Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 8
8 MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 Útlönd Aðskilnaðarsinnar stofnuðu sjálfstætt lýðveldi á Norður-Ítalíu: almenning með sér Lögreglan segir aö færri en tuttugu þúsund manns hafi komiö til aö hlusta á Umberto Bossi, foringja aöskilnaöar- sinna, lýsa yfir stofnun Padaníu, sjálfstæös lýöveldis, á noröurhluta Italíu. Einingarsinnum gekk betur aö fá fólk í liö meö sér á fundum um allt land Símamynd Reuter Umberto Bossi, forsprakki að- skilnaðarsinna á Ítalíu, lét sér fátt um finnast þótt stuðningur almenn- ings við hann reyndist dræmur, heldur lýsti yfir sjálfstæðu lýðveldi í hinum auðugu norðurhéruðum It- alíu í gær. Með lónið í Feneyjum í baksýn og við hljóma hátíðlegrar tónlistar lýsti eldhuginn Bossi, leiðtogi Bandalags norðanmanna, yfir stofn- un sambandslýðveldisins Padaníu. Bossi hafði þá lokið þriggja daga göngu sinni til sjávar, eins og hann kallaði hana, frá upptökum árinnar Pó uppi í Alpafjöllunum til Adría- hafsins. „Við, þjóð Padaníu, lýsum því há- tíðlega yfir að Padanía er frjálst og fullvalda sambandslýðveldi," sagði í yflrlýsingunni sem Bossi las upp fyrir mannfjöldann í Feneyjum. Þangað kom hann siglandi í fylking- arbrjósti smábátaflota. Samverkamenn Bossis tóku niður ítalska þjóðfánann og drógu að húni hvítan og grænan fána með mynd af laufi, tákn hins nýja lýðveldis. Lögreglan telur að færri en tutt- ugu þúsund manns hafi verið við- stödd athöfnina en aðskilnaðarsinn- ar sjálfir segja að sjötíu þúsund hafi sótt samkomuna. Þá var langur vegur frá því að ganga Bossis drægi að sér þá eina milljón manna sem hann gerði sér vonir um. Stuðningsmenn einingar Ítalíu létu líka til sín taka um allt land í gær en hvergi voru þó fleiri saman komnir en á fjöldafundi í Mílanó sem róttækir hægrisinnar boðuðu til. Lögreglan álítur að þar hafi 150 þúsund manns að minnsta kosti komið til að lýsa yfir stuðningi sín- um við óskipta Ítalíu. Gianfranco Fini, leiðtogi hins hægrisinnaða þjóðarbandalags, sagði í Mílanó að aðskilnaður væri móðgun við söguna og móðgun við heilbrigða skynsemi. „Ítalía læfur ekki móðga sig og henni verður ekki skipt,“ sagði Fini. Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, gagnrýndi Bossi og sagði að rík- ið mundi tryggja málfrelsi en það mundi ekki líða að hvatt yrði til „ólöglegra athafna“. Þar var hann að vísa i þau orð Bossis að eitt fyrsta verk bráðabirgðastjórnar hins nýja lýðveldis væri að stofna vopnaðar sveitir aðskilnaðarsinna. Reuter Bossi mistókst að fá Sfl ÚTBOÐ F.h. Húsnæöisnefndar Reykjavíkur er óskaö eftir tilboðum í: 1. Gler 2. Blikksmíöi í 102 íbúðir viö Álfaborgir/Dísaborgir i Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn kr. 10.000, skilatr. fyrir hvort verk. Opnun tilboða: miðvikud. 2. okt. nk, kl. 11.00 á sama stað. hnr 126/6 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. sjálfseignarstofnunarinnar Skógarbæjar, óskar eftir tilboðum í múrverk innanhúss fyrir hjúkrunarheimiliö Skógarbæ að Árskógum 2, Reykjavík. Helstu verkþættir eru gólflögn, hlaönir innveggir og múrhúðun hlaðinna veggja. Útboösgögn eru afhent á skrifst. vorri frá miövikud. 18. sept. nk, gegn kr. 15.000, skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 10. okt. nk, kl. 11.00 á sama stað. bgd 127/6 F.h. Borgarverkfræðingsins f Reykjavik er hér meö óskað eftir tilboðum í verkið: Borgarholt II - Spöngin og Vættaborgir. Helstu magntölur eru: - Götur, breidd 5-6 m, 370 m - Götur, breidd 7-7,5 m, 560 m -Bllastæði2. 100 m! -Holræsi2. 140 m - Púkk 3.500 m! - Mulin grús 7.400 m! - Losun klappar, 3.500 m3 Hluta verksins skal skila fyrir 1. des. 1996 en því skal aö fullu lokið fyrir 1. júlí 1997. Útboösgögn eru afhent á skrifst. vorri frá þriöjud. 