Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Háseti af Snorra Sturlusyni bjargaðist naumlega þegar hann féll fyrir borð í Smugunni:
Mjög hræddur þegar skipið
fjarlægðist í myrkrinu
- félagarnir björguðu lifi mínu, segir Sigurbjöm Þórmundsson
Stuttar fréttir
„Það var rosalegt sjokk að lenda
allt í einu í köldum sjónum. Ég fór
á bólakaf en náði að komast upp á
yfirborðið. Þá voru félagar mínir
búnir að kasta til mín björgunar-
hring og ég náði að skríða upp á
hann,“ segir Sigurbjöm Þórmunds-
son, háseti á togaranum Snorra
Sturlusyni, í einkaviðtali viö DV,
en hann lenti í mikilli í lífshættu
þegar hann féll fyrir borð i Smug-
unni.
Atvikið varð um tíuleytið að
kvöldi fímmtudagsins 5. september
sl. Aö sögn Sigurbjöms var veður
frekar gott en þó var hitinn í sjón-
um aðeins um þrjár gráður. Sigur-
björn var um fjórar mínútur í sjón-
um, sem er mikiö afrek því miðað
við þessar aðstæður og þetta hita-
stig sjávar er gert ráð fyrir að
menn lifi af í þrjár mínútur í mesta
lagi.
Var fariö aö kólna mjög
„Ég hugsaði bara um að halda á
mér hita og reyna sem minnst á
mig. Ég varð mjög smeykur þegar
ég fjarlægðist skipið i myrkrinu og
var kominn 80-100 metra burtu frá
því. Mér var farið aö kólna mjög
mikið þegar ég sá bátinn koma í
áttina til mín og þá vissi ég að lífi
mínu var borgið," segir Sigurbjöm.
Fullkomin björgunaraögerö
„Við vorum fjórir félagarnir
uppi á dekki að láta trollið fara
þegar ég flæktist með annan fótinn
í keðju. Skyndilega strekktist á
keðjunni og við það kastaðist ég í
sjóinn.
Félagarnir voru fljótir að bregð-
ast við. Tveir hlupu í björgunar-
hringina og köstuðu þeim útbyrðis.
Þegar þeir sáu að ég var búinn að
ná hringnum hlupu þeir til að gera
bátinn kláran. Þeir voru mjög fljót-
ir að setja bátinn niður og ná í mig.
Björgunaraðgerðin gekk fullkom-
lega upp og hver sekúnda var nýtt
til hins ýtrasta. Það hefði ekki mátt
muna miklu því i svona aðstæðum
er þetta spurning um sekúndur. Fé-
Ég var auðvitað dasaður en alveg
ómeiddur utan að ég fékk smám-
ar á annan fótinn. Ég viður-
kenni að ég hef hugsað
mjög mikið um þennan
. atburð eftir á og
hversu litlu mátti
muna að illa færi.
Maður sér marga
hluti í nýju ljósi
1 ý eftir svona lífs-
reynslu," segir
Sigurbjörn.
-RR
Sigurbjörn
Þórmunds-
son háseti
með björgun-
arhringinn sem
bjargaði lífi hans
þegar hann féll
útbyrðis af togaran-
um Snorra Sturlusyni í
Smugunni.
DV-mynd GVA
Hafrafellið:
Aldrei beðnir
um umsögn
- segir Helgi Laxdal
„Sannleikurinn er sá að Skafti
hefur aldrei komið með neina
beiöni til okkar vegna þessa máls,
hvorki fyrr né síðar," sagði Helgi
Laxdal, formaður Vélstjórafélags
íslands, vegna viðtals við Skafta
Skúlason, útgerðarmann Hafra-
fellsins, í DV á laugardaginn. Þar
hélt Skafti því fram að Vélstjórafé-
lagið hefði verið andvígt því að
tveir rússneskir vélstjórar fengju
undanþágu til að starfa um borð í
Hafrafellinu.
Skafti sagði að Vélstjórafélagið
hefði kverkatak á útgerðunum
vegna löggildingar starfsins og
ákvæða um aö aðeins megi ráða
menn með íslensk vélstjórarétt-
indi á íslensk fiskiskip nema með
sérstökum undanþágum.
„Ég skil ekki hvað Skafti er að
fara. Félagsmálaráðuneytið af-
greiðir beiðnir um atvinnuleyfl
fyrir útlendinga og við erum um-
sagnaraðilar," sagði Helgi. -bjb
Líkamsárás
á ísafirði
Maöur var handtekinn á ísa-
firði í fyrrinótt eftir að hafa ráð-
ist á mann og veitt honum
áverka í bakgarði húss við Aðal-
stræti. Árásarmaðurinn hefur
verið ákærður fyrir líkamsárás.
Fómarlambið var enn á
sjúkrahúsi i gærkvöld með tölu-
verða áverka í andliti og jafnvel
var talið að um innvortis meiðsl
væri að ræða.
-RR
lagar mínir fá toppeinkunn fyrir
björgunarstarfið og það er þeim að
þakka að ég er á lífi.“
Fórum yfir björgunaraö-
geröir
„Á leiðinni í Smuguna fór-
um við vandlega yfir allar
björgunaraðgerðir. Það er
mjög mikilvægt. Það var
talað um að mikilvægast
væri að halda ró sinni
og það tel ég hafa hjálp-
að mér mjög mikið.
