Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Page 13
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 menning 13 Óhreint mjöl í pokahorninu Farsi er yfirskrift leikrits Áma Ibsen „Ef væri ég gullfisk- ur“ og vissulega er flestum leik- reglum farsans hlítt við samn- ingu texta og uppsetningu verksins. Undirmál, misskiln- ingur, flækjur og fjölskrúðugar persónur eru innbakaðar í hraða „aksjón" á sviðinu, þar sem enginn endir er á ámátleg- um uppákomum, sem ætlað er að kitla hláturtaugar áhorf- enda. Þegar nýtt verk er sett upp í fyrsta sinn fer fram frumsköp- un á mörgum sviðum, og hlutur leikstjóra (Pétur Einarsson) og leikmyndahönnuðar (Sigurjón Jóhannsson) er að sínu leyti höfundarverk líka. Pétur nýtir hæflleikaríka leikara í botn og byggir mikið á hraða og tækni þeirra í samansúrruðum atrið- unum. Leikstjórinn getur hins vegar ekki gert meira en textinn býð- ur upp á og í „Gulifiskinum" er óneitanlega svolítið tómahljóð í tunnunni þegar á sýninguna líður. Ámi er vissulega góður höfundur. Hann kann að byggja upp fléttu og skrifa fínan texta, en hér hefði mátt vera aðeins meira kjöt á beini. Það er hins vegar sérstaklega ánægjulegt að sjá hér á sviðinu marga unga leikara, sem vakið hafa athygli undanfarið, „ný“ andlit sem gefa sýningunni ferskt yfirbragð. í fyrri hluta verksins gengur dæmið allvel upp, og þar eiga þessir og aðrir flinkir leikarar stóran hlut í, sérstaklega þau Eggert Þorleifsson og Halldóra Geirharðsdóttir. Persónurnar era einfaldar týpur, en hver fyrir sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna í skipulögðu kaosi framvindunn- ar. Kynningin á þeim tekst vel og rétt eins og lög gera ráð fyr- ir hafa flestir óhreint mjöl í Enginn endir á ámátlegum uppákomum. Þórhallur Gunnarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverkum sínum. Leiklist Auður Eydal pokahorninu. Allir eru að blekkja alla. Þetta flækir málin og gerir meiri háttar spreng- ingu óhjákvæmilega. Hins vegar dettur dampurinn illilega niður eftir hlé. Þar er því mest um að kenna hversu rýrt sjálft frásagnarefnið er þeg- ar á líður og tómahljóðið verður áberandi. Persónurnar einar og sér bera ekki uppi meira af svo góðu og útþynningin verður of mikil, þrátt fyrir einn og einn góðan sprett innan um. Þar gátu tíðir neðanþindarbrandar- ar lítið úr bætt og einnig hefði gjarna mátt hafa útfærslu þeirra svolítið penni á stund- um. Það er mikil kúnst að fela hæfilega burðugan söguþráð í öllum látunum, gjama með létt- um ádeiluskotum, sem hrista upp í áhorfandanum og skilja eftir sig súrsætt bragð. Þetta tekst ekki nógu vel og allur hamagangurinn skilur lítið eft- ir sig. Eggert leikur hinn hallæris- lega Binna sem ætlar að eiga notalega stund í húsi Péturs fóður síns á meðan sá gamli er að heiman. í hlutverkinu nýtir Eggert hæfileika sína til gaman- leiks i botn og minnir orðið á þá bestu sem við höfum átt í þeirri grein. Hann þarf ekki að leika með grófum ýkjum og látum til að ná fram sprenghlægilegum tilþrifum, það eru þvert á móti smáatriðin í hreyfingum og áherslum sem vekja mestan hlátur og tímasetningamar em pottþéttar. Halldóra leikur hlutverk Öldu (köldu), afburðalipur með góða tilfinningu fyrir því hversu langt er óhætt að ganga í ýktum tilburðum. Þetta var fin vinna hjá Halldóru. