Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 M-Þ
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjórnarformaíSur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http7/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Andvana þrælaþjóð
íslendingar eru eins og klipptir út úr bókum Guðbergs
Bergssonar. Þeir eru saddir og sljóir, lamaðir af yfirtíð
og sjónvarpsglápi. Sumir rithöfundar hafa fyrir satt, að
þetta háfi gerzt með stríðsárakynslóðinni, en aðrir segja
íslendinga öldum saman hafa verið þrælslundaða.
Einstaka ljós sést í þokunni, til dæmis tilraun Félags
islenzkra bifreiðaeigenda til að losa bíleigendur undan
áþján fáokunarhrings tryggingafélaganna. Sú tilraun
mun þó ekki koma í veg fyrir, að meirihluti bíleigenda
heldur áfram að þéna undir hefðbundna tryggingaherra.
Ef almennt væri hryggur i þjóðinni, hefði hún flykkzt
í Neytendasamtökin og Skattgreiðendafélagið og kúgað
þjóðarleiðtogana til að láta af þjónustu við sérhagsmuni.
Hún hefði flykkzt í stjórnmálaflokka og rutt brott ómög-
um og smákóngum, sem þar hafa safnazt fyrir.
Þjóðin hefur örlög sín á valdi sínu, en kærir sig ekki
um að notfæra sér það. Menn taka í staðinn því, sem að
höndum ber, eins og hverju öðru hundsbiti og reyna að
kría út meiri yfirtíð til að halda uppi lífskjörum á erfið-
um tímum. Þeir taka ekki ábyrgð á örlögum sínum.
Fólk stundar lífsstíl, sem er gersamlega út í hött, og
ætlazt síðan til að heilbrigðis- og tryggingageirinn komi
með færibandið, sturti sér inn á sjúkrahús í uppskurði
og eiturlyfjameðferð og haldi sér síðan uppi með örorku-
bótum og sjúkradagpeningum. Það ber enga ábyrgð
sjálft.
Ein afleiðing sofandaháttar og þrælslundar þjóðarinn-
ar er, að stjórnmálin snúast ekki um almannahagsmuni,
heldur um auð og völd, auð sérhagsmunanna og völd
stjórnmálamannanna til að stunda geðþótta út og suður,
þvert á vestræn lýðræðis- og markaðslögmál.
Önnur afleiðing er, að þjóðfélagið er illa rekið og þol-
ir ekki há laun. Það er svo illa statt, að reynt er að
hampa lágum daglaunum þjóðarinnar framan í erlenda
fjárfesta. Láglaunakerfið er beinlínis orðið að landkynn-
ingu. En yfirtíðin bjargar öllu að mati imbakassaim-
banna.
Tugum milljarða króna er brennt á hverju ári með
hindrunum hins opinbera í vegi markaðskerfisins, svo
sem innflutningsbanni, innflutningshöftum, innflutn-
ingstollum, millifærslum, kvótum, búmarki, aflamarki,
sóknardögum, reglugerðum og aftur reglugerðum.
Markmiðið með öllu þessu rugli er, að sérhagsmunirn-
ir geti haft það gott og þurfi ekki að taka til hendinni við
að bæta reksturinn. Þess vegna koðnar flest framtak nið-
ur í fáokun og einokun, meðan þjóðin ypptir öxlum og
stundar sína yfirtíð og sitt sjónvarpsgláp.
Meðal þeirra fáu, sem kunna að reka fyrirtæki, eru
nokkrir gamlir kommúnistar austur í Neskaupstað, sem
græddu í fyrra hundruð milljóna á hlutabréfabraski og
rekstri frystihúss af sama tagi og aðrir reka með dúndr-
andi tapi. Þetta sýnir vel litróf vannýttra möguleika.
ísland gæti verið gósenland, ef íslendingar kærðu sig
um. Þjóðin er að vísu svo fámenn, að hún hefur ekki
greind til að manna alla pósta, sem máli skipta. En það
hlýtur að vera hægt að fá miklu meira vit i pólitíkina, í
blýantsnögunar-stofnanirnar og í einkaframtakið.
