Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 47
JL>V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
Bæjarstjórn Vestmannaeyja ósátt viö samstarf Flugleiða og íslandsflugs
fréttir
Skorar á ráðherra að
stuðla að samkeppni
- nauðsynlegt að auka sætanýtinguna, segja flugfélögin
„Helsta ástæðan fyrir okkar at-
hugasemdum er sú að Flugleiðir og
íslandsflug eru farin að vinna sam-
an og við það sýnist okkur sem all-
ar forsendur um samkeppni séu
brostnar. Verð á ákveðinni flugleið
hjá íslandsflugi hefur t.d. hækkað
um heil 34% og 5% á annarri. Þeir
segja að þarna sé verið að hagræða
en við horfum upp á færri ferðir og
þar með minni þjónustu. Slíkt hefði
að sjálfsögðu átt að skila sér í lægra
fargjaldi en ekki hærra,“ segir Guð-
jón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, en bæjarstjórnin í
Eyjum hefur sent frá sér greinar-
gerð þar sem skorað er á samgöngu-
ráðherra að hann veiti nú þegar
leyfi til Flugfélags Vestmannaeyja
um áætlunarflug á flugleiðinni á
milli Vestmannaeyja og Reykjavík-
ur. Guðjón segir Flugfélag Vest-
mannaeyja hafa verið með leiguflug
í Eyjum og rekið sjúkraflug og Eyja-
mönnum þyki mikið öryggi að starf-
semi félagsins. Það sé að reyna að
skapa sér fastan grundvöll og mönn-
um finnist eðlilegt, fyrst hin flugfé-
lögin séu farin að vinna saman, að
samkeppni komi frá Flugfélagi Vest-
mannaeyja.
„Við erum algerlega ósammála
því að samkeppnisforsendur séu
brostnar og þessi hækkun, sem við
gerðum á okkar gjaldskrá, hefur
ekkert með samstarf okkar við Flug-
leiðir að gera. Ákvörðun um hækk-
unina og þær strúktúrbreytingar
sem við gerðum var tekin 1. júlí sl.
og þá vorum við ekkert farnir að
tala við Flugleiðir," segir Sigfús Sig-
fússon, sölustjóri íslandsflugs.
Sigfús segir að áður fyrr hafi ver-
ið flogið fjórum sinnum á dag, tvær
vélar á morgnana og tvær á kvöld-
in, nú fljúgi Flugleiðir kvölds og
morgna og íslandsflug um miðjan
daginn.
„Við lítum svo á að með því að
dreifa fluginu jafnt yfir daginn
séum við að auka þjónustuna við
Eyjar og með betri sætanýtingu
aukast möguleikar okkar á því að
bjóða hagstæðari fargjöld. Hvað
varðar samkeppni frá Flugfélagi
Vestmannaeyja þá lítum við svo á
að öll samkeppni sé af hinu góða,“
segir Sigfús.
Páll Halldórsson, forstöðumaður
innanlandsdeildar Flugleiða, tók í
sama streng og Sigfús og sagði að
hér væri einungis verið að reyna að
þjóna staðnum betur. Bæði félögin
hefðu verið að fljúga með lélegri
sætanýtingu og því lítið borið úr
býtum.
>
Aöalfundur Samtaka fiskvinnslustööva hélt aðalfund sinn í Skíöaskálanum í Hveradölum í gær. Eins og fram hefur
komið í fréttum er staöa landvinnslunnar slæm og hún rekin með tapi. Þaö var þó ekki aö sjá á bílaflota
fundarmanna. Þar var hver glæsijeppinn á fætur öörum. DV-mynd Pjetur
Fréttaljósmynda-
sýning í Perlunni
Ljósmyndasýningin World Press
Photo ’96 verður opnuð í Kringlunni
í dag en það er þekktasta sam-
keppni í heiminum á sviði frétta-
ljósmyndunar. Sýningin er bæði á 1.
og 2. hæð Kringlunnar og stendur
til 2. október.
