Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 10
10 ílk LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 Magnús Ragnarsson, nýráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu: Magasýrustigið hærra í Bandaríkjunum „Ég hef verið viðloðandi leikhús- ið frá því ég var tíu ára gamall en þá byrjaði ég í ballett vegna þess að systir mín var í ballett. Ballett- krakkarnir voru notaðir í allar sýn- ingar hjá Þjóðleikhúsinu. Ég lék til dæmis í Kardemommubænum og Ferðinni tii tunglsins á sínum tíma. Ég gafst upp á ballettinum í kring- um fjórtán ára aldur því það var ekki „cool“ lengur," segir Magnús Ragnarsson leikari sem hefur ný- lega verið fastráðinn hjá Þjóðleik- húsinu. Magnús er í stóru hlutverki í leik- ritinu í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson sem frumsýnt verður á Litla sviði Þjóðleikhússins um helgina. Magnús hefur leikið hlut- verk í leikritunum Allir sýhir mín- ir, Þrek og tár, Kardemommubær- inn, West Side Story, Don Juan og Mávurinn. Hann er leikaramennt- aður í Bandaríkjunum og starfaði á Broadway í nokkur ár en þó ekki sem leikari. Helgarblaðið tók Magn- ús tali og bað hann að segja örlítið frá sjálfum sér. Magnús er 33 ára og er kvæntur Lauren Hauser, bandarískri stúlku, ballettmeistara hjá íslenska dans- flokknum. Þau eiga saman soninn Stefán, 19 mánaða. Starfaði á Broadway Magnús lagði land undir fót tví- tugur að aldri og lá leið hans í Mekka leiklistarinnar, New York. Þar stundaði hann leiklistarnám í Neighborhood Playhouse í New York. Að námi loknu starfaði hann á Broadway við uppsetningu söng- leikja, meðal annars við hlið Jer- ome Robbins og Bernsteins. Robb- ins er höfundur West Side Story og Fiðlarans á þakinu. Robbins er eitt stærsta nafnið í söngleikjum á Broa- dway. „Það var óskaplega gaman að fara tvítugur til Bandaríkjanna og búa þar því það er mjög mikið að gerast í leikhúsinu í New York. Ég gat far- ið á nýja sýningu á hverjum einasta degi,“ segir Magnús. Magnús segist hafa verið mjög lánsamur að fá að starfa við sýning- ar á Broadway og hann tók þátt í uppsetningu á nokkrum mjög stór- um uppfærslum. Hann starfaði auk þess við Metropolitanóperuna í tvö ár. „Þetta var mjög skemmtilegt fram hald á skólanum og mér fannst for- vitnifegt að læra á leikhúsið. Það var alveg frábær skóli þó að það tengist ekki endilega því sem ég er að gera núna. Ég lék alltof lítið í Bandaríkjunum þvi tungumálaörð- ugleikarnir komu á endanum niður á mér. Ég festist einhvem veginn í uppsetningunum og lenti á ákveðn- um bás. Mig langaði auðvitað að leika þegar ég var í Bandaríkjunum en það er ótrúlega mikið hark. Því miður var ekki tími afgangs til þess að láta reyna á samkeppnina. Hún var mjög mikil en það er auðvitað ekkert svo ólíkt hér,“ segir Magnús. Harðnandi samkeppni Magnús segir að samkeppnin hafi harðnað mjög mikið hér á landi og leikurum hefur ijölgað. Margir leik- arar útskrifast á hverju ári frá Leik- listarskóla íslands og aðrir fara í nám erlendis. Erfitt getur reynst segir Magnús um muninn á íslensku og bandarísku leikhúslífi Magnús í hlutverki sínu í leikritinu I hvítu myrkri fyrir allt þetta fólk að fá vinnu þeg- ar út í atvinnulífið er komið þar sem tækifærin eru takmörkuð. „Tækifærin verður maður oft að skapa sér sjálfur til þess að geta haft leilistina að lifibrauði. Ég