Eftir aö ég kom aftur
um borð var ég mjög
sjokkeraður. En ég náði
sem betur fer að jafna
mig fljótlega á öllu sam-
an og allir félagar mínir
um borð gerðu sitt til að
láta mér líða betur.
Mórallinn er einstaklega
góður um borð í skipinu og
það hjálpaði mér mikið. Það
kom fljótlega læknir úr varð-
skipinu um borð og skoðaði mig.
Kom og ógnaði
mér með hnífi
- segir Kristjana M. Jónasdóttir, tvítug afgreiðslustúlka
Vopnað rán í Söluturninum við Grundarstíg:
„Hann kom allt í einu að mér og
ógnaði með hnífi. Hann sagðist ekki
ætla að gera mér mein ef ég gerði
eins og hann vildi. Ég var mjög
hrædd en náði samt að halda ró
rninni," segir Kristjana M. Jónas-
dóttir, tvítug afgreiðslustúlka, í
samtali við DV, eftir að vopnað rán
hafði verið framið í Söluturninum
við Grundarstíg um níuleytið í gær-
kvöld. Kristjana var ein í sölutum-
inum þegar ránið var framið.
„Maðurinn hljóp síðan út án þess
að gera mér nokkuð. Ég var í mestu
sjokki eftir að hann var farinn og ég
gat áttað mig á hvað hafði gerst.
Maðurinn var mjög yfirvegaður all-
an tímann og talaði rólega. Hann
virtist ekki vera ölvaður eða undir
áhrifum eiturlyfja. Ég hringdi strax
í lögregluna og gaf lýsingu á hon-
um. Ég er nokkum vegin búin að
jafna mig á þessu en átti þó dálítið
erfitt með að sofna. En ég ætla ekki
að láta þetta hafa nein áhrif á mig
eða líf mitt,“ sagði Kristjana.
Ræninginn handtekinn
Ræninginn hafði á brott með sér
25 þúsund krónur í reiðufé. Lög-
reglumenn á næturvakt í Reykjavík
handtóku hann um fjögurleytið í
fyrrinótt í húsi við Nýlendugötu.
Þar fannst hluti þýfisins og einnig
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Ji M Nei íM
904 1600
Er rétt að selja áritaðar myndir
af forsetahjónunum
til styrktar framboði Ólafs
Ragnars Grímssonar
j rödd
FOLKSINS
Fjórir teknir meö fíkniefni
Fjórir menn voru handteknir
með fikniefni á Laugaveginum aö-
faranótt sunnudags, Lögreglan
handtók fyrst einn karlmann en
hann hafði á sér 9 hassmola og 3
grömm af amfetamíni.
Síðla nætur vom síðan þrir menn
teknir í bil á Laugaveginum og við
leit i bílnum fannst nokkurt magn
af amfetamíni. Mennirnir voru allir
látnir lausir eftir yfirheyrslur.
-RR
nokkuð af fíkniefnum. Að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík játaði maður-
inn ránið við yfirheyrslur í morgun
og einnig að
hafa stolið
bíl í borg-
inni
fóstu-
dags-
kvöld. Hann mun ekki hafa komið
mikið við sögu lögreglu.
-RR
Kristjana M. Jónasdóttir, tvítug af-
greiöslustúlka, var viö afgreiöslu-
störf þegar maöur vopnaöur hnífi
rændi 25 þúsund krónum í
Söluturninum viö Grundarstíg í
fyrrakvöld. Ræninginn ógnaöi
Kristjönu með hnífi í ráninu.
DV-mynd GVA
Ibúar fá völdin
Hverfisnefnd og hverfisráð
verða stofnuð í tilraunaskyni í
Grafarvogi á næstu döginn. Sam-
kvæmt RÚV er það liður í að færa
íbúum hverfanna meiri völd en
hingað til.
Kröfur í Miðbæ
Auglýst hefúr verið eftir kröfu-
höfum á hendur Miðbæ Hafhar-
fjarðar hf. Samkvæmt RÚV hefur
félagið fengið heimild til að leita
nauðasamninga.
Aukið Græn-
landsflug
Flugleiðir hyggjast fjölga ferð-
um til Grænlands í vor, m.a. í
tengslum við útgerð nýs skemmti-
ferðaskips við Grænlandsstrend-
ur. Þetta kom fram í RÚV.
Forstjóratekjur
Nær helmingur 50 þekktra for-
sfjóra hefur á bilinu 500 til 800
þúsund krónur í tekjur á mánuði.
Frá þessu er greint í Frjálsri
verslun.
Þverrandi áhugi
Áhugi útlendinga á islenskum
fræðum fer þverrandi. Samkvæmt
Stöð 2 verður starfsliði Árnastofn-
unar í Kaupmannahöfn fækkað
um fjórðung.
Heilabiluðum
fjölgar
Samfara auknum lífslíkum fer
heilabiluðum og minnissjúkum
jafnt og þétt fjölgandi. Samkvæmt
Mbl. gæti heilabilun orðið farald-
ur 21. aldarinnar.
Samið við Col-
umbia
Yfirgnæfandi líkur eru taldar á
samningnum við Columbia
Ventures um byggingu álvers á
Grundartanga. Samkvæmt Mbl.
gætu framkvæmdir hafist í byrj-
un næsta árs. -bjb