Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Side 14
14
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds.
Ofbeldislýður
Við höfum stært okkur af því að búa í friðsælu samfé-
lagi þar sem menn gætu gengið óhultir um götur, jafnt
að nóttu sem degi. Það á ekki við lengur. Alvarlegum lík-
amsárásum hefur fjölgað, árásum sem margar hverjar
eru afar fólskulegar og sumar að því er virðist algerlega
tilefnislausar.
Við höfum gjarnan kynnt útlendingum fegurð lands-
ins og sagt þeim um leið að hér væru þeir öruggir um líf
sitt, limi og eigur. Það er ekki langt síðan menn þurftu
hvorki að læsa bílum sínum né híbýlum. Nú telja marg-
ir að ekki dugi að læsa bílum og húsum, vissara sé að
koma upp öryggis- og þjófavamarkerfum til viðbótar.
Mannsöfhuður, dykkjusvall og ómenning er lýti á mið-
borg Reykjavíkur um helgar. Þessar reglulegu sukksam-
komur hafa vakið athygli út fyrir landsteina, jafnvel svo
mikla að hingað hafa verið sendir fréttamenn til þess að
skoða fyrirbrigðið. Þær fréttir og myndir eru vond land-
kynning. Enn verra er að venjulegt fólk treystir sér ekki
til þess að ganga um sinn eigin miðbæ á þeim tíma er
lýðurinn hertekur hann.
í lögregluskýrslum koma ástæður þessa ástands fram.
Áfengis- og flkniefnaneysla er mjög ofbeldishvetjandi.
Neysla harðari efna breytir mönnum og gerir þá ofbeld-
isfyllri. Umhverfið er opnara fyrir ofbeldi en áður var.
Átök aðila innan fíkniefnaheimsins eru harkaleg.
Svo aðeins séu teknir atburðir síðustu viku þá fannst
fíkniefnagreni á ísafirði þar sem auk fíkniefna fundust
fjölmörg eggvopn, allt upp í sverð. í Reykjavík var að til-
efnislausu ráðist á ungan mann og djúpur skurður rist-
ur í andlit hans. Þá var framið mannrán í borginni.
Árásarmennirnir fundust fljótt en óttinn í þessum lok-
aða heimi er slíkur að fórnarlambið, sem þekkti árásar-
mennina, kaus að kæra ekki.
Þótt skráðar líkamsárásir séu margar í Reykjavík er
fráleitt að ofbeldið sé bundið við höfuðborgina eina. Þeg-
ar ástandið var kannað fyrir helgi kom í ljós að fjölmarg-
ar meiri háttar líkamsárásir eru skráðar víða um land.
Búnaður flkniefnasala og -neytenda er sýnir að þeir
eru tilbúnir að beita vopnum. Fíkniefnaheimurinn er
harður og óvæginn og hugur þeirra er ánetjast hafa efn-
unum brenglaður. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar hafa ofbeldisskapandi fikniefni, amfetamín og kókaín,
borist hingað í vaxandi mæli.
Þá er það einnig mikið áhyggjuefni að áfengisneysla
virðist hafa aukist og hún nær til yngra fólks en áður.
Dæmin hafa menn fyrir framan sig eins og ástandið í
miðborg Reykjavíkur sýnir. Skemmst er einnig að minn-
ast hinna árlegu svallhátíða ungmenna í ágústbyrjun.
Ástandið mun versna nema gripið sér harkalega í tau-
mana. Borgar- og lögregluyfirvöld eiga ekki að líða ástand-
ið í miðbænum. Þar þarf að hreinsa til. Aðgerðir lögregl-
unnar gegn þekktum flkniefnagrenum undanfarnar vikur
eru bráðnauðsynlegar. Þar má hvergi slaka á.
En björninn er ekki unninn þótt takist að koma flkni-
efnalýðnum undir mannahendur. Fangelsismálastjóri
greindi frá því um helgina að fikniefnaneysla hefði auk-
ist að undanförnu innan veggja fangelsisins á Litla-
Hrauni. Hann sagði að hart yrði tekið á þeim brotum
enda full þörf á. Aðalfikniefnaleiðin inn í fangelsin er
með gestum sem koma í heimsókn.
Þeir sem koma á götuna eftir slíka vist verða enn
verri viðureignar en áður takist ekki að koma í veg fyr-
ir eiturflutningana inn í fangelsin. Það er því víða verk
að vinna.
Jónas Haraldsson
,Eins og ekkert væri að gerast á íslandi nema flökun og frysting og loöna að steypast í síló,
Sjónvarpið
de Beauvoir...
um, sjöttungi af þjóðar-
tekjum, 83% þjóðar-
tekna eiga upptök sín
utan sjávarútvegs, að-
eins einn af hverjum
átta íslendingum vinn-
ur við sjávarútveg, sjá
Þorvald Gylfason, Mbl.
4. júní 1995). En látum
það liggja á milli hluta,
það er svo margt mikil-
vægt sem engin þörf er
að útlista í smáatriðum.
Til dæmis meltingin:
enginn ber brigður á
mikilvægi hennar, þótt
við séum ekki vakin og
sofin að hugsa um hana,
hún er sem betur fer á
snærum ósjálfráða
taugakerfisins; tugir
„Og ég er ekki frá því að efnistök-
in hafí líka breyst, þessi árátta að
myndskreyta aðra hverja setningu
var komin út í öfgar, vélin var eins
og flö á skinni að fínna orðunum
stað í mynd.“
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
Sú saga er sögð
af frönsku skáld-
konunni Simone de
Beauvoir, mikilli
baráttukonu, að
einhverju sinni
þegar hún háði
hildi, mig minnir
það hafi verið fyrir
frjálsum fóstureyð-
ingum, hafi í miðj-
um klíðum verið
komið til hennar
með þau tíðindi að
málið væri í höfn,
þingið hefði sam-
þykkt frumvarp.
„Andskotinn," á
frúin að hafa sagt,
„og ég sem var
búin að skrifa
grein!“
Til dæmis
meltingin...
Ég var líka bú-
inn að skrifa grein
um hvað sjón-
varpsfréttir RÚV
væru leiðinlegar,
þessar endalausu
fiskiþulur, eins og
ekkert væri að ger-
ast á íslandi nema
flökun og frysting
og loðna að steypast í síló ... sjón-
varpið væri á góðri leið með að
breytast í fiskabúr þar sem þulim-
ir kæmu syndandi upp að glerinu
með loftbólum.
Jújú, auðvitað er sjávarútvegur
höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar og
allt það (sem hann reyndar er
ekki, skilar 53% af útflutningstekj-
þúsunda taugaboða sem stýra
meltingu eins munnbita og annað
en gaman ef það færi allt fram í
vitundinni. Maður kæmist ekki
yfir að hugsa mikið annað.
Gerbreytt taktík
Svo settist ég niður fyrir framan
sjónvarpið til að sannreyna að enn
væru þeir við sama heygarðshorn-
ið. En hvað sé ég? Mennirnir hafa
gerbreytt um taktík síðan síðast,
það er allt annað yfirbragð á
fréttatímunum og líka flutt tíðindi
af því sem er að gerast utan frysti-
húsanna. Þjóðin jafnvel lyftir sér á
kreik og lítur upp úr önnum dags-
ins.
Og ég er ekki frá því að efnistök-
in hafi líka breyst, þessi árátta að
myndskreyta aðra hverja setningu
var komin út i öfgar, vélin var
eins og fló á skinni að finna orðun-
um stað í mynd. Það var verið að
tala um eitthvað gersamlega
ómyndrænt, t.a.m. skattamálin, og
sýndar myndir af Seðlabankanum,
Skattstofunni, súmmað aftur á bak
og áfram á stafma yfir inngangin-
um: SKATTSTOFAN ... skattstof-
an. Hendur að telja seðla, fólk að
þramma upp og niður Banka-
stræti... Um hvað var aftur fréttin?
Skattamál? Eða dómsmál og
myndatökugengið gert út af örk-
inni til að taka mynd af stöfunum
fyrir ofan dyrnar í Hæstarétti:
Hæstiréttur ... HÆSTIRÉTTUR ...
hæstiréttur og RANNSÓKNAR-
LÖGREGLA RÍKISINS súmmað
aftur á bak og áfram þangað til
kafflð v£ir farið að skvettast upp
úr bollunum heima í stofu.
Hvergi á byggðu bóli upplifði
maður önnur eins efnistök, þessa
vantrú á efninu sem um var rætt.
Næsta stig hefði verið tökuliðið að
hoppa framan við vélina líkt og
bömin þegar þau komast í tæri
við sjónvarpið. En sumsé - að
þessu sinni get ég tekið heilshugar
undir með Simone de Beauvoir...
Pétur Gunnarsson
Skoðanir annarra
Stjórn heilsugæslu
„Stjórn heilsugæslu þarf að vera sem næst fólkinu
á hverjum stað. Þess vegna eiga heilsugæslan og
sjúkrahúsin að vera undir stjórn byggðarlaganna
eða sjálfstæðar stofnanir. Þó væri eðlOegt að ríkið
ætti eitt öflugt sjúkrahús. Höfuðborgin ætti einnig
að hafa burði til að eiga sjúkrahús sem gæti verið
það öflugt að eölilegt aðhald skapist og samkeppni
verði um gæði og verð þjónustunnar. Sú staða sem
nú er komin upp í heilbrigðismálum að sameina
stóru sjúkrahúsin í eitt fjárlagamiðstýrt bákn er
röng.“
Páll V. Daníelsson í Mbl. 13. sept.
Kjarasamningar og verðbólga
„Nú fer að koma sá tími að kjarasamningar verða
helsta viðfangsefnið á vettvangi þjóðmálanna og fjöl-
miðlanna. Um áramótin þarf að endumýja kjara-
samningana, en síðast vom þeir gerðir til tveggja
ára. Kjarasamningarnir verða einn af helstu próf-
steinunum á það hvort íslenskt samfélag er horfið af
braut verðbólgunnar og gengið inn á veg stöðugleik-
ans og framfara."
Vilhjálmur Egilsson í Degi-Tímanum 13. sept.
Dauður bókstafur
„Fyrir nokkrum árum samþykkti Alþingi ný lög
um stjómun fiskveiða þar sem 1 fyrstu grein var
kveðið á um að auðlindir hafsins væm þjóðareign.
Staðreyndin er hins vegar sú að þróun viðskipta
með aflaheimildir hefur fært útgerðinni ígildi eigna-
réttar á nýtingu fiskistofnanna. í höndum sægreif-
anna er ákvæðið um þjóðareignina dauður bókstaf-
ur. .. . Brýnt er að Alþýðubandalagið taki af öll tví-
mæli um stefnu flokksins í þessum málum og móti
skýrar tillögur um það hvernig þjóðin fái í sinn hlut
afgjald frá þeim sem nýta sameiginlega auðlind okk-
ar.“
Úr forystugrein Vikublaðsins 13. sept.