Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Fréttir Miklir erfiðleikar við að leita læknisaðstoðar fyrir níu ára stúlku utan af landi: Fimm stórar lýtaað- gerðir á níu ára ævi - móðirin sefur á sjúkrahúsinu DV, ísafirði: „Kristjana er búin aö fara í fimm aðgerðir á sjúkrahúsi síðan hún fæddist og á nú fljótlega að fara í sjöttu aðgerðina hjá lýtalækni. Þess á milli þarf ég að fara með hana í eftirlit. Síðan eru líka aðgerðir hjá tannlækni og í þær aðgerðir flýg ég með hana suður á fjögurra til sex vikna fresti,” segir Selma Guð- bjartsdóttir á ísafirði, móðir 9 ára stúlku sem þarf reglulega að vera undir læknishendi í Reykjavík. Stúlkan, Kristjana Þrastardóttir fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði þann 27. júlí 1987. Hún er dóttir Selmu og Þrastar Jóhannes- sonar. Strax við fæðingu var ljóst að Kristjana litla var með alvarlegan fæðingargalla því hún fæddist með skarð i vör og góm. Tveggja til þriggja daga gömul þurfti hún að fara suður til Reykjavíkur á sjúkra- hús í sína fyrstu aðgerð vegna fæð- ingargallans. Nú þegar Kristjana er búin að fara í fimm stórar aðgerðir og á enn margar eftir. Hjónin Selma og Þröstur eiga þrjú böm, Ragnar Heiðar, 16 ára, Kristjönu, 9 ára, og Guöbjörgu Svandísi, 5 ára. Þröstur starfar sem er húsasmiður, og Selma vinnur á dagheimili. Hún segist reyna að komast samdægurs heiman og heim. „Ég reyni þá að fara með flugvél frá ísafirði snemma að morgni og tek síðustu vél úr Reykjavík vestur að kvöldi. Þetta verð ég að gera vegna þess að ég er í vandræðum með gistingu í höfuðborginni. Þetta gengur yfir sumartímann en yfir í lítilli íbúð með eitt bamaherbergi og á sjálfur tvö böm. vetrarmánuðina þarf ég stundum að gista því oft fellur flug niður vegna veðurs.“ Sofið á sjúkrahúsinu Selma segir að þegar um er að ræða stórar aðgerðir á stúlkunni þá sofi hún jafnvel á sjúkrahúsinu. „Þær taka mun lengri tíma, venjulega um viku til tíu daga. Þá fer ég venjulegí ein með stelpuna, m.a. vegna þess um enga gistingu Reykjavík. er þá meira minna sjúkrahús- inu og jafnvel þai lika. getirn verið mjög erfitt og mikið álag. Ég vildi gjama að maðurinn minn gæti komið líka þannig að við gætum skipst á að vera á sjúkra- húsinu. Slíkt Kristjana Þrastardóttir meö móöur sinni Selmu Guöbjartsdóttur. Stúlkan á aö baki fjölda aögeröa í er bara ekki móðirin hefur sofiö á sjúkrahúsinu enda á hún ekki í nein hús aö venda. DV- hægt vegna leysis hef ég reynt að fara suður með síðustu vél fyrir aðgerð og stundum hefur legið við að ég missti af aðgerð. Það væri ekki spuming að við færum bæði hjónin ef við hefðum aðgang að íbúð í Reykjavík,“ segir Selma. „Maður er nánast á götunni í Reykjavík. Ég hef einu sinni ver- ið á gistiheimili og oft eynt að fá aðgang að íbúð- um sem verkalýðsfélögin eiga en þá hafa þær verið í útleigu.“ Selma segir þetta ,, ástand hafa mikil áhrif á fjöl- skylduna. \ „Yngsta barnið, Guð- björg, er ekki sérlega hress með þetta. Hún vill húsnæðisleysis. Eg get þó leitað til bróður míns i Reykjavík en hann er Eg fæ stundum að leggja mig á stofugólfinu. Vegna þessa aðstöðu- koma með en það er ekki hægt vegna aðstöðuleysis. Auk þess kæmi þá til aukakostnaður sem maður þyrfti að bera sjálfur. Svo veiktist Þröstur, hann greindist með æxli við heila árið 1994. Hann lagðist inn á sjúkrahús í aðgerð um mánaðamótin júní/júlí það sama ár. Hann var í tíu daga á sjúkrahúsi og síöan undir eftirliti í Reykjavík nokkurn tima á eftir. Þá urðum við að liggja uppi á vinum og ættingjum á meðan. Þröstur var frá vinnu í nokkra mánuði vegna þessa.“ „Fyrst og fremst vildi ég hafa ör- uggt húsnæði eða íbúð í Reykjavík. Það myndi breyta mjög miklu ef maður ætti í eitthvert öruggt hús að venda. Þá gæti maður verið út af fyrir sig og jafnvel tekið aðra með sér þegar álagið er mikið. Því það er mikið álag á fólk að vera inni á sjúkrahúsi allan sólarhringinn inn- an um mjög mikið veik böm.