Alls bárust 29.116 myndir í keppn-
ina að þessu sinni frá 3.068 ljós-
myndurum í 103 löndum. Það er níu
manna alþjóðleg dómnefnd sem vel-
ur verðlaunamyndimar en þeim er
skipt í flokka og veitt verðlaun fyr-
ir þrjár bestu myndirnar i hverjum
flokki. Sýning á verðlaunamyndun-
um verður sett upp í 38 löndum í ár
en alls em þetta 200 myndir. Þær
eru allar sýndar í Kringlunni og við
hverja mynd er ítarlegur og fróðleg-
ur texti um myndefnið á íslensku.
-ingo
„Með þessari samvinnu eram við
að reyna að lágmarka það tap sem
er af þessu flugi og því eru engar
forsendur til neinna lækkana á far-
gjöldum þrátt fyrir þessa samvinnu,
a.m.k. ekki að sinni. Flugleiðir hafa
ekki hækkað verðið á þessari flug-
leið í tengslum við þessa sam-
vinnu,“ segir Páll HaOdórsson.
Jón Birgir Jónsson, ráðuneytis-
stjóri í samgönguráðuneytinu, segir
að ekki verði gefin út nein ný leyfi,
það hafi ekki verið gert í fjöldamörg
ár og það verði ekki gert nú.
„Það verður aUt flug gefið frjálst
1. júlí 1997 og bæði Flugleiðir og ís-
landsflug hafa sér leyfi til þess að
fljúga á þessum leiðum. Við því er
ekkert að gera fyrr en það rennur
út,“ segir Jón Birgir. -sv
Austur-Húnavatnssýsla:
Fólk taki þátt í hrossa-
og stóðréttum
Dagana 21. og 22. september
gefst fólki kostur á að taka þátt í
hrossasmölun og stóðréttum í
Austur-Húnavatnssýslu með
heimamönnum. í Skrapatungu-
rétt, sem er neðst i Laxárdal í A-
Húnavatnssýslu, hefur verið smal-
að 800-1000 hrossum undanfarin
haust. Hagsmunaaðilar í ferða-
þjónustu og bændur hafa gefið
fólki kost á að taka þátt í smala-
mennsku og réttarstörfum.
Eins og undangengin haust
bjóða Sveitasetrið Blönduósi,
Ferðaþjónustan Geitaskarði og
hestaleigan Kúskerpi upp á pakka-
ferðir sem innihalda t.d. gistingu,
morgunverð, akstur til og frá
rétíastað og loks nesti og reiðhest
í göngur.
Föstudaginn 20. september er
reiknað með að þátttakendur
mæti á gististöðum sínum. Daginn
eftir verður farið í smölun á Lax-
árdal. Farið verður frá gististöð-
um kl. 8.30 um morguninn og kom-
ið til baka um kl. 19. Um kvöldiö
verður svo hið árlega graðhesta-
ball á Sveitasetrinu Blönduósi.
Réttarstörf hefjast í Skrapa-
tungurétt um kl. 10 á sunnudags-
morgni og verður þátttakendum
gefinn kostur á að taka þátt í
þeim.
Áhugasamir geta haft samband
við Sveitasetrið Blönduósi, sími
452-4126, Ferðaþjónustuna Geita-
skarði, sími 452-4341, eða upplýs-
ingamiðstöðina Blönduósi, sími
452-4520. -sv
N Ý K 0 M I D
filpur - hettukápur - ullarjakkar
stuttkápur, st. 36-54
Kápa, kr. Z3.900
ull/kasmír
Litir: svart, rautt og blátt
Opið laug. 10-16
Ullarúlpa kr. 9.900
Litir: svart, rautt, dökkblátt,
qrænt oq beiqe
m o
Mörkinin 6, s. 588 5518 (við hliöina á Teppalandi)
Bílastæði v/búðarvegginn
Sendum í póstkröfu