ásamt systur sinni - en þær áttu færeyska móður og dansk- an föður. Þótt hún væri þá þegar trúlofuð Englendingi, sem hún síðar giftist, lagði hún marga unga karl- menn að fótum sér í heimsókninni til Færeyja, þar á meðal rithöfund- ana Heinesen og Jacobsen. Estrid fangaði svo gjörsamlega hjarta Jacobsens að hann kvæntist aldrei. Þau héldu nánu bréfasam- bandi alla tíð og hún bjó um hríð á heimili hans þegar hann var að semja skáldsöguna. í bréfum sem hann ritaði ættingjum sínum og vinum um það leyti íjallaöi Jacob- sen um Estrid sem Barböru. Gjarnan er litið á skáldsöguna Barböru sem einstæða ástarjátn- ingu til Estrid sem var, eins og Bar- bara skáldsögunnar, í senn afar ástríðufull og fjöllynd í ástamálum. vísindi_________________ Flottustu eldflugumar Ef karlkyns eldfluga ætlar sér :: að ná í flottasta kvendýrið og það eftirsóknarverðasta er eins gott fyrir gutta að láta halann blikka | nógu oft, segja bandarískir vís- ; indamenn. Vísindamennirnir uppgötvuðu I nýja aðferð til að herma eftir glömpunum í eldflugum og ákváðu að kanna kynlíf þein-a. Þeir komust að því að kvendýrin réðu úrslitum um hvaða karl- flugur höfðu heppnina meö sér, því kvenflugurnar voru hrifnast- ar af körlunum sem blikkuðu ljóshölum sínum oftar en hinir. Kókaín tengt lifrarbólgu Rannsókn á blóðgjöfum, sem sýndu merki þess að hafa ein- hvern tíma smitast af lifrarhólgu C, hefur leitt í ljós hugsanlegt : samband milli sjúkdómsins og þess að sjúga kókaín upp í nefið. Vísindamenn við bandarísku rannsóknarstofnunina í ofnæm- is- og smitjúkdómum segja að | misnotkun kókains sem slík sé | ekki orsök veirusýkingarinnar. Lifrarbólga C smitast alla jafna meö blóði. Hugsanlegt er talið að smitað blóð á stráinu, | sem kókaínneytendur nota, kom- | ist í snertingu við blóð sogmanns gegnum særindi i nefinu. Umsjón Guðlaugur Beigmundsson Forfeður hvalanna syntu upp í árnar til að drekka -Forfeður nútímahvala skakklöppuðust ekki bara um á fjórum fótum á ströndinni heldur áttu þeir það líka til að synda upp ár og læki til að fá sér að drekka. Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum og Indlandi, sem hef- ur rannsakað tennur úr fjórum tegundum af steingerð- um hvölum, segir frá því í tímaritinu Nature í maílok að þrír þeirra hafi varið um- talsverðum tíma í ferskvatni. Spendýr sem lifa á þurru landi geta ekki þrifist án þess að hafa aðgang að fersku vatni. Öðru máli gegnir hins vegar um hvali og flesta höfrunga. En þar sem sjávar- spendýrin hófu feril sinn sem landdýr sem héldu út í brimsölt haf- djúpin, má gera ráð fyrir því að um tíma hafi þau enn þurft á ferskvatni að halda. Vísindamennirnir rannsökuðu steingerðar leifar fomra hvala sem fundust i 50 milljón ára gömlu grjóti í Pakistan og mældu hlutfall súrefnisísótópa sem varð- veittust í tönnum þeirra. Vísindamennirnir sögðu sem svo að tennumar mundu endurspegla vatnsneyslu dýr- anna, hvort sem um var að ræða salt- eða ferskvatn, á þessum tíma, þ.e. fyrir 50 milljón árum. Tvær hvalateg- undanna, Pakicetus og Nalacetus, fundust í ferskvatns- setlögum en þriðja tegundin, Ambulocetus, fannst við ströndina. Öll vora dýrin með ferskvatnstennur. Aðeins ein tegundanna fjögurra, sem vísindamenirnir rannsök- uðu, Indocetus, drakk sjó allan tímann. Sú tegund hlýt- ur þá að hafa verið búin að þróa með sér aðferð til að losa sig við saltið. Nútímahá- hyrningar éta seli og önnur