var mjög heppinn að fá að ganga inn í glufu hjá Þjóðleikhús- inu,“ segir Magnús. „í sjálfu sér er ekkert öðru- vísi að starfa í leik- húsi Banda- ríkjunum heldur en á íslandi. Magasýru- stigið verður þó held- ur hærra í Bandaríkj- unum því þar er lagt mjög mikið undir fjárhags lega fyrir sýningarnar. Stofnað er hlutafélag um hverja einustu sýningu þar og fjárfestar leggja fé í sýning- arnar. Það er rándýrt að reka söngleik á Broadway. Vikan get- ur kostað í kringum 20 milljón- ir,“ segir Magnús. Eins og fram hefur komið starfaði hann með Jerome Robb- ins á Broadway en hérlendis hefur orðið hálfgerð Robbins-vakning. „Það var mikið lán að fá að vinna með mönnum sem alltaf höfðu verið mjög fjarlægir manni. Það var mjög fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeir tóku á verkefnum sínum. Magnús segir kosti og galla fylgja því að starfa við einkarekin leikhús. Hann telur að ríkisrekin feikhús gætu lært margt af þeim einka- reknu. Honum finnst að framleið- andi ætti að vera að hverri einustu sýningu. Eftir tíu ára veru í Bandaríkjun- um fluttist Magnús heim með íjölskyldu sinni og hóf störf hjá Þjóðleikhús- inu. Hann segist eins geta hugsað sér að flytja aftur til Bandaríkj- anna í fram- tíðinni en er eins og er mjög ánægður með stöðu sína í íslensku leikhúslífi. Magnús leikur stórt hlutverk í leikritinu í hvítu myrkri en sögu- þráður þess er á þann veg að í ís- lensku sjávarplássi ráða roskin hót- elstýra og ráðskona hennar ríkjum. Þar gengur lífið sinn vanagang þar til kvöld eitt gerir aftakaveður og ferðalangar á leið í brúðkaup í næsta firði verða strandaglópar á hótelinu. Smátt og smátt koma í ljós ýmis óvænt tengsl þeirra við íbúa staðarins og fortíðin knýr dyra. Þetta er fyrsta leikrit Karls Ágústs sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Aðrir leikarar eru Ragnheiður Steindórs- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld og Þröstur Leó Gunnarsson. Á mörkum drama og tragedíu „Leikritið fjallar um bræður og þeirra óleystu fortíðarmál. Leikritið er mjög dramatískt og liggur á mörkum drama og tragedíu. Ég leik annan bróðurinn sem lenti í slysi og er eftir það ekki hæfur til samskipta við annað fólk. Hann verður hálf- gerð .hornreka. Leikritið reynir mikið á allt nema textann en hann segir tvær setningar sem hann not- ar aftur og aftur. Hann er á sviði all- an tímann og ég þurfti að læra að spila á píanó fyrir þetta leikrit," segir Magnús. Magnús segir, aðspurður um leik- ritaval hjá einkareknum leikhúsum eins og í Bandaríkjunum, að létt- leiki verði alltaf að vera á boðstól- um. Hann segir að ekki megi van- meta allt léttmeti í kvikmyndagerð og leikhúsi. Það segir hann í raun og veru mikilvægara heldur en fólk geri sér grein fyrir. í Bandaríkjunum er notað stjömukerfi til þess að selja sýning- ar. Ég sá í fyrra að sett var upp stór- kostleg sýning á Hamlet á Broad- way. Hún seldist vegna þess að Ralph Fines, sem lék í Lista Schindlers, lék aðalhlutverkið. í rauninni þarf hvatamaður sýn- ingarinnar að selja fjárfestum þá hugmynd sem hann hefur," segir Magnús. -em Magnús Ragnarsson á að baki margra ára leikreynslu og hefur nú verið fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu. Magnús í hlutverki sínu í leikritinu í hvítu myrkri. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.