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir sté fast til jarðar og fór mikinn í hlutverki Kollu, en fékk ekki nein tæki- færi að ráði til að sýna finlegri takta eins og í Himnnariki í fyrra. Stóð engu að siður vel fyrir sínu. Þórhallur Gunnarsson leikur Berta (bróður Binna) og vinnur prýðilega úr því sem hann hef- ur í höndum. Sama gildir um Sigurð Karlsson (Pétur, pabba Berta og Binna) og Sóleyju Elí- asdóttur (viðhaldið hans), en þær Ásta Arnardóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir áttu erfiðara með að berja í brestina og gera sér mat úr klisjukenndum hlut- verkum asísku heimilishjálpar- innar og þingkonunnar tilvon- andi. Eftir að Helga Braga Jóns- dóttir birtist á sviðinu beinist fókusinn að henni og ekki að ástæðulausu. Hún leikur Dóru, sem er enn einn afkomandi Pét- urs og er hreint kostuleg í hlut- verkinu. Lagsmaður hennar er leikinn af Kjartani Guðjónssyni og kannski er hann hinn eini sanni gullfiskur sýningarinnar, þar sem hann bardúsar i róleg- heitum við að framreiða morg- unmat á meðan öll ósköpin ganga yfir! Leikmyndin er úthugsuð og gefur gott svigrúm og búninga- flóran er skemmtileg (Helga L Stefánsdóttir) í þessum nýja ís- lenska farsa. Leikfélag Reykjavikur sýnir á stóra sviöi Borgarleikhúss: Ef væri ég gullfiskur! Höfundur: Arni Ibsen Leikhljóö: Baidur Már Arngrímsson Lýsing: Elfar Bjarnason Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Leikstjórn: Pétur Einarsson Óveðursnótt Fyrsta framsýning leikársins í Þjóðleikhúsinu var á litla svið- inu á laugardagskvöldið. I hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson var að vísu sýnt á forsýningum á Listahátíð í vor en er nú á haustnóttum komið til að ganga sinn gang í leikhús- inu. Efni verksins fellur vel að þessum árstíma, því að það ger- ist um myrka óveðursnótt í smá- þorpi úti á landi. Fárviðrið, sem úti geisar, setur mark sitt á sam- skipti fólksins og áður en varir kemur til uppljóstrana og upp- gjörs milli þeirra sem dvelja á hóteli staðarins um nóttina. Karl Ágúst er vanur að skrifa texta og verkið ber merki þess að hann hefur gott vald á verk- efninu. Uppbyggingin er skýr, og jöfn stígandi í framvindunni. Upplýsingar um persónurnar eru gefnar í smáskömmtum, og þar er ekki allt sem sýnist. Karl leikur sér að þvi að gjörbreyta viðhorfi áhorfandans til þessa fólks með því að fletta ofan af at- vikum í fortíðinni. En hann fellur um leið í þá gryfju að hlaða þvílíkum feikn- um á þessar fáu persónur, að einhvers staðar á leiðinni fer þetta allt saman að virka heldur ósannfærandi og áhuginn á ör- lögum þeirra minnkar. Burtséð frá þessu era efnis- Leiklist AuðurEydal tökin góð og samtölin vel skrif- uð. Ekki er hægt að rekja vend- ingar leikritsins í smáatriðum án þess að spilla fyrir væntan- legum leikhúsgestum, en hér er greinilega kominn fram áhuga- verður höfundur sem fyllilega er treystandi til að skrifa dramatisk samtímaverk fyrir stærstu leiksvið. Hallmar Sigurðsson er leik- stjóri og Stígur Steinþórsson gerir leikmynd sem sýnir snjáð og þreytulegt umhverfi gamla hótelsins og skapar ágætlega