sjávarspen- dýr, sem öll era að mestu leyti úr vatni. í augum sliks hvals er selur- inn því eins konar dykkur á priki, segja vísindamenn. „Þeir éta dýr sem hafa minna salt- innihald í lík- amanum en er í vatninu um- hverfis,“ segir David George, sem starfar við breska náttúrufræð- isafnið, í við- tali við breska blaðið Guardian. „Þeir eiga því ekki í miklum vandræðum með að losa sig við umframsaltið. Skíðishvalir, sem nærast á átu, en hún hefur svipað saltmagn og vatnið umhverfis, eru með miklu stærri nýra. Þeir hleypa þvi mjög miklu af þvagi í gegnum þau til að losa sig við saltið." Hann telur að hvalir hafi byrjað sem tenntar fiskæt- ur sem héldu til í árósum og þeir hafi síðan vaxið og vaxið þar sem betra sé fyrir sjávardýr að vera stór. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mile: The Bad Death of | Eduard Delacroiz. 2. Patricla Cornwell: From Potter’s Reld. 3. Danielle Steel: Llghtning. 4. Pat Conroy: Beach Muslc. 5. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 6. Nora Roberts: Darlng to Dream. 7. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Ken Follett: A Place Called Freedom. 9. Stephen King: The Green Mlle: Coffey’s Hands. 10. Dean Koontz: Strange Highways. 11. John Grlsham: A Tlme to Klll. 12. Stephen King: The Green Mile: The Mouse on the Mile. 13. Stephen Klng: The Green Mile: The Two Dead Girls. 14. Joseph R. Garber: Vertlcal Run. 15. Sandra Brown: The Witness. 1 Rit almenns eölis: 1. Mary Pipher: Revivlng Ophelia. 2. Colin L. Powell: My Amerlcan Journey. 3. Mary Karr: The Llar's Club. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 5. J. Douglas & M. Olshaker: Mindhunter. 6. John Feinstein: A Good Walk Spoiled. 7. Jack Mlles: God: A Biography. 8. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 9. Thomas Moore: Care of the Soul. 10. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 11. Gall Sheehy: New Passages. 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 13. Isabel Atlende: Paula. 14. Helen Prejean: Dead Man Walkíng. 15. D. Hays & D. Hays: My Old Man and the Sea. (Byggt á New York Times Book Revlew) I Blýkollur er blýþungur Börn sem komast í snertingu | við blý á unga aldri halda áfram að súpa af því seyðið í mörg ár á I eftir og gengur t.d. verr en öðrum ! á greindarprófum. Vísindamenn í Ástralíu, undir stjóm Shilu Tong, rannsökuðu 375 börn sem fæddust í eða 1 ná- 1 grenni bæjarins Port Pirie, þar sem blýbræðsla er starfrækt. IBörnin höfðu öll komist í snert- ingu við blý í frumbernsku en vora 11 til 13 ára þegar rann- sóknin var gerð. Hópur Tong komst að því að því meira blý sem var í blóði barnanna, þeim mun lægri var | greind þeirra þegar unglingsaldr- Iinum var náð. Pillan og háþrýstingur Ný kynslóð getnaðarvarn- arpillna, sem innihalda bæði | estrógen og prógestógen, hækkar blóðþrýsting kvenna og læknar ættu því að fylgjast grannt með þeim sem taka pillurnar, segja breskir vísindamenn. Getnaðarvarnarpillur hafa § lengi verið taldar valda auknum Iblóöþrýstingi og því mæla lækn- ar reglubundið blóðþrýsting þeirra kvenna sem taka þær. Vís- indamenn höfðu gert sér vonir um að nýjar pillur yrðu betri. Neil Poulter, farsóttafræðingur við læknaskóla University Col- I lege í London, segir að konur sem taka pillur sem aðeins inni- halda prógestógen séu ekki í hættu á að fá hærri blóðþrýsting.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.