Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 21 A Islendingur á eftirlaunaaldri selur tráútskurð í Arizona: Vinnan heldur mér á lífi segir Guðmundur Marteinsson „Þremur árum áður en ég fór á eftiríaun byrjaði ég að kaupa vélar sem ég gæti notað til þess að vinna að tréútskurði. Daginn eftir að ég fór á eftirlaunin var ég kominn út á verkstæðið mitt og farinn að skera út,“ segir Guðmundur Marteinsson frá Stykkishólmi sem búsettur hef- ur verið í Ameríku frá 1944. Guð- mundur er nú á eftirlaunum enda orðinn 71 árs gamall og býr í Tuc- son Arizona ásamt konu sinni, Mary Oldman frá Quincy í fllinois. Hún er af þýskum ættum en borin og bamfædd í Ameríku. Guðmundur sker út öskjur í tré sem hann selur á ýmiss konar sýn- ingum og mörkuðum í heimabæ sínum. Hann eyðir hvorki meira né minna en tólf tímum eða meira á dag á verkstæðinu sínu og nýtur hverrar einustu mínútu. Þess á milli selur hann afurðina. Sjálfmenntaður í tréútskurði „Allir sem eru yngri en ég eru unglingar fmnst mér því ég upplifí ekki að ég sé gamall. Vinnan heldur mér á lífi. Þegar ég fæ hugmyndir get ég ekki hætt heldur verð að framkvæma þær,“ segir Guðmund- ur. Að sögn Guðmundar hefur hann sérstöðu með öskjumar sínar og er eingöngu sjálfmenntaður. Hann las sér til um aðferðir við tréútskurð og hefur kynnt sér sögu ýmissa hag- leiksmanna. Hann notar þó bækurn- ar eingöngu til þess að styðjast við. „Ég hef komið mér upp minni eig- in tækni við útskurðinn. Það tók mig meira en ár að þróa þessa tækni. Ég vinn töluvert hratt núorð- ið. Það er alltaf verið að spyrja mig hvernig ég fari að þessu en ég segi ekki frá leyndarmálinu. Ég legg alla tilfinningu mína í öskjurnar og sel mjög mikið. Ég gæti neyðst til þess að hækka verðið því ódýri viðurinn, sem ég komst yfir, er að verða bú- inn. Það heldur mér á lífi að halda áfram að vinna,“ segir Guðmundur. Guðmundur er ekki mjög ná- kvæmur um verð á öskjunum. Ef einhver kemur á sýningu og langar til þess að eignast öskju en flnnst hún of dýr spyr hann hversu miklu fólk sé til- búið að eyða í öskj- una. Þá er prúttað svolítið þangað til sölumaður og kúnni mætast á miðri leið. Guðmundur á tvo bræður á íslandi, Heiðar og Jó- hann. Þegar hann fór til Ameríku byrjaði hann á því að fara í Há- skóla BOSCH Bafsiöðvar 2,0 kW 52.900,- 3,2 kW 89.500,- 3,8 kW.148.000,- Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinuan BRÆÐURNIR Guðmundur Marteinsson og kona hans, Mary Oldman, við einn sölu- básanna. DV-myndir S Minnesota til þess að læra arki- tektúr og húsaverkfræði. Eftir það starfaði hann um sinn hjá mjög virt- um arkitekt. Guðmundur starfaði á arkitekta- stofunni í fjögur ár í Wisconsin á sumrin og í Scottsdale í Arizona á veturna. Guðmundur hefur verið búsettur í Tucson Arizona frá árinu 1952. Kallaður í flugherinn „í byrjun Kóreustríðsins hætti ég hjá fyrirtækinu þar sem ég frétti að það ætti að skylda mig til þess að fara í herinn. Ég hóf þá störf hjá öðrum arkitekt í Phoenix þangað til kallið kom. Ég fór síðan í flugher- inn þegar ég komst ekki undan því lengur. Yfirmenn mínir vildu endi- lega að ég færi offlseraskóla vegna þess að ég er með háskólagráðu fyr- ir. Það vildi ég ekki þar sem þá yrði ég ekki frjáls þegar herskyldunni lyki eftir flögur ár,“ segir Guð- mundur. Fákk már að borða í Tucson Þeir sem fóru í offiseraskóla áttu að vera tiltækir þegar kallað yrði í þá. Herskylda þeirra var miklu lengri. Guðmundur hafði ekki áhuga þar sem hann vildi frekar starfa að sínu fagi. „Ég stoppaði í Tucson Arizona til þess að fá mér að borða. Þá komst ég að því að hér var há- skóli. Þegar maður yfir- gefur herinn greiðir ríkið fyrir skólavist. Ég breytti þá farseðlinum minum og ákvað að stoppa í Tucson og fara í skóla og læra arki- tektúr og hönnun. Þegar því var lokið vann ég fyrir arkitekta í Tucson og varði tveimur árum í að hanna skólabygg- ingar,“ segir Guðmundur. Guðmundur starfaði síðan i 25 ár á flugvellinum í Tucson hjá hern- um. Þar hætti hann þegar hann komst á eftirlaun þar. Hann fór á stúfana og útvegaði sér vinnu með þrefalt hærri launum hjá Pósti og síma. „Þetta var mjög mikil vinna og fyrsta árið var ég alltaf á ferð- inni. Ég sá um mjög stórt svæði og sýslur í Texas og Nýju-Mexíkó og Arizona. Ég flaug á milli staða og vann einnig laugardaga og sunnu- daga fyrsta árið. Eftir fyrsta árið fékk ég aðstoðarmann og gat sent hann í staðinn á flakk,“ segir Guð- mundur. Tvöföld eftirlaun Guðmundur starfaði hjá Póstin- um í fimm og hálft ár eða þar til hann fór á eftirlaun. Hann fékk einnig eftirlaun frá flugvellinum og er því á tvennum eftirlaunum og hefur það gott. Guðmundur er ekki að skera út i tré til þess að græða á því enda selur hann munina ekki dýrt. Mikilvægara fyrir hann er að geta stundað þetta áhugamál sitt. „Ég veit ekki hvort ég fer aftur tií íslands því við hjónin höfum ekki verið mjög góður til heilsunnar, Við getum ekki lagt mikið á okkur eða farið í svona langt ferðalag," segir Guðmundur. -Sveinn Lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Langar þig í fræðandi og skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku? Langar þig að vita hÝlr látnir vinir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er, með aðstoð miðla? Langar þig í öðruvísi skóla þar sem reynt er á sem víðsýnastan hátt að gefa nemendum sem besta yfírsýn yfir hverjar hugsanlegar orsakir dulrænna mála og trúarlegrar reynslu fólks raunverulega eru, í víðu samhengi og í ljósi sögunnar? Og langar þig ef til vill að setjast á skólabekk með bráðhressu og skemmtilegu fólki þar sem reynt er að gefa sem bestu yfirsýn yfir hvað raunverulegt miðilssamband er, svo og hverjir séu helstu og þekktustu möguleikar þess en líka annmarkar? Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setja skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi þar sem sem flest fræði eru kennd á lifandi hátt og skólagjöldunuin er svo sannarlega stillt í hóf? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og fjölmörgum öðrun mjög ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans undanfarin ár. Þrír byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum I nú á haustönn ‘96. Skráning stendur yfir. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar í símum skólans 561-9015 og 588-6050. Skráningardagana er svarað í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 - 19. Skemmtilegur skóli - Veamúla 2 k fU ,e/^e5Ú lSLENSKIR QSTAR,>^} * Guðmundur Marteinsson við vinnu sína. Hðnnun: Gunnar Steinþórsson / BOSCH / 09. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.