Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 27 Sviðsljós Danny Devito er í Ástralíu aö kynna nýjustu myndina sína, Matthildi, sem gerö er eftir sí- gildri barnasögu Roalds Dahls. Rebbi merki- legur með sig Leikarinn og kyntröllið David Duchovny, öðru nafni Fox Muld- er úr Ráðgátum, er hálfhræddur við hamaganginn í aðdáendum þáttanna en um leið þakklátur fyrir stuðninginn. Lengra nær það þó ekki. „Ég hef engan áhuga á að kynnast þeim nán- ar,“ sagði hann í viðtali nýlega. Gillian Anderson, sem leikur Dönu Sculley, er öllu jákvæðari og alls ekkert hrædd. Liz Hurley framleiðandi kvikmyndar sem unnustinn lék í: Fyrirsætan og leikkonan Eliza- beth Hurley sagði frá því á dögunum hvernig hún hefði notið þess að sjá unnusta sinn, leikarann Hugh Grant, þjást. Á blaðamannafúndi á hóteli í Toronto í Kanada sagði hún: „Ég vildi sjá hann þjást og ég vildi grafa eftir meiru.“ Nú halda ófáir að hún eigi við þjáningar vegna ævintýrisins með hórunni Divine Brown í fyrra, þegar Hugh var gripinn með henni í aftur- sæti bíls síns í hliðargötu í Los Angeles. En, aldeilis ekki. Liz var hér að tala um samband þeirra í vinnunni. Hún er nefnilega framleiðandi nýrrar kvikmyndar, Extreme Meas- ures eða Örþrifaráða, þar sem Hugh leikur ringlaðan lækni. Liz viður- kenndi fúslega að hún hefði notið þess að ráðskast með unnustann en þau hafa verið saman í 10 ár. „Ég var yfirmaður hans og hótaði því margsinnis að hann fengi ekkert útborgað ef hann stæði sig ekki bet- ur. Kostirnir viö þá aðferð voru meiri en ókostirnir," sagði Liz hlæj- andi. Hún viðurkenndi hins vegar að valdabaráttan milli þeirra yrði mun flóknari og erfiðari viðfangs ef hún væri framleiðandi og hann leikstjóri. „Þá fyrst mundi hitna í kolunum." Grant sagði að uppákoman með Divine Brown hefði síður en svo lagt stein í götu hans sem leikara og við- urkenndi fúslega að unnustan hefði haldið í alla spotta meðan á gerð Ör- þrifaráða stóð. „Jú, hún var yfirmaðurinn. Ég varð meira að segja að ávarpa hana ungfrú Hurley," sagði Hugh og hætti við: „Það gekk ágætlega. Þetta var al- veg eins og heima nema nú fékk hún greitt fyrir að ráðskast með mig.“ Hugh segir að Liz sé mun betur með á nótunum og viti hvað sé á seyði. Nefndi hann sem dæmi að þeg- ar.þau hefðu rekist á meðlimi hljóm- sveitarinnar Oasis á hóteli í Los Angeles nýlega hefðu þeir Gallagher- bræður þust að sér með látum. Hann Hugh Grant og Liz Huriey koma til frumsýningar myndarinnar Extreme Measures eöa Örþrifaráöa í New York um helgina. Hann leikur aöalhlutverkiö en hún framleiöir. Símamynd Reuter hefði hins vegar staðið eins og þvara það kom í ljós hefði hann heilsað ofan í jörðina af skömm yfir fávisku og spurt hveijir þeir væru. Þegar þeim en Liz hefði helst viljað hverfa manns síns. Vildi sjá Hugh þjást og hafði í hótunum lan Gillian, gamla kempan úr rokkhljómsveitinni Deep Purple, hamast hér á tónleikum sveitarinnar í Kiev í Úkraínu á sunnudagskvöld. Yfir 30 þúsund manns mættu á tónleikana, þá fyrstu sem Deep Purpie heldur þar í landi. Símamynd Reuter Miðvikudaginn 2. október íiiiin aukablað um gæludýr fylgja Meðal efnis í blaðinu verður: Hundur og eigandinn, er hægt að þekkja eigandann af hundinum? Taminn köttur. Skrauthænsni. Búrfuglar. Fiskabúr, heill heimur. Fuglahundar (standandi) o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við Ragnar Sigurjónsson í síma 550-5728 hið fyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fímmtudagur 26. september. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.