Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 íþróttir unglinga Þórsarar frá Akureyri íslandsmeistarar í 3. flokki karla í knattspyrnu: Töpuðu ekki stigi í mótinu - sigruðu Keflavík í úrslitaleik, 2-1, og urðu um 100 mörkum í plús í íslandsmótinu DV, Akureyri: Iþróttafélagiö Þór á Akureyri eignaðist sina aðra íslandsmeistara i knattspymu, frá upphafi, 7. sept- ember, þegar 3. flokkur karla sigr- aði lið Keflavíkur, 2-1, í úrslitaleik sem fór fram á Framvellinum. Piltarnir sem skipa þennan flokk urðu, sumir hverjir, fyrstu islands- meistarar Þórsara 1990, þegar þeir unnu í A-liði á pollamóti KSÍ i 6. flokki. Frábær árangur Á íslandsmótinu í sumar léku þeir alls 15 leiki og unnu þá alla og markatalan var 117-19. Umsjón Halldór Halldórsson Jónas Róbertsson, þjáifari liðsins, hefur verið með strákana í mörg ár og má í raun segja að hann hafi alið þá upp á knattspymuvellinum. Hann segir hópinn mjög samstilltan og skemmtilegan og eins og marka- talan segir til um þá er hér á ferð mikið sóknarlið. Riölakeppnin Þór, A.-Leiftur/Dalvík . . . 14-2 Leiftur/Dalvík-Þór, A . . . 0-10 Þór, A.-Völsungur . ... 7-0 Völsungur-Þór, A . . . 2-14 Þór, A.-KS . . . 11-0 KS-Þór, A . . . 1-12 Þór, A.-Tindastóll . ... 7-2 Tindastóll-Þór, A . ... 3-8 Þór, A.-KA . ... 7-1 KA-Þór, A . ... 1-2 Undankeppnin: Þór, A.-Fram.....................4-2 Þór, A.-Grindavik...............11-1 8-liða úrslitin: Þór, A.-KA.......................4-0 Þór, A.-Fram.....................4-3 Úrslitaleikurinn: Þór, A.-Keilavik................2-1 „I úrslitaleiknum vorum við betri en markatalan segir til um,” sagði þjálfari liðsins. Jóhann Þ. Þórhallsson kom Þór yfir, 1-0. Þórarinn Kristjánsson jafnaði fyrir Keflavík en þremur minútum fyrir leikslok skoraði Óðinn Viðarsson sigurmark Þórs. Stefnum á meistaraflokkinn Tveir af lykilmönnum 3. flokks Þórs eru þeir Orri Hjaltason fyrir- liði og Jóhann Þórhallsson sem hef- ur verið iðinn að koma boltanum í net andstæðinganna í sumar: „Við tveir erum búnir að vera saman i Þór alveg frá því við vorum í 6. flokki, en þessi hópur sem er í dag er búinn að vera óbreyttur í svona 3-4 ár. Þetta er annars búið að vera ótrúlega létt hjá okkur í sumar. Við lentum bara einu sinni í miklum vandræðum en það var í 4-3 leik gegn Fram, undanúrslita- leiknum. Þá sofnuðum við illa á verðinum og fengum á okkur tvö ódýr mörk. Svo til allir ganga upp í 2. flokk nú í haust og fyrir þá bestu þýðir það líka að æfa með meistara- flokknum. Við höfum sko sett stefn- una á meistaraflokkinn," sögðu þeir félagar er DV ræddi við þá. -gk Orri Hjaltason og Jóhann Þórhallsson, 3. flokki Þórs, A., hafa sett stefnuna á meistaraflokk félagsins. íslandsmeistarar Þórs, Akureyri, í 3. flokki 1996. Fremsta röö frá vinstri: Arnar Elíasson. Eövarö Eövarösson, Orri Hjaltason fyrirliöi, Steingrímur Sigurösson og Haraldur Logi Hringsson. Önnur röö frá vinstri: Guömundur Hannesson, Brynjar Vatnsdal, Karl Helgason, Gunnar Jónsson og Ragnar Már Gunnarsson. Þriöja röö frá vinstri: Ingi H. Heimisson, Höröur Rúnarsson, Rúnar Jónsson, Óöinn Viöarsson, Ingólfur Jóhannsson, Jóhann Þórhallsson og Andri Albertsson. Aftasta röö frá vinstri: Jónas Róbertsson þjálfari, Hans V. Reyenhaus liösstjóri, Peter Jones, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Sigurður Óskarsson, formaöur unglingaráðs, og Guðmundur Sigurbjörnsson, formaöur Þórs. - Á myndina vantar leikmanninn Þórö Halldórsson. DV-myndir gk 2. flokkur karla, A-deild: Valur-KR 4-5 KR sigraði Val, 4-5, í síðustu umferð íslandsmótsins í knatt- spyrnu 2. flokks karla A-deildar og gulltryggði um leið íslands- meisaratitilinn. Nánar síðar á unglingasíðu DV. Júdódeild Ármanns: Andri kjörinn sá efnilegasti - og hlaut minningarskjöldlnn um Halldór Gunnar Haustmótið í 4. flokki kvenna, A- og B-lið: Fjölnir og KR haustmeistarar Haustmót KRR í 4. flokki kvenna 1 knattspymu, utanhúss, fór fram dag- ana 7. og 8. september. Úrslit uröu sem hér segir. Úrslit í riðlakeppni - A-lið (Riðill 1): Fjölnir-Leiknir................3-0 KR-ÍR..........................1-1 Leiknir-ÍR.....................1-2 Fjölntr-KR....................,0-0 KR-Leiknir.....................3-0 ÍR-Fjölnir.....................0-3 (Riöill 2): Vikingur-Valur..................0-2 Fylkir-Þróttur..................0-4 Valur-Þróttur...................3-0 Víkingur-Fylkir.................0-1 Fylkir-Valur....................0-3 Þróttur-Víkingur................3-0 Leikir um sæti: 1.-2. Fjölnir-Valur............1-0 3.-4. KR-Þróttur...............2-0 5.-6. ÍR-Fylkir................1-0 7.-8. Leiknir-Víkingur.........0-0 Úrslit í riðlakeppni - B-lið (Riðill 1): KR-fi?.........................3-2 Leiknir-ÍR.....................1-2 KR-Leiknir.....................3-0 (Riðill 2): Bjölnir-Þróttur.................3-0 Valur-Þróttur...................4-0 Fjölnir-Valur...................0-0 Leikir um sæti: 1.-2. KR-Valur..................3-0 3.-4. ÍR-Fiölnir................2-1 5.-6. Þróttur-Leiknir...........2-0 Að sögn Halldórs Hafsteinsson- ar hjá Júdódeild Ármanns hefur Andri Júlíusson verið kjörinn efnilegasti júdómaður, yngri en 21 árs, hjá Júdódeild Ármanns fyrir veturinn 1995-'96. Hann hlaut viðurkenningarskjöld til eignar og annan farandskjöld sem gefinn ér til minningar um Halldór Gunnar Ragnarsson - einn af efnilegustu júdómönnum Ár- manns - en hann lést í bílslysi fyrir nokkrum árum. Andri Júlíusson, Ármanni, í miöju, var kjörinn efnilegasti júdómaöur félagsins, 21 árs og yngri, 1995- 96. Með honum er foreldrar Halldórs Gunnars Ragnarssonar heitins, þau hjónin Þóra Vignisdóttir og Ragnar Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.