Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Síða 9
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
9
I>V
Utlönd
John Major vill aö ríkisarfinn fari hægt í sakirnar:
Karl klaufskur viö aö fá
þjóöina á band Camillu
Karl Bretaprins er undir sívax-
andi þrýstingi um að fara nú hægt í
sakirnar við að reyna að fá breskan
almenning til að taka hjákonu hans
til margra ára, Camillu Parker Bow-
les, í sátt.
Breska blaðið Mail on Sunday
sagði í gær að John Major, forsætis-
ráðherra Bretlands, ætlaði að skýra
Elísabetu drottningu frá ótta sínum
við það sem ráðherra kallar klaufa-
lega herferð Karls til að fá almenn-
ing á band Camillu. Major var gest-
ur drottningar yfir helgina.
„Þeir óttast að herferðin, sem
hófst aðeins þremur vikum eftir lög-
skilnað prinsins, gæti haft öfug
áhrif við það sem að var stefnt og
þar með varpað skugga á erfðarétt
hans,“ sagði í blaðinu.
„Forsætisráðherrann telur að all-
ar hugmyndir hans um að kvænast
aftur verði að bíða þar til um alda-
mót, þótt ríkisstjómin sé í sjálfu sér
ekki andvíg sambandi þeirra.“
Karl hefur ekkert farið leynt með
að hann ætlar að halda áfram sam-
bandi sínu við Camillu. Skoðana-
kannanir sýna hins vegar að breska
þjóðin er andvíg því að þau gangi í
hjónaband, enda enn töfruð af
Díönu prinsessu sem er bæði yngri
og glæsilegri.
Vinir Karls og Camillu hafa tekið
virkan þátt í herferðinni og laumað
þvi að fjölmiðlum hvar hægt sé að
mynda þau saman, eða hvar hægt sé
að sjá Camillu með nýja hárgreiðslu
og í flottum fótum.
Blaðið Sunday Times sagði i gær
að engin ástæða væri fyrir Major að
sofa ekki rólega þar sem drottning-
in ætlaði að fullvissa hann um að
engin hætta væri á að Karl mundi
ganga í hjónaband ef það væri al-
menningi ekki þóknanlegt.
Karl og Andrés, bróðir hans, voru
með móður sinni og öðrum úr fjöl-
skyldunni í Balmoralkastala í Skot-
landi um helgina þar sem rætt verð-
ur um hvernig hægt sé að hressa
upp á ímynd fjölskyldunnar eftir öll
hneykslismálin og hjónaskilnaðina
sem hafa skekið hana upp á síðkast-
ið.
Reuter
Vinir og aðdáend-
ur syrgja
Tupac Shakur
Aðdáendm- og
vinir minntust
rapparans
Tupacs Shakurs
um helgina en
hann lést á
sjúkrahúsi í Las
Végas aðfaranótt
laugardags, sex
dögum eftir að hann varð fyrir skot-
árás í bíl sínum í borginni.
Shakur, sem var 25 ára þegar
hann lést, var einhver umtalaðasti
rapparinn vestra og komst marg-
sinnis í kast við lögin. Það endur-
speglaðist í tónlist hans þar sem líf-
inu í fátækrahverfum svertingja var
lýst á mjög svo opinskáan hátt.
Reuter
qitarskóli
^"ÖLAFS GAUKS
NÚ ER HVER SÍÐASTUR AÐ INNRITAST
Við innritum í síma 588-3730 daglega þessa viku kl. 14.00 til 17.00 eða
í skólanum Síðumúla 17. Fjölbreytt námskeið í boði, jafnt fyrir byrjendur
sem lengra komna á öllum aldri. Skemmtilegt nám. Þú nærð lengra
en þú heldur fyrir jól. Verulegur staðgreiðsluafsláttur.
Sendum upplýsingabækling þeim sem vilja.
SLÁÐU Á ÞRÁÐINN OG KANNAÐU MÁLIÐ
Tara Dawn Holland frá Kansas hefur fulla ástæðu til að vera hress og kát.
Hún var nefnilega kjörin fegursta stúlka Bandarikjanna í gleðiborginni Atl-
antic City um helgina. Tara er 23 ára gömul og er að læra að verða tónlistar-
kennari. Sjónvarpsáhorfendur höfðu sitt að segja um úrslitin.
Símamynd Reuter
Alþjóðlegir eftirlitsmenn í Bosníu:
Kosningarnar voru
að mestu frjálsar
Alþjóðlegir umsjónarmenn kosn-
inganna í Bosníu um helgina,
þeirra fýrstu frá lokum borgara-
styrjaldarinnar, sögðu i gær að
óháðir eftirlitsmenn teldu þær hafa
að mestu verið frjálsar og farið vel
fram. Múslímar neita hins vegar að
viðurkenna úrslitin á svæðum
Serba og saka þá um kosninga-
svindl.
