Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Page 26
38
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Ferðamannaþjónusta á Sauðárkróki:
Enga hótelgistingu
að fá í bænum
Um síðustu mánaðamót áttu sér
stað tímamót varðandi þjónustu
við ferðamenn á Sauðárkróki. Frá
þeim tíma verður enga hótelgist-
ingu aö fá í bænum. Samkvæmt
því sem sögufróöir menn segja hef-
ur slíkt ekki gerst frá því Hótel
Tindastóll tók til starfa fjrir rúmri
öld, 1884, en þar áður hafði reynd-
ar Ámi vert selt gistingu með
greiðasölu sinni. Guðmundur
Tómasson, eigandi Hótel Torgs,
hefur leigt Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra hótelið i vetur fyrir
heimavist. Guðmundur hefur rek-
ið hótelgistingu í 20 ár samfleytt á
Sauðárkróki.
Þegar við vorum með heimavist
Fjölbrautaskólans á leigu um ára-
bil var sú krafa sett af bænum að
við rækjum heils árs hótel. Þegar
viö síðan lentum í erfiðleikum,
greiðslustöðvun, var heimavistin
tekin af okkur og afhent öðrum að-
ila. Ég hygg að sú krafa hafi einnig
verið gerð til þess aðila af hálfu
bæjarins að hann tryggði rekstur
heils árs hótels í bænum en 9 ár
hafa liðið án þess að hann hafi ráð-
ist í hótelbyggingu," segir Guð-
mundur Tómasson, hótelstjóri á
Hótel Mælifelli, en nokkur ár eru
síðan gisting var lögð af í því húsi,
enda veitinga- og skemmtistaður.
Guðmundur sagði einnig í sam-
tali við DV að bærinn hefði ekki
staðið við fyrirheit um niðurfell-
ingu fasteignagjalds meðan ekki
væri starfandi annað hótel að vetr-
inum. Þá sagði Guðmundur greini-
lega mismunun bæjaryfirvalda
koma fram í því að margítrekað
hafi Erlendur Hansen óskað eftir
lagfæringum á Kaupangstorgi fyr-
ir hönd nágranna viö torgið. Þeirri
beiðni hafi ekki verið sinnt en
bærinn hafi hins vegar brugðist
skjótt við beiðni £mnarra aðila í
grenndinni um malbikun.
Engum mismunað í
hótel- og veitingarekstri
„Það er engum aðila mismunað í
hótel- og veitingarekstri í bænum.
Sá eini sem hefur fengið niðurfell-
ingu á fasteignagjöldum er Guð-
mundur Tómasson og það er vegna
þess að hann er sá eini sem hefur
haft rekstur heils árs hótels með
höndum. Hins vegar hef ég lengi
haft áhyggjur af stöðu hótelmála
hér í bænum og veit til þess að að-
ilar hafa beinlínis skipulagt sínar
ferðir með það í huga að þurfa
ekki að gista héma í bænum. Ein-
faldlega vegna þess að hér hefur
ekki verið í boði nægjanlega gott
gistirými,“ sagði Snorri Björn Sig-
urðsson bæjarsljóri.
Aðspurður sagði Snorri Björn
að það væri rangt að Erlendur
Hansen hefði óskað eftir lagfæring-
um á Kirkjutorgi og það væri líka
rangt að bærinn heföi hlaupið upp
til handa og fóta og malbikað í ná-
grenninu vegna óska aðila í veit-
ingarekstrinum. „Ástæðan fyrir
því að við malbikuðum við Aðal-
götu 16b (við Kaffi Krók, innsk.
blm.) er sú að við vorum að kaupa
þar hús sem við hyggjumst opna í
safn næsta vor. Ef við hefðum ekki
malbikað núna hefði það trúlega
ekki komist í verk fyrir þann
tíma,“ sagði Snorri Bjöm. Bæjar-
stjóri gat þess einnig að það væri
ekki og hefði aldrei verið á valdi
bæjarstjómar að leigja út heima-
vist Fjölbrautaskólans, það væri á
valdi annarra aðila.
Án þess að orð bæjarstjóra séu
vefengd né orð annarra sem blaða-
maður hefur rætt við um málið
skal þess getið að Erlendur Hansen
staðfesti það við blaðamann að
hann hefði ítrekað óskað eftir lag-
færingum á Kaupangstorgi.
-ÞÁ
Víöimýrarkirkja i Skagafiröi
Aukablað um
%%
Midvtkudaguin 25, september mun aukablað um tölvur og
tölvubúnað fylgja DV.