17. sept. gegn kr. 10.000, skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 26. sept. nk, kl. 11.00 á sama stað. gat 128/6 INNKA URASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frfklrkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Clinton hringdi í Borís Jeltsín: Óskaði góðs gengis Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi í Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta í gær til að óska honum góðs gengis vegna væntanlegrar hjarta- aðgerðar sem Kremlarbóndinn þarf að gangast undir einhvern tíma á næstunni. „Þetta var bara vináttusímtal til að óska honum alls hins besta,“ sagði Mary Ellen Glynn, talskona Hvíta hússins, við fréttamenn í Iowa þar sem Clinton var á kosn- ingaferðalagi. Leiðtogamir töluðu saman í tíu mínútur. Jeltsin dvaldi á sjúkrahúsi í Moskvu um helgina til að læknar gætu rannsakað hann betur vegna hjartaaðgerðarinnar væntanlegu. Talsmaður Rússlandsforseta sagði að ekkert óeðlilegt væri að forsetan- um, það væri einfaldlega auðveld- ara fyrir læknana að gera rann- sóknirnar inni á sjúkrahúsinu. Rússneska sjónvarpsstöðin NTV sagði í gær að svo kynni að fara að Jeltsín mundi láta forsætisráðherra sinn fá yfirráð yfir kjarnorkuvopna- búrinu rétt á meðan hann væri meðvitundarlaus í sjálfri skurðað- gerðinni. Reuter Saddam traustari en við lok Flóabardaga Bill Clinton Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær að Saddam Hussein íraksforseti væri traustari í sessi nú en að loknu Persaflóa- stríðinu en sagðist þó fullviss um að vígbúnaður Bandaríkjamanna í þessum heimshluta mundi hafa hemil á honum. Hann sagðist eiga von á að stjórn- völd í Kúveit mundu veita viðtöku allt að fimm þúsund bandarískum hermönnum til viðbótar við þá sem fyrir eru vegna nýrrar árásarstefnu íraka. Kúveitar voru hins vegar afar hikandi í byrjun. Háttsettir bandarískir embættis- menn sögðu að þeir gæfu ekki mik- ið fyrir tilkynningu íraskra stjóm- valda á föstudag um að þau væru hætt að skjóta á bandarískar flug- vélar sem hefðu eftirlit með flug- bannssvæðunum yfir norður- og suðurhluta Iraks. Wifliam Perry, landvamaráðherra Bandaríkjanna, var í Sádi-Arabíu, Kúveit og Barein í gær til að afla stuðnings við aukin hemaðarumsvif Bandarikjamanna. Hann sagði í Kú- veit að Bandaríkin mundu grípa til nauðsynlegra aðgerða til að fram- fylgja flugbanninu og útilokaði ekki frekari loftárásir. Reuter Stuttar fréttir i>v Loftárás á borg Orrustuvélar afganska stjórn- arhersins vörpuðu sprengjum á borgina Jalalabad sem er á valdi Taleban skæruliða og týndu að minnsta kosti tólf lífi. Lofar kosningum Liame Zeroual, forseti Alsírs, lofaöi í gær að kosningar yrðu haldnar á næsta ári. Netanyahu Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, er undir mikl- um þrýstingi frá arabaþjóð- um um að hleypa meira fjöri í friöar- viðræðumar en hann segist engu að síður ekki ætla að hvika frá grundvallarstefnu sinni, jafnvel þótt það kosti hann vin- skap Bandaríkjanna. Hætt kominn Alberto Fujimori slapp með skrekkinn þegar bilun í þyrlu sem hann var í varð til þess að flugmennimir misstu stjóm á henni um stundarsakir. Ekkert vopnahlé Talsmaður Sinn Fein, pól- itísks arms írska lýðveldishers- ins, segir ekkert hæft í fréttum um að fyrirhuguð ráðstefria í næsta mánuði verði notuð til að lýsa yfir vopnahléi IRA. Lítil kjörsókn Lítil kjörsókn í Bekaadalnum í austurhluta Líbanons í síðustu umferð þingkosninganna er áfall fyrir hreyfingu Hizbollah sem fylgja írönum að máli. Blair í Innanbúðar- átök setja nú svip sinn á breska Verka- mannaflokk- inn eftir að fréttir birtust um að tengsl- in við verka- lýðshreyfing- mia kynnu að verða rofin. Tony Blair flokksleiötogi sakaði and- stæðinga sína í gær um að skorta kjark í slaginn um völdin viö íhaldsflokkinn. Le Pen kokhraustur Jean-Marie Le Pen, leiðtogi flokks franskra hægriöfga- manna, var kokhraustur í gær þegar tilraunir til að fá flokk hans bannaðan rannu út í sand- inn. Rigning í Halifax Mikið úrfelli var í Halifax og öðmm byggðum Nova Scotia í Kanada af völdum leifa fellibyls- ins Hortense. Strangari lög Norma Major, eigin- kona breska forsætisráð- herrans, hvatti til þess í gær að sett yrðu strang- ari lög um vemdun einkalífs fólks en nokkur blöð birtu myndir sem teknar vom með aðdráttarlinsu af Major- fjölskyldunni I fríi á lúxus- snekkju. Stúlkur fundust Tvær belgískar unglingsstúlk- ur fundust ómeiddar nærri frönsku landamærunum nokkmm klukkustundum eftir að tveir menn rændu þeim og svæfðu. Gegn flugum Borgarstjórinn í Manila á Fil- ippseyjum hefur skorið upp her- ör gegn flugum og kakkalökkum í borginni. Reuter erjum fastur fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.