Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Síða 19
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 27 Fréttir íslensk-þýsk kvikmynd - María - tekin upp á Snæfellsnesi: Frægasta leik- kona Þjóðverja í aðalhlutverki - ísland fær unrQöllun í þýskum fjölmiðlum DV, Suðurnesjum: „Vindmyllan er aðalorkustöðin okkar. Þar sem ekkert rafmagn er fáanlegt á svæðinu þurftum við að reisa vindmylluna og afl hennar nægir okkur til þess að dæla vatni í sýningartanka til að halda fiskun- um þar lifandi. Þá sér hún fyrir vatnsöflun fyrir hreinlætisaðstöðu, auk lýsingar í veiðihúsinu,“ sagði Jónas Pétursson, rekstraraðili veiði- og útivistarsvæðisins Sel- tjamar, sem er skammt frá Grinda- víkurafleggjaranum í landi Reykja- nesbæjar. Vindmyllan, sem er staðsett við veiðivatnið, sér um að hlaða inn á 12 volta rafgeyma. Að sögn Jónasar er næsta rafmagn frá þeim við af- leggjarann Grindavíkurvegur- Reykjanesbraut. Hann segir að það sé of dýr framkvæmd að fá rafmagn þaðan. „Raforkunotkunin er orðin það mikil eftir vaxandi uppbyggingu hér á svæðinu að á næsta sumri ætla ég að hafa þrjár orkustöðvar. í fyrsta lagi vindorku, í öðru lagi sól- arorku og þriðja lagi dísilrafstöð. -ÆMK Mánudaginn 19. ágúst hófust á Snæfellsnesi tökur á kvikmyndinni Maríu sem unnin er í samvinnu ís- lensku kvikmyndasamsteypunnar og þýska kvikmyndafyrirtækisins Blue Screen Film. Þegar hefur verið gerður samningur við Stöð 1 í Þýskalandi um sýningar á mynd- inni og norður-þýsk sjónvarpsstöð mun gera heimildarmynd um gerð myndarinnar. Þýsk blöð hafa fjallað nokkuð um gerð myndarinnar enda er aðalhlut- verkið í myndinni í höndum einnar umtöluðustu leikkonu Þjóðverja, Barböru Auer. Hún hefur á síðustu árum leikið aðalhlutverk i mörgum þekktum þýskum kvikmyndum og er talin eiga mjög góða möguleika á alþjóðlegum frama. Hún hefur af þýskum tímaritum verið nefnd „sú fagra í fílabeinstuminum“ þar sem hún tekur ekki hvaða hlutverk sem er. Hún hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leik sinn. Þýsk blöð segja um söguna að hún sé að einhverju leyti byggð á sögu þýskra kvenna sem svöruðu blaðaauglýsingu frá íslandi árið 1949 þar sem óskað var eftir þýskum konum til starfa á íslenskum heim- ilum. Greint er frá blaðamanna- fundi sem haldin var í Lúbeck þar sem aðalleikkonan, Einar Heimis- son, handritshöfundur og leikstjóri, og fleiri kynntu myndina. Tökur hófust í Þýskalandi 14. ágúst og myndað verður á Snæfells- nesi þar til í lok ágúst. Tökum lýk- ur svo endanlega í Reykjavík um miðjan september. íslensku leikararnir Arnar Jóns- son, Helga Jónsdóttir og Hinrik Ól- afsson fara með önnur helstu hlut- verk í myndinni, kvikmyndataka er i höndum Sigurðar Sverris Pálsson- ar og Ámi Páll Jóhannsson er leik- myndahönnuður. -sv Jónas viö vindmylluna. Fá rafmagn frá vindmyllu í nágrenni við bæinn Kistufell við Grundarfjörð hefur veriö reistur gamall sveitabær þar sem tökur á myndinni Mar- íu fara fram. Myndað veröur á Snæfellsnesi þar til í lok ágúst og þeim lýkur síðan í Reykjavík um miöjan september. DV-mynd S Skjólstæðingar SAA: Meirihlutinn er stórreykingafólk „Þessar reykingar valda ómældu og miklu heilsutjóni. Með árunum hafa sjúklingar í vaxandi mæli verið hvattir til að draga úr reykingum í meðferðinni og hætta þeim þegar þeir hafa náð bata frá annarri vímuefnaneyslu,“ segir í ársskýrslu SÁÁ en þar er sagt frá því að mjög margir skjólstæðingar þeirra séu stórreykingafólk. Ekki hefur verið talið fært að banna reykingar alfarið en þær eru einungis leyfðar á vissum svæðum. Um 75% skjólstæðinga SÁÁ reykja daglega og meira en 90% reykja einn pakka á dag eða meira. -sv Hvammstangi: Nýtt sambyli geðfatlaðra DV, Hvammstanga: Til nokkurra ára hefur verið rek- ið sambýli geðfatlaðra á Gauksmýri í Kirkjuhvammshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu. Nú hefur félags- málaráðuneytið ákveðið að þeirri einingu verði lokað vegna óhag- kvæmni í rekstri en í staðinn verð- ur opnað í næsta mánuöi nýtt sam- hýli geðfatlaðra á Hvammstanga. „Því munu íbúar á Gauksmýri færa sig um set eftir sumardvöl sína á Egilsá í Skagafirði og flytja inn í íbúðimar að Grundartúni 10-12 á Hvammstanga í byijun næsta mán- aðar,“ að sögn Sveins Allans Mort- hens, framkvæmdastjóra svæðis- skrifstofu fatlaðra á Norðurlandi vestra. Flutningurinn og aðlögunin fær heldur skamman tíma. Ekki hefur enn verið ráðið í nema hluta þeirra starfa sem fylgja starfseminni og nýlega var auglýst eftir forstöðu- manni fyrir sambýlið. Núverandi forstöðumaður er á leið til starfa er- lendis. Það stendur til að kynna Húsakynni nýja sambýlisins aö Grundartúni 10-12. Báöar ibúðirnar eru í fé- lagslega kaupleigukerfinu en nú ætlar Hvammstangahreppur aö leigja þær svæöisskrifstofu fatlaöra á Noröurlandi vestra. DV-mynd Sesselja starfsemi sambýlisins fyrir bæjar- búum í samráði við bæjaryfirvöld.! framtíðinni er áætlað að opna iðju- verkstæði fyrir íbúana en ekki hef- ur enn fundist húsnæði fyrir starf- semina. Þá er og vonandi að þessir nýju íbúar Hvammstanga geti á ein- hvem hátt verið virkir í almennu atvinnulífi bæjarins. Óvíst er hvað verður um húseign- ina á Gauksmýri, en hún er eign Þroskahjálparfélaga í Húnavatns- sýslum og Skagafirði. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.