Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 31
39 .UT' LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 unglingaspjall Busavígslur framhaldsskólanna: Mjög gaman en við viljum sulla miklu meira - segja nemendur við Fjölbraut í Garðabæ Nú eru skólar byrjaðir enn á ný að liðnu sumarfrii. Fyrir marga þýðir nýtt skólaár breytingar og nýja tíma og í þeim flokki eru þeir sem nú yfirgefa grunnskólann og sefjast á skólabekk í framhalds- skóla. Til að leggja áherslu á þessar breytingar hafa framhaldsskólar boðið nýnema sína velkomna með alls kyns sprelli þar sem byrjend- urnir hafa verið busaðir af sér eldri nemum. í síðastliðinni viku fengu nýnem- ar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ að finna fyrir mætti eidri nemenda þegar busavígsla skólans fór fram. Hún fór fram með hermennskublæ, eldri nemar voru klæddir í heima- tilbúna einkennisbúninga með vatnsbyssur að vopni og létu bus- ana hlýða sér við hinar ýmsu uppá- komur. DV talaði við tvo nemendur sem sátu sinn hvorum megin borðsins í busuninni, annar þeirra var í hópi böðlanna sem busuðu en hinn var nýnemi sem var busaður. Anna Kristín Ólafsdóttir er 18 ára og er að hefja sitt þriðja námsár við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hún var framarlega í flokki þeirra sem sáu um busun nýnema. Hún sagði 'n hliðin Ólafur Þórðarson, fyrirliði IA: Davíð og linni eru í uppáhaldi eða Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skaga- manna, hefur nú enn á ný náð að koma liði sinu á topp fyrstu deild- arinnar i knattspyrnu. Ólafur hef- ur nóg að gera við æfingar þessa dagana en sýnir hér á sér hina hliöina. Fullt nafn: Ólafur Þórðarson. Fæðingardagur og ár: 22. ágúst ’65. Maki: Friðmey B. Barkardóttir. Börn: Valgeir, 10 ára, Ester María, 8 ára, og Vigdís, 4 ára. Bifreið: Toyota Hig- hlux Double Cap. Starf: Bílstjóri. Laun: Ekki uppgefin. Áhuga- mál: Skot- veiði. Hefur s þú * unnið í happdrætti lottói? Nei. Hvað finnst skemmtilegast að gera? Spila fótbolta. Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? Tapa leikjum. Uppáhalds- matur: Skata á Þor- láksmessu. Uppáhalds- drykkur: Malt og app elsín. Hvaða íþrótta- maður stendur fremstur í dag? Michael Jordan. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er erfitt að segja, það er til fullt af fallegu kvenfólki. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest $% til að hitta? Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari: Mel Gibson. Uppáhaldsleikkona: Jodie Fost- er. Uppáhaldssöngvari: Louis Arm- strong. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimynda- persóna: Tinni. Uppáhaldssjónvarps- efni: Fréttir og íþróttir. Uppáhaldsmatsölu- staður/veitingahús: Eldhúsið heima. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Fullt af bókum, helst góðar spennu- bækur þegar ég hef tíma. Hver út- varps- rásanna finnst þér best? Yfirleitt hlusta ég á Bylgjuna. Uppáhaldsútvarpsmað- ur: Eiríkur Jónsson og Sigurður Hail. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Ríkis- sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarps- » maður: Allir frétta- mennirnir. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Enginn Uppáhaldsfélag í íþróttum? ÍA. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Að verða ís- landsmeistari með ÍA í haust ög gerast síðar þjálfari. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Allt sumarfríið fór í fótbolta, ég hef ekki fengið sumarfrí í mörg ár. Birgitta Birgisdóttir bendir á busann Jón Skúla Traustason. Milli þeirra er Anna Kristín Ólafsdóttir. DV-mynd Pjetur busuninina vera heilmikinn atburð í skólalífinu. „Áður var ýmislegt notað við busunina eins og t.d. egg og alls konar sull en nú er búið að banna að nota öll önnur efni en vatn og þá bara hálfan lítra á mann. Því fór heilmikil hugsun í hvernig mætti nýta vatn á allan mögulegan hátt. Allir tóku þessu mjög vel og fannst mjög gaman.“ Er eftirlit skólayfirvalda strangt? „Já, mjög. Foreldrar kvörtuðu einhvern tímann yfir óhreinindum og óhreinum fótum, jafnvel þó alltaf sé tekið fram að nemar eigi að vera i fótum sem mega eyðileggjast." - Er vatnið nógu spennandi? „Nei, eiginlega ekki. Það er ekki svo margt sem hægt er að gera með vatni svo að það var rosalega erfitt að koma með hugmyndir." Þegar Anna Kristín var sjáif busuð voru vinnubrögðin töluvert grófari. „Nú má aðeins busa á skólalóðinni og í grennd við hana en þá vorum við send í réttir og látin skríða þar í drullunni, vorum útklínd í hveiti og svoleiðis. Það var mjög gaman, mað- ur vill hafa þetta líflegt og muna eft- ir þessu. Þetta eru góðar minningar. Nýnemarnir núna voru svekktir yfir hvað lítið var gert enda má fá frí í skólanum ef fólk treystir sér ekki í busavígsluna." Jón Skúli Traustason, 16 ára ný- busaður nýnemi, tekur undh' þetta. „Okkur var smalað í sal sem var eins og fangelsi þar sem allir eldri nemarnir voru í búningum með vatnsbyssur, við vorum látin hlaupa, gera armbeygjur og maga- æfingar. Síðan þurftu þau að til- biðja bílana og gera æfingar ásamt fleiru. Þetta var mjög skemmtilegt og fólk var mjög ánægt með þetta. Nú hlakka ég til að busa aðra á næsta ári.“ - Tókst þetta vel? „Já, en það hefðu mátt vera meiri læti og sull, það hefði verið frá- bært.“ -ggá f ' Blomatilboo Fíkus Drekatré Friðarlilja Schefflera Stofuaskur 70-90 cm, kr. 590. 50 cm, 50 cm, 40 cm, 20 cm, 90-100 cm, kr. 990. kr. 360. kr. 440. kr. 290. kr. 160. Króton, 50 cm, kr. 490. Sólhlífarblóm, 50 cm, kr. 490. Naglakaktus, kr. 390. Fíkus (tvílitur), 50 cm, kr. 390. Bergfléttubróðir, 50 cm, kr. 490. Blómstrandi pottablóm, 20-50% afsl. Gúmmítré, 50 cm, kr. 490. Meyjarkoss kr. 390. Erica-Haustlyng, kr. 440. Tilvalin úti og inni. v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500. Opið alla daga 10-22. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.