Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 12 erlend bóksjá Metsölukiljur Skáldsagan um ástir Barböru kvikmynduð Bretland Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. (12988) 2. Patrlcia 0. Cornwell: From Potter's Fleld. (12756) 3. Mlchael Crlchton: The Lost World. (11748) 4. Pat Barker: The Ghost Road. (10899) 5. Stephen Klng: Nlght Journey. (9806) 6. Danlelle Steel: Ughtning. (9149) 7. Clare Francls: Betrayal. (8464) 8. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. (7764) 9. Nlck Hornby: High Rdeilty. (7012) 10. D. & L. Eddlngs: Belgarath the Sorcerer. (6227) Rlt almenns eölis: 1. Bili Bryson: Notes from a Small Island. (13.028) 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (3482) 3. Margaret Forster: Hidden Llves: A Famlly Memoir. (1817) 4. Jung Chang: Wild Swans. (2633) 5. Paul Theroux: The Plllars of Hercules. (2512) 6. Erlc Lomax: The Railway Man. (2447) 7. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. (1875) 8. Chris Ryan: The One That Got Away. (1551) 9. Wlll Hutton: The State We're In. (1479) 10. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. (1453) Innbundnar skáldsögur: 1. Ben Elton: Popcorn. (2749) 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. (1783) 3. Chrls Ryan: Stand By, Stand By. (1686) 4. Kevln J. Anderson: X-Flles 4: Rulns. 1539) 5. John Grlsham: The Runaway Jury. (1395) Innbundin rit almenns eölis: 1. Jack Ramsay: SAS: The Soldler's Story. (788) 2. Wendy Beckett: The Story of Palnting. (715) 3. Jane Goldman: The X-Flles Book of the Unexplalned. (624) 4. Davld Hopps: Free as a Blrd. (484) 5. Brian Scoveli: Dlckle. (471) (Byggt á The Sunday Tlmes) Ein eftirminnilegasta skáldsaga færeysks rithöfundar á þessari öld er tvímælalaust „Barbara“ eftir Jorgen-Frantz Jacobsen. Þótt höfundurinn byggði frásögn sína á raunverulegum atburðum sem gerðust í Færeyjum á sautj- ándu öld var það þó reynsla hans sjálfs sem gæddi söguna lífi - en hún kom út árið 1939, ári eftir að Jacobsen lést úr berklum. Kunnasti rithöfundur Færeyinga á þessari öld, William Heinesen, var náinn vinur Jacobsens og sá um að koma skáldsögunni á markað. Hún hefur síðan verið prentuð þrjátíu sinnum eða svo hjá Gyldendalfor- laginu, sem hefur selt nokkur hundruð þúsund eintök af bókinni, og að auki verið þýdd á fjölda tungumála. Og nú er verið að gera kvikmynd um þessa mögnuðu per- sónu. Einn kunnasti gagnrýnandi Dana, Tom Kristensen, komst svo að orði um skáldsöguna þegar hún kom fyrst út að Jacobsen hefði þar tekist að fanga heimskupör ástar- innar, brjásemi afbrýðiseminnar, sætleika tálsins og sakleysi ótryggð- arinnar. Setti allt á annan endann Söguefnið sótti Jacobsen í raun- verulega atburði í færeyskri sögu. Fyrirmynd hans hét Bente Kristine. Hún fæddist utan hjónabands i Kaupmannahöfn og kom barn að aldri til Þórshafnar í Færeyjum árið 1668. Þar átti hún eftir að setja eyj- arnar á annan endann með líferni Estrid Banning Good: fyrirmynd Jorgen-Frantz Jacobsens aö Bar- böru. Umsjón Elías Snæland Jónsson sínu, ekki síst frjálslyndi I ástamál- um. Þegar hún lést, 84 ára að aldri, árið 1752, hafði hún gifst þremur prestum - og lifði sá þriðji hana. Hina tvo hafði hún að mati eyjar- skeggja hrakið í dauðann langt fyr- ir aldur fram með óheftu framferði sínu. Þrátt fyrir þetta lýsir Jacobsen Barböru, sem hann kallar svo í sög- unni, ekki aðeins af næmri tilfinn- ingu heldur einnig af mikilli samúð. Hann er gagntekinn af þessari konu og honum tekst frábærlega að vekja hana til lífsins á síðum þessarar einu, en sígildu skáldsögu sinnar. r