Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Spurningin Lesendur Ætlar þú aö mennta þig eitthvaö í vetur? Þórður Ragnarsson sölumaður: Nei, ekkert. Halldór Freyr Sveinsson nemi: Já, ég fer á íþróttafræðibraut í Verkmenntaskóla Austurlands. Eydís Bjömsdóttir nemi: Já, ég fer í 8. bekk í Foldaskóla. Skarphéðinn Þórisson kennari: Það er ekki planað en ég sé um að mennta aðra. Bára Kristín Pétursdóttir: Já, ég ætla að fara í meiraprófið. Hallgrímur Thorsteinsson, starfar við tölvur: Já, ég ætla að mennta mig á hverjum einasta degi. Leifsstöð þarfnast ekki stækkunar - þrátt fyrir landamæravörslu Má ekki nýta hinn langa og breiöa rana betur en nú er gert? - Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Birgir Guðmundsson hringdi: Ég las bréf sem birtist í DV í síð- ustu viku um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli og hvort nauðsyn sé á stækkun byggingarinn- ar, sem bréfritari taldi ekki vera. Jafnvef ekki þótt svonefnt Schengen- samkomulag tæki gifdi um landa- mæravörslu fyrir Evrópuríki við komu farþega til Keflavíkur. Ég er bréfritara mjög sammáfa og vil ekki að gripið verði til frekari erfendrar fántöku vegna stækkunar Leifsstöðvar. Nú þegar hefur farið afltof mikið fé í bygginguna ásamt lagfæringum svo nemur hundruð- um miffjóna króna. Þama syðra er hægt að lagfæra og endurhanna inn- réttingar tif að fétta bið farþega og taka við enn fleirum en nú er gert. Staðreynd er að þarna eru aðaffega tveir áfagstímar dagfega vegna komu og brottfara farþegaflugvéla en þess á milli eru flugvélakomur strjáfar. Þegar ég hef farið þarna um finnst mér ekki meiri bið en gengur og gerist á erlendum flugvölfum við innritun. Ég tek dæmi af innritun minni með flugi Flugleiða frá París. Þar var um langa bið aö ræða og ekkert við því að segja. Fyrstur kemur, fyrstur fær þjónustu eins og ávallt. - Og svo er alltaf ráð að end- urskipuleggja komu- og brottfarar- tíma í Keflavík og dreifa þeim mun meira en gert er í dag. - Vel á minnst: Má ekki nýta hinn langa og breiða rana mun betur en nú er gert? Þar eru lítil eða engin umsvif önnur en þau er farþegar koma að og frá flugi. Ef landamæravarsla á Keflavík- urflugvelli er knýjandi vegna Schengen-samkomulagsins hljóta viðkomandi ríki að greiða fyrir þá landamæravörslu. Viðhald á Leifs- stöð á hins vegar að vera viðunandi en svo er ekki í dag. Aðallega smærri atriði sem stinga i augu, svo sem ryðgað víravirki á framhlið eins og bréfritari benti á í bréfi sínu. Einnig er komin móða á hina fogru, hallandi gluggahlið stöðvar- innar. Marga grunar að þrýstingurinn um stækkun Leifsstöðvar kunni frekar að koma frá öðrum aðilum en hinu opinbera, jafnvel þeim sem ekkert munu starfa í flugstöðinni nema við stækkunarframkvæmd- irnar sjálfar. Nóg er komið af und- anlátssemi ráðamanna við valda- mikla þrýstihópa sem hafa haft hverja ríkisstjómina eftir aðra í vasanum. Kvennamæða og 4800 sjóliðar Elín Sigurðardóttir skrifar: Sjaldan hef ég orðið eins forviða og við að lesa mótmæli frá Menn- ingar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna við komu nokkurra her- skipa til Reykjavíkur á næstu dög- um. í mótmælunum segja þær að „það sé ekki vilji almennings að hér liggi floti herskipa og að 4800 sjólið- ar hafi höfuðborgina að leikvelli". Hafa þessar konur vald til að dæma um hvað er vilji Edmennings í þessu efni? Ég tel svo ekki vera. Hins vegar lítillækka þær Sigrún Gunnlaugsdóttir formaður og Þór- unn Magnúsdóttir, varaformaður Menningar- og friðarsamtakanna, íslenskar konur hrikalega með þess- um opinberu mótmælum sinum. Undirtónninn er auðvitað sá, þótt þær þori ekki að birta hann, að ís- lenskum konum sé ekki treystandi til að vita af erlendum sjóliðum í höfúðborginni án þess að leita lags viö þá. Koma ekki hingað ferðamenn, sem eru m.a. hermenn, í leyfi? Því ekki að mótmæla almennt öllum er- lendum ferðamönnum? Ofbeldið færist í vöxt - bitnar jafnt á mönnum sem dýrum Hjördís skrifar: Maður heyrir og les um hvert óhæfuverkið af öðru. Það er ráðist á fólk á götum úti, sparkað í andlit manna og þeim misþyrmt á hroða- legan hátt. Það er ráðist á dýrin og oft er sagt frá því að einhver hafi drepið fugl eða kött, rétt eins og frá hverjum öðrum algengum viðburði. Ég skal játa að fjölmiðlamir, flestir, era hættir að draga taum misindis- mannanna með því að segja að þeir hafi nú verið drakknir