Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 36
V I K I IV m til mik//í að vinnö' Vmningstölur 16.9/96 QQSKs) KIN ' FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 , Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Sjúkraflutningamenn koma með barnið sem flutt var í þyrlu Land- helgisgæslunnar. DV-mynd S Kona lést og barn alvar- ' lega slasað Kona lést þegar hún varð fyrir bíl við Hafnarfjall nálægt Borgamesi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Konan hélt á 8 mánaða gömlu bami í fanginu en það slasaðist alvarlega. Konan var nýfarin út úr rútubif- reið með barnið í fanginu og gekk beint út á götuna og í veg fyrir bíl- inn. Talið er að hún hafi látist sam- stundis. Barnið er alvarlega slasað og liggur á gjörgæsluueild Sjúkra- iiúss Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi vom aðstæður slæmar, hvass- viðri, rigning og mjög dimmt. -RR Keflavík: Maður lést í bruna Miðaldra maður lést í bruna í Keflavík í gærkvöldi. Tilkynnt var um mikinn eld og reyk í ibúð í fjöl- býlishúsi við Ásabraut og kom slökkvilið þar að rétt fyrir mið- nætti. Reykkafarar fóru inn í húsið og fundu manninn látinn. Að sögn lögreglu í Keflavík er . ekki enn vitað um eldsupptök. Mál- iö er í rannsókn. -RR Minkur stakk sér til sunds DV, Ólafsfirði Sá óvenjulegi atburður átti sér stað á Ólafsfirði um daginn að minkur sást við bæjartjömina þar sem böm voru að leik. Bömin eltu minkinn sem sá sitt óvænna og flúði sem fætur toguðu. Hann tók á rás að sundlaug bæjarins og gerði sér lítið fyrir og stakk sér út í laug- ina, en þar vom börn og fullorðnir að synda. Svo heppilega vildi til að ^tveir fullorðnir menn, vopnaðir fótu, náðu að drepa hann. -HJ L O K I Verkalýðshreyfingin að undirbúa sig fyrir næstu kjarasamninga: Krafan verði 16 til 20 pró- senta kaupmáttaraukning - viðræðuáætlunin samkvæmt nýju lögunum vefst fyrir mönnum Verkalýðshreyfmgin er nú á fullu að undirbúa sig fyrir kom- andi kjarasamninga en þeir eru lausir um áramótin. Enda þótt ekki sé búið að taka ákvörðun um þær kröfur sem settar verða fram er ljóst á viðræðum við ýmsa verka- lýðsleiðtoga að í aðalkjarasamning- unum verði höfuðkrafan bara ein - hærri laun, aukinn kaupmáttur. Menn benda á að vinnuveitendur og stjórnmálamenn segi að kaup- máttur hafi aukist um 8 til 10 pró- sent á síðustu tveimur árum. Þá hafi verið efnahagslægð. Nú sé tal- að um góðæri og bjarta tíma og þess vegna sé eðlilegt að gera kröfu um helmingi meiri kaupmáttar- aukningu á næstu tveimur árum, eða 16 til 20 prósent. „Ég er ekki tilbúinn til að nefna neinar tölur. Hins vegar er það rétt að höfuðáhersla verður lögð á hærri laun og þar með aukinn kaupmátt í komandi kjarasamning- um. Það er löngu tímabært að verkafólk nái að rétta hlut sinn nú þegar góðæri er gengið í garð, eftir þær fómir sem það hefur fært á síðustu árum,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, í samtali við DV. Hann sagði að Verkamannasam- bandið hefði sent út til sinna aðild- arfélaga ráðleggingu um að veita stjóm VMSÍ umboð til að gera við- ræðuáætlun um gerð aðalkjara- samnings sambandsins og félaga þess, bæði gagnvart vinnuveitenda- samtökunum báðum og rikinu og sveitarfélögunum. „Við þurfúm að vera búin að fá þetta umboð fyrir 22. nóvember næstkomandi. Ef ekki næst sam- komulag um viðræðuáætlun fyrir þann tíma ber ríkissáttasemjara að gefa út viðræðuáætlanir. Og ef svo færi yrði hann að gefa þær út á öll verkalýðsfélögin vegna þess að samkvæmt lögum er hvert verka- lýðsfélag fyrir sig samningsaðili nema