Astarjátning Ástæðan er sú að þótt hann væri að skrifa sögulega skáldsögu hafði hann fyrir sér lifandi fyrirmynd að Barböru úr eigin lífi, konu sem hafði mikil áhrif á hann og reyndar ílesta aðra karlmenn sem hún komst í kynni við - og þeir voru margir. Hún heitir Estrid Bannister Good og er enn á lífi, 92 ára að aldri. Hún kom sem táningur, árið 1921, til Færeyja ásamt systur sinni - en þær áttu færeyska móður og dansk- an föður. Þótt hún væri þá þegar trúlofuð Englendingi, sem hún síðar giftist, lagði hún marga unga karl- menn að fótum sér í heimsókninni til Færeyja, þar á meðal rithöfund- ana Heinesen og Jacobsen. Estrid fangaði svo gjörsamlega hjarta Jacobsens að hann kvæntist aldrei. Þau héldu nánu bréfasam- bandi alla tíð og hún bjó um hríð á heimili hans þegar hann var að semja skáldsöguna. í bréfum sem hann ritaði ættingjum sínum og vinum um það leyti íjallaöi Jacob- sen um Estrid sem Barböru. Gjarnan er litið á skáldsöguna Barböru sem einstæða ástarjátn- ingu til Estrid sem var, eins og Bar- bara skáldsögunnar, í senn afar ástríðufull og fjöllynd í ástamálum. vísindi_________________ Flottustu eldflugumar Ef karlkyns eldfluga ætlar sér :: að ná í flottasta kvendýrið og það eftirsóknarverðasta er eins gott fyrir gutta að láta halann blikka | nógu oft, segja bandarískir vís- ; indamenn. Vísindamennirnir uppgötvuðu I nýja aðferð til að herma eftir glömpunum í eldflugum og ákváðu að kanna kynlíf þein-a. Þeir komust að því að kvendýrin réðu úrslitum um hvaða karl- flugur höfðu heppnina meö sér, því kvenflugurnar voru hrifnast- ar af körlunum sem blikkuðu ljóshölum sínum oftar en hinir. Kókaín tengt lifrarbólgu Rannsókn á blóðgjöfum, sem sýndu merki þess að hafa ein- hvern tíma smitast af lifrarhólgu C, hefur leitt í ljós hugsanlegt : samband milli sjúkdómsins og þess að sjúga kókaín upp í nefið. Vísindamenn við bandarísku rannsóknarstofnunina í ofnæm- is- og smitjúkdómum segja að | misnotkun kókains sem slík sé | ekki orsök veirusýkingarinnar. Lifrarbólga C smitast alla jafna meö blóði. Hugsanlegt er talið að smitað blóð á stráinu, | sem kókaínneytendur nota, kom- | ist í snertingu við blóð sogmanns gegnum særindi i nefinu. Umsjón Guðlaugur Beigmundsson Forfeður hvalanna syntu upp í árnar til að drekka -Forfeður nútímahvala skakklöppuðust ekki bara um á fjórum fótum á ströndinni heldur áttu þeir það líka til að synda upp ár og læki til að fá sér að drekka. Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum og Indlandi, sem hef- ur rannsakað tennur úr fjórum tegundum af steingerð- um hvölum, segir frá því í tímaritinu Nature í maílok að þrír þeirra hafi varið um- talsverðum tíma í ferskvatni. Spendýr sem lifa á þurru landi geta ekki þrifist án þess að hafa aðgang að fersku vatni. Öðru máli gegnir hins vegar um hvali og flesta höfrunga. En þar sem sjávar- spendýrin hófu feril sinn sem landdýr sem héldu út í brimsölt haf- djúpin, má gera ráð fyrir því að um tíma hafi þau enn þurft á ferskvatni að halda. Vísindamennirnir rannsökuðu steingerðar leifar fomra hvala sem fundust i 50 milljón ára gömlu grjóti í Pakistan og mældu hlutfall súrefnisísótópa sem varð- veittust í tönnum þeirra. Vísindamennirnir sögðu sem svo að tennumar mundu endurspegla vatnsneyslu dýr- anna, hvort sem um var að ræða salt- eða ferskvatn, á þessum tíma, þ.e. fyrir 50 milljón árum. Tvær hvalateg- undanna, Pakicetus og Nalacetus, fundust í ferskvatns- setlögum en þriðja tegundin, Ambulocetus, fannst við ströndina. Öll vora dýrin með ferskvatnstennur. Aðeins ein tegundanna fjögurra, sem vísindamenirnir