sannfærandi bakgrunn. Halimar leggur áherslu á mannlega og hversdagslega hlið framvind- unnar í upphafi og nær þannig fram skemmtilegum andstæðum þegar uppljóstranir hefjast. Leikendur miðla persónum verksins með ágætum til áhorf- enda og hallast þar hvergi á. Kristbjörg Kjeld glansar í gegn- um hlutverk hótelstýrunnar, sem í sífellu talar um gósentíð- ina í gamla daga, þegar allt var svo gott. En þessi mynd af for- tíðinni hrynur áður en varir og fronturinn, sem hún hef- ur snúið að umheimin- um um leið. Sveiflurnar í hlutverkinu eru feikna- vel unnar á mannlegum nótum. Þröstur Leó Gunnars- son mótar líka skýra per- sónu og leikur af styrk í hlutverki Jakobs. Magn-............... ús Ragnarsson leikur Le'kendur miöla personum verksms meö mjög viðkvæmt hlutverk !?æ,um 1,1 ahorfenda. Þrostur Leo bróður hans, Bjarna, þar °u"nar®,s°n °9 Ragnheiöur Steindors- sem þræða þarf hárfina dot,,r 1 hlutverkum slnum- línu til þess að ofgera ekki. Nærvera hans á sviðinu svo að segja allan tímann er mjög afgerandi fyrir atburðarás- ina, en aldrei yfirþyrmandi. Helgi Skúlason leikur hlut- verk, sem kemur svolítið eins og aukamynd inn í meitlað ferli verksins. En það þarf auðvitað ekki að spyrja að því að rútubíl- stjórinn, sem kemur til þess eins að fara aftur, gegnir ákveðnu hlutverki og ekki spill- ir útfærsla Helga. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fer líka vel með hlutverk Mörtu, þó að persónan sjálf sé hálfvand- ræðaleg og gjaldi fyrir það að vera sá póll, sem mestu feikn- stafir verksins snúast um. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur Brynju, sem er aðkomu- maður í plássinu og ekkert inni í þessum gömlu málum. Hún er eina persónan, sem er með til- tölulega hreint borð, enda kem- ur hún sér í burtu í lokin. Ragn- heiður leikur þetta hlutverk mjög vel, áhyggjurnar og von- brigðin eru sannfærandi og ekki síður léttleikinn og mildin, sem þessi persóna býr yfir. Því að þrátt fyrir vetrar- myrkrið og óveðursgnýinn er það svo með leikritið hans Karls Ágústs að það er ekki alsvart. Rétt eins og .lífið sjálft speglar tilveran í þorpinu allt litróf mannlífsins og að morgni nýs dags léttir til. Þjóöleikhúsiö sýnir: f hvitu myrkri Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Stígur Stein- þórsson Leikstjóri: Hallmar Sigurösson Skari skrípó Mér hefur alarei í alvöru dottið í hug að ís- lendingar væru skyldir Finnum fyrr en ég sá Sirkus Skara skrípó í Loftkastalanum. Allt yfir- bragð sýningarinnar minnti einhvern veginn á Finnland; kvikmyndir Kaurismakis - eða eitt- hvað. Ekki aðeins hárgreiðsla sirkusstjórans heldur líka listræn heildarstefnan. Það var sér- kennilega lunkinn hallærissvipur, á hljómsveit- inni, kvartettinum Kanada, þótt hún spilaði ágætlega; kynningar söngvar- anna, Heru og Sigur- jóns, voru aðeins of háværar og fleðulegar, i en þau sungu vel; i búningar Abrakada- brasystra voru ívið of skræpóttir, en ansi voru þær liprar á sviðinu. Á móti þessari ofgnótt var stillt látæði sirkus- I!, stjórans, sem lék * *f* allar sín- r'jl ar listir stein- ,l þegjandi með óræðan svip á andlitinu, og sjálfum töfra- brögðunum sem voru alveg ekta - ef hægt er að nota það orð um töfrabrögð. Það