eða undir áhrifúm vímuefna. Þetta gekk lengi vel í fólkið sem sagði þá sem svo: Jæja, þetta er nú gert undir áhrif- um og viðkomandi sér eftir þessu þegar hann er orðinn allsgáður. Þetta er þó ekki svona einfalt. Mennimir era einfaldlega misjafnir að upplagi; sumir hafa í sér gen of- stopa og hefnigimi, aðrir eru ijúfir og þægir allt sitt líf og gera engum Hver getur fengið af sér að drekkja saklausri kind? mein. Það verður því að taka þá verulega föstum tökum sem brjóta gegn almennum siðferðisreglum. Linkind gerir illt verra. Piltamir sem drekktu kindinni á Hvammstanga era að mínu mati dæmi um einstaklinga sem þarf að fylgjast vel með. í frétt um málið segir að sýslumaður hafi lofað að tala hressilega við kauða. Ekki dett- ur mér í hug að það hafi varanleg áhrif. En guð láti gott á vita. Það eitt að drekkja fallegri skepnu af engu tilefni er óhugnanlegur at- burður sem hlýtur að skilja eftir einhver spor í umhverfmu þar sem þetta er gert. Hver getur fengið af sér að drekkja saklausri kind? Eða er þjóðfélagið að falla saman af þessum illu hvötum sem era sífellt meira áberandi í þjóðfélaginu? Ekki bara vegna þessa atburðar, heldur sýnilega alls staðar og kemur fram í verkfóllum, þrátefli um launakjör og áberandi afskiptaleysi af náung- anum. Ég segi bara: Guð hjálpi okk- ur ef við eigum að halda áfram að vera ein þjóð í þessu landi. í síma 5000 kl. 14 og 16 BJÍÍiiíM þjónusta allan r>v Ólympíuferð án forseta ÍSÍ Björn Einarsson hringdi: Ég var ekki á landinu þegar Ólympíuleikamir stóðu yfir og var að lesa íslensku blöðin frá þessum tíma. Ég er furðu lostinn yfir því að aldrei hafi staðið til að bjóða forseta ÍSÍ á leikana. Ég taldi það nánast sjálfsagðan hlut að forseti ÍSÍ færi í þessa ferð, líkt og fýrri forsetar sambands- ins, en þeir voru sjálfkjömir sem aðalfararstjórar. Það hefur kannski einhverjum öðrum ver- ið meiri þörf að komast að sem fararstjóri eða -stjóram í þetta sinn. Vörugjaldið og EFTA Hjálmar skrifar: Undarlegt hvernig stjórnvöld hafa látið dankast að afnema vörugjaldið óvinsæla. Nú er komið að því að Eftirlitsstofnun EFTA ætlar að halda til streitu málssókn á hendiu- íslenska rík- inu fyrir EFTA-dómstólnum. Fyrst vora sendar hingað til lands athugasemdir árið 1994 og hefur þetta verið að vefiast fyrir ráðamönnum hér æ síðan. Með lagabreytingu á þessu ári hefur samt ekki birt til hjá íslenska ríkinu og margir í einkageiran- um munu halda sig við skaða- bótarétt vegna fjárhagstjóns af völdum brots ríkisins á EES- reglunum, sem við höfúm þó undirgengist að hlíta. Varasamur verð- bréfamarkaður R.P.Þ. skrifar: Viðskipti með hlutabréf í SÍF nýverið hafa leitt huga margra að því hvort vinnubrögð á hin- um ahnenna verðbréfamarkaði séu i takt við almennar siðvenj- ur í þessum viðskiptageira eins og hann er hugsaður og tíðkaður víðast hvar. Það hlaut svo sem að koma að því að íslendingar gætu ekki setið markaösklárinn á þessu sviði fremur en öðram þegar fjármunir era annars veg- ar. Ég fagna því hins vegar að nú skuli eiga að taka af skarið með því að setja strangar reglur um starfshætti og siðvenjur á borð við þær sem gilda erlendis. Þetta hefði auðvitað átt að gera fyrr. Góðæri eða hallæri? Þröstur hringdi: Mér þykir kyndug umræðan um þjóðfélagsmálin þessa dag- ana. Það er í raun verið að þrátta um það hvort hér ríki góð- æri eða hallæri! Er hér kannski hvort tveggja í senn, gott fyrir þá sem eiga næga fjármuni og slæmt fyrir þá sem litla eða enga hafa? Það er svo sem ekkert nýtt. Hitt er nýtt að ekki skuli stjóm- völd og aðilar vinnumarkaðar- ins löngu vera búin að mynda sér sína skoðunina hvor aðili um það hvort ástandið ríki i landinu. Ég trúi þó ekki öðru en brátt komi í ljós, svo um munar, að annað hvort ástandið nær yfirhöndinni. Þá mun enginn ef- ast lengur. Á tali hjá Jöfri Ragnar skrifar: Ég þurfti aö ná sambandi við varahlutaverslun hjá Jöfri hf. Skiptiborðið svaraði vel og skil- merkilega. Sú'elskulega stúlka reyndi að gefa mér samband við verslunina en það var alltaf á tali. Stúlkan sagði aö vísu að námskeið stæði yfir hjá starfs- mönnum og fáliðað væri í versl- un sem annars staðar. - Loks náði ég sambandi við verslunina og var þá leyst ótrúlega vel úr mínum spumingum og undi ég glaður við mitt að því loknu. - En þessi námskeið era varasöm í stórfyrirtækjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.