rannsök- uðu, Indocetus, drakk sjó allan tímann. Sú tegund hlýt- ur þá að hafa verið búin að þróa með sér aðferð til að losa sig við saltið. Nútímahá- hyrningar éta seli og önnur sjávarspen- dýr, sem öll era að mestu leyti úr vatni. í augum sliks hvals er selur- inn því eins konar dykkur á priki, segja vísindamenn. „Þeir éta dýr sem hafa minna salt- innihald í lík- amanum en er í vatninu um- hverfis,“ segir David George, sem starfar við breska náttúrufræð- isafnið, í við- tali við breska blaðið Guardian. „Þeir eiga því ekki í miklum vandræðum með að losa sig við umframsaltið. Skíðishvalir, sem nærast á átu, en hún hefur svipað saltmagn og vatnið umhverfis, eru með miklu stærri nýra. Þeir hleypa þvi mjög miklu af þvagi í gegnum þau til að losa sig við saltið." Hann telur að hvalir hafi byrjað sem tenntar fiskæt- ur sem héldu til í árósum og þeir hafi síðan vaxið og vaxið þar sem betra sé fyrir sjávardýr að vera stór. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mile: The Bad Death of | Eduard Delacroiz. 2. Patricla Cornwell: From Potter’s Reld. 3. Danielle Steel: Llghtning. 4. Pat Conroy: Beach Muslc. 5. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 6. Nora Roberts: Darlng to Dream. 7. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Ken Follett: A Place Called Freedom. 9. Stephen King: The Green Mlle: Coffey’s Hands. 10. Dean Koontz: Strange Highways. 11. John Grlsham: A Tlme to Klll. 12. Stephen King: The Green Mile: The Mouse on the Mile. 13. Stephen Klng: The Green Mile: The Two Dead Girls. 14. Joseph R. Garber: Vertlcal Run. 15. Sandra Brown: The Witness. 1 Rit almenns eölis: 1. Mary Pipher: Revivlng Ophelia. 2. Colin L. Powell: My Amerlcan Journey. 3. Mary Karr: The Llar's Club. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 5. J. Douglas & M. Olshaker: Mindhunter. 6. John Feinstein: A Good Walk Spoiled. 7. Jack Mlles: God: A Biography. 8. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 9. Thomas Moore: Care of the Soul. 10. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 11. Gall Sheehy: New Passages. 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 13. Isabel Atlende: Paula. 14. Helen Prejean: Dead Man Walkíng. 15. D. Hays & D. Hays: My Old Man and the Sea. (Byggt á New York Times Book Revlew) I Blýkollur er blýþungur Börn sem komast í snertingu | við blý á unga aldri halda áfram að súpa af því seyðið í mörg ár á I eftir og gengur t.d. verr en öðrum ! á greindarprófum. Vísindamenn í Ástralíu, undir stjóm Shilu Tong, rannsökuðu 375 börn sem fæddust í eða 1 ná- 1 grenni bæjarins Port Pirie, þar sem blýbræðsla er starfrækt. IBörnin höfðu öll komist í snert- ingu við blý í frumbernsku en vora 11 til 13 ára þegar rann- sóknin var gerð. Hópur Tong komst að því að því meira blý sem var í blóði barnanna, þeim mun lægri var | greind þeirra þegar unglingsaldr- Iinum var náð. Pillan og háþrýstingur Ný kynslóð getnaðarvarn- arpillna, sem innihalda bæði | estrógen og prógestógen, hækkar blóðþrýsting kvenna og læknar ættu því að fylgjast grannt með þeim sem taka pillurnar, segja breskir vísindamenn. Getnaðarvarnarpillur hafa § lengi verið taldar valda auknum Iblóöþrýstingi og því mæla lækn- ar reglubundið blóðþrýsting þeirra kvenna sem taka þær. Vís- indamenn höfðu gert sér vonir um að nýjar pillur yrðu betri. Neil Poulter, farsóttafræðingur við læknaskóla University Col- I lege í London, segir að konur sem taka pillur sem aðeins inni- halda prógestógen séu ekki í hættu á að fá hærri blóðþrýsting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.