það hafi veitt öðrum umboð til að fara með samningana fyrir sig. Við leggjum á það höfuðá- herslu að í viðræðuáætluninni sem við munum gera verði tryggð að- koma félaganna að sérkjarasamn- ingum. Á þessu timabili þurfa því félögin öll að huga að viðræðuáætl- un heima í héraði vegna sérkjara- samninganna. Við teljum þetta ör- uggara fyrir félögin. Því þarf að fá svarað hvort gera þarf viðræðuá- ætlun um hvern einasta kjara- samning sem gerður verður í land- inu. Um þetta verður að fá svör. Löggjafinn veit þetta ekki því hann vissi ekki hvað hann var að gera þegar lögin voru samþykkt," sagði Bjöm Grétar Sveinsson. -S.dór Merkur fornleifafundur átti sér stað er fornbýli og kuml voru grafin upp ná- lægt Hellissandi um síðustu helgi. Allt bendir til að þarna sé um aö ræða 10. aldar býli en beinin í kumlinu eru ónýt, að sögn Bjarna Einarssonar fornleifa- fræðings sem stjórnaði uppgreftrinum. Með honum á myndinni eru Sæ- mundur Kristjánsson, Skúli Alexandersson, Baldur Hermannsson og Óiafur Ólafsson sýslumaður. DV-mynd ÆÞ Nyr meirihluti til umræðu í Reykjanesbæ: Fólk hefur áhuga á R-lista samstarfi - segir Drífi „Ég hef margoft verið spurður að þessu undanfama daga. Ég kannast hins vegar ekki við að neinar við- ræður milli Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í Reykja- nesbæ hafi átt sér stað,“ sagði Krist- ján Gunnarsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokks í Reykjanesbæ, í samtali við DV. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn mynda núverandi meirihluta bæjarstjómar. Fullyrt er að þreyta ef ekki óánægja sé komin þar upp. Sérstaklega er þungt á milli Drífu Sigfúsdóttur, foringja Framsóknar, og Ellerts Eirikssonar, bæjarstjóra og foringja Sjáifstæðis- Sigfúsdóttir flokksins, eftir að Drífa leysti hann af sem bæjarstjóri í 8 vikur í sumar. „Ég hef ekkert rætt við fulltrúa Alþýðuflokksins eða Alþýðubanda- lagsins um þetta mál. Ég veit að fólk í bænum, sem hefur áhuga á svip- uðu samstarfi og R-listinn er með í Reykjavík, hefur verið að ræða sam- an í sinn hóp. Formlega hafa hins vegar engar viðræður um myndun nýs meirihluta átt sér stað,“ sagði Drífa Sigfúsdóttir, leiðtogi fram- sóknarmanna. Jóhann Geirdal, foringi alþýðu- bandalagsmanna, kannaðist við orð- róminn en sagði engar viðræður þessara þriggja flokka hafa átt sér stað. -S.dór Borgarbyggð: Meirihluti að fæðast Viðræður um nýjan bæjarstjóm- armeirihluta í Borgarbyggð standa nú yfir milli Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks og voru drög að mál- efnasamningi rædd á fundi í gær- kvöldi. Sigurður Már Jónsson, fulltrúi Alþýðuflokks, sagði í samtali við DV í morgun að menn myndu hitt- ast aftur í kvöld og á þeim fundi byggist hann við úrslitum. „Að- spurður um líkurnar á að nýtt meirihlutasamstarf yrði til í kvöld taldi Sigurður það líklegra en ekki. „Við höfum alla vega ekki slitið viðræðunum enn og ég reikna með að þetta komi í ljós í kvöld,“ sagði Sigurður Már. -SÁ Veðriö á miðvikudag: Áfram hlýtt fyrir norðan Á morgun er gert ráð fyrir suð- austankalda og rigningu suðaust- anlands og á Austfiörðum. Ann- ars staðar verður skýjað með köfl- um og smáskúrir verða allra vest- ast. Áfram verður hlýtt á Norður- landi, sérstaklega þó norðaustan- lands, en hitinn á landinu verður á bilinu 9 til 15 stig, kaldast á suð- austurhorninu. Veðrið í dag er á bls. 36 Flexello Vagn- og húsgagnahjól Powben Sufiurlandsbraut 10. S. 568 6499 £NOIÐlLuA.S1 1 533 -lOOO Kvöld- og helgarþjónusta /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.