Stjórnvöld í Frakklandi og Þýska-
landi hafa tekið undir með Richard
Holbrooke, aðalhöfundi friðarsam-
komulagsins í Bosníu, sem fylgdist
með kosningunum á laugardag og
lokið á þær lofsorði. Mikill þrýsting-
ur er því á múslíma um að láta af
andstöðu sinni.
Bosníu-Serbar svöruðu
múslímum með því að stöðva taln-
ingu atkvæða á svæðum sínum, þar
sem tugir þúsunda flóttamanna
múslíma greiddu atkvæði. En taln-
ingin hófst á ný nokkrum klukku-
stundum síðar, eftir að Stofhunin
um öryggi og samvinnu í Evrópu,
sem hefur yflrumsjón með kosning-
unum, skarst í leikinn.
Umsjónarmennirnir höfðu búið
sig undir mótmæli andstæðra fylk-
inga í Bosníu eftir kosningarnar og
sögðust þess fullvissir að hægt yrði
að jafna allan ágreining á næstu
dögum.
Öryggisstofnunin sagði að fylk-
ingamar í Bosníu hefðu vitað fyrir-
fram að kosningarnar yrðu ekki
fullkomnar og ekkert benti til að
ástæða væri til að ógilda þær neins
staðar.
Bráðabirgðaúrslit úr kosningun-
um til þriggja manna forsetaráðs frá
héruðum múslíma, Serba og Króata,
svo og þingkosningunum, verða
væntanlega kunn síðar í dag.
Skýrsla eftirlitsmannanna mun
síðan hafa áhrif á það hvort úrslitin
verða staðfest síðar í mánuðimun.
Þá verður hægt að hefja myndun
valdastofnana og vinna að fjárlög-
um næsta árs.
Reuter
þaö
Vegna góðrar sölu AKAI ~ ^
á íslandi, verðlauna framleiðendur okkur
með ríflegum afslætti af tveimur samstæðum. um
Þennan afslátt færðu beint hjá okkur... minna
• Stefrænt FM/MW/LW útvarp meö 3Ö minnu
• Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum
• Innstunga fyrir heyrnatól og hljóðnema
• Tónjafnari með 6 forstillingum
• ívöfalt Dolby segulband
• Tímastillari og vekjari
• Fullkomin fjarstýring
• 100 watta magnari
AKAI TX-3DD
Kr. B4.9DD stgr.
Var áður kr. 44.900 stgr.
• Stafrænt FM/MW/LW útvarp með 30 minnum
• Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum
• Innstunga fyrir heyrnatól og hljóðnema
• Tvöfalt Oolby segulband m.síspilun
• lónjafnari með6forstillingum
• Tímastillari og vekjari
• Fullkomin fjarstýring
• Surround Itljúlerfi
• 140watta magnari
1 • 1 1 1 1 \ —o«5væ>o— t | h\ 0 ■ % • • f ■ ;■ |
v ' - - - 1 ' ' ■ ' 1 J
* i f
AKAI TX-50D
Kr. 44.9DD stgr.
Var áður kr. 54.900 stgr.
Sjðnvarpsmiðstöðin
IUrtofatm n M allCVlSTURlAIIO: Hljómsýa Akranesi. Kauplálag BgiMim Borgamesi. Blónslnellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímssoa Gmndarfirði. VESTflRDIR: Ralbúð Jónasar luis, PatitksH. Ptillmn. Isafirði. NDR0URLAIID: (I Steingrimsljarðar. Holma.ik 1
[(V-Húnvetninga. Hvauislinga. II Húnvelninga. Blönduósi. Skagfiiðingabúð. Sauóárkióki HA. Oalvík. Hljómvei. tureyn Oryggi. Húsavík. Urð. HaularhttiAUSIUHLAND.Kf Héraósbúa, Egilssloöum. II Vopnfiróinga. Vopnallrði. U Héraösbúa, Seyðisfiröi. IF Fáskrúðsljarðar. I
Fáskiúðstirði. KASK, Diúpavogi KASK. Hðfn Hnmafirði.SUDURLAKID: KF Amesinga .Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni. Sellossi. Radiðrás. Selfossi. tl Arnesinga. Selfnssi. Rás. Pmlákshöfn. Brímnes. Vestmannaevium. RIYKJANES: Rafborg. Grindavik. Ralmæni. Hafnarlirði 1