var einhver innbyggð sjálfhæðni í þessari sýningu sem var jafntöfrandi og töfrabrögðin. Þegar upp var staðið reyndist hallærisgangur- inn alveg eins vandlega skipulagður og æfður og töfrabrögðin og sýningin gegnumvönduð, þótt hún reyndi eins og hún gat að leyna því. Er það ekki það sem er svo finnskt? Þeir gera allt vel en eru svo hógværir að maður áttar sig ekki á því fyrr en eftir á. Eins var hér. Globe-leikhúsið opnað á ný í haust kemur út hjá Máli og menningu Dók- in Veröldin er leiksvið, með fleygum orðum Shakespeares. Það er þýðandi hans, Helgi Hálf- danarson, sem safnar snilldinni saman. Hið eig- inlega leiksvið Shakespeares, þar sem verk hans voru fyrst sýnd, var í Globe leikhúsinu á suður- bakka Thamesár í London, sem brann fáeinum árum áður en hann dó. Nú hefur leikhúsið hans verið endurreist nokkurn veginn á sama stað og eins líkt því upprunalega og verða má. Á nýja húsinu er hálfþak úr hálmi eins og því gamla, en búast má við að hávaðinn frá umferðinni, í lofti og á láði, trufli áhorfendur ívið meira en í þá tíð. Það var bandaríski leikstjórinn og leikarinn Sam Wanamaker sem fékk hugmyndina að þess- ari endurbyggingu fyrir rúmum fjörutíu árum, og margir Bretar létu það fara í taugarnar á sér. Þeim sýndist þetta eiga að verða einhvers kon- ar Disney- garður fyrir túrista og fannst sínum manni misboðið. En allt hefur verið gert til að ná réttum svip. Aldagömul verkmenning var riijuð upp til þess að eikarbjálkarnir, kalksteinsveggirnir og óþægilegir trébekkimir fengju réttan svip. En í hálmþakinu hefur verið komið fyrir úðunar- búnaði til að koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig. Gamla húsið brann þegar kviknaði í þakinu á sýningu. Og erfiðið hefur borgað sig. Fyrstu frumsýn- ingu í húsinu hefur verið vel tekið og húsið sjálft fær hrós í breskum blöðum. Verst að Wanamaker skyldi ekki lifa það. Bóksala eykst aftur Fyrir tíu árum gátu danskir bókaútgefendur selt bækur meö bundið fyrir augun, segir Politi- ken fyrir skömmu. Stóri kaupandinn var hið op- inbera, skólar og bókasöfn sem keyptu og keyptu allt sem gefið var út, eða því sem næst. Svo kom hnifurinn og útgefendur grétu og börmuðu sér. Nú var öllu lokið í danskri bóka- útgáfu, héldu þeir. Útgefendur barma sér enn þá, en niðurskurðurinn hefur gert sitt gagn: Traust forlög þéna vel í dag enda eru þau betur skipulögð en áður. Málið er að þegar bókasöfnin skáru innkaup sín niður fór fólk að kaupa meira af bókum. Það fer kannski á safnið og leitar að bók; bókin er ekki til og ef það vantar hana verulega fer það út í búð og kaupir hana. Útgefendur hafa orðið að laga sig að þessum aðstæðum, til dæmis með því að endurútgefa bækur fyrr í ódýrum papp- írskiljum. Samhliða þessari þróun hefur forlagsbrans- inn i Danmörku þróast í tvær ólíkar áttir. Ann- ars vegar hafa stóru forlögin gleypt mörg með- alstór forlög, þannig að forlögum með nokkur umsvif hefur fækkað; hins vegar velur vaxandi fjöldi höfunda að gefa sjálfur út bækur sínar, þannig að örforlögum fjölgar! „Bransinn hefur kannski aldrei verið fjölbreyttari," segir Kurt Fromberg hjá Gyldendal. „Mér finnst hann ynd- islegur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.