Svo illa er mannað í toppstöðum þjóðfélagsins, að það
er orðinn óskadraumur margra, að landið álpist inn í
Evrópusambandið, svo að íslenzkir smákóngar geti síð-
ur haldið úti séríslenzku böli á borð við áðurnefndar
markaðshindranir og verðmætabrennslu af öðru tagi.
Meðan kjósendur eru meira eða minna andvana í yfir-
tíð og sjónvarpsglápi, breyta sér ekki úr þrælum í borg-
ara, taka þeir enga ábyrgð á þjóðfélaginu og framtíðinni.
Jónas Kristjánsson
Kosningar breyta
engu í Bosníu
Eftirlitsmönnum með friðarferli
í Bosníu ber saman um að mikið
skorti á aö þar hafi skapast skil-
yrði til frjálsra og marktækra
kosninga, svo sem gert er ráð fyr-
ir í Dayton-samkomulaginu sem
stöðvaði bardaga í landinu. Samt
sem áður fara kosningar til
svæðaþinga og sambandsþings
fram í dag. Ástæðan er kosninga-
hagsmunir Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta.
Þegar eftirlitsmenn frá Stofnun
öryggis og samvinnu í Evrópu
vöktu athygli á þvi um mitt sum-
ar að vonlaust væri að Dayton-
skilyrðin fyrir kosningum yrðu
uppfyllt í haust var aðvörun
þeirra vísað á bug fyrir harðfylgi
Bandaríkjastjórnar. Hún barði þá
afstöðu fram að með engu mótu
mætti hagga fyrirfram ákveðnum
kjördegi, hvað sem liði aðstæðum.
Undir þessari afstöðu býr það
sjónarmið að miklu skipti fyrir
sigurhorfur Clintons í forseta-
kosningunum í nóvemher að hann
geti haldið því fram að staðið hafi
verið við gefin fyrirheit um að
vera bandarísks herliðs í Bosníu
sé tímabundin og heimkvaðning
þess geti hafist ekki síðar en 20.
desember í vetur.
í Dayton var gert ráð fyrir að
ferðafrelsi hefði verið komið á í
Bosníu áður en gengið yrði til
kosninga, fjölmiðlafrelsi ríkti og
skilyrði hefðu skapast til óheftrar
stjórnmálastarfsemi. Engu af
þessu er til að dreifa. Flóttafólki
er meinað að snúa til fyrri heim-
kynna, sér í lagi á yfirráðasvæði
Serba. Útvarp og sjónvarp eru
málgögn valdhafa og útgáfustarf-
semi heft. Málsvarar fjölþjóðlegs
samfélags í sameinaðri Bosniu
hafa oröið fyrir hótunum og árás-
um hvenær sem þeir hafa reynt að
hafa sig í frammi í kosningabar-
áttunni.
Því þykir kunnugustu mönnum
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
sýnt að úrslit kosninganna í dag
veröi fyrst og fremst til aö festa
skiptinguna milli þjóðarbrota eins
og hún hefur markast af aðgerð-
um fjölþjóðaliðsins sem kom á
vettvang eftir Dayton-samkomu-
lagið. Meginverkefni þess hefur
reynst vera að koma á og halda
við belti milli áður stríðandi fylk-
inga. Yfirstjórn liðsins, sem er í
höndum Bandaríkjamanna, hefur
staðfastlega neitað að greiða fyrir
heimkomu flóttafólks eða elta
uppi eftirlýsta stríðsglæpamenn.
Ljóst er af verkum herstjórnar-
innar að hún hefur fyrirmæli frá
Bandaríkjaforseta um að forðast
það umfram allt að til atvika dragi
sem leitt geti til mannfalls í
bandarísku sveitunum. Ekkert
manntjón er að dómi Clintons
nauðsynleg forsenda þess að
ákvörðun hans um að taka þátt í
fjölþjóðaliðinu í Bosníu njóti
stuðnings bandarísks almennings-
álits.
En afleiðingin er sú að allar að-
gerðir, sem styrkt gætu raunveru-
lega myndun ríkisheildar á land-
inu sem Bosnía nær yfir, hafa ver-
ið vanræktar. Stofnanimar, sem
kjömar verða í dag, geta engu um
það breytt. ,
Af þessu leiðir að hverfi fjöl-
þjóðaliðið á brott í vetur, eins og
látið hefur verið í veðri vaka, sér-
staklega af hálfu Bandaríkja-
stjómar, eru allar likur á að ófrið-
ur hefjist á ný, því allir aðilar eru
ósáttir við markalínurnar sem
dregnar voru í Dayton og hafa
fullan hug á að breyta þeim.
Því era fulltrúar NATO í Bosn-
íu teknir að ræða um þörfina á að
hafa þar fjölþjóðalið lengur, að
minnsta kosti fram til 1998, þegar
gert er ráð fyrir næstu kosningum
í landinu samkvæmt Dayton-sam-
komulaginu. Nú er alþjóðaliðið
skipað 55.000 mönnum, þar af
16.000 bandarískum hermönnum.
Hvað úr verður veltur á afstöðu
Bandaríkjastjómar. Kalli Banda-
rikjaforseti menn sína heim alla
með tölu gera stjórnir Bretlands
og Frakklands það líka og alþjóð-
aliðið væri úr sögunni. Evrópu-
ríkin taka ekki í mál að endurtaka
þá reynslu sem þau urðu fyrir
þegar Bandaríkjastjórn neitaði að
leggja sina menn í hættu en lét sér
í léttu rúmi liggja að afleiðingar
aðgerða sem hún beitti sér fyrir
með lofthemaði bitnuðu á liðs-
sveitum evrópskra bandamanna
hennar.
Málið snýst því í rauninni um
hvort Bandaríkin eru í raun fær
um að gegna forustuhlutverki í
NATO og taka á sig ábyrgð eins og
því hlutverki fylgir. Þetta skilja
menn eins og Perry, landvarna-
ráðherra Bandaríkjanna, og
Shalikhasvili herráðsforseti, sem
geflð hafa í skyn að þeir séu
hlynntir fækkun í bandaríska lið-
inu í Bosníu en ekki algerri brott-
för þess að sinni.
Biljana Plavsic, starfandi forseti Bosníu-Serba, veifar til fundar manna á kosningafundi í höfuöstað þeirra, Pale.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Mildari tónar frá Moskvu
„Aðalvandinn í sambandi við stækkunina
(NATO) er viðbrögð Rússa. Breið fylking rúss-
neskra stjórnmála- og menntamanna - það á einnig
við um marga frjálslynda Rússa og þá sem eru hlið-
hollir Vesturlöndum - hefur mælt gegn stækkun
NATO. Einstaka stjórnmálamaður og yfirmaður í
hernum hefur auk þess hótað að hafa að engu samn-
inga um niðurskurð gjöreyðingarvopna ef NATO
gerir alvöru úr stækkunaráformunum. Upp á
síðkastið, þ.e. eftir rússnesku forsetakosningarnar,
hafa hins vegar heyrst mildari tónar frá Moskvu.“
Úr forustugrein Politiken 10. september.
Um fjarveru Jeltsíns
„Eftir allar blekkingamar í sambandi við heilsu-
far Borísar Jeltsíns er hressandi að fá dálitla hrein-
skilni. Rússlandsforseti tilkynnti í síðustu viku að
hann þyrfti að gangast undir hjartaaðgerð. Á
þriðjudag var hann jafn hreinskilinn og ákveðinn
þegar hann tilkynnti hvernig Rússlandi yrði stýrt í
fjarveru sinni, hvort sem hún verður stutt eða löng.
En of margt er enn óljóst.“
Úr forustugreln New York Times 12. september.
Útlendingur og útlendingur
„Carl I. Hagen kann sér greinilega ekki hóf þeg-
ar hann biðlar til kynþáttahatara og kjósenda sem
eru á móti útlendingum. Leiðtogi Framfaraflokks-
ins hefur að undanförnu talað um Khalid Ma-
hmood, borgarstjómarmann hægriflokksins í Ósló,
sem útlending og Pakistana sem skipar fyrir um
innflytjendastefnu Noregs. Hagen er meira að segja
þeirrar skoðunar að útlendingar eigi ekki heima í
stofnunum þeim sem þjóðin kýs sér. Hagen ver
orðaval sitt með því að Mahmood sé ekki enn orð-
inn norskur ríkisborgari eftir rúmlega tuttugu ára
búsetu í Noregi.
Úr forustugrein Arbeiderbladet 11. september.