“ í aögeröum til 17 ára „Maður hefur hugsaö um það hvað þetta væri allt miklu auðveld- ara ef maður ætti heima fyrir sunn- an. Kristjana verður í aðgerðum með hléum fram til 16-17 ára ald- m-s, bæði hjá tannlækni og lýta- lækni, og þá verður búið aö fljúga ansi margar ferðir. Þetta er örugglega mjög góð búbót fyrir flugfélögin. Þrátt fyrir það hefur það aldrei hvarflað að okkur að flytja suður. Það er svo margt sem spilar þar inn í. Mað- ur hleypur ekkert úr góðri vinnu og svo á maður sitt húsnæði hér fyrir vestan og líður vel hér,“ segir Selma. -HK Reykjavík og mynd Höröur ^ Silfurtún í Garðabæ: Oskað eftir greiðslu- stöðvun í þrjár vikur Pappirsendurvinnslufyrirtækið Silfurtún í Garðabæ hefur fengið heimild sýslumanns í Hafnarfirði til greiðslustöðvunar i þrjár vikur en beiönin var lögð inn síðastlið- inn föstudag. Friðrik Jónsson, stofnandi og einn aðaleigandi Silf- urtúns, sagði í samtali við DV að ástæða rekstrarerfiðleika nú væru fyrst og fremst vanefndir eins viðskiptavina fyrirtækisins og hár þróunarkostnaður viö framleiðslu pappirsendurvinnslu- véla. Silfurtún hefur á síðustu sex árum flutt út 40 pappírsendur- vinnsluvélar fyrir tæpar 800 millj- ónir króna. Viðskiptavinir eru í 22 löndum og þekktasta afurð vél- anna eru líklega eggjabakkar. Friðrik sagði að unnið væri að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins og vonir stæðu til að kröfuhafar yrðu fyrir óveralegu tjóni. Að sögn Friðriks er það sænskt fyrirtæki, sem keypt hefur tvær vélar, sem ekki hefur staðið við gerða kaupsamninga og skuldar Silfurtúni um 100 milljónir króna. Friðrik sagði að samningar við fyrirtækið stæðu yfir og vonandi myndi úr rætast næstu daga og vikur. „Það varð að grípa til þessarar ráðstöfunar til að halda fyrirtæk- inu gangandi á meðan. Ég lít á þetta sem ákveðna lausn því við erum að komast í gang með nýja smíði. Þetta er allt gert í samráði við banka og birgja fyrirtækis- ins,“ sagði Friðrik. -bjb j rödd FOLKSINS 904 1600 Er rétt að seija áritaðar myndir af forsetahjónunum til styrktar framboði Ólafs Ragnars Grímssonar Gjaldkeri kærður fyrir tugmilljóna Qárdrátt: Einkaneysla vakti grunsemdir stjórn- enda fyrirtækisins Gjaldkeri fyrirtækisins Nathans & Olsens í Reykjavík hefur sam- kvæmt heimildum DV verið kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyr- ir stórfelldan fjárdrátt á áranum 1992-1996. Gjaldkerinn er granaður um að hafa dregið sér allt að 30 milljónir króna. Samkvæmt heimildum DV mun gjaldkerinn hafa gert tilraun til að dylja brotið með því að rangfæra bókhald fyrirtækisins. Stjórnendur fyrirtæksins uppgötvuðu íjárdrátt- inn og gerðu ráðstafanir til að upp- lýsa málið. „Við hjá fyrirtækinu tókum þá ákvörðun að tjá okkur ekkert um þetta mál við fjölmiðla. Ég hef ekk- ert meira um það að segja,“ sagði Ólafur Tryggvason, íjármálastjóri hjá Nathan & Olsen, við DV í gær. Samkvæmt heimildum DV vakn- aði grunur hjá stjórnendum i vor vegna þess hve gjaldkerinn barst mikið á. Viðkomandi mun hafa keypt raðhús, nýjan bíl og einnig fellihýsi fyrir 900 þúsund krónur. Endurskoðendur voru búnir að fara nokkrum sinnum í gegnum bók- haldið áður en fjárdrátturinn loks uppgötvaðist. Gjaldkerinn hafði unnið hjá fyrirtækinu í rúman ára- tug. Fyrirtækið Nathan & Olsen flytur inn morgunkorn, m.a. Coco Puffs og Cheerios. Ætla má að velta fyrir- || tækisins sé um 30 milljónir á Vav mánuði. Fyrirtækið hefur v 1o kært málið til RLR ' i en rannsókn máls- j, Naihant ins er nýlega hafin og stendur hún enn ! v -RR Húsnæöi Nathans & Olsens en fyrirtækiö flytur inn ýmis morgunkorn, m.a. Coco Puffs og Cheerios. DV-mynd ÞÖK Stuttar fréttir Ærumeiðandi grín Vikublaðið hefur verið dæmt í sekt fyrir að meiða æru látins manns í aðsendri skemmtigrein sem birtist i janúar. Alþýðublaðið segir frá. Nýr formaður Unnur Halldórsdóttir hefur látiö af formennsku samtakanna Heim- ili og skóli en við tekið Jónína Bjartmarz lögfræðingur. Unnur hefur veriö formaður samtakanna frá stofnun þeirra. Sandkassalíf Minnst þrjár tegundir sníkju- dýra geta borist i böm sem leika sér í sandkössum. Sníkjudýrin berast í börnin úr hægðum sem kettir skUja þar eftir, að sögn Al- þýðublaðsins. Ólafur Ragnar öflugur Ólafur Ragnar nýtur fylgis yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar og þykir standa sig vel samkvæmt nýrri GaUupkönnun. Ólympíuskákmótið íslenska skáksveitin byrjaði vel á ólympíuskákmótinu og sigraði Venesúela í fyrstu umferð. Þröstur ÞórhaUsson vann sína skák en hinir gerðu jafntefli. RÚV segir frá Strútabúskapur Beöið er leyfis heilbrigðisyfir- valda til aö flytja inn á annan tug strúta frá Svíþjóð. Morgunblaðið segir frá. {slenskukennslu úthýst íslenskukennslu skólabarna hefur verið úthýst úr Jónshúsi í Kaupmannahöfn meöan endur- skipulagning á rekstri þess fer fram. Ýmis önnur starfsemi er þó leyfð. Morgunblaðið segir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.