Blaðið verður fjölbreytt og efiiismikið en í því verður
fjallað um flest það er viðkemur tölvum
og tölvunotkun.
I blaðinu verða upplýsingar um bæði
hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál
ásamt smáfréttunum vinsælu.
Þeim sem vildu koma á framfæri nýjungum og
eíni í blaðið er bent á að hafa samband við
Jón Heiðar Þorsteinsson í síma 550-5847 sem fyrst.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, vinsamlega hafi samband við Selmu Rut,
auglýsingadeild DV, hið fýrsta í síma 550-5720.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Útlendingarnir
flykkjast í Víði-
mýrarkirkju
Milli 9 og 10 þúsund manns skoð-
uðu Víðimýrarkirkju í Skagafirði í
sumar en hefðbundnum sýningar-
tíma lauk þann 31. ágúst sl. Aðsókn
var mjög svipuð og undanfarin ár,
að sögn Önnu Kristinsdóttur, um-
sjónarmanns kirkjunnar. Ekki
liggja fyrir endanlegar tölur um að-
sókn enda erfitt að halda utan um
slíkt þar sem ellilífeyrisþegar, börn
og unglingar innan 16 ára aldurs
greiða ekki aðgangseyri. Kirkjan
hefur verið opin almenningi alla
daga undanfarin ár timabilið júní
til ágúst.
Kirkjan að Víðimýri er ein af ör-
fáum torfkirkjum sem enn er í
fullri notkun á landinu. Núverandi
kirkja var byggð árið 1834. Hún er
þiljuð að innan með rekaviði sem
enn er nánast í upprunalegu horfi.
Kirkjan var friðlýst árið 1936 og
komst hún þá í eigu Þjóðminja-
safns íslands. í henni eru nokkrir
gamlir og merkilegir munir. Má
þar nefna predikunarstól sem kom-
inn var í kirkju á staðnum árið
1661 en getur verið eldri. Einnig
má nefna altaristöflu frá árinu
1616.
Anna Kristinsdóttir segir að út-
lendingar séu í miklum meirihluta
þeirra sem skoða kirkjuna og þar
vegi hópar á vegum ferðaskrifstof-
anna þyngst. Hún segir að í sumar
hafi verið áberandi minna um
Þjóöverja og Norðurlandabúa en
undanfarin sumur.
Þess má að lokum geta að ekki er
tilviljun að fólk sýni Víðimýrar-
kirkju áhuga. Kristján Eldjám,
fyrrverandi þjóðminjavörður og
forseti íslands, lýsti kirkjunni
þannig: „Víðimýrarkirkja er einn
stílhreinasti og fegursti minjagrip-
ur íslenskrar gamallar byggingar-
listar sem til er.“
-ÖÞ
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Deilt um tilnefningar
fulltrúa sveitarfélaga
DV, Suðurnesjum:
„Til samræmis við undangengnar
umræður, sem snerust um tilnefn-
ingar fulltrúa sveitarfélaga en ekki
persónur, harma ég að stjóm S.S.S.
bæri ekki gæfu til að stýra málum
þannig að öll sveitarfélög ættu þar
einn fulltrúa hvort, í stað þess að
Reykjanesbær komi til með að eiga
tvo á kostnað fulltrúa frá Sandgerð-
isbæ,“ segir í bókun Hallgrims
Bogasonar, fulltrúa Grindavíkur í
stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðumesjum.
Sambandi sveitarfélaga á Suður-
nesjum barst bréf í sumar frá Bimi
Bjarnasyni menntamálaráðherra
þar sem óskað var tilnefningar
tveggja fulltrúa í stjórn Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og tveggja til vara.
Tveir fundir voru haldnir nýlega
hjá S.S.S. og urðu miklar umræður
um það frá hvaöa sveitarfélögum
fulltrúar ættu að vera. Kom fram til-
laga á fundinum um Jón Inga Bald-
vinsson og Guðbjörgu Ingimundar-
dóttur sem aðalmenn og Guðjón Þ.
Kristjánsson og Karl Hermannsson
til vara.
Tillagan var samþykkt með 4 at-
kvæðum gegn atkvæði Hallgríms
Bogasonar, fulltrúa Grindavíkur.
Fulltrúar annarra sveitarfélaga
gerðu eftirfarandi bókun.
„í framhaldi af bókun Hallgríms
er rétt að benda á að stjóm S.S.S. til-
nefndi einungis tvo fulltrúa í skól-
anefnd F.S. Það er ekki á valdi
stjórnar S.S.S. að hafa áhrif á hvem-
ig ráðherra skipar sína